Tíminn - 04.07.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.07.1996, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 4. júlí 1996 Tíminn spyr... Nú hafa líknardráp verið lög- leidd meb ákveönum skilyr&um í nor&urhéru&um Ástralíu. Geta íslendingar átt von á sambærilegri löggjöf innan Ólafur Ólafsson landlæknir: Ég vil taka þaö skýrt fram að það er grundvallarmunur á hug- tökunum líknardauða og líknar- drápi. Dæmi um líknardauða er þegar heilastarfsemi viðkomandi er dauð og hlutaðeigandi aðilar samþykkja t.d. að taka sjúkling úr öndundarvél. Líknardráp er aftur þegar læknar valda dauða sjúklings með lyfi eða aðgerð, eða aðstoða við sjálfsmorð. Það varðar við íslensk lög og er refsi- vert. Ef breyta ætti núgildandi lögum yrði það að vera með góðu samþykki guðs og almennings. Þetta eru ekki mál sem læknar og lögmenn ættu einir að koma að. Séra Jón Bjarman sjúkrahús- prestur: Ég vona að það eigi ekki eftir að gerast aö við samþykkjum slíka löggjöf. Rökstuðningur gegn því er einfaldlega: þú skalt ekki morð fremja. Við höfum ekki það vald að eyða lífi, jafnvel þótt tilgangurinn sé sá að líkna einhverjum. Ég hef fylgst úr fjarska með umræðu um þetta bæði í Hollandi og Bandaríkjun- um og röksemdir stuðnings- manna líknardrápa hafa ekki ver- ið sannfærandi. Guömundur Ágústsson lögmaöur: Ég sé engin teikn á lofti í þá átt. Það sem ætti að gilda hér á ís- landi ætti fyrst og fremst að vera virðing fyrir lífinu, ekki fyrir dauðanum. Meðan það viðhorf ríkir verður seint hugsað um líknardráp. Þetta má ekki alfarið verða spurning um pólitík og kostnað. -BÞ Minnismerki um Þorgeir Ljósvetningagoöa reist viö Goöafoss í til- efni 7 000 ára afmcelis kristni: „Eitt mesta lögfræði- afrek veraldarsögunnar" „Mér finnst alveg sjálfsagt a& minnast Þorgeirs Ljósvetninga- go&a nú í tilefni af því a& 1000 ár eru liöin frá kristnitökunni. Ég tel þa& eitt mesta lögfræ&iaf- rek í veraldarsögunni a& hafa fengiö þjóö til þess a& skipta um trú á þremur sólarhringum, me& löggjöf samþykktri af al- þingi," sag&i Gunnlaugur Þórö- arson, hæstaréttarlögma&ur, í samtali viö Tímann en hann hefur nú afla& nánast allra til- skilinna leyfa til a& setja niður minnisvar&a á eyjunni Hrútey vi& Go&afoss. Gunnlaugur sagði afskaplega óvanalegt að einum manni væri falið að taka svo stóra ákvörðun fyrir heila þjóð þó að bera megi starf Þorgeirs að nokkru leyti við störf erlendra sáttasemjara. Gunnlaugur átti hugmyndina að minnismerkinu, fékk hana sam- þykkta í Lögmannafélaginu áriö 1994, og hefur sjálfur aflað leyfa frá eigendum landssvæðisins og fleirum. „Minnismerkið var aldrei hannað. Ég fór upp að Mýri í Bárðardal með tengdasyni mín- um á sextán tonna trukk og þar tókum við úr einu hæðardragi stuðlabergsgrjót og fluttum að Goðafossi. Þessir þrír stuðlabergs- drangar tákna annars vegar tvö öndverð sjónarmið, þ.e. kristni og heiðni, og þriðji dranginn er málamiðlunin. Á einn drangann verður festur skjöldur með áletr- un sem Sigurður Líndal er að semja," sagði Gunnlaugur og bjóst hann viö að minnismerkið yrði afhjúpað í haust. Á kopar- skildinum verður frásögn á ís- lensku og ensku um lögfræðiafrek Ljósvetningagoðans. Fyrir þá sem eru farnir að ryðga í sögunni má geta þess að Þorgeir Ljósvetningagoði fékk umboð til að velja þjóð sinni trúarbrögð. Hann lagðist þá undir feld í þrjá daga og þrjár nætur, eins og al- kunnugt er, og ákvað að innleiða kristni til að leiða deilu ásatrúar- manna og kristinna til lykta. Þar með fórnaði hann hagsmunum sínum og annarra trúsystkina fyr- ir þjóðarheill. Þegar kristnin hafði verið lögleidd steypti Þorgeir goð- um sínum ofan fossinn sem hefur alla tíð síðan gengið undir nafn- inu Goðafoss. -LÓA Makar íslenskra presta: Óska Sophiu Han- sen Guös blessunar í fjölmennri móttöku prestsmaka ar kveðjur, biðjum Guð um styrk í Biskupsgarði á prestastefnu var henni til handa og blessunar við eftirfarandi ályktun einróma lausn á þeim mikla vanda sem samþykkt: „Sendum Sophiu hlýj- hún stendur frammi fyrir. -BÞ Sagt var... Vinsælust á mínu heimili ... „Þú skalt sko&a þetta í gegnum tíð- ina. Þá sér&u að vinsælustu menn í dag hafa fariö neöar en þetta. Þaö var gerö skoðanakönnun á heimili mínu í gær og þar lenti ég í efsta sæti í vinsældum. En það er náttúr- lega vegna þess að ég hef ekki kom- ið heim svo lengi." Heilbrigbisrá&herra, Ingibjörg Pálma- dóttir, í vibtali vib Alþýbublabib vegna skobanakönnunar Gallup, sem sýnir ab abeins 23,3% landsmanna eru ánægb meb störf hennar. Næstbesti kosturinn „Guð hefur alltaf verið í Sjálfstæðis- flokknum, en Svavar sá fram á næst- besta kostinn, forsetann í leshring Al- þýðubandalagsfélagsins á Álftanesi. Sá draumur varði ífimmtán mínútur. Þá sagði forsetinn sig úr flokki við Svavar." Gunnar Smári Egilsson í Alþý&ublab- inu. Gott fyrir Bent „Bent þarf ekki að ganga í gegnum barinn" Fyrirsögn Tímans í gær. Lítil kona ... „Lítil kona hefur brotið^ ákveðinn ís alein og fyrir vikið eru íslendingar orðnir trúverðugri. Áður fyrr var e.t.v. litiö á okkur sem einhverja eskimóa." Vaigeir Gu&jónsson í Tímanum um brautrybjendastarf Bjarkar Gu&munds- dóttur. Einu sinni var ... „Einu sinni var nýkjörinn forseti mikill áhugamaður um öfluga byggða- stefnu og samdi mikla skýrslu um flutning ríkisstofnana út á land. Ef rétt er munað, þykir upplagt í þeirri skýrslu að flytja Seðlabankann á Djúpavog og fleira er þar í þeim dúr." OÓ í Tímanum. Erfitt a& skilja ... „Það er skiljanleg afstaða og ber að virða að nýkjörinn forseti haldi sig til hlés þar til eftir embættistöku og á meðan fráfarandi forseti er enn í embætti. Erfiðara er að skilja, að ný- kjörinn forseti vilji ekki svara spurn- ingum útbreiddasta dagblaðs þjóð- arinnar um úrslit kosninganna sjálfra, jafnvel þótt þær séu bornar fram á mánudegi." Lei&arahöfundur Mocjgans er fúli út í ÓRG vegna þess a& Olafur vill ekkert vib Moggann tala eftir kosningar. Nokkur hroki felst hins vegar í þessum orbum Morgunbla&ins, þar sem þab vir&ist telja sig óbeint eiga meiri rétt til vi&tals en a&rir fjölmi&lar í skjóli stærb- ar bla&sins. Ef Ólafur Ragnar hef&i veitt Morgunbla&inu einum fjölmi&la vi&tal, væri fyrst eitthvaö verulega athugavert vib nýkjörinn forseta. Daginn fyrir kjördag sátu menn við kaffibollana sína á Café París, sem er við hliðina á kosningaskrifstofu Péturs Hafstein við Austurstræti/Pósthússtæti. Einn stuðningsmanna Péturs lýsti yfir gífurlegu óþoli sínu á Ólafi Ragnari, kvaðst fara úr landi ef Ólafur kæmist í forsetastól, gæti hreinlega ekki haft hann fyrir augunum. jón Oddsson hæstaréttarlögmaður, fornvinur Ólafs Ragnars sagði þá: „Ég held það sé^ óráðlegt hjá þér að flýja land, því Ólaf- ur hefur boðað að hann verbi svo mik- ið erlendis að þú gerir þá ekki annað en að rekast á hann þar. Þú skalt held- ur húka bara áfram á skerinu" ... • Að sjálfsögðu sendu Jón lögmabur og Vala Bára kona hans Ólafi Ragnari vini sínum heillaskeyti daginn eftir kosningar: „Bestu hamingjuóskir og röskiega það. Við sameiningu þjóðar er skilvinda þarfaþing á Kolkrabbann og sellófandrengi afturhaldsins" ... • Meira um forsetaviðbrögð. í pottinum var sögð sagan af starfsmanni í stjórn- arráðinu sem lýsti yfir því að hann gæti alls ekki unnið undir sama þaki og Ól- afur Ragnar. Nú var Ólafur kjörinn og gekk hann á fund Davíbs Oddssonar: „Davíð, ég segi upp, ég get ekki unnið undir sama þaki og Ólafur forseti." „Ég skil þig, ég skil þig, Nonni minn, en ég er búinn að redda þessu. Ólafur verður aldrei undir þessu þaki og flytur suður á Sóleyjargötu. Taktu þetta upp- sagnarbréf og rífðu það í tætlur," sagbi ráðherrann ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.