Tíminn - 04.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.07.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. júlí 1996 5 ESB: Minni veiðar, færri fiskiskip ESB til aðildarlanda, sem ekki stæðu við skuldbindingar sínar. Til álita kæmi líka, að hún sagði, að lönd þessi sættu aukinni aflaskerðingu í nýju sex ára viðmiðunaráætlun- inni. — Ný aflaskerðing mun þrengja að Bretlandi, sem minnkað hefur veiðiflota sinn um aðeins 6% í stað (áskilinna) 19%." „Framkvæmdastjórn ESB hafa borist tvær skýrslur. Og er önnur þeirra frá óháðum sérfræðingum, en hin frá fiskveiðinefnd hennar. í þeim segir, að margir fiskistofnar séu ískyggilega ofveiddir. — Bonino krefst minnkunar veiðiflotans að þremur þrepum: (a) 40% minnkun- ar þess flota, sem veiðir stofna í mestri hættu, svo sem þorsk, ýsu, hvíting og lúðu á miðum í írlands- hafi og í Norðursjó; (b) 20-30% minnkunar flota, sem veiðir fisk- stofna betur á sig komna; (c) 12% minnkunar þess flota, sem veiðir fiskstofna í jafnvægi." ■ „Framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins boðaði í gær allt að því 40% minnkun þess flota, sem ýmsar fisk- tegundir veiðir. Hún varaði líka við, að gripið kynni að verða til refsiað- gerða gegn löndum svo sem Bret- landi og Hollandi, ef þau minnk- uðu ekki fiskiflota sinn niður að settum mörkum." Svo sagði Fin- ancial Times 30. maí 1996 og enn: „Emma Bonino, framkvæmdastjóri ESB með umsjón með fiskveiðum, kvað heilum fiskstofnum hætt við „líffræðilegu hruni" á sumum fiski- miðum, nema fiskiskipum yrði fækkað á næstu sex árum, eins og áskilið yrði." „Samtök í sjávarútvegi vara við, að þúsundir manna, sem atvinnu hafa af fiskveiðum og fiskvinnslu og tengdum greinum, munu missa vinnu sína, ef úr veiðum verður dregið að fyrirhuguðum mörkum. — Frú Bonino sagði, að á móti minnkandi veiðum kæmi aðstoð, svo sem lækkun eftirlaunaaldurs og styrkir, sem nema munu ecu 3,1 milljarði ($ 3,8 milljörðum) fyrstu þrjú ár nýrrar sex ára viðmiðunar- áætlunar fiskveiða, sem hæfist 1997. Fjárframlög vegna síðari ár- anna þriggja yrðu samþykkt 1999. að núverandi fimm ára viðmiðun- aráætlun, sem á enda verður í lok þessa árs. Nokkur ríki, á meðal þeirra Spánn, Portúgal og Dan- mörk, hafa þegar minnkað veiðar sínar niður fyrir hin settu aflamörk. Önnur ríki, svo sem Bretland og Holland, eiga þar langt í land. — Bonino varaði við því, að lönd, sem ekki hefðu fært veiðar sínar að til- skildum mörkum 1996, kynnu að sæta ákæru fyrir Evrópudómstóln- um, sem stöðvað gæti fjárframlög Hún sagði, að framtíð fiskveiða væri í hættu teflt, ef sjávarútvegsmenn legðust gegn nauðsynlegri minnk- un veiðiflotans. „Hvað, sem fiski- menn segja, vita þeir vel — öðrum betur — aö ýmsir fiskstofnar eru á hættumörkum." „Sjávarútvegsráð- herra ESB býður að samþykkja heildaraflamörk áður en samið verður við einstök lönd um hlut þeirra, en það verður gert fyrir lok þessa árs. — Þessi lækkun aflamarka fylgir á eftir annarri umtalsverðri, Stonehenge Þjóblegur frób- leikur í Þing- eyrarhreppi Mannlíf og saga í Þingeyrar- hreppi er heiti á riti sem komið er út og Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri ritstýrir. í bréfi til les- enda í upphafi ritsins segir, að tilgangurinn með útgáfunni sé að halda til haga ýmsum þátt- um úr mannlífi og sögu í Þing- eyrarhreppi, fyrr og síðar, þar með talinn Auðkúluhreppur hinn forni, sem sveitarfélögin voru sameinuð 1990. Því er lofað, ef undirtektir verða þokkalegar, að þetta verði fyrsta heftið í ritröð og þá ekki útilokað að sögusviðið verði víkkað út þegar fram líða stund- ir. í því hefti, sem nú er komið út, kennir margra grasa. Grein og sögur eru um Eirík Þorsteins- son kaupfélagsstjóra, og sagt er frá hákarlaskipum í Dýrafirði á árunum 1865-1892. Birtar eru svipmyndir úr bakaríinu á Þing- eyri og þeim sem þar stóðu fyrir verkum og rakið er sitthvað sem á dagana dreif í Keldudal. Hér er fátt eitt nefnt af fjölbreyttu efni í ritinu, sem margar forvitnileg- ar myndir gera enn eigulegra. ■ Stonehenge In Its Landscape, eftir R.M.J. Cleal, K.E. Walker og R. Mont- ague. English Heritage. Rit þetta, sem út kom 1995, var til- efni ráðstefnu í London 20.-21. mars í vetur. í grein um þá ráð- stefnu í Nature 23. maí 1996 sagði Clive Ruggles, kennari í fornleifa- fræði við Háskólann í Leicester: „Þar til bókin birtist, vom ekki á reiðu gögn frá tveimur helstu upp- gröftum — þeim sem William Howley ofursti sá um á þriðja ára- tugnum, og hinum sem Richard Atkinson, Stuart Piggott og John E.S. Stone sáu um á sjötta áratugn- um og öndverðum hinum sjö- unda." „í raun réttri er Stonehenge ekki einn minnisvarði, heldur röð minnisvarða, sem um aldir vom endurmótaðir og endumnnir. ... Kennsl em nú borin á elstu um- merkin í Stonehenge, sem aldurs- greind verða, gröft hringskurðar og hleðsla bakka frá því um 2950 f.Kr., að slepptum eða viðbættum 50 ámm. Þeir em þannig dálítið eldri en talið var. (Holur eftir stólpa undir núverandi bílastæði em annars konar ummerki og munu frá miðsteinöld, um 4000 árum fyrr.) Blásteinungarnir — hnullungar úr dóloríti og rhyolíti, um 4 tonn að þyngd — munu hafa verið að fluttir um 2550 f.Kr., að nú er talið, nokkmm öldum fyrr en áður var haldið. Sandsteinamir tröllauknu, dæmigervingar Stone- henge, munu hafa verið að fluttir um öld síðar." „Blásteinungarnir em frá Preseli- fjöllum í suðvestanverðu Wales ... telja verður, að þeir hafi verið að fluttir, en ekki þangað borist af völdum skriðjökla. Huga þarf þannig að lífsháttum og áskiptum samfélaga í Wessex og Suður-Wa- les, sem 200 km skildu á milli. ... Óráðin gáta er, hvers vegna stein- hnullungarnir eru svo Iangt að komnir, og líka sú, hvernig sand- steinarnir, 25 tonn að þyngd, vom að dregnir, 30 km leið norðan úr Marlborough Downs." „Stonehenge var fyrst upp kom- ið á miðri nýsteinöld (Stonehenge 1). ... Minnisvarðar, sem mynda hring, voru í fyrstu úr timbri (Stonehenge 2) og síðar úr steini (Stonehenge 3). ... í árþúsund var við minnisvarðana úr steini búið, að gerðum nokkmm breytingum á þeim. ... Stonehenge var bersýni- lega samkomustaður og trúariðk- ana — að fastmótuðum hátíðarsið- um. Á útsýni frá Stonehenge og öbmm minnisvörðum í grennd við Stonehenge. það, hafa verið gerðar nýjar athug- anir, studdar tölvutækni. Þær sýna, að ... viðmiðanir réðu staösetningu nálægra minnisvarða. Haugar frá öndverbri bronsöld em þannig á hæöarhryggjum, sem mynda ná- lægan sjóndeildarhring, þannig að þeir sjást greinilega frá Stone- henge." „Langsótt virðist ekki lengur sú hugmynd, að meb tilliti til stöðu sólar og mána hafi minnisvarðinn veriö viðmiðun um hringrás tím- ans eða ab stjarnfræöileg sjónar- mið hafi að hluta myndab þær helgu meginreglur, sem við var stuðst við mörkun landslags um- hverfis Stonehenge." ■ Fordæmi Norðmanna Vissulega er fyrirhyggja ekki eitt af því sem einkennir veiðimanna- þjóðfélög sérstaklega, enda erfitt að skipuleggja langt fram í tímann þegar lifað er af duttlungafullum gæðum náttúmnnar. Veiðimanna- þjóðfélög em þess vegna talin á þróunarstigi og oft em þau fmm- stæð. Mörg einkenna veiðimannaþjób- félagsins má enn finna á íslandi. Menn vinna í skorpum, afla og eyða, en ganga um atvinnulausir þess á milli. Hugsunarháttur veiði- mannsins endurspeglast í öllum at- vinnugreinum og eru víst flestir sammála um að jafnvel þjónustu- störf einkennist allt of oft af veiði- mannahugsunarhætti. Sem betur fer hefur örlað á breyt- ingu í átt til skipulags og skynsemi á síðari ámm og ber þar hæst að þrálát verðbólga hefur verið kveðin niður. Aðstæður til að vinna gegn verð- bólgu hafa verið góðar. Samdráttur einn út af fyrir sig hlýtur að hafa áhrif í þá átt og ef til vill telst sam- dráttur síðustu ára hafa haft allt ab segja þegar árangurinn verður met- inn við söguskoðun framtíðarinnar. Nú em mörg teikn á lofti um að samdráttarskeiði í íslensku efna- hagslífi sé lokið að sinni. Sam- kvæmt nýjustu fréttum verður meiri lobna veidd á þessu ári en nokkm sinni fyrr og áður hefur ver- ið tilkynnt um aukna þorskveiði. Auðvitað er þetta gleðilegt og vissulega hefur þjóðin beðið eftir að góðæri yrði á ný. Það þarf hins veg- ar sterk bein til að þola góða daga og nú reynir á þá sem landsmálum stjórna. Það má ekki tapa þeim ár- Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE angri sem náðst hefur í efnahags- málum og glutra stöðugleika niður í sveiflukennt ástand veibimanna- þjóðfélagsins. Eg hef ábur bent á að aukinn þorskveiðikvóta megi nota í þessu augnamiði, en litlar undirtektir hef ég orðið var við. Aðeins tóku aðilar tengdir iðnaðinum undir hluta hugmynda í þessum dúr, en ekki stjórnendur efnahagsmálanna. Finnst mér það miður, en um leið og stjórnvöld hafna úrræðum, hljóta þau að hafa önnur. Slík úr- ræði hljóta því að vera í undirbún- ingi. Eða em veiðimannasjónar- miðin enn ríkjandi á æðstu stöð- um? Auðvitað veit ég að fyrir ríkissjóð er gott að neysla aukist. Þá hækka tekjur ríkisins af virðisaukaskatti og öðmm gjöldum. En aukin neysla er það sama og aukin eftirspurn sem líka er skilgreind sem þensla. Miðað við þær forsendur sem virðast vera fyrir hendi er hætta á ferðum í efnahagsmálum jafnframt því sem lífskjörin batna. Það er hætta á verðbólgu og öllum þeim hörmungum sem henni fylgja. Því er ekki óeðlilegt að nú sé kall- að eftir úrræðum ríkisstjórnarinnar, úrræbum sem leiði til þess að góð- æri það sem í vændum er leiði ekki líka af sér efnahagsleg vandræði. Fyrir mörgum ámm stóðu Norð- menn frammi fyrir því að inn í efnahagslíf þeirra kæmi mikill og óvæntur gróbi, olíugróðinn. Það var deilt um hvernig með skyldi fara. Ýmsir vildu bæta lífskjörin með því að gróbinn yrði greiddur út, ef svo má segja, en aðrir vildu fara varlegar. Sjónarmið hinna síð- arnefndu urðu ofaná, til heilla fyrir norskt efnahagslíf. Norðmenn nota gróðann til að byggja upp fyrir framtíðina, hegða sér eins og þróaðar þjóðir en ekki eins og dæmigerð veiðimannaþjóð. Við verðum að trúa að íslensk stjórnvöld hugsi eins eða fari í smiðju til frænda okkar þar eystra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.