Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 6
6 EYJAFJÖRÐUR Laugardagur 6. júlí 1995 Kærleikur Nóa vib höfnina Útilistaverkiö Kærleikur eftir Jóhann Ingimarsson (Nóa) hefur veriö komiö fyrir viö Strandgötuna á Akureyri skammt frá hafnarsvæöinu. Jóhann afhenti Akureyrarbæ verkiö aö gjöf fyrir nokkru og var hafnarstjóra faliö aö finna því staö viö svæöi hafn- arinnar. Verkinu var komiö fyrir í tengslum viö lagfær- ingar og endurbætur viö Strandgötu og var frágangi svæöisins lokiö fyrir 17. júní. Verkiö er unnið úr járni og byggist á stöng sem vísar til himins. Um stöngina liggja tveir hringir og fjórir strengir tengja það við stöpul sinn. Jó- hann segir að nafn verksins segi í raun allt um það hugarfar sem hann hafi unnið verkið eftir en þar hafi kærleikurinn skipað sérstakt rými. Stöngin viti til himins en hringirnir tákni þann kærleika sem um- vefji manneskjuna. Strengirnir fjórir vísi síðan til hörpunnar sem Jóhann vill telja hljóðfæri kærleikans. Með gjöf sinni sýn- ir Jóhann ákveðinn stórhug en vill um leið minna vegfarendur á hvers gildi hið góða er og hversu mikils virði kærleikur- inn er menneskjunni. -ÞI Íýv«í3 Útilistaverkiö komib á sinn stab. Hafnarsvœbib í baksýn. Listasumar á Akureyri: Fastur liður í menningar- lífi bæjarins Listasumar er oröiö fastur lið- ur í menningarlífinu á Akur- eyri. Listasumar '96 er fjóröa Listasumarið sem efnt er til og aö venju veröur um fjölbreyti- lega viöburöa á sviöi lista og menningarstarfsemi að ræöa. Aö þessu sinni mun tónlist setja mikinn svip á starfsemi Listasumars en myndlist og leiklist fylgja þar fast á eftir. Hallgrímur Helgason, fram- kvæmdastjóri Listasumars '96, segir að meðan á starfsemi Lista- sumars standi verði boðið upp á klassíska tónleika tvisvar í viku sem fram fari á sunnudögum og miðvikudögum á ýmsum stöð- um í bænum. Þá veröi sérstakir sumartónleikar á sunnudögum frá 14. júlí til 11. ágúst er setja ákveðinn svip á tónlistarlíf sum- arsins auk þess sem oktett skip- aður hljóðfæraleikurum úr Sin- fóníuhljómsveit Íslands og Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands muni halda sérstaka tónleika á Akureyri. Jass hefur frá upphafi sett ákveðin svip á starfsemi Listasumars og gerir það einnig á þessu sumri þar sem í boði verða jasskvöld í Deiglunni — fjölnotasal í Grófargili, á hverju fimmtudagskvöldi meðan á Listasumri stendur. Þá verða stöðugar myndlistar- sýningar í sýningarsölum í Gróf- argili og Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir svonefndum söngvökum í Minjasafnskirkj- unni þar sem flutt verður þjóð- leg tónlist. Leiklistin verður einnig á dagskrá því nokkrar leiksýningar verða haldnar í Deiglunni auk þess sem Þjóð- leikhúsið hefur heiðrað starf- semi Listasumars með gestasýn- ingum á verki Jim Cartwright Taktu lagið Lóa. Hallgrímur Helgason segir að Listasumar gefi menningarlífinu á Akureyri ákveðinn blæ og styrki ferða- þjónustu í bænum og héraöinu verulega þar sem fjöldi ferða- manna hafi notið þeirrar lista- starfsemi sem fram hefur verið boðin á hverju sumri. -ÞI Undirbúningur nœsta leikárs hjá Leikfélagi Akureyrar: Leikhúsveisla vegna fjögurra afmæla Þótt sýningum á síöasta verki liöins vetrar hafi fyrir nokkru veriö hætt og hinu eiginlega leikári lokiö situr leikhúsfólk hjá Leikfélagi Akureyrar ekki auöum höndum. Þótt áhorf- endasalur gamla samkomu- hússins undir brekkunni á Ak- ureyri sé tómur þessa dagana og flestir fastir starfsmenn í sumarleyfi veröur líf og fjör á ýmsum stöÖum leikhússins innan tíðar þar sem leikhús- stjóri og leikhúsfólk er farið aö undirbúa næsta leikár af full- um krafti. Ekki er ráö nema í tíma sé tekið því á komandi vetri veröur boöiö upp á eitt- hvert fjölbreyttasta leikhúslíf frá því leikfélagiö hóf starfsemi sína fyrir 80 árum. Það er vegna þeirra tímamóta og einnig annarra sem leikhús- fólk á Akureyri hefur nú fyllst miklum metnaði. Ákveðið er að minnast fjögurra merkilegra tímamóta á komandi vetri; þriggja í sögu leikfélagsins og leikara þess auk 70 ára afmælis eins mesta tímamótaverks á sviði bókmennta sem skrifað hefur verið á íslenska tungu, Vefarans mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness, sem fært verður upp í leikgerð sonarsonar og alnafna, Halldórs E. Laxness og Trausta Ólafssonar, leikhússtjóra. Vefarinn mikii í leik- búningi Leikfélag Akureyrar verður 80 ára á næsta ári, nánar tiltekið 19da apríl. í tilefni þess verður efnt til sérstakrar afmælissýning- ar þar sem tveimur afmælum verður fagnað í einu lagi. Það er afmæli leikfélagsins sjálfs og einnig verksins sem tekið verður til sýnimrar. Þetta er í fyrsta skipti sem Vefarinn mikli frá Ka- smír verður fluttur á sviði leik- húss en ýmis önnur verk nóbels- skáldsins eru kunn í leikbúningi. Vefarann mikla skrifaði Halldór Laxness um miðjan þriðja ára- tuginn þegar hann dvaldi á með- al munka í Clervaux í Lúxem- borg og kom bókin út þegar hann var aðeins 25 ára gamall ár- ið 1927. Frumsýning verður á verkinu 21. mars sem er föstu- dagur fyrir pálmasunnudag og hefðbundinn frumsýningardagur vorverks leikfélagsins. Á afmælis- deginum 19. apríl verður efnt til sérstakrar afmælissýningar á Vef- aranum mikla frá Kasmír auk þess sem Vaka Helgafell mun efna til sérstakrar útgáfu á rit- verkinu í kiljuformi í tilefni af af- mæli þess og sýningu Leikfélags Akureyrar. Tveir nýir starfskraftar leikfélagsins munu bera hita og þunga af sýningunni en Marta Norðdal og Þorsteinn Bachmann verða í hlutverkum Diljár og Steins Elliöa. Ástin rifjub upp Annað stórafmæli í sögu leik- listar á Akureyri er 90 ára afmæli Samkomuhússins, sem stendur undir brekkubrúninni og gefur bæjarmynd Akureyrar sérstakt yf- irbragð ásamt Akureyrarkirkju. Svo samofið er það leiklistarstarf- semi og störfum Leikfélags Akur- eyrar að það er löngu orðið klass- ísk umgjörð leiksýninga í bænum þótt stöku sinnum hafi leikarar brugðið sér af bæ meö sýningar með góðum árangri og er skemmst að minnast sýninga á BarPari Cartwrights er fram fóru í gamalli kjörbúð í Glerárhverfi fyrir nokkrum árum. í tilefni af afmæli samkomuhússins hefur verið ákveðið að efna til sérstakr- ar sýningar sem hlotiö hefur heitið „Ástin á sviðí Samkomu- hússins" og verður þar einkum vitnað til söngleikja sem fluttir hafa verið á þessu sviði í gegnum tíðina. Trausti Ólafsson leikhús- stjóri segir ástina rétt vera ab byrja að dafna í leikhúsinu eða meb öðrum orðum að leikhús- fólk sé þegar farib ab stinga sam- an nefjum um þessa sýningu. Sunna Borg mun vinna efni fyrir hana en Sunna er ein af reynd- ustu leikhúsmönnum norðan heiða. Að sögn Trausta er ætlun- in að leita fanga í söngleikjum sem voru á fjölunum fyrr á árum og nefndi hann Nithuce og Bláu kápuna sérstaklega um verk sem unnið yrði upp úr en þau nutu bæði fádæma vinsælda þegar þau voru sýnd á sjöunda áratugnum. Sýningin verður samvinnuverk- efni Leikfélags Akureyrar og Leik- hússkórsins og er undirbúningur tónlistarútsetningar að hefjast en hann verður í höndum Roars Kvam. Sunna „þrítug" Fjórða afmælið sem leikfélags- fólk ætlar ab minnast er 30 ára leikafmæli Sunnu Borg. Þessa þrí- tugsafmælis hennar verður minnst með sérstakri uppfærslu á Sigrúnu Ástrósu eftir Willy Russ- ell og verður Sunna aö sjálfsögðu í hlutverki þeirrar litríku kven- persónu. Ingunn Jensdóttir verö- ur leikstjóri og ætlar Leikfélag Akureyrar að hefja starfsárið meö þessari sýningu og frumsýna þaö 20. september næst komandi. Barnaleikrit hafa oftast verið á haustdagskrá leikfélagsins og á komandi hausti verður þessum aldurshópi ekki gleymt því ráðast á í uppfærslu eins vinsælasta barnaleikrits, sem skrifað hefur verið, en það er Dýrin í Hálsa- skógi eftir Torbjörn Egner. Ekki hefur verið ákveðib hverjir fara með aðalhlutverkin að þessu sinni en þegar Leikfélag Akureyr- ar efndi til sýninga á þessu verki fyrir allnokkrum árum gerði út- varpsmaðurinn góðkunni, Gestur Einar Jónasson, Mikka ref að skilningsríkum og góbum ref á sviðinu svo eftir var munað. Þótt Gestur Einar sé komin meb „grátt í vöngum" verður gaman ab sjá hvort Mikki refur hefur ekki haldið sínum vangalit að fullu. Trausti Ólafsson, leikhússtjóri. Atök í anda amerískr- ar hefbar og Alli les Markúsargubspjall Þá er ógetið tveggja verka sem Leikfélag Akureyrar hyggst koma á fjalirnar á komandi leikári. Annaö þeirra er jólasýning leikfé- lagsins, en hefð er fyrir frumsýn- ingu á þribja degi jóla. Að þessu sinni verkur tekið til sýningar verk eftir amerískan Bosníumann er nefnist „On the open road" en íslenskt heiti hefur ekki verib fundið en þá og sgurning um hvort nokkru verður við hinn enska titil bætt svo góður sem hann er. Eyvindur Erlendsson, er eitt sinn var leikhússtjóri á Akur- eyri, mun endurnýja kynni sín við bæinn og leikfélagiö því hann hefur tekið að sért ab leik- stýra verkinu. Að sögn Trausta Ólafssonar leikhússtjóra er hér um átakaverk að ræða þar sem sett eru ákveðin spurningamerki við ýmis gildi vestrænnar menn- ingar. Verkið sé auk þess kald- hæbið og mjög óvægið. Ef til vill er þarna komið verk í anda hinn- ar klassísku amerísku leikritunar- hefðar sem lét sér fátt mannlegt óvibkomaandi og nægir í raun að nefna höfundinn Tennessee Williams, sem var á fjölum Leik- félags Akureyrar á liðnum vetri, í því sambandi en hann var einn hinna öflugu amerísku leikrita- höfunda sem störfubu um miðja öldina. Síðasta leikverk næsta leikárs verður djarfasta tiltækið eins og Trausti Ólafsson, leikhús- stjóri kýs að orða það. Til þessar- ar sýningar verbur efnt í tilefni af kirkjulistaviku á Akureyri, sem haldin er annað hvert ár, og leik- félagið hefur tekið þátt í. Að þessu sinni verður um nokkuð óvenjulega sýningu ab ræða þar sem Aðalsteinn Bergdal, leikari og söngvari, mun leiklesa Mark- úsarguðspjall í umgjörð sérstak- lega gerbra leikmynda. Frumæf- ingar á verkinu eru þegar hafnar því ekki ráb nema í tíma sé tekið eins og Trausti Ólafsson kemst að orði en hann leikstýrir Aöalsteini eða leiðbeinir eins og hann kýs að kalla það. Akureyringar og aörir lands- menn, sem gjarnan sækja leikhús til bæjarins fyrir botni Eyjafjarö- ar, mega því eiga von á fjöl- breyttum leiksýningum — raun- ar sannkallaðri leikhúsveislu á komandi leikári. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.