Tíminn - 04.07.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.07.1996, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. júlí 1996 9 Orri hækkar enn í kyn- bótamati Stóbhesturinn Orri frá Þúfu í Vestur-Landeyjum er sýndur nú á fjórbungsmótinu til 1. verblauna fyrir afkvæmi. Þessi hestur er á margan hátt tímamótahestur hvab varbar klárganginn. Hann er sjálfur mjög hátt dæmdur og er nú eftir vorsýningar meb 139 kynbótastig og langefstur stóbhesta. Abeins einn hest- ur hefur náb jafn hárri abal- einkunn meb 1. verblaun fyrir afkvæmi, en þab var Kjarval frá Saubárkróki, föb- urbróbir Orra, árib 1991. Hann hefur líka reynst mjög farsæll í ræktuninni. Orri sló í gegn á landsmót- inu 1994, þegar hann vann B- flokk gæbinga. Hann er hátt dæmdur stóbhestur og sér- staklega fyrir klárganginn tölt og brokk, en einnig fyrir vilja og fegurb í reib. Afkvæmi hans virbast erfa þessa eiginleika föburins, og þó þau séu enn ung ab árum, fer varla nokkurt afkvæmi nibur fyrir 8 í tölti og brokki. Á fjórbungsmótin á Austurlandi í fyrra komu af- kvæmi hans mjög vel út, og svo hefur einnig verib á sýn- ingum í vor. Það segir sig sjálft þegar hestur sem náð hefur 136 kyn- bótastigum, eins og Orri gerði á síðasta ári, hækkar enn, að þá er kynfestan mikil. Nú er við því að búast að undir Orra séu leiddar mjög góðar hryss- ur, sem síðan skila góðum af- kvæmum, en það myndi ekki hækka hestinn nema vegna þess að hann bætir upp þessar góðu mæður. í fyrra náði And- vari frá Ey, sonur Orra, því að vera hæst dæmdi stóðhestur landsins í röðum klárhesta, aðeins 5 vetra gamall. Nú koma fram margir ungfolar undan Orra sem lofa mjög góðu. Að ekki sé minnst á margar frábærar hryssur. Það er því skiljanlegt að hesturinn skuli vera jafn eftirsóttur og raun ber vitni. Ætt Orra Orri 86186055 er fæddur hjá Indriða Ólafssyni í Þúfu í Vest- ur-Landeyjum. Hann er undan Otri frá Sauðárkróki, sem er undan heiðursverðlauna- for- eldrunum Hervari frá Sauðár- króki og Hrafnkötlu frá Sauðár- króki. Ekki er vafi á því að Orri hefur kraftinn og þennan mikla vilja úr föðurættinni. Bæði faðir hans og afi hafa líka gefið úrvals töltara. Móðir Orra var Dama frá Þúfu (hún drapst í byrjun tamningar), en hún var undan Adam frá Meðalfelli, sem er sonur Hrafns frá Holts- múla og Vordísar frá Sandhóla- ferju. í gegnum Hrafn kemur einnig mjög gott tölt og hafa synir hans erft það vel. Þannig stendur Þokki frá Garði, sonur Hrafns, efstur í kynbótamati fyrir tölt með 136 stig, og Hrafn sjálfur með 132 stig. Hrafns gætir einnig í föðurætt Orra, svo og kemur Sörli frá Sauðárkróki þar við sögu. Vor- dís amma Orra er undan Hyl 721 frá Kirkjubæ og Gránu frá Brekku í Þingi. Það er ekki síst úr móðurættinni sem Orri erfir þessa góðu mýkt sem í honum býr. Þar koma Kirkjubæjarein- kennin fram. Vordís er undan Leifa-Gránu frá Brekku í Þingi, en þaðan hafa löngum komið góð hross. Stofninn þaðan er nú uppistaða í ræktun í Stein- nesi, á Leysingjastöðum í Þingi og Hnjúki í Vatnsdal, auk Brekku. Vordís er ein besta kynbótahryssa landsins og er með 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Ekkert hross hefur brugðist undan henni. Dóttir hennar Eydís, sem er undan Pilti frá Sperðli, var hæst dæmda hryss- an í forskoðun fyrir fjórðungs- mótið núna. Dama móðir Orra var í móð- urætt út af hrossum frá Svana- vatni í Landeyjum, en þaðan hafa löngum komið góð hross. Þau eru í ættir fram af Kolkuós- stofni. ■ Dagana 3. til 7. júlí 1996 fer fram Fjórðungsmót sunn- lenskra hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu. Þetta langstærsta hestamót sumarsins verður haldið á einu besta vallarsvæði landsins. Vegna breyttra reglna um móta- hald er þetta síöasta fjórðungsmót á Suðurlandi. Nýtt fyrirkomulag á gæðingakeþpni. Glæsilegar kynbótasýningar. Margbreyttar ræktunarbússýningar. Kappreiðar. Dansleikir föstudags- og laugardagskvöld. Kvöldvaka. Næg tjaldsvæði. Góöar alhliða veitingar. Öll þjónusta við ferðamenn á Hellu. Óbreytt miðaverö frá fyrri mótum. Aðgangseyrir kr. 5.000 fyrir allan tímann. Nú er tækifærið fyrir alla hestamenn, unga sem aldna, að sjá á einum stað flesta bestu hesta landsins. Fjölskrúðugt mannlíf í fögru umhverfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.