Tíminn - 04.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.07.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. júlí 1996 7 Frá gróbursetningu trjáplöntugjafar ASÍ í Vinaskógi. Talib frá vinstri: Hall- dór Björnsson formabur Dagsbrúnar, Halldór Crönvold skrifstofustjóri ASÍ, Þórunn Sveinbjörnsdóttir formabur Sóknar, Crétar Þorsteinsson forseti ASÍ, Sigríbur Olafsdóttir varaformabur Ibju, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Cubmundur Þ. Jónsson formabur Ibju, Benedikt Davíbsson fyrr- verandi forseti ASÍ, Finnbjörn A. Hermannsson varaformabur Trésmibafé- lags Reykjavíkur, Magnús Ceirsson fyrrum formabur Rafibnabarsambands íslands, og jóhanna E. Vilhjálmsdóttir stjórnarmabur í Verzlunarmannafé- lagi Reykjavíkur. Forysta ASÍ og Vigdís gróðursetja Á dögunum voru gróðursettar í Vinaskógi við Þingvelli 80 trjáplöntur sem Alþýðusam- band íslands færði forseta ís- lands, Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóöinni að gjöf. Tilkynnt var um gjöfina í boði sem forsetinn hélt þann 12. mars í tilefni af 80 ára afmæli í Vinaskógi Alþýðusambandsins. Miðstjórn ASÍ sá um gróöursetninguna undir vaskri stjórn þriggja for- seta, þeirra Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands, Grétars Þorsteinssonar, nýkjörins for- seta ASÍ, og Benedikts Davíðs- sonar, fráfarandi forseta ASÍ. Mun betra ástand í atvinnumálum námsmanna en undanfarin ár: Óheppnir gætu fengiö lágmarksbætur eöa jafnvel ekki neitt „Námsmenn hafa átt auðveldara með að verða sér sjálfir úti um sumarstörf heldur en í fyrrasum- ar. Ástandið í atvinnumálum námsmanna virðist því vera betra en það var í fyrra," segir Sigríður Ólafsdóttir hjá Atvinnumiblun námsmanna. Um 1300 námsmenn hafa skráð sig hjá Atvinnumiðlun náms- manna. Staðfestar tölur segja að um 750 þeirra hafi fengiö vinnu, ýmist í gegnum miðlunina eða með öðr- um hætti. En það er óhætt að bæta við þessa tölu, þar sem starfsmenn Atvinnumiölunarinnar frétta ekki alltaf af því þegar námsmenn fá vinnu. Atvinnutilboð frá vinnuveit- endum hafa borist nokkuð jafnt inn á borð Atvinnumiðlunar náms- manna frá fyrstu dögum maímán- aöar. Sigríður segir að eftirspurnin sé mest úr ferðamannageiranum, þ.e. við vinnu á hótelum og á veit- ingastöðum. í því sambandi er nokkuð um að óskað sé eftir starfs- fólki með kunnáttu í þýsku og frönsku. Annars hefur verið spurt eftir fólki í allskyns störf, t.d. verka- manna- og iðnaðarstörf, til starfa á skrifstofum, við afgreiðslu, umönn- un, sölu, garðyrkju og í sendlastörf. Það eru aðallega námsmenn undir tvítugu og fólk sem stundar nám er- lendis sem ekki hefur fengið vinnu. Ungur aldur og reynsluleysi hefur staðið þeim fyrrnefndu fyrir þrifum, en hinir síðarnefndu geta almennt ekki mætt til leiks fyrr en líða tekur á sumar, segir í fréttatilkynningu At- vinnumiðlunar námsmanna. Samkvæmt lögum um atvinnu- leysistryggingar, nr. 93/1993, þá á námsmaður sem hefur unnið 425 dagvinnustundir rétt á lágmarks at- vinnuleysisbótum (um það bil 13.800 kr. á mánuði). Til viðbótar fá námsmenn skólanámið metið til 520 stunda, svo fremi sem þaö hef- ur verið stundað í a.m.k. 6 mánuði. En fullar atvinnuleysisbætur (um það bil 52.700 kr. á mánuði) eru miðaðar við 1700 dagvinnustundir. -gos Hliöargata í New York á Hverfisgötu: Grafísk mállýska New York Fyrsta einkasýning Guðbjargar Gissurardóttur, grafísks hönnuð- ar, var opnuö í Gallerí Greip á Hverfisgötu á kjördag. Á sýning- unni eru ljósmyndir, munir og tónlist og hefur þar verið skapað andrúmsloft hliðargötunnar í New York. í hinni raunverulegu hliðargötu í New York skapa íbúarnir sjálfir myndræna list í formi skilta, merk- inga og skreytinga. Með sýning- unni er Guðbjörg m.a. að velta fyrir sér spurningunni hvort grafískir hönnuðir nútímans séu að verða of háðir tölvutækni og mótuðum for- skriftum. Guðbjörg stundar nú Mastersnám í samskipta hönnun í New York. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 til 10. júlí. ■ Landsbankinn minnist 110 ára afmœlis: J forystu til framtíðar" Landsbanki íslands fagnaði 110 ára afmæli sínu í fyrradag. í til- efni afmælisins var meðal ann- ars efnt til samkeppni um nýtt slagorö fyrir bankann. Þrjár konur sendu inn það slagorð sem varb fyrir valinu, „í forystu til framtíðar". Þær eru: Halldóra Ólafsdóttir, Kirkjuvegi 28, Keflavík, Ingibjörg Hannesdóttir, Fornuströnd 7, Sel- tjarnarnesi og Svala Óskarsdóttir, Unufelli 15, Reykjavík. Bankaráð Landsbankans hélt óvenjulegan bankaráðsfund á af- mælisdaginn. Boðið var til fund- arins fjórtán krökkum sém fædd- ust á 100 ára afmælisdaginn. Þau mættu flest hver, voru leyst út meb gjöfum og borðuðu hádegis- mat með bankaráðinu. -GBK Stöbug fjölgun mala hjá Félagsmálastofnun Hverfaskrifstofa fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunnar Reykjavikur, sem þjónar íbúum borgarinnar austan Kringlu- mýrarbrautar aö Breibholti (hverfi II), er flutt að Suður- landsbraut 39. Skrifstofan var formlega tekin í notkun síðast- liðinn föstudag ab viðstöddum borgarstjóra Reykjavíkur, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, öðrum gestum og starfsmönn- um. Fjölskyldudeild Félagsmála- stofnunar er skipt í þrjár hverfa- skrifstofur, sem annast margvís- lega félagslega þjónustu við fjöl- skyldur og einstaklinga innan 67 ára aldurs. Hinar hverfaskrifstof- urnar tvær eru til húsa í Skógar- hlíð 6 (hverfi I) og í Álfabakka 12 (hverfi III). Til þess að tryggja sem besta félagslega þjónustu hefur Félagsmálastofnun Reykjavíkur m.a. kappkostab að veita hana sem næst neytendum, þ.e. með hverfaskiptingu á starfsemi sinni. „Stefnan er að setja fleiri mála- flokka inn á hverfaskrifstofumar, þannig að fólk þurfi ekki að fara á ýmsa staði," segir Áslaug Ólafs- dóttir hjá fjölskyldudeild í hverfi n. Á síðustu áram hefur málum, sem tekin hafa verið til meðferðar hjá Félagsmálastofnun Reykjavík- ur, stöðugt fjölgab. Málafjöldinn jókst um 9,3% árið 1994 frá árinu á undan, og um 17,1% 1995, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Þessa fjölgun rekja starfsmenn einkum til versnandi árferðis, s.s. viðvarandi atvinnu- leysis. Langflest málin varða fjár- hagsmálefni, en erfib barna- verndarmál era, að sögn Áslaugar, orðin algengari. Þá þróun telur Áslaug vera afleiðingu meiri efna- hagslegra þrenginga fólks. / „I hjartans einlægni" er yfirskrift útihátíðar, sem Sólstöðuhópurinn stendur fyrir ab Laugalandi í Holtum 19.-21. júlí nk. Hugmynda- fræði hópsins byggir á þeirri viðleitni að „fegra mannlíf- ið", meb því að hvetja fólk til að huga að „ástinni, vinátt- unni, trúnni, fjölskyldunni og tengslum almennt, bæði viö hverja abra, náttúruna og Guð", svo vitnab sé í yfir- lýsingu hópsins. Um leib er tekib skýrt fram að hópur- inn samanstandi af ósköp venjulegu fólki, sem hvorki kenni sig við nýaldarsinna né sóldýrkendur. Markmiðum sínum hefur Sólstöðuhópurinn reynt að ná með fyrirlestrum í Norræna húsinu yfir vetrarmánuðina, og með skipulagningu útihá- tíðar á sumrin. Á hátíðinni að Laugalandi, sem er fjölskyldu- hátíð, verður mikið um dýrðir. Boðið verður upp á mikinn fjölda námskeiða fyrir börn, þar sem hægt verður ab velja á milli trésmiðju, föndursmiðju og tónsmiðju, svo örfá dæmi séu tekin. Yngstu börnin geta tekið þátt í leiksmiðjunni, sem þrautþjálfaðar fóstrur stýra. Um leið er sérstök dagskrá fyr- ir unglinga, t.a.m. ævintýra- ferð upp ab rótum Heklu og sundlaugarteiti. Ekki má held- ur gleyma hinum fullorðnu, sem geta valið sér námskeiö við hæfi undir stjórn ýmissa nafnkunnra íslendinga. Lögð er rík áhersla á að námskeiðin efli sköpunargáfu og vifkni þeirra sem þátt taka, og að hver og einn leggi sitt af mörk- um og sé þátttakandi í eigin- legri merkingu þess orðs. I yfirlýsingu hópsins segir ennfremur að Sólstöðuhátíðin sé einstök, vegna þess hversu kynslóða- og fjölskylduvæn hún er. Lagt er blátt bann við notkun vímuefna og framlag hátíðarinnar til vímuefna- varna áréttað. í Sólstöðuhópnum eru nú skrábir u.þ.b. 500 manns. Þátt- tökugjald á hátíðinni er 6000 kr. fyrir fullorðna, 1000 kr. fyr- ir börn 4-12 ára, og 2000 kr. fyrir unglinga á aldrinum 13- 18 ára. Þeir, sem hafa áhuga á ab taka þátt, geta hringt í síma 553 3001 alla virka daga milli 10 og 12 og fengið nánari upp- lýsingar. -SH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.