Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. júlí 1996 5 Tungufjall ber hér yfir Deildará. Myndir eh Deiídará í Skagafirði Við austanverðan Skagafjörð eru nokkrar veiðiár og vötn, sem ekki eru daglega í umræðunni þegar rætt er um lax- og silungsveiði hér á landi. Þarna er um að ræða Kolku- ós, sem Kolbeinsdalsá og Hjalta- dalsá falla til, Deildará (Grafará) og Hofsá (Unadalsá) á Höfðaströnd, auk Hrolleifsdalsár í Sléttuhlíð, að ógleymdu Höfðavatni og Sléttu- hlíðarvatni. Árnar eru yfirleitt með frekar lágt hitastig í samanburði við hlýrri árnar í landinu, enda koma þær úr fjalllendi Tröllaskaga. Árnar eru því flestar með silung, sjógeng- inn, en laxvottur er í sumum þeirra. Deildará, eða Grafará, er ein fyrr- VEIÐIMAL EINAR HANNESSON greindra vatnsfalla, sem fellur í Grafarós skammt innan við kaup- túnið Hofsós. Upptök árinnar eru í Vesturdal og Austurdal eða Seljadal inn af Deildardal, en hið tignarlega Tungufjall klýfur sundur þessa dali. Áin er fiskgeng sjógengnum fiski eitthvað fram í Seljadal, að Trippa- fossi, og Vesturdal eða líklega um 14 km árlengd frá sjó. Veiði á sjóbleikju í sjó er töluverð talin í Skagafirði og rýrir sú veiði Deildará, horft út Deildardal. Drangey í baksýn. Camla brúin á Deildará fyrir miöri mynd. Séö út Skagafjörö. vissulega möguleika á sem bestri veiði í ánum í Skagafirði yfirleitt, auk þess sem veiði á blönduðum fiskstofnum er talin óheppileg. Aballega sjóbleikja Sem fyrr segir er það nær ein- göngu sjóbleikja, sem veiðist í Deildará, þó að þar sé einnig lax- vottur. Áður fyrr var stunduð neta- veiði í ánni, en seinustu þrjá áratugi hefur verið stunduð þar eingöngu stangaveiði. Um árabil, 1964-1978, hafði Þorsteinn Stefánsson frá Skuggabjörgum ána á leigu. Hann vann að fiskrækt í ánni og var m.a. sleppt laxaseiðum, bæði gönguseið- um og sumaröldum, sem skilaði nokkrum árangri. Áin hefur hin seinni ár verið leigð út til einstakra veiðimanna, sem vilja kaupa þar veiðileyfi stuttan tíma í senn. Veiðifélag var stofnað um Deild- ará 1971 og eiga 12 jarðir aðild að félaginu, en þær eru Grindur, Brú- arland, Eyrarland, Kambur, Tungu- fell, Háleggsstaðir, Skuggabjörg, Stafshóll, Gröf, Grafargerði, Ártún og Nýlendi. Fyrsti formaður félags- ins var Þorgils Pálsson, Eyrarlandi, en síðar tók Ragnar Eiríksson, Gröf, við formennsku, en núverandi for- maður er Björgvin Guðmundsson, Sauðárkróki. Heilsíðuauglýsingar á heimsku Svo hefég þá upp raust mína og byrja á byrjuninni, ég beygi mig í auðmýkt fyrir landsins kirkju og stjóm, þótt lítilsháttar breyting kunni að sjást á sálu minni, og samvizkunni fórlist, slíkt er þegnleg skylda og fóm. Þannig kvab Steinn Steinarr forðum tíb. Þó er ekki til þess vitab, ab hann hafi látib sig dreyma um búskap á Bessastöb- um, enda forsetaembættið ekki til, þegar kvæði þab var ort sem ofanritab erindi er úr. En nú hefur sem sé eina ferb- ina enn verib kosib til forsætis vib þrælakistuna á Álftanesi. Kosningabaráttan fór fram meb nokkub hefbbundnum hætti. Ásjónur frambjóbenda dundu á manni líkt og hagl. Mátti þá einu gilda hvert litib var. Þær blöstu við á flettiskiltum, í dag- blöbum og sjónvarpi. Já og meira ab segja voru þær prent- abar á Opalumbúbir. Stubningsmenn frambjób- enda og andstæbingar skrifubu margar og mismerkar greinar í blöbin. Færði þar hver rök fyrir sínu máli, sem vera ber. Synd er til þess ab vita, hve langt fis berst meb vindum. Svo var þab nokkrum dögum fyrir kosningar að allt fór í bál og brand. Þannig var, ab nokkr- ir andstæbingar eins frambjób- andans keyptu heilsíbuauglýs- ingar í Mogganum í þeim til- gangi ab benda fólki á ýmsar lítt gebslegar hlibar á þeim fram- bjóbanda sem fór í taugarnar á þeim. í þessum auglýsingum kom ekkert þab fram, sem ekki hafbi þegar verib reifab í fjöl- mörgum blaðagreinum. Eigi ab síbur þótti fólki hér farib yfir strikib. í kosningum leyfist mönnum SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson að ganga nokkub hart fram í málflutningi. Vib íslendingar erum sagnaþjób. Þab þýbir ab okkur er skemmtun af hvers- konar fróbleik um náungann, ekki síst sé á hann hallab. En vib ætlumst til þess ab menn leggi fram mál sitt af þeirri orbkynngi sem þeir búa yfir. Penninn skal vera þeirra eina vopn. Þegar einhverjum verbur þab á ab kaupa rándýrt auglýsinga- pláss undir skobanir sínar, þá kemur okkur frónskum mönn- um þab fyrst í hug að þar fari ríkir. hálfvitar, sem eigi sand af seblum en þeim mun færri sell- ur í heilabúinu. Þab eru enda ekki ný sannindi, ab margur verbur af aurum api. Flestum er nákvæmlega sama, hvort þessir menn fara meb rétt mál eba rangt. Þeir eru einfaldlega ekki taldir samkvæmishæfir. Mörg- um finnst athæfi þeirra jafnvel slík lítilsvirðing vib gildandi leikreglur skobanaskipta, ab þeir láta sig hafa það ab kjósa gegn eigin sannfæringu, til þess eins ab sýna ab auglýsingar af þessu tagi hafi ekki áhrif á gerb- ir þeirra. Ekkert virbist benda til þess ab umræddar auglýsingar hafi breytt úrslitum kosninganna. En óneitanlega juku þær fylgi þess frambjóbanda sem þeim var ætlab ab beinast gegn. Því urbu þær til þess ab gera þau ab enn merkilegra sálfræbilegu rannsóknarefni en ella hefbi orðib. r FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES KOSNINGABAR ÁTTA ER KJARA BARÁTTA Pistilhöfundur er stundum spurður hvaða kostir þurfi að prýða góðan stjórnmálamann og þá vefst hon- um tunga um tönn, svo hann ver- kjar í kjálkabörðin og langt ofan í kok. Hvað meinarfólk með góðum stjórnmálamanni? Er það heilsu- góður maður sem fæst við stjórn- mál eða jafnvel minnisgóður? Kannski barngóöur maður eða góður í fótbolta? Líklega eiga spyrjendur þó við einhvern af höfuðkostum mann- skepnunnar á borð við heiðarleika, sannsögli, háttvísi, orðheldni og jafnvel hjartahlýju, svo eitthvab sé nefnt. En áfram er pistilhöfundur kjaftstopp. Hefur reynsla sögunnar sýnt ab þessir mannkostir séu nauðsynlegir í pólitík? Stjórnmál eru ekki feguröarsam- keppni sálarinnar, heldur vettvang- ur til að láta hlutina gerast. Til stjórnmála veljast menn sem er ekkert heilagt þegar til kastanna kemur. Menn sem jafnvel stíga á strik og svindla allt frá því þeir léku sér fyrst í parís á gangstéttinni fyrir utan húsib heima hjá foreldrum sínum. Boborð kristinna manna eru þeim enginn sérstakur farartálmi á pólitískum ferli og gætu oft verið frekar skrásetning á syndum þeirra. Ab vera góður maður er ekki sama og að vera góbur stjórnmálamab- ur. Hvernig er þá hægt ab slá máli á einn stjórnmálamann? Á setu hans eða þaulsetu á Alþingi eba fjölda þingmála sem hann flytur? Á hjálp- semi hans a la monsjúr Albert eba lengd ræbutíma ab hætti Hjörleifs? Á einhvern annan hlutlausan eða hlutdrægan hátt? Spyr sá sem ekki veit og verkjar í bába kjálka. Því er þessum spurningum velt upp hér á föstudegi að á laugar- daginn var kaus íslenska þjóðin stjórnmálamann til æðstu metorða landsins. Þráttfyrir ab embætti for- seta íslands sé pólitískt í ebli sínu, eru kosningar til forseta ekki flokks- pólitískar og því utan hefðbundins ramma stjórnmálanna. Vel má því meta stjórnmálamann í Ijósi þess hvernig þjóbin tekur honum utan vinnutíma. Ólafur Ragnar Grímsson, alþing- ismaður og fyrrum rábherra, hlaut 41 prósent atkvæða í þjóðkjöri, sem er frábær árangur hjá stjórn- málamanni og langbesti árangur í forsetakjöri. Gubrún Agnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður, hlaut 26 prósent atkvæba og samtals kusu því tveir af hverjum þrem kjósend- um alþingismenn til forseta á laug- ardaginn. Slík yfirburðakosning hrekur gömlu bábiljuna um að pól- itísk reynsla sé byrbi en ekki bless- un. Þjóbin kann vel ab meta pólit- íska fortíð manna þegar hún velur sjálf í ópólitíska stöbu. Sem afdankaöur alþingismabur og pólitískur pensjónisti fagnar pistilhöfundur ákaft kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar til forseta, þó að sjálfur hafi hann stutt annan frambjóbanda. Kosningabarátta Ólafs Ragnars og Guðrúnar var líka kjarabarátta fyrir okkur hin, sem höfum ekki abstöbu eða geðslag til ab láta stjórnmálaflokkana útvega okkur vinnu hjá Ríkissjóöi eða öðr- um verndubum vinnustab.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.