Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 1
-4- 7 ^ .______ STOFNAÐUR1917 80. árgangur Föstudagur 5. júlí 125. tölublað 1996 Kynjamisrétti á vinnu- markabnum: Aðeins karl- menn Leitab var, skv. áreiðanlegum heimildum Tímans, eftir nöfhum þeirra sem útskrifuðust með hæstu einkunnirnar úr lagadeild Háskóla Islands í ár. Meðal þeirra, sem boðið var í atvinnuviðtal, var ekki ein kona, þrátt fyrir að þær hafi skipað hóp hinna hæstu í lík- um mæli og karlmennirnir og verið í tveimur efstu sætunum. Eða eins og heimildarmaður Tím- ans sagði: „Strákarnir voru teknir í viðtal, en ekki svo mikið sem tal- að við stelpurnar." Svo virðist sem áhuginn hafi takmarkast við karl- mennina. Hver skýringin er á þessum kyn- bundna áhuga er ekki gott ab segja, en á það skal bent að samkvæmt jafnréttislögum skulu öll störf vera opin báðum kynjum. Það verður því að ætla ab vinnuveitendum sé óheimilt að falast eingöngu eftir starfsmönnum af öðru kyninu. ¦ Vigdís forseti fœr allt ab milljón króna árlega vegna ferbalaga erlendis, eftir aö hún hverfur af forsetastóli. Ólafur DavíÖsson rábuneytisstjóri: Eölilegt, en kostnaður gæti oröiö mun minni Ákveðib hefur verið að frú Vigdís Finnbogadóttir forseti fái allt að milljón kr. greiðslu árlega eftir að hún hættir störfum til ab standa straum af ferbalögum erlendis. Ólafur Davíbsson, rábuneytis- stjóri í forsætisrábuneytinu, segir hlutverk forseta í alþjóbasam- skiptum um margt hafa breyst á þeim 16 árum sem libin eru síban Vigdís tók vib forsetatigninni og því sé ekkert óeblilegt vib ab þessi greibsla sé nú ákvebin í fyrsta skipti. Ólafur leggur jafnframt áherslu á að um útlagban kostn- ab sé ab ræba og upphæbin gæti orbib mun minni. „Á alþjóðavettvangi eru störf for- seta eða annars þjóbhöfðingja miklu meiri nú en áöur og í ljósi breyttra aðstæðna finnst mér ebli- legt að þetta sé gert. Það er í raun ekki hægt að tala um fordæmi eða ekki fordæmi. Við vitum að hún hefur verið mikið á ferðinni vegna mikilvægra tilefna og hún hefur sinnt þar mjög þýðingarmiklu hlut- verki. Það er alveg víst ab það verb- ur leitað eftir því áfram að hún sinni ýmsum slíkum störfum áfram og þá verður hún að geta ákveðið það, óháð því hver greiðir," segir Ólafur. Um þessar ferbir segir Ólafur að það sé ekki alltaf þannig ab þeir, sem halda ráðstefhur og fundi, borgi kostnaðinn sem því fylgir. Enda sé stundum æskilegt ab það sé ekki gert. „Fyrrverandi þjóðhöfð- ingi verður ab geta ákveðið óháð greiðslum hvort hann vill taka þátt í einhverjum atburðum eba ekki. Síban kemur hvert tilvik til upp- gjörs meb eðlilegum hætti." Aðspurður hvort ekki sé hætt við Draumajeppinn á 68 þúsund krónur Rafknúnir bílar, jeppar, skellinöbrur og mótorhjól eru meöal þess sem sumir þegnar þessa lands gefa börnum sín- um. Þessi draumaökutœki eru seld á verbbilinu 16-68 þúsund kr. Þaö dýr- asta er tveggja krakka jeppi meb br- yggisbeltum og möguleika á útvarps- tceki. Ab sögn Cubbergs Kristinssonar, eiganda Leikfangabúbarinnar Vedes þar sem bílarnir fást, er veríb ab myndast vib ab selja þessi ökutceki. „Þetta erdýrt, fólk kaupirnú ekki mik- ib afþessu. Menn keyptu þetta mikla meira fyrír svona 5-10 árum, þegar þeir voru ríkari." Hann sagbi bílana keypta fyrírkrakka upp Í8 ára. íöku- tœkjunum eru litlir mótorar og raf- geymar, en bílarnir geta komist upp í ca. 11 km hraba. „Meb venjulegum akstrí þarí ekki ab hlaba þá daglega. En ef abstæbur bjóba upp á ab keyrt sé vibstöbulaust, þá get ég ímyndab mér ab hann farí kannski á hálfum degi." LÓA að þjóbinni mislíki þessi auka- greiðsla, sem bætist við gífurlegan kostnab við framkvæmdir á Bessa- stöðum, sagði Ólafur: „Mér finnst afar ólíklegt að fólk sjái ekki og skynji ekki það hlutverk sem forseti hefur gegnt, ekki síst á alþjóbavett- vangi. Forseti á að hafa þau tæki- færi sem hún vill nýta áfram til að sinna þessu. Mér finnst af og frá að blanda þessu tvennu saman." -BÞ Vilhjálmur Egilsson neitar því oð leika tveim skjöldum: Þaö var tilgangs- laust a& beita sér „Ég leik ekki tveim skjöldum þó ég starfi sem framkvæmdar- stjóri Verslunarrábs og sé jafn- framt formabur efnahags- og vibskiptanefndar Alþingis," seg- ir Vilhjálmur Egilsson. Stabhæf- ing þessa efnis var höfb eftir Kristmanni Magnússyni, fyrr- um stjórnarmanni hjá Verslun- arrábi, í frétt Tímans í gær um breytingar á vörugjöldum. Vilhjálmur hafnar því að for- mennska í efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis annars vegar og framkvæmdastjórn hjá hagms- unasamtökum viöskiptalífsins, þ.e. Verslunarráði, hins vegar, kalli á hagsmunaárekstra. „Grundvöllur vörugjaldanna, þ.e. réttmæti þeirra, var bara ekki á dagskrá hjá Alþingi heldur fram- kvæmd þeirra. Og því tilgangs- laust að reyna beita sér fyrir af- námi vörugjaldanna, allar slíkar tillögur hefðu einfaldlega verið kolfelldar." -gos Sendiherra Islands í Kína vill ab menn vinni saman ab sókn á Kínamarkab: Vonar a& mál Varðelds og SH leysist Ragnar Lár skrifar um golf í Tímann Tíminn birtir í dag í fyrsta sinn golfþátt eftir Ragnar Lár, lista- mann og listagóðan golfleikara, höfund teiknimyndasögunnar Bogga sem birtist daglega á annarri síbu blabsins. Golfsíðan er á bls. 10 og þar geta golfáhugamenn gengið að hugðarefni sínu vísu á föstudög- um út sumarið. ¦ „Mér finnst þetta vobalega leibin- legt ab þab skuli vera komib svona, ef þetta er allt rétt sem kemur fram í viötalinu við Þor- björn, ab þetta sé allt ab fara í leibindahnút og málaferli. Þab þykir mér mjög leitt ab heyra," sagbi Hjálmar W. Hannesson sendiherra íslands í Kina í sam- tali vib Tímann. En Tíminn hafði samband við hann símleiðis til að bera undir hann það sem kom fram í viðtali við Þorbjörn Friðriksson, en viðtal- ið birtist í Tímanum sl. miðviku- dag. Þorbjörn sagði þar frá því að hann og sonur hans, Steingrímur, hefðu orðið fyrir miklum skaða þar sem síld er þeir keyptu hjá Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna og fluttu til Kína hefði verið full af átu þegar til átti að taka. Hjálmar sagðist hafa komið til borgarinnar Wuhu, þar sem feðg- arnir hafa fyrirtæki sitt löngu eftir að þetta mál reið yfir. „Ég get ekki lagt annað mat á það en að þetta var mjög erfitt fyrir þá og greinilega mjög erfitt fyrir þeirra samstarfsað- ila þarna í borginni. Þeir sögðu mér það, ég fór á sérstakan fund með þeim ásamt verslunarráðsmönnum Wuhu-borgar við Jangtse fljót. Það kom auðvitað í ljós að þarna höfðu menn lent í erfiðleikum, það lá al- veg fyrir." Hjálmar sagði aðspurður að ekki hefði verið talað um átu á fundin- um, heldur verið sagt að síldin hefði ekki verið eins góð og menn höfðu vænst. Þar af leiðandi hefðu menn fengið minna fyrir hana en efni stóðu til og upphaflega var áætlað. „Eg hef alveg frá upphafi, alveg frá því í mars 1995 verið að hvetja til þess að um þetta verkefni yrði allsherjar, eða mikið, samstarf margra aðila íslenskra. Ég hef talað þannig bæði við forystumann hjá SH (Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna) og ÍS (íslenskar sjávarafurðir), þannig að ég er búinn að tala við báða risana í þessum geira heima á íslandi, einmitt í þessum dúr. Ann- ars vil ég ekki láta hafa mikið meira eftir mér um þetta." Hjálmar sagði að hugmynd þeirra feðga hefði verið að korhast inn á markaðinn í Wuhu borg sem er efsta skipgenga höfn við Jangtse fljót og að auki í sögulegu tilliti ein af hrísgrjónadreifiborgum kína, og komast þaðan aftan að mörkuðun- um í Nangsing og Shanghæ með tímanum, en í Shanghæ eru a.m.k. þrettán milljónir manna. „Þetta taldi ég strax í mars '95 alveg stór- snjalla hugmynd. Það er ábyggilegt að í borginni Wuhu og raunar í Anhui á æðri stööum þá hefur Steingrímur Þor- björnsson geysilega góð tengsl sem skipta miklu í viðskiptum á þessu svæði. Ég vona nú sem sendiherra í þessu landi að menn sættist á ein- hverja aðra niðursöðu heldur en svona hörku dómstólaniðurstöðu því þarna held ég að sé verkefni fyr- ir marga að vinna saman fyrir fram- tíðina. Það er von mín og sendiráðsins að þetta leysist og menn sjái sér akk í því ab vinna saman," segir Hjálm- ar W. Hannesson sendiherra íslands í Kína. -ohr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.