Tíminn - 04.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.07.1996, Blaðsíða 6
6 tMmi Fimmtudagur 4. júlí 1996 Meirihluti Suöur-Þingeyinga hlynntur vibrœbum um sameiningu sveitarfélaga: 20% færri tóku afstöðu en til forsetakjörsins Samfara forsetakosningun- um um helgina gafst íbúum í Subur-Þingeyjarsýslu kost- ur á ab svara eftirfarandi spumingu: Ertu fylgjandi ab þín sveitarstjóm taki upp vibræbur um sameiningu vib önnur sveitarfélög. Nibur- staban varb sú ab 1964 tóku afstöbu, af þeim sögbu 1242 já en 631 sagbi nei. Aubir og ógildir seblar vom 91. Skobun manna eftir sveitar- félögum í sýslunni er þannig að mest fylgi virðist hug- myndin hafa á Húsavík og í Reykjahverfi. Þar vilja 73-74% þeirra sem afstöbu tóku að far- ið verði í viðræður. í Abal- dælahreppi sögðu 65,6 já, 65% Kinnunga í Ljósavatnshreppi sögðu já, í Mývatnssveit 61% og í Reykjadal 51%. Meirihluti Bárðdælinga, Tjörnesinga og íbúa Hálshrepps í Fnjóskadal er aftur andvígur hugmynd- inni. Sigurður Rúnar Ragnarsson, formaður héraðsnefndar, segir að það veki athygli að þátttaka þeirra sem tóku afstöðu til sameiningarinar hafi verið um 20% minni en í forsetakosn- ingunum og því virðist tölu- verður hópur ekki vera tilbú- inn að lýsa skoðun sinni. Hann túlkar þab þannig að stærri hluti þeirra sem ekki lýsa afstöðu sinni séu nei- kvaeðir. „Ég sé ekki fram á það að það fari neitt af stað á næstunni sem leiöi til sameiningar sveit- arfélaga í sýslunni. Hægt og bítandi er þó skilningur manna ab breytast í þá átt," sagði Sigurður Rúnar. Hans álítur hins vegar sjálf- ur að það sé einboðið mál að sameina sveitarfélögin í sýsl- unni. Hann telur jafnframt að enginn ávinningur fylgi sam- einingu tveggja eða þriggja lít- illa sveitarfélaga. „Þetta er eina raunhæfa svarið sem sveitar- stjórnarstigið hefur til að taka á auknum verkefnum og starfa eins og því er gert í lögum. Á síðustu 10 árum hefur orðið mikil breyting á þeim laga- ramma er lýtur að auknum kröfum til sveitarfélaga. og gerðir samningar við sveitarfé- lög um yfirtöku sveitarfélaga. Það er hreinlega ekki raunhæft að ætla að reka þá þjónustu sem sveitarfélögum er ætlað að veita sem sjálfstæð rekstrar- eining." -BÞ Búist vib 4-5000 manns á landsmót skáta: / A víkingasloð Búist er við um 1300 skátum í almennar skátabúðir og fjöl- skyldum þeirra, 500 erlendum skátum og 300 dróttskátum, 15-20 ára, á Landsmót skáta dagana 21.-28. júlí að Úlfljóts- vatni. Skátamir munu ekki sitja einir ab ævintýrinu því einnig á mótsstjóm von á hjálparsveitarmönnum og fjölskyldum þeirra og má því áætla ab um 4-5000 manns verbi „á víkingaslób" þessa daga. Unnið er að smíði mótshliös sem dregur útlit sitt af þema mótsins að þessu sinni en reist verður stefni víkingaskips. Þetta er mikið mannvirki, ríflega 5 metra breitt og 10 metra hátt og gnæfir glæsilegt drekahöfuð efst á hliðinu. Hlibinu verður svo komið fyrir við innganginn á tjaldbúðarsvæðinu að Úlfljóts- vatni líkt og venja er á lands- mótum. Framleiöendum fcekkaö í svínarcekt en afuröirnar aukast: Framleiðsluaukn- ing svínakjöts á ár- inu nemur 20% Svínakjöt hefur lækkab mikiö í verði á síðustu dögum. Formaður Svínaræktarfélags íslands segir ástæðu þess vemlega framleibslu- aukningu á árinu án þess að fram- leiðendum hafi fjölgab. Meðal annars hafi grísirnir þyngst þar sem bændur hafi ekki alltaf getab slátrab þegar þeir hafa óskab eftir því. Kristinn Gylfi Jónsson, formaöur Svínaræktarfélags íslands, segir ab framleiðsluaukningin nemi um 20% á árinu og aukið framboð kalli á verðlækkanir. Dæmi munu um að svínakjöt sé nú selt í verslunum með 35% afslætti. Kristinn Gylfi segir að tilboðs- verðið á svínakjöti muni standa þessa viku en síðan muni verðið stíga á ný. „Þetta er tímabundinn afsláttur frá bændum til þess að auka söluna. Við viljum koma kjöt- inu út og selja það nýtt og ferskt." Formaður Svínaræktarfélags ís- lands segir að í kringum 1988-89 hafi framleiðendur svínakjöts á landinu verið um 130 en núna séu þeir undir 90. Útlitið er ekki of bjart í greininni að hans mati. „Þeim hef- ur fækkað vegna harðnandi sam- keppni, en búin hafa á sama tíma stækkað. Þessi verðlækkun núna kemur mjög illa við suma, mörg bú hafa verið rekin með tapi vegna þess að á sama tíma og svínakjöt hefur lækkað mikið frá því í fyrra- haust hefur fóðurverð stórhækkað. Þetta lítur ekkert allt of vel út." -BÞ Fjölmargir leikarar taka þátt í leikritinu og margir þeirra eru aö koma nýir til liös viö Leikfélag Reykjavíkur. Á % ; y ý - ''' Nýtt íslenskt leikrit í Borgarleikhúsi á nœsta leikári: Ef ég væri gullfiskur Næsta leikár hjá LR hefst með nýju íslensku verki eftir Árna Ibsen, Ef ég væri gull- fiskur. Leikritið fjallar á gamansam- an hátt um stórfjölskylduna í íslenskum samtíma. í forminu er stuðst við franska 19. aldar farsann sem Georges Feydeau fullkomnaði. Fáir hafa beitt þessu formi á nútímaleikritun og sker Árni Ibsen sig úr hópi íslenskra leikskálda en hann hefur nær eingöngu beint sjón- um sínum að þessu listformi. Skemmst er að minnast leikrits hans Himnaríki — geðklofinn gamanleikur sem gekk fyrir fullu húsi allan síðasta vetur hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu Hermóði og Háðvör. ■ Formabur Skólamálarábs Reykjavíkur um tillögur stjórnkerfisnefndar: Sammála þeim sem framtíðarsýn Formabur Skólamálarábs Reykja- víkur er sammála þeirri framtíb- arsýn sem fram kemur í áfanga- skýrslu stjómkerfisnefndar en tel- ur ekki tímabært ab hrinda henni í framkvæmd. Nefndin lagbi m.a. til ab Skólamálaráb, stjórn Dag- vistar barna og stjóm Vinnuskól- ans yrbu sameinaðar í eina Menntamálanefnd. Þær nefndir sem stjórnkerfis- nefnd lagði til að breytingar yrðu gerðar á, fengu frest til 1. júlí sL til að skila umsögn um tillögurnar. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Skólamálaráðs, segist telja eðlilegt sem fyrsta skref að einbeita sér að því að sameina Skólaskrifstofuna og Fræðsluskrifstofuna. Það sé nægi- legt verkefni sem stendur ásamt yf- irfærslu grunnskólans til sveitarfé- laga. „Við erum hins vegar sammála þeirri framtíðarsýn sem kemur fram í skýrslu stjórnkerfisnefndar og vilj- um stefna að henni. Við enduðum á að mæla með því að sett ýrði strax á laggirnar samvinnu- og samstarfs- nefnd Dagvistar barna og Skóla- málaráðs sem væri falið að setja það níður hvernig við sjáum þetta fyrir okkur í framtíðinni. Við viljum jafnframt að sú nefnd skili af sér niðurstöðum sem fyrst," segir Sig- rún Magnúsdóttir. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.