Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. júlí 1996 11 Flutningar Landmœlinga íslands. Starfsfólk segir pólitíska hagsmuni rába um 200 milljón króna framkvœmd: Raskar högum 120 manna Starfsfólk Landmœlinga ríkisins er svartsýnt á framtíbina, ef flytja á fyrirtœkib upp á Skipaskaga. Myndin var tekin í Landmœlingum ífyrradag. Tímamynd þök Sú ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráð- herra að flytja Landmæling- ar íslands á Akranes hefur vakib upp mjög hörð við- brögð meðal starfsmanna stofnunarinnar. Rábherra tilkynnti ákvörbun sína á fundi með með starfsmönn- um sl. miðvikudag, og í kjöl- fariö voru á starfsmanna- fundi samþykkt harðorb mótmæli gegn flutningun- um. Drög að flutningi Landmæl- inga voru upphaflega lögð í tíð síðustu ríkisstjórnar, en endanleg ákvörðun ekki tekin fyrr en nú, fjórum árum seinna. Flutningurinn á þó ekki að koma til framkvæmda fyrr en að tveimur og hálfu ári liðnu, og hefur starfsmönnum verið gefinn frestur til 1. janú- ar 1998 til að svara því hvort þeir hyggist starfa áfram við breyttur aðstæður. Tilkynning umhverfisráð- herra kom ab sögn starfs- manna eins og þruma úr heið- skíru lofti, þar sem umræða um fyrirhugaðan flutning hafði legið í dvala nánast allt frá því að fráfarandi ráðherra reifaði málið upphaflega. Landmælingar íslands eiga 40 ára afmæli í ár og töldu starfs- menn ab ráðherra og fylgdar- liö hans væri komið til að til- kynna um aukin fjárframlög til styrkingar landmælinga og kortagerðar í landinu. Hinn mannlegi þáttur útundan Blaðamaður Tímans átti samtal við þrjá starfsmenn stofnunarinnar, þau Gub- mund Viðarsson deildarstjóra, Kristmund Hannesson starfs- mann kortadeildar og Hrafn- hildi Brynjólfsdóttir landfræb- ing. í'máli þeirra kom fram að starfsmenn væru um 30, og ef fjölskyldur þeirra væru með- taldar þá kæmi flutningurinn til með að raska verulega hög- um yfir 120 manns. Taka þyrfti börn úr skólum, finna vinnu fyrir maka, og koma eignum í sölu. „Við erum líka að tala um það að þeir starfs- menn sem ekki hafa hug á að fara með upp á Akranes, þeir fara að sjálfsögðu strax að leita sér að annarri vinnu. Þetta kemur miklu róti á starfs- menn, og blæs á ábyrgðina fyrir vinnunni almennt," sagði Hrafnhildur. Guðmund- ur bætti við að samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var meðal starfsmanna, hefði eng- inn lýst sig reiðubúinn að flytja. Starfsemin raskast Burtséð frá hinum mann- lega þætti, er ljóst að flutning- arnir koma til með að kosta ríkissjóð umtalsverða fjárhæð. „Hvernig er hægt að réttlæta það fyrir skattborgurunum að notaðar séu um og yfir 200 milljónir eingöngu í að flytja stofnunina, á meðan það er staðreynd að við erum ein kortafátækasta þjóð í heimi. Það skýtur skökku við að til séu peningar í þetta á tímum sparnaðar í ríkisrekstri." sagði Guðmundur. Ágúst Guðmundsson for- stjóri Landmælinga sagði að ákvörðun lægi fyrir um flutn- ingana og honum bæri að vinna í anda hennar. Hann sagði hinsvegar enga launung á því að þetta hefði töluverð áhrif á reksturinn og margar spurningar brynnu á vörum starfsmanna. Hann sagðist ekki geta bent á neina hlið- stæðu innanlands en reynslan af flutningi systurstofnanna í Svíþjóð, Noregi og Hollandi gæfi til kynna að hætta væri á fólksflótta frá stofnuninni. „Eins raskar þetta áætlaðri framleiðni, þar sem menn geta ekki verið að vinna að tveimur málum í einu, annarsvegar að undirbúa flutninginn og hins- vegar að sinna daglegum mál- um stofnunnarinnar. Við er- um búnir að vera með mikla aðhaldsstefnu í fjármálum og rekstri. Við höfum verið að skoða starfsemina með nýja framtíbarsýn að leiðarljósi, þar sem tekið er sérstaklega á framleibni. Við erum fjárvana og laun starfsmanna eru lág. Þess vegna kemur fram óánægja meðal starfsmanna," sagbi Ágúst. Hagsmunir lands- bygg&arinnar Ljóst er að pólitísk fremur en fagleg eða fjárhagsleg sjónar- mið hafa ráðið ferðinni er flutningur Landmælinga var ákveðinn. Það er hagsmuna- mál landsbyggðarinnar að auka á fjölbreytni atvinnulífs síns og einn liður í því er flutningur opinberra stofn- anna út á land. Augljóslega skapar slíkur flutningur ein- hverja atvinnu í kringum sig og stækkar og styrkir viðkom- andi bæjarfélög. Hinsvegar er alltaf spurning hverjum slík byggðastefna hagnast mest, þjóðinni allri eða fámennum byggðakjarna. Er réttlætanlegt að leggja út í þann kostnað sem slíkum flutningum óneit- anlega fylgir? Er æskilegt að opinberum stofnunum sé dreift um landið? Hagsýsla ríkisins Þab er athyglisvert að í yfir- lýsingu Umhverfisráðuneytis- ins kemur fram að stuðst hafi verið við álit Frámkvæmda- sýslunnar og Hagsýslu Ríkisins um að fjárhagslegar ástæður mæli ekki í mót flutningi. Hinsvegar kemur greinilega fram í áliti Hagsýslunnar frá 1994 að útgjöld ríkisins muni til lengri tíma aukast verði Landmælingar ríkisins fluttar frá Reykjavík, og um leið möguleikar hennar til að sinna hlutverki sínu rýrðir. Spyrja má hvað valdi þessari viðhorfsbreytingu Hagsýsl- unnar. Hafa tæknilegar og efna- hagslegar forsendur í þjóðfé- laginu breyst eða er ástæðan einfaldlega breytt pólitísk for- ysta. -SH Vegaframkvaemdir a Noröurlandi eystra: Nýr vegur yfir Fljótsheibi Stærsta nýframkvæmdin sem Vegagerbin á Norðurlandi eystra ræðst í, á þessu ári er ný- bygging á hluta Hringvegar frá Fosshóli að Abaldalsvegi, öbru nafni Fljótsheibi. Einnig verbur Hringvegurinn endumýjaður frá Jökulsá að Víðidal. Sigurbur Oddsson, yfirtækni- fræbingur framkvæmdadeildar hjá Vegagerðinni á Norðurlandi eystra, segir að framkvæmdir séu ekki hafnar á Fljótsheiðinni en væntanlega verði gengið til samninga við verktaka í þessari eba næstu viku. Vegurinn yfir Fljótsheiði er gamall og mjög lé- legur og því verður mikil bragar- bót að nýja veginum þar yfir. Á þessu ári verður 25 milljónum varið til framkvæmda við hann en útboðið er til þriggja ára. Sigurður segir ab framkvæmd- ir þessa árs séu mjög dreifðar um Norðurland eystra og um- fang þeirra því mjög mikið; Nýbyggingar eru t.d. í Ólafs- firði, á Skíðadalsvegi í Svarfaðar- dal, fyrir norðan Húsavík, í Kelduhverfi, í Þistilfirði, í Mý- vatnssveit og víðar. Sigurður bætir því vib að þótt ökumenn séu farnir að sýna verktökum og vegagerðar- mönnum meiri tillitsemi en áð- ur á þeim vegaköflum sem verið er ab laga megi þó enn gera bet- ur. Sérstaklega biður hann menn um að draga úr hraðan- um eins og merki segja til um þar sem verið er að leggja bund- ið slitlag eða yfirleggja klæðn- ingar. Á þeim vegaköflum verð- ur gífurlegt steinkast aki menn óvarlega og menn geta hæglega valdið tjóni sem nemur hundr- uð þúsunda ef ekki milljónum. -GBK Framkvæmdip 1995 • Grimsey Pauferhöin ] i m'OoM tolubladi FronikvxttsbfríUa byrjað aO birta framkvxind«yfirlii uuukcou og var Ausnnland fyrvia lundirmið. AÖ Jvsmj sianier tún yfitlii fri Norðurlundi e>>tra. VcgartafUir scm unnið er úð cru iticrktir inn ú kortíö op rmmkvarfliduuj lyst i sttmu rnúli. Gctið cr vm allaf n<bygi;uijjar og yurrri verk i uofnviðtuldi. fjirupfhxð til riöstöiunor cr geúO i ficstum nlfcllum. Albujkl aö brey lingar fcla orðiö i cinuökuoi vrtkuin. Norðuriand eystra Úboöíjúni 85 NorðuiatuMicor - WKSIJÖrtuf - HugvóKur (10 m.kr.) Lagðir2 km mað Uaðmgu Úboðlmaí VtödokiAgúrt HÚSAVÍK fHriSvy iBlnvkr.) r(2m.kf.) 1 Hnngvtfiur JðkultA • VOda.'ur («07 m.ltr.) Lagðc 13J km maö ktoemgo Vartdakf Hónðivtfk anl Vartdokiágútt 1997 natkógur (10mJ».) lýting tamialt 3 km . Ruhc.tj Akureyf ar Vogat • Kisdt^í (3.8 m.fcr.) VíöhaM í timagi 3.3 km Vmoullokkuf Vogagaröannnaf I júni ■ 1 Hrmgvegur Kambuutöaá • fotthoc (tj.7 m.kf.) Viófiaw a tktiagi tl km Vmnuöokkur Vngagafðannnar I júní 1 Hrtngvogur Oaröur • GfXtdyJafitíöod (25 r Lagötr km mcö watömgu Útooö a tamnmgaboröi Vetktok í teptofrtw Yfirlit yfir vegaframkvœmdir á Norburlandi eystra á þessu ári. Vegarkaflar sem unnib er vib eru merktir inn á kortib og framkvœmdum lýst í stuttu máli. lAbcðijúU (brttatwgðawðgafó þar M nýr tragw vtröuf t*kmn í notkuo)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.