Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. júlí 1996 15 Sums stabar er tekiö vœgt á glcepum frömdum í heiftar- œbi. Sumum þótti þó nóg um þegar mabur einn myrti konuna og fékk furbu vœgan dóm Ken Peacock fylltist ákafri bræöi þegar hann kom heim til sín kvöld eitt í febrúar 1994 og kom að konu sinni Sandy uppi í rúmi meb öbrum manni. Peacock hrakti eljar- ann á brott meb byssu og næstu þrjár klukkustundir sat hinn 36 ára gamli vöru- bílstjóri, drakk áfengi og skammabi hina 31 árs gömlu eiginkonu sína, um leib og hann mundabi veibi- riffilinn sinn. Ab lokum, um kl. 4 um nóttina, kvab vib skot í húsi hjónanna í Park- ton í Maryland, og Sandy féll dauð niður, skotin í höf- ubib. „Þab var blóö á sófan- um, veggjunum og út eftir ganginum," sagbi Fran Chenoweth, leigusali hjón- anna, sem kom síöar á vett- vang. „Þetta var hræðilegt." Furöulegur dómur Þó átti það, sem á eftir gerð- ist, eftir að ganga enn lengra fram af vinum og ættingjum Sandyar. Þann 17. október s.á., eftir að Ken Peacock hafði játað sig sekan um manndráp, dæmdi Robert E. Cahill Sr. umdæmisdómari hann til lág- marksrefsingar, þriggja ára. Helmingurinn var svo skil- orðsbundinn, þannig að Pe- acock gat afplánað í varð- haldsgeymslu í heimabæ sín- um í stað ríkisfangelsis. Síðan mælti Cahill með því að fang- anum yrði sleppt strax, til að hann gæti farið til vinnu sinn- ar. „Mér er það stórlega til efs," sagði hann, er hann rétt- lætti vægð sína, „hversu marg- ir kvæntir menn hefðu getað sleppt konu sinni við ein- hverja hirtingu eftir svona hjúskaparbrot." Málið hleypti miklum hita í umræðu um ofbeldi á heimil- um. Vantrúaðir gagnrýnendur vom yfir sig hneykslaðir á því sem þeir álitu stórkostlegt ranglæti. Þeir litu svo á að Ca- hill dómari hefði svo að segja lýst lausgyrtar eiginkonur rétt- dræpar. „Hjúskaparvottorð jafngildir ekki heimild til að drepa," sagði Paula Keefer, for- maður Baltimoredeildar bandarísku kvennasamtak- anna. „Hjúskaparbrot er ekki dauðasök." Stormasamt hjónaband Peacockhjónin höfðu verið gift í átta ár og hjónaband þeirra hafði ætíð verið storma- samt. Fjómm eða fimm árum áður hafði Ken, að sögn móð- ur Sandyar, Mary Lemon, staðið Sandy að ótrúskap. Þá hafði hann miðað skamm- byssu á höfuð hennar í nokkr- ar mínútur. Í apríl 1993 fluttu hjónin til Parkton til að reyna að byrja upp á nýtt. (Synir Sandyar, Joel, 13 ára, og Just- in, 12 ára, bjuggu ekki hjá ■ Faöir Sandyar, Nathan Sloan, vib gröf hennar íDaingerfield í Texas. „Hún fékk ekki sanngjarna málsmeöferö," segir hann. Fékk 18 mánuði fyrir að drepa konu sína Sandy Peacock. móður sinni, þar sem hún hafði skilið við feður þeirra). Eins og eiginmaður hennar var Sandy mjög drykkfelld. Samt lýstu vinir hennar henni sem viðfelldinni og fjörugri, þó hún virtist einmana vegna þess hve Ken var mikiö fjarver- andi. „Sandy var ágætis mann- eskja," segir Ginny Asper, einn nágranna hennar í Parkton. „Mjög hlýleg og umhyggju- söm." Riffillinn á lofti Þann 8. febrúar 1994 sat Sandy við barinn á krá einni í bænum og rabbaði við bifvéla- virkjann Bmce Morgan, sem hún var lítillega kunnug. Um níuleytið um kvöldið bauð Sandy Morgan heim til sín og þau sváfu saman. Ken, hélt hún að væri enn úti á þjóðveg- unum. En Ken hafði hætt við ferð sína vegna hríðarveðurs og fjórum klukkustundum seinna kom hann heim og kom að þeim Morgan og San- dy berháttuðum uppi í rúmi. Ken þreif Marlin- veiðiriffilinn SAKAMAL sinn og rak hann upp að and- liti Morgans. „Ég náði varla andanum," sagði Morgan. „Hann miðaði byssunni á mig í 10 til 15 sekúndur, síðan fór hann að öskra á hana. Loksins sagði hann við mig: „Ég held þú ættir að koma þér út með- an þú stendur enn í lappirn- ar"." Þegar Morgan var á burm, hóf Ken langa sennu við San- dy. Hann viðurkenndi að hafa sopið nokkra bjóra og drukkið vín ótæpilega. Sandy tókst að hringja til móður sinnar heima í Texas og segja henni að hún kæmi heim bráölega. Mary Lemon segir að Ken hafi sjálfur komið í símann og sagt: „Hún er heppin ef ég leyfi henni að sleppa burt lifandi." Ken skaut jafnvel kúlu í vegg- inn fyrir aftan Sandy. Klukkan var orðin um 4.20 e.m. og Sandy lá á sófanum í dagstofunni. Ken var að „fikta" við byssuna, að því er hann sagði lögreglunni, þegar skot hljóp úr henni af slysni. Kona hans varð fyrir skotinu og dó. Skömmu eftir það hringdi Ken í neyðarlínuna 911 og tilkynnti um atburð- inn. Skilningsríkur dómari Samkvæmt lögum Mary- landfylkis getur einstaklingur, sem stendur maka sinn að augljósu hjúskaparbroti og drepur af „ástríðuheift", með því að játa á sig verknaðinn Robert Cahill dómari. sloppið með dóm fyrir mann- víg af fyrstu gráðu (sem telst ekki morð). Refsing fyrir slík- an glæp getur verið frá þriggja til átta ára fangelsi fyrir fyrsta brot. Þegar hann kvað upp dóm sinn, virðist Cahill dóm- ari hafa tekið tillit til áskorana bræðra Kens, Brian og Bruce, en þeir em báðir lögreglu- menn. Einnig mun hann haft hliðsjón af að Ken Peacock hafði aldrei áður komist í kast við lögin. Cahill viður- kenndi jafnvel að við svipaðar kring- umstæður kynni hann að freistast til að gera það sama og Peacock gerði. „Ég vil varia hugsa til þess hvað ég gæti gert," sagði hann. „Ég er ekki kunn- ur fyrir neina sérstaka geð- prýði." Og vissulega kann hann að hleypa öðru fólki upp. Þeir, sem gagnrýna dóminn sem Peacock hlaut, draga í efa að glæpurinn hafi verið framinn í neinni „ástríðuheift". „Maður- inn situr og miðar byssu á konuna sína í tvo eða þrjá klukkutíma. Það hlýtur að vera nógu langur tími til að gera það upp við sig, hvort hann ætli að drepa hana eða ekki," segir Judith Wolfer, lög- maður í Maryland. Mary Lemon, móðir hinnar látnu, veltir ekki vöngum yfir því hvort dómurinn hafi verið réttlátur eða ranglátur. „Ken á skilið refsingu, en hann er líka fórnarlamb kringumstæðna," segir hún. „Aðalsökudólgur- inn í þessu máli var áfengi." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.