Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.07.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 5. júlí 1996 9 UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLOND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND Thatcher til Hong Kong Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráöherra Breta, ætlar sér ab vera stödd í Hong Kong fyrstu þrjá dagana eftir aö Kín- verjar taka þar viö völdum af Bretum á miöju næsta ári. Stuöningsmenn hennar líta svo á að með þessu ætli hún aö fæla kínversk stjórnvöld frá því að misbeita valdi sínu strax fyrstu dagana, en aðrir óttast að Kín- verjar túlki heimsóknina svo að hún sé aö lýsa stuðningi Breta við það að lýðræðislega kjörib þingiö í Hong Kong verði leyst upp. Starfsmenn á skrifstofu Thatc- her neituðu því ab hún ætli sér að standa vörð um að mannrétt- indabrot verði ekki framin strax á fyrstu dögunum eftir að Kínverj- ar taka vib. „Það er als ekki það. Vib erum viss um að Kínverjar munu hegða sér óaðfinnanlega." Thatcher veit hins vegar fullvel af þeirri gagnrýni sem höfð hefur verið uppi af íbúum nýlendunnar gagnvart því að hún verði afhent Kínverjum, en það var Thatcher sjálf sem undirritaði samninginn þar að lútandi. Fyrrverandi starfs- maður Thatcher segist telja að hún ætli sér með heimsókninni að benda Kínverjum á að „þeir verði að gæta sín." Denis MacShane, þingmaður Verkamannaflokksins, var hins vegar á allt annarri skoðun og gat varla leynt reiði sinni. „Þetta er hreinasta smán," sagði hann. „Hún mætir þarna í eigin per- sónu til þess ab kveðja lýðræðiö. Þegar hún undirritaði brottgjöf Hong Kong hlupu Kínverjarnir í hringi í kringum hana, og henni láðist að tryggja öryggi íbú- anna." -gb/The Sunday Times Feröamálafrömubir í Suöur-Kyrrahafinu hafa fundiö sér veröugt deiluefni: Hvar á jörbinni verba menn fyrst- ir til aö fagna aldamótunum? Hvað sem líbur öllum deilum um þab hvort aldamótin verbi í ársbyrjun árib 2000 eba 2001 er ljóst að fjölmargir jarbarbú- ar eru ákveðnir í ab halda þau hátíðleg ab kvöldi hins 31. desember árib 1999 og fagna eitthvað fram eftir nóttu. Og þrátt fyrir að enn séu þrjú og hálft ár til stefnu eru menn víða strax farnir að undirbúa gleðskapinn. Einna ákafastir eru ferðamálafrömubir í Kyrra- hafinu, og þar eru nú risnar upp deilur sem snúast ekki um það hvenær aldamótin ganga yfir, heldur hvar á jörðinni þau verða fyrst. Og þar með hvar fyrst verður hægt að halda upp á þau. Þvert yfir Kyrrahafið, frá Norðurpóli til Suðurpóls, ligg- ur sem kunnugt er svonefnd dagalína. Allt frá árinu 1945 fylgir hún í grófum dráttum 180. lengdargráðu. Tongaeyjar eru lítið kon- ungsríki í Kyrrahafinu. „Land- ið þar sem tíminn byrjar," er orðatiltæki sem heimamenn nota óspart til þess að laða að ferðamenn. Þar er þegar farið að skipuleggja aldamótin og þykjast nokkuð vissir um að hvergi á byggðu bóli geti menn fagnað nýrri öld fyrr en ein- mitt þar. En Norris McWhirter heitir maður, er starfar hjá Heims- metabók Guinness, og hann telur sig hafa komist að því að þetta sé ekki rétt. Að hans mati Bretland: Lögsækir lækna fyr- ir að bjarga lífi sínu Cyril Smith er 59 ára Breti sem læknar töldu ab ætti aðeins um þrjá mánuði eftir ólifaöa vegna krabbameins sem hann hafbi veikst af. Nú þremur árum síð- ar er Smith ennþá á lífi og hef- ur hann af þeim sökum ákveð- ið ab fara í mál vib læknana, og ríkið hefur samþykkt ab greiða málskostnabinn. Hann krefst þess aö fá greidd- ar skaðabætur vegna þess að hann hafi sagt upp starfi sínu sem málari og veggfóðrari í þeirri fullvissu að hann væri kominn á grafarbakkann, auk þess sem hann hafi mátt líða miklar sálarkvalir vegna þess að hann hafi trúab læknunum. „Það er ómögulegt ab verb- leggja tilfinningalegan kostnaö minn af þessari martröð, og ég tel mig eiga rétt á skaðabóta- greiðslum vegna tekjutaps. Ég fæ 46 punda tekjustyrk greiddan út á miðvikudögum, en á sunnudögum er ég orðinn blankur." í sínu fyrra starfi fékk hann 200 pund á viku. Vandræði hans hófust í des- ember 1992 þegar hann leitaði til heimilislæknis síns vegna gyllinæöar. Læknirinn tók þá eftir hnúð á öxlinni á honum og sendi han til frekari rannsókna. Þremur dögum seinna var hon- um sagt að hann væri með lungnakrabbamein á svo alvar- legu stigi að hann ætti vart nema þrjá mánuði eftir ólifaða, leikur enginn vafi á því að aldamótin láti fyrst á sér kræla á Chatham-eyjum, sem liggja um 860 kílómetra austur af Nýja-Sjálandi. Þar búa um 500 manns, og eru þessar eyjur einna helst þekktar fyrir ömur- legt veðurfar. Þar er aðeins eitt hótel starfrækt, og eigandi þess hefur ekki enn tekið á móti neinum pöntunum fyrir alda- mótanóttina. McWhirter rökstyður mál sitt einna helst með því að Chatham-eyjar liggi nær daga- línunni en nokkur önnur eyja, og ættu það að teljast nokkuð góðar röksemdir. Þar að auki heldur hann því fram að Chat- hameyjar séu „hentugasti" staðurinn til þess að fagna nýj- um degi þegar aldamótin renna upp. En slíkur málflutn- ingur hefur farið mjög fyrir brjóstið á ríkisstjórninni á Kírí- batíeyjum, en þær eru alls 33 talsins og liggja báðum megin dagalínunnar. Á Kíríbatíeyjum búa 70.000 manns, og þar er vestari helmingur eyjaklasans alltaf 24 klukkustundum á undan eystri helmingnum. Sem væntanlega getur verið nokkuð undarlegt ástand á stundum. Ríkisstjórnin á Kíríbatí hefur þess vegna reynt að fá því framgengt að alþjóðasam- komulagi um dagalínuna verði breytt þannig að hún liggi í stórum boga austan megin við eyjurnar. Sú breyting myndi gera það að verkum að þeir sem staddir væru á Karólínueyju í Kíríbatíríki aðfararnótt 1. janú- ar ársins 2000 yrðu fyrstir jarð- arbúa til þess að sjá sólina rísa þann daginn. Þarna er þó einn hnökri á, en hann er sá að þessi óbyggða eyja er í aðeins dagsfjarlægð frá stærstu kóraleyjunni í Suður- Kyrrahafinu, Jólaeyju, þar sem bæði Bretar og Bandaríkja- menri stunduðu kjarnorku- sprengingar í tilraunaskyni áð- ur fyrr. Auk þess hefur nýtúlk- un Kíríbatímanna á dagalín- unni a.m.k. ekki enn verið viðurkennd í neinum alþjóða- sáttmálum. Og ef út í það er farið þá eru það helst Andfæt- lingaeyjur, sem eru mjög óað- gengilegar mönnum, og hlutar Suðurheimskautsins sem myndu teljast ótvíræðir sigur- vegarar í kapphlaupinu um aldamótin. Þegar grannt er skoðað kem- ur þó í ljós að Tongaeyjar liggja í raun nær dagalínunni en Chathameyja. Hins vegar er sólarupprásin þar heldur seinna á sumrin en á veturna vegna möndulhalla jarðar. íbú- arnir á Tongaeyjum ætla þó ekki að láta það stöðva sig. Úr því að ekki er hægt að flytja aldamótin yfir á sumarið er ekki útilokað að ríkisstjórnin ákveði að taka upp sérstakan sumartíma eins og gert er víða um lönd. Þar meb væru þeir orðnir einni klukkustund á undan íbúum Chathameyja. Besta lausnin fyrir áhuga- sama „aldamótafíkla" væri þó e.t.v. ab panta sér káetupláss á einhverju þeirra skemmtiferða- skipa sem ætla að vera staðsett á dagalínunni þann 31. desem- ber með stefnið í sólarátt. -gb/Neue Ziircher Zeitung sex mánuði í mesta lagi ef með- ferð bæri góðan árangur. Smith gekkst síðan undir erf- iða og sársaukafulla meðferð, og svo liðu mánuöirnir og ekkert benti til þess að lífskraftur hans væri á þrotum. í febrúar á þessu ári kom svo í ljós að krabba- meiniö væri að mestu horfið úr líkama hans. Læknar sögðu honum að hann væri óvenju- lega heppinn því meðferðin bæri afar sjaldan svo góðan ár- angur. En í stað þess ab gleðjast yfir tíðindunum ákvað Smith að fara fram á skaðabætur frá lækn- unum. Málið hefur vakib mikla reiði meðal lækna í Bretlandi. „Mað- ur skyldi ætla að þessi sjúklingur fylltist fögnuði vegna þess að starfsfólki sjúkrahússins tókst að framlengja líf hans meb sér- þekkingu sinni og dugnaði," segir Keith Barnard, læknir í Hampshire sem telur að gera þurfi endurbætur á lögunum til verndar læknum og skattgreið- endum í málum sem þessum. „Svo vildi til að þessi sjúkling- ur var einn þeirra heppnu þar sem meðferöin bar mjög góðan árangur," segir einn af starfsfólki sjúkrahússins í Portsmouth þar sem Smith var meðhöndlaöur. „Með því tókst að gefa honum þrjú ár í viðbót meb tiltölulega góðri heilsu, en samt er hann aö leggja fram kæru." -gb/The Sunday Times Dagana 3. til 7. júlí 1996 fer fram Fjóröungsmót sunn- lenskra hestamanna á Gaddstaöaflötum viö Hellu. Þetta langstærsta hestamót sumarsins veröur haldiö á einu besta vallarsvæöi landsins. Vegna breyttra reglna um móta- hald er þetta síöasta fjóröungsmót á Suðurlandi. C^ÓT ó', ÍÖTÖ' Nýtt fyrirkomulag á gæöingakeppni. Glæsilegar kynbótasýningar. Margbreyttar ræktunarbússýningar. Kappreiðar. Dansleikir föstudags- og laugardagskvöld. Kvöldvaka. Næg tjaldsvæði. Góöar alhliöa veitingar. Öll þjónusta viö ferðamenn á Hellu. Óbreytt miöaverö frá fyrri mótum. Aðgangseyrir kr. 5.000 fyrir allan tímann. Nú er tækifæriö fyrir alla hestamenn, unga sem aldna, aö sjá á einum staö flesta bestu hesta landsins. Fjölskrúöugt mannlíf í fögru umhverfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.