Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. júlí 1995 EYJAFJÖRÐUR 7 Séb yfir Ytri-Vík á Árskógsströnd en þar hefur Sveinn jónsson rekib ferbaþjónustu um skeib. Nú hyggst hann koma upp fleiri sum- arhúsum á svœbinu og einnig hefja skógrœkt þótt þab kunni ab reynast erfitt vegna norbanáttar- innar eins og hann segir. Sveinn Jónsson á Kálfskinni er raunverulegur þúsundþjalasmið- ur. Hann tók við jörðinni eftir föður sinn, hefur byggt hana upp og stýrt myndarlegu búi um áratuga skeið. Sveinn er einnig byggingameistari og hefur rekið umfangsmikla byggingastarf- semi í Eyjafirði og víðar. Hann hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum. Var um árabil í for- ystusveit ungmennafélagsskapar- ins í heimahéraði, starfaði lengi að sveitarstjórnarmálum og einnig að félagsmálum bænda og átti sæti á Búnaðarþingi um nokkurt skeið. Einhver myndi álykta að þar væri nóg komið en Sveinn er ekki á þeirri skoðun. Framfaramál eru honum ekki síður hugleikin í dag en þegar hann var aö hefjast handa á sjöunda áratugnum og á síðari árum hefur hann snúið sér í auknum mæli að ferðaþjónustu. Hann segir að margir eigi leið um Eyjafjörð og ferðaþjónustan að Sveinn Jónsson á Kálfskinni: Afþrey ingin skip tir mes tu geta verið ein af öflugum atvinnu- greinum í byggðalaginu. En til þess að svo megi verða þurfi stöð- ugt að vinna að uppbyggingar- starfi og hlú að þeim markaði sem fjöldi ferðafólks er. Einkum með því að bjóða ferðafólki til dvalar og afþreyingar — afþreyingin skipti mestu máli og í þeim efnum sé af mörgu að taka ef menn líti í kringum sig. Sveinn segir vissa hættu fólgna í því ef yfirbygging ferðaþjónust- unnar verði of mikil og vitnar í blaðagrein eftir Paul Richardson, framkvæmdastjóra Ferðaþjónustu bænda, í því sambandi. Nauðsyn- legt sé að ferðaþjónustuaðilar búi við sem jafnasta aðstöðu hvað að- gang að fjármagni og fyrirgreiðslu varðar og takmörk hljóti að vera fyrir þvi að hversu miklu leyti eigi að nýta opinbera sjóði til að byggja þessa atvinnugrein upp. Ef þeim opinberum fjármunum verði beitt af einhverjum þunga í þeim efnum þá skapi það misjafna að- stöðu þeirra sem við ferðaþjón- ustu fást og eyðileggi samkeppnis- stöðu þeirra. Engu að síður er Sveinn ekki á því að horfa ein- göngu á hætturnar eða hinar dekkri hliðar. Það er ekki háttur hans og fljótt kemur í ljós að hann býr yfir margvíslegum hug- myndum um hvernig megi fá ferðamenn til þess að eiga dvöl í Eyjafirði og njóta þess sem þar megi bjóða. Hann segir að vissu- lega sé ekki nóg að tala. Athafnir verði að fylgja orðum en þau séu þó fyrst til alls og eftir því sem fleiri og fjölbreyttari hugmyndum sé fleygt fram til umræðu og úm- hugsunar þá megi vænta meiri ár- angurs. „Viö getum ekki setið með hendur í skauti og horft á ferða- fólk fara í gegnum héraðið án þess að hafa viðkomu eða álíta að hér sé ekkert til að sjá og gera. Það er ekki nóg að byggja upp gistiað- stöðu. Hún þarf vissulega að vera fyrir hendi en hún verður að mið- ast við raunverulega þörf — við það fólk sem vill koma hingað til þess að dvelja." Sveinn segir sjó- inn skapa ferðaþjónustunni mikla möguleika. Á þeim 14 árum sem hann hafi starfað að þessum mál- um hafi hann veriö að þróa ýmsa afþreyingu tengda sjónum. Þar megi nefna sjóstangveiði, ýmis- konar bátsferðir og nú síðast hvalaskoðunarferðir sem verði sí- fellt vinsælli með hverju árinu sem líði. Þá eigi hestaferðir vax- andi vinsældum að fagna og Eyja- fjörður bjóði upp á margvíslega möguleika til slíkra ferðalaga. Hann segir að þótt Tröllaskaginn sé að mörgu leyti hrikalegur þá hafi hann mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Gönguvant fólk sé á meðal þeirra ferðamanna sem hingað sæki og vegna hrikalegrar og margbreytilegrar náttúru sé auövelt að finna hentugar göngu- leiðir sem gefi ferðamanninum innsýn í þetta umhverfi í nágrenni byggöarinnar. Land- og sjóferð í einum hring Að undanförnu hefur Sveinn staðið fyrir ferðum í svonefndar Fjörður, sem er landsvæði norðan á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa er áður var byggt en lagðist í eyði í kjölfar búsetu- breytinga fyrr á öldinni. Þetta landsvæði þykir fagurt á sumrum og hafa ferðamenn sótt þangað í auknum mæli á undanförnum ár- um, Sveinn tengir ferðir þangað sjóferðum og hvalaskoðun á þann hátt aö farið er.með bílum norður í Fjörður en sjóleiðina til baka. Þannig eykur hann fjölbreytni far- arinnar og getir hana áhugaverð- ari fyrir flejri ferðamenn. Þá hefur hann einnig staðið fyrir hestaferð- um í Fjörður með viðkomu í Lauf- ási en þar er myndarlegur torfbær sem haldið hefur sinu uppruna- lega útliti og ferðamenn sækjast mjög eftir að skoða. Margt fleira mætti nefna og Sveinn leggur þunga áherslu á skipulagningu slíkra ferða þannig að ferðamenn eigi þess kost að skoða áhugaverða staði og njóta þess sem heima- menn hafi fram að færa en þeir verði einnig að leggja nokkuð á sig. Orrustan á Hámund- arstaðahálsi „Við eigum að nota söguna meira þegar hugað er að afþrey- ingarefni fyrir ferðafólk," segir Sveinn og nefnir sviðsetningu Norðmanna á Stiklastaðarorrustu sem dæmi um slíkar uppfærslur. „Okkar saga er full af átökum og atburðum sem mætti sviðsetja með leikrænum hætti. Sagnir eru um fleiri en einn bardaga á Há- mundarstaðahálsi í fornöld og Möðruvöllum í Hörgárdal tengjast margir sögulegir atburðir. íslensku þjóðsögurnar eru fullar af mynd- máli og einnig hluti af menning- arsögu þjóðarinnar og þetta eigum við að notfæra okkur og leikgera áhugaverðar frásagnir og atburði. Hér er mikið af hæfu leiklistar- fólki, bæði sem starfar við at- vinnuleikhúsið á Akureyri og einnig ýmsa áhugaleikhópa í hér- aðinu, og þetta fólk á að verða kjarninn í slíkum uppfærslum. Ég er viss um að sýningar og upp- færslur sem tengjast sögunni myndu vekja verðskuldaða athygli ferbafólks hér eins og þær hafi gert í öörum löndum." Sveinn segir þessa hugmynd aðeins byggja á því ab nota þann efnivið sem við höfum og aðeins þurfi hugmynda- ríka aðila til þess að vinna þab og útbúa í leikrænan búning. Hestakerran vakti athygli Fyrir tveimur tók Sveinn ab bjóða fólki að ferðast í hestakerru. Nokkub sém var nýmæli á níunda tug aldarinnar en vakti engu að síður mikla athygli. Sveinn kvab kerruna ha.f,a komið hingað til lands nieð ferðamanni sem hafi notað hana til hringferðar um landiÖ. Að ferð hans lokinni hafi kerran verið föl og hann þá fest kaup á henni, „Ég gerði þetta að nokkru leyti til gamans en einnig til ab auka fjölbreytni við ferða- þjónústuna." Hann segir kerruna hafa komið að góðum notum. Hún hafi vakið mikla athygli og verib þáttur í að bjóða fólki ný- mæli á mannamótum. íslendingar séu ekki vanir kerrum þótt margir hafi mikinn áhuga á hestum og hestamennsku. Þannig felist í þessu ákveöiö sport sem ýmsir séu tilbúnir til að notfæra sér. Kláfferjan er ekkert rugl En Sveinn hefur ekki eingöngu áhuga á því ferðafólki sem sækir Eyjafjörð heim á sumrum. Hann segir eitt stærsta mál ferðaþjónust- unnar að lengja ferðatímabilið. í mörgum tilfellum sé það abeins sex til átta vikur sem gefi auga leið að allar fjárfestingar nýtist illa auk Sveinn jónsson á Kálfskinni þess sem vinna við atvinnugrein- ina komi á mjög skamman tíma. Sveinn viöurkennir að þarna sé vandi á ferb og á honum verði ekki unnið nema unnt verði að bjóða ferðamönnum ákveðna hluti um lengri tíma. Sveinn vakti mikla athygli á sér þegar hann hóf að ræða um kláfferju upp á Vind- heimajökul og sumir töldu að nú hefði hann fariö offari í hug- myndasmíð og slíkt geti aldrei orbið að veruleika. Sannleikurinn er hins vegar sá að þessar hug- myndir hafa verið settar fram fyrr og kvebst Sveinn aðeins hafa verið að dusta rykið af þeim til þess að skerpa umræbuna. „Kláfferjan er ekkert rugl," segir Sveinn og legg- ur áherslu á að aldrei verði neitt af framkvæmdum ef hugmyndirnar komi ekki fram til þess að hægt sé að vinna úr þeim. Vega þær og meta og kanna á hvern hátt unnt verbi að koma þeim í framkvæmd. Hann segir ab nú standi yfir veð- urathuganir og nauösynlegar mæl- ingar til að kanna hvort kláfferjan sé raunhæfur möguleiki út frá veð- urfarslegu sjónarmiði. Hvort nýt- anlegur dagafjöldi verði of lítill til þess að unnt sé ab líta hugmynd- ina raunhæfum augum. „Þetta vit- um vib ekki ennþá og ekki er hægt ab komast að því nema meb at- hugunum." Sveinn segir ab reynist þetta raunhæfur möguleiki og kostur í ferðamálum héraðsins þá geti verið um ákveðna byltingu að ræða. „Með þessu myndi opnast fyrir skíðaabstöðu mestan hluta ársins og Akureyri eiga þess kostaö verba abalskíðabær landsins. Þetta myndi efla starfsemi Vetraríþrótta- miðstöövar íslands sem staðsett er á Akureyri og raunar breyta allri aðstöbu og ímynd hvað vetrar- íþróttir varbar. En þetta er stórt verkefni sem myndi fyrst og fremst hvíla á herðum Akureyrar- bæjar og verður að líta á það sem langtímamarkmið en engu ab síð- ur ákaflega áhugavert." Eitt styrkir annaö Sveinn segir samkeppni í ferða- þjónustunni af hinu góba svo lengi sem menn keppi á sama grundvelli. Eitt styrki annab og þar sem framboð sé á mismunandi þjónustu og afþreyingu á sama svæbi þá hjálpi það hvab öbru til að fá fólk á svæbib. Mikill vaxtarbroddur sé í þessari atvinnugrein á sama tíma og sam- dráttur hafi orðið í öbru og því hafi margir leitað í ferðaþjónust- una til þess að skapa sér lífsviður- væri. Megin málið sé þó að fá fleiri ferðamenn og lengja ferðaþjón- ustutímann. Með því móti nýtist fjármunirnir og fleiri geti skapað sér atvinnumöguleika. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.