Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. júlí 1996 3 Kýr og/eba kindur ein- ungis á um helmingi jarba í landinu eba rúm- lega 3.200 býlum: Meira en fjórba hver jörb í eybi Kýr og/eða kindur eru aðeins á um helmingi jarða í landinu, eða um 3.230 býlum. En vel yf- ir fjórðungur allra jarða eru nú í eyði, samkvæmt tölum Hag- þjónustu landbúnaðarins (HÞ). Eyðibýli voru tæplega 1.840 talsins árið 1994 og hafði þá fjölgað um 7% á aðeins þrem árum. í níu af 23 sýslum lands- ins fjölgaði eyðibýlum um 10- 19% á þessum þrem árum, mest í Kjósarsýslu og V- Skaftafells- sýslu. í V-Barðastrandarsýslu og ísafjarðarsýslum báöum er nú meira en helmingur allra jarða í eyði og um og yfir 40% í A- Barðastrandasýslu, Stranda- sýslu og N-Þingeyjarsýslu. Flest eru eyöibýlin samt, 164, í Ár- nessýslu. Þar sem eyöijaröir falla út af jarðaskrá ríkisins eft- ir 25 ár sýna þessar tölur þróun síðasta aldarfjórðungs. Eyðibýli er jörð þar sem enginn er skráð- ur til lögheimilis. Alls voru skráðar rúmlega 6.470 jarðir á landinu 1994 — rösklega 520 færri heldur en í byrjun áttunda áratugarins. Þar af voru nærri 1.840 jarðir í eyði, eða rúmlega 28% allra jarða í landinu. í ábúð vom 4.640 jarðir (435 færri en 1981). Tví- eða fleir- býli var á rúmlega 820 þessara jarða, eða tæplega 18% þeirra. Á einungis 3.230 jörðum var búið með kýr og/eða sauðfé. Á rösk- lega 1.400 jörðum í ábúð hefur því verið stundaður annars konar búskapur eða jafnvel enginn, þ.e. að eigendur séu skráðir þar til lögheimilis en stundi ekki lengur búskap. Svínakjötssala var t.d. frá 116 búum og afurðir fiðurfjár frá 61 búi. Alls 370 jarðir teljast nú til bæj- arfélaga. Fjölgun jarða í bæjum skýrist m.a. af því að hreppar hafa sameinast bæjarfélögum, sbr. Mosfellsbæ og Hveragerði. Ríflega þriðjungur þessara jarða eru í eyði, en um 100 í ábúð eig- enda. í ljósi þess að 38% sauðfjár- bænda og þriöjungur kúabænda var kominn yfir 55 ára aldur má búast við aö býlum í þessum svo- nefndu hefðbundnu búgreinum muni halda áfram að fækka tölu- vert á næstu árum. Þessir bænd- ur, eldri en 55 ára, framleiddu 34% af öllu kindakjöti og 27% allrar mjólkur sem lögð var inn árið 1994. Samanlagt verðmæti mjólkur- og sauðfjárafurða árið 1994 var rúmlega 10,9 milljarðar króna, sem samsvarar um 3.380 þús.kr. að meðaltali á hvert kúa- og/eða sauðfjárbú — þ.e. eða rúmlega 280 þúsund kr. á mánuði að með- altali. Virðist ljóst að eftir að búið var að greiða allan annan rekstr- arkostnað búsins af þessum tekj- um hafi launahluti fjölskyldunn- ar í mörgum tilfellum orðið frem- ur rýr. Heildarverðmæti landbúnað- arafurða var rúmlega 16 millj- arðar á árinu 1994. ■ Barnaverndarráö afgreiddi 46 mál varöandi 28 börn í fyrra: Pabbarnir flestir „ stikk frí" frá uppeldinu Bamavemdarráð afgreiddi á síðasta ári 46 mál sem vörð- uöu 28 böm, eða nokkm færri en árið áður, sam- kvæmt ársskýrslu rábsins. Kveönir vom upp 18 úr- skurðir en hin málin fengu aðra afgreiðslu. Athygli vek- ur að mikill meirihluti mál- skotanna hefur verib úr höf- uöborginni sjálfri. Þegar vandamál foreldranna em skoöuö kemur m.a. í ljós aö í 78% tilvika vantar „upplýs- ingar um feöur bamanna vegna þess aö þeir hafa af ýmsum ástæöum ekki átt beina aöild aö málunum og þar af leiöandi ekki veriö at- hugaöir sérstaklega", eins og segir m.a. í skýrslu Bama- vemdarráös. Af mæömnum vom 21% alvarlega greind- arskertar, 36% áttu viö alvar- leg áfengis- og vímuefna- vandamál aö stríöa, 36% viö annaö vanhæfi og 7% vom alvarlega geöveilar. Skoðun úrskurðanna leiðir í ljós að ástæður fyrir afskiptum barnaverndarnefnda geta ver- ið bæði margbreytilegar og flóknar. Langalgengasta Kjartan Asþórsson hjá Engjaási í Borgarnesi er búinn ab taka á móti nokkrum tonnum af rabar- bara í sumar. Vinnufélagarnir jakob Hallgeirsson og Hlynur Lind Leifsson hamast vib ab ||jg skera rabarbarann og snyrta. Tímamyndir: ohr Landbúnaöarframleiöslan á landinu tekur á sig nýjar myndir: Rabarbaravínfram- leiðsla í Borgarfiröi Rabarbaravín gæti orðiö þátt- ur í atvinnuuppbyggingu Borgfiröinga á næstu ámm ef vel gengur. Engjaás efh. í Borgarnesi hefur verib ab aug- lýsa eftir rabarbara undanfar- ib og hefur fyrirtækið keypt nokkur tonn af ýmsum aðil- um, en þetta er meðal þess sem kemur fram í KB Fréttum, fréttabréfi Kaupfélags Borg- firðinga í Borgamesi. Engjaás ehf. er fyrirtæki sem Borgnesingar stofnuöu um mat- vælaframleiðslu og skyldan rekstur í húsnæði því sem áður hýsti Mjólkursamlag Borgfirð- inga. „Við erum bara að afla hráefn- is," segir Indriði Albertsson framkvæmdastjóri Engjaáss, en Engjaás og Mjólkursamlag Borg- firðinga áður hefur framleitt vinsæla grauta sem hafa hingað til verið kenndir við MS en munu fljótlega hljóta nýtt nafn. Indriði segir að ný framleiðslu- lína muni verða byggð upp í kring um grautana sem fyrirtæk- ið er með í dag og samanstanda af grautum, sultum og ávaxta- desertum. En forvitnilegasta hugmyndin er óneitanlega sú er snýr að tilraun með framleiðslu á rabarbaravíni. Segir Indriði að framleiðslutilraunir hefjist með haustinu og ef vel gengur mætti e.t.v. búast við rabarbaravíni á markað næsta sumar. Rabarb- arasöfnunina núna segir Indriöi aðeins undirbúning. „Við erum bara að afla hráefnis. Það verður ekki fyrr en einhverntíma í sept- ember eða október sem við för- um af stað. Við getum ekki ákveðið í nóvember að fara að framleiða rabarbarasultur eða rabarbaravín, það er enginn ra- barbari þá. Þetta er eins og hey- skapurinn." -ohr Nýjung á íslandi: Bítlabar í Aust- urstræti 6 Franskir þingmenn í heimsókn Sendinefnd frá franska þjób- tveggja og endurgjalda heim- þinginu er komin til íslands í sókn sendinefndar frá Alþingi boði Alþingis og dvelst hér fyrir tveim árum. Frönsku þing- næstu vikuna. mennirnir eru Georg Colombi- Tilefni heimsóknarinnar er að er, Gérard Jeffray, Roland Nun- efla vináttutengsl þinganna gesser og Rémy Áuchedé. ■ Næstkomandi laugardag 6. júlí kl. 14 að staðartíma tekur til starfa fyrsti íslenski bítlabarinn og verður hann til húsa í Austur- stræti 6. Þar verður einnig kaffi- stofa, bítlaverslun, bítlasafn og bítlavídeo o.fl. Á vegum íslenska Bítlaklúbbsins er einnig verið að skipuleggja bítla- ferð um landið þar sem m.a. verður keppt í bítlaspurningakeppni. Þá verður einnig boðið uppá karaoke- keppni og safnað undirskriftum til að hvetja Paul McCartney til að láta sjá sig á klakanum. Á hverjum stað verður sá sem líkist mest einhverj- um af Bítlunum valinn bítill kvöldsins svo ekki sé minnst á alla bítlatónlistina sem leikin verður á þessum skemmtunum. í haust er svo ætlunin að halda eina allsherjar spurningakeppni í bítlafræðum í beinni útsendingu á Rás 2 þar sem 32 helstu bítlafræð- ingar munu leiða saman hesta sína í útsláttarkeppni. -grh ástæðan, eða í 94% tilvika, er „alvarleg vanræksla/slæm meðferð, líkamleg, félagsleg og/eða tilfinningaleg". Kyn- ferðisleg misnotkun var önnur tilnefnd ástæða, en ekkert mál kom til kasta Barnaverndar- ráðs á síðasta ári vegna annars konar misþyrminga á börn- um. Guðfinna Eydal sálfræðing- ur fjallar m.a. í skýrslunni um þann styrr, gagnrýnisraddir og blaðadeilur sem einatt hafi komið upp varðandi réttmæti aðgerða barnaverndaryfir- valda. „Sú umræða hefur oft ein- kennst af þekkingarleysi, for- dómum, og tilfinningahita og ekki verið til þess fallin að standa vörð um hagsmuni barna sem geta ekki sjálf barist fyrir rétti sínum til að búa við viðunandi aðstæður". Guð- finna segir aðgerðir yfirvalda yfirleitt alltaf miðast við lang- varandi vanrækslu foreldra. Fleiður í borgar- landslag- inu grædd Hitt Húsiö, menningar- og upplýsingamiöstöö ungs fólks, ætlar aö standa fyrir umhverfisátaki í sumar. Ljót sár í borgarlandslaginu, s.s. ómálaöir brunagaflar, auöar og óhirtar lóöir, auö svæöi sem skipulagsyfirvöld hafa gleymt og illa hirt port veröa færö til betri vegar. Vanhirtum svæðum verður, í samráði við eigendur, breytt í garða með gróðri, bekkjum og borðum, leiktækjum og lista- verkum. Hugmyndin er að vinna úr ódyrum efnum og áhersla verður lögð á endur- vinnslu og endurnýtingu til- fallandi nytjahluta. Einnig verður ómáluðum brunagöfl- um og öðrum veggjum, með leyfi eigenda, breytt í listaverk. Um er að ræða tilraunaverk- efni sem er liður í sérstöku átaki til að reyna að draga úr atvinnuleysi ungs fólks. Með því að veita ungu fólki starfs- þjálfun og markvissa fræðslu er reynt að gera það hæfara á vinnumarkaði. Við umhverfis- átakið vinna listnemar í sum- arvinnu, sjálfboðaliðar og ungt fólk í starfsnámi Hins Hússins undir stjórn lista- smíðju Hins Hússins í Hafnar- húsinu. Listasmiðjan skorar á borg- arbúa og fyrirtæki í borginni að leggja umhverfisátkinu lið. Benda á svæði og veggi sem þurfa fegrunar við og láta af hendi efnivið til átaksins, t.d. gróðurmold, túnþökur, trjá- plöntur, timbur, gangstéttar- hellur, málningu og úðabrúsa. -gos

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.