Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 5. júlí 1996 Bílgreinasambandiö og Bílibnafélagiö reyna eftir föngum aö út- rýma svartri atvinnustarfsemi á bílaverkstceöum: Bílaverkstæði verða gæðamerkt JÁ TAKK! ( )Ég vil gerast áskrifandi aS Tímanum. Áskriftargjald er kr. 1.700 á mánuði. Greiðsluform: ( ) Ég vil fá rukkun mánaðarlega. ( ) Ég vil greiSa meS greiSslukorti. )VISA ( )EURO Kortanúmer:________________________________ Gildistími:____________________________ Nafn: Heimilisfang:______________________________________________ Sími:__________________Kennitala:__________________________ Sendist tli: TÍMINN, BRAUTARHOLTI 1, 105 REYKJAVÍK. „Þaö er erfitt aö mæla það ná- kvæmlega á hverjum tíma, en þab er líka gjörsamlega von- laust ab ætla sér ab gera ekkert í því," segir Jónas Þór Steinars- son framkvæmdastjóri Bíl- greinasambandsins um barátt- una gegn svartri atvinnustarf- semi í bílaviðgerðum. Einn lib- urinn í þessari baráttu er m.a. ab gæbamerkja verkstæbi og er veriö ab undirbúa þab t.d. í réttingu, málningu og almenn- um bílaverkstæbum, en ábur hafa smurstöbvar verib gæba- merktar. Þá hafa Bílgreinasambandib og Bíliðnafélagið á undanförn- um árum safnað nákvæmum upplýsingum um ríflega 250 bílaverkstæði á höfuöborgar- svæðinu og úti á landi og hefur þeim upplýsingum m.a. verið komið til skattayfirvalda. Jónas Þór segir þaö athyglisvert að á sumum stöðum úti á landi kannast menn ekki við þau vandamál sem fylgja svartri at- vinnustarfsemi á sama tíma og þetta sé vandamál á öðrum svæðum á landsbyggðinni. Hinsvegar hafa menn ekki haldbærar skýringar á þessum mun á milli staða og lands- hluta í þessum efnum. Framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins telur að brýnt að löggjafinn taki á sig rögg og reyni að koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafa staðið skil á vörslufé til hins opinbera eða brotið af sér að ööru leyti geti hafið starfsemi á ný eftir t.d. gjaldþrot. Hann segir að svarta atvinnustarfsemin skaði ímynd atvinnugreinarinnar auk jjess sem það skekkir samkeppnis- stöðuna gagnvart þeim sem reka sín fyrirtæki samkvæmt settum reglum og kappkosta við að endurnýja tæki sín og tól í takt við þá auknar kröfur. -grh FYLGIST MEÐ VIKULEGUM PISTLUM KÁRA ARNÞÓRSSONAR í TÍMANUM Á HVERJUM MIÐVIKUDEGI. Allt um Fjóröungsmótið ó Hellu í Tímanum! ER BLAÐ HESTAMANNSINS UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Fiskur 2000 á Blönduósi: Af stab um mibjan júlí Nýtt fiskvinnslufyrirtæki á Blönduósi, Fiskur 2000, verbur opnað um mibjan næsta mánub, ab sögn Valdimars Guðmanns- sonar, stjórnarformanns fyrirtæk- isins. Eins og Dagur sagbi frá í byrjun júní, hafbi þá treglega gengib ab rába í stöbur, en gert var ráb fyrir ab um 30 manns þyrfti til ab fyr- irtækib væri fullmannab. Fiskur 2000 auglýsti aftur eftir starfsfólki í dagskrárblöbum á Blönduósi og Saubárkrkóki og segir Valdimar ab vibtökur hafi nú verið góbar og em rábningar vel á veg komn- ar. Byggingu húss fyrirtækisins er ab ljúka og vélarnar em á leibinni til landsins. Frágangi innanhúss verbur ab fullu lokib um mánaba- mótin og er vinnslusalurinn nú þegar tilbúinn. Valdimar segir að þab hafi verib meb rábum gert ab láta frágang utanhúss bíba, til ab tefja ekki fyrir vélauppsetningu, og því væri unnt ab hefja rekstur- inn nokkurn veginn á fyrirhug- ubum tíma. Ekki verbur farib af stab af full- um krafti í byrjun, en ab sögn Valdimars er ætlunin ab rekstur- inn verbi kominn á fullt skrib í haust. KÓPAVOGSPÓSTURINN KOPAVOGI 75% íbúba seldar í Smára- hvammslandi: Léttara ab selja íbúbir í Kópavogi en Grafarvogi Verið er ab gera úttekt á hve mikib er af óseldum íbúbum, sem em í byggingu eða þegar byggbar í Kópavogsdal. Ab sögn Sigurðar Björnssonar, nýráðins markabs- fulltrúa Kópavogsbæjar, þá er ver- ib ab gera slíka könnun í hverfum sem em í byggingu. Lokið er vib úttekt á þeim íbúbum, sem hafa verið byggbar eba framkvæmdir eru hafnar vib í Smárahvamms- landi, og eru um 75% þeirra nú þegar seldar. Sigurður segir þab einróma álit verktaka, sem eru ab byggja í Kópavogsdal og einnig SVARFAÐARDAL „Sjávarhœttir fyrr og nú" nefnist sýning sem stendur uppi ííþrótta- húsinu á Dalvík til 6. ágúst nk. Þar gefur aö líta líkön af 50 bátum, auk ýmissa tœkja og tóla sem tengjast sjávarútvegi. t.d. í Grafarvogi, ab mun meiri áhugi sé á íbúbum í Kópavogsdal og léttara ab selja þar en í Grafar- vogi. rnETTnninnin SELFOSSI Fossvogsstöbin: Nýjungar í trjárækt ísland er harðbýlt land og þarf mikla þolinmæbi til ab ná árangri í ræktun plantna vib þær abstæb- ur sem hér ríkja. Til ab stytta ræktunar- og vaxtartíma og auka gæbi er stöbug vöruþróun naub- synleg. Þab nýjasta sem Fossvogsstöbin býbur uppá á þessu svibi, og framleitt hefur verib í samvinnu vib Skógræktarfélag Reykjavíkur og Ibntæknistofnun, er planta smituð meb svepparót eba svo- köllub kraftrótaplanta og þá til ab byrja meb eingöngu stafafura. Sveppurinn lifir í rótum plönt- unnar og eykur yfirborð rótanna, þannig ab næringarupptaka úr jarðveginum verbur auðveldari. Planta smitub af svepparót er því planta meb fullkomib rótarkerfi, sem aubveldar henni ab komast af vib nýplöntun á erfibu og ófrjóu landi, auk þess ab flýta fyr- ir vexti. Þá hefur einnig verib lítillega notab af vefjaræktubum trjám. Vefjaræktab tré verbur til þannig ab vaxtarvefur er tekinn af sér- staklega völdum einstaklingum, sem bera af hvab fegurb og heil- brigbi varðar. Af vaxtarvefnum vaxa síban margir einstaklingar, sem verba eins og þau tré sem voru sérstak- lega valin í upphafi og vaxtarvef- urinn var tekinn úr. Vefjaræktab tré verbur erfbafræbilega eins og móburplantan. Magnús Halldórsson, yfirmað- ur kaupfélagssmibjanna á Hvolsvelli: Tvískinnungur ab hafa meistaraskyldu bara í þorpum „Vélsmiðjan hefur, nánast frá upphafi byggðar hér á Hvols- velli, séð um pípulagnir í þorp- inu og bæði meistarar og einka- aðilar hafa leitaö til okkar með vinnu. Það er vegna þess að við höfum hæfum mönnum á að skipa með yfir 20 ára reynslu," sagði Magnús Halldórsson, yfir- maður í vélsmiðjunni á Hvols- velli, í tilefni fréttar blaðsins fyrir skömmu um kæru Sunn- iðnar og Meistarafélags Suður- lands til sýslumanns á Hvols- velli. Magnús segir það tvískinn- ungshátt ab ekki skuli vera skylda að hafa meistara að pípulögnum á sveitabæjum, en aðeins í þéttbýli þar sem íbúa- tala fer yfir 100 manns. „Ég er ekkert að afsaka þetta hjá okk- ur, en hér um slóðir hefur yfir- leitt ekki verið spurt um papp- íra eða réttindi, heldur hæfni. Við höfum unnið mikið fyrir ríkið hér um slóðir og ekkert verið fundið að verkum okkar," sagði Magnús. Hann segir að í kjölfar breytinga í rekstri smiðj- unnar verði fenginn pípulagn- ingameistari þangað til að vinna að verkefnum fyrirtækis- ins á sviði pípulagna. Kvenmaburinn veltir sér nakin upp úr dögginni. KEFLAVIK Karlmaburinn hleypur í annarri skálminni hringinn í kringum húsib. Jónsmessan á myndrænan hátt Á Jónsmessu er sagt ab konur eigi ab velta sér naktar upp úr dögginni, þá losni þær vib ýmsa kvilla. Karlar eiga á sama tíma ab hlaupa hring- inn í kringum húsib í annarri skálminni. Hér ábur fyrr var slíkt oft framkvæmt, en síban féll sibur þessi nibur þar til nú hin síbari ár ab frést hefur af slíkum uppákom- um, þó þær náist sjaldan á mynd. Ljósmyndari blabsins kom þó ab nokkrum pörum vib þessa ibju á Jónsmessunótt. Þó ab fólkib sé meb öllu óvant því ab koma fram í hvaba mynd sem er, gaf þab leyfi til birtingar á þessum myndum, gegn því ab birta engin nöfn né fregnir um hvar myndirnar voru teknar, að öbru leyti en því ab fólk- ib stundabi þessa ibju innan bæjar- marka Reykjanesbæjar. Þá var í samrábi vib þá, sem þarna voru ab verki, abeins birtar myndir af ein- um einstaklingi af hvoru kyni, ekki hópmyndir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.