Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 1
EINARJ. SKÚLASON HF STOFNAÐUR 191 7 80. árgangur Þriöjudagur 9. júlí 127. tölublaö 1996 Kœli- og frystibúnaöur sem inniheldur ósoneyb- andi efni: Reynt að flytja inn 3rátt fyrir 3ann Hollustuvernd ríkisins hefur fariö þess á leit vib Kaup- mannasamtök íslands ab þau kynni fyrir félagsmönnum sínum bann vib innflutningi á kæli- og frystibúnabi sem inniheldur ósoneybandi kælimibla. En nokkrar til- raunir hafa verib gerbar til innflutnings á kælibúnabi sem inniheldur þessi efni, þrátt fyrir ab þab hafi verib bannað um nokkurt skeib. Hinsvegar reyndist ekki unnt ab fá upplýsingar um þab hversu mikib hefbi verib reynt ab flytja inn af þessari bannvöru vegna sumarleyfa starfsmanna hjá Hollustu- vernd ríkisins. í bréfi Hollustuverndar til samtaka kaupmanna er jafn- framt óskað eftir samvinnu við þau um þetta mál svo hægt verði að komast hjá óþægind- um, óþarfa vinnu og kostnaðar sem skapast vegna tilrauna til innflutnings á þessum bann- aða búnaði. En eins og kunn- ugt er þá var ísland fyrst allra landa til að banna innflutning á þessum ósoneyðandi kæli- miðlum vegna þeirrar gífurlegu aukningar sem hafði verið á notkun þeirra hér á landi. Það sem gerir þetta mál kannski erfiðara en það þyrfti að vera er sú staðreynd að framleiðsla og útflutningur á búnaði sem inniheldur óso- neyðandi kælimiðla verður hvorki bannaður í Evrópu néí Bandaríkjunum fyrr en 1998 eða um næstu aldamót, sam- kvæmt því sem segir í bréfi Hollustuvemdar til samtaka kaupamnna og greint er frá í fréttapósti þeirra síðastnefndu. Af þeim sökum telur Hollustu- vernd að á næstu árum verði gerðar tilraunir til innflutnings á þessum búnaði og hvetur til samstarfs við samtök kaup- manna til að koma í veg fyrir það. -grh r\lpinQI550lUnnn OrCytir Ulll 5VIO ÞessadaganaerveribabgeraalltklártíAlþingishúsinufyrir embœttistöku Olafs Ragnars Crímssonar verbandi forseta íslands, en sjálf athöfnin fer fram þann 7. ágúst nk. Til aö nóg plássverbi íþingsalnum, en reiknab er meb ab allt ab i 00 manns verbi vib athöfnina, þarf ab rýma þingsalinn af húsgógnum þingmanna og koma öbrum hentugri fyrir. Húsgögn- in, rábherrastólarnir mebtaldir, verba tryggilega geymd fgámum á öruggu svœbi. Sjálf athöfnin er á vegum forsœtisrábuneytisins og ber þab einnig stœrstan hluta afþeim kostnabi sem henni er samfara. Samkvœmt því er þab Davíbs ab sjá um ab embættistaka Ólafs Ragnars gangi fyrir sig meb ebli- legum og réttum hcetti ísal alþingis á fyrsta degi ágústmánabar. -grh/Tímamynd: pjetur. Kemur ekki óvart ab Vigdís hafi íhugab afsögn. Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalista: Vigdís tók hárrétta afstöðu í EES-málinu Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalista segir ab þab hafi ekki komib sér óvart ab frú Vigdís Finnbogadóttir fráfarandi forseti hefbi íhugab afsögn úr embætti þegar EES-málib stób sem hæst. En Vigdís greindi frá þessu í vib- talsþætti í Sjónvarpinu í fyrra- kvöld sem tekin var upp í sl. mánubi, eba skömmu ábur en landsmenn völdu sér nýjan for- seta í kjörklefanum. „Ég talaði við hana á þessum tíma, en hún leitaöi víöa ráða og talaði við mjög marga. Mér er alveg ljóst að þetta mál var ákaflega erfitt, mikil andstaða við samninginn og hún fékk þúsundir undirskrifta auk þeirra mörgu sem komu að máli við hana og þrýstu á hana. Þannig að það kemur mér ekki á óvart að þetta mál hafi reynst henni mjög erfitt," segir Kristín. Hún telur hinsvegar að Vigdís hafi tekið hárrétta afstöðu í málinu þegar hún ákvað að staðfesta samn- inginn með undirskrift sinni í stað þess að gera það ekki eins og margir vildu að hún gerði. Kristín minnir á í þessu sambandi að það hefði verið pólitískur vilji fyrir samþykki EES- samningsins á Alþingi, auk þess sem hún telur að andstaðan gegn samningnum úti í þjóðfélaginu hefði ekki verið nægjanleg til þess að forsetinn skrifaði ekki undir. „Það var pólitískur meirihluti fyr- ir málinu á Alþingi og það var búið að fá tiltölulega mikla umfjöllun í Söluaukandi vinningar skattskyldir Heppnir kaupendur, sem vinna t.d. utanlandsferbir og jafnvel bíla í söluaukandi happdrættum ýmissa fyrirtækja gera sér mjög oft ekki grein fyrir því, ab mati Neytendasamtakanna (NS), ab slíkir vinningar eru skattskyldir. Gleymi heppinn vinningshafi ab telja vinninginn fram á næsta skattframtali sé litib á þab sem undanskot frá skatti þannig ab skattyfirvöld geta nýtt 25% vib- bótarálag. í versta falli geti hinn heppni þurft ab greiba 525.000 kr. í skatt af 1 milljónar happdrættis- bíl. NS minna á ab þab eru neyt- endur sjálfir sem greiba þessa happdrættisvinninga meb hærra vöruverbi og þau krefjast þess ab fyrirtæki sem efna til slíkra „leikja" upplýsi neytendur um ab vinningarnir séu skattskyldir. Að mati Neytendasamtakanna hefur það færst í vöxt að fyrirtæki reyni að örva hjá sér sölu með happdrættisvinningum. Nýleg dæmi um þetta sé svokallaður BKI bílaleikur og ævintýraferð til Lego- lands fyrir fjölskyldu sem kaupir Li- berobleiur. Sölumennska af þessu tagi hafi verið heimiluð með setn- ingu sámkeppnislaga. Oftar en ékki gerá hepphir kaupendur sér ekki grein fyrir að slíkir vinningar eru skattskyldir, enda íslendingar vanir því að vinningar fjölmargra happ- drætta séu skattfrjálsir, segir í til- kynningu frá Neytendasamtökun- um. Þetta eigi þó aðeins við um happdrætti vegna ýmissa gjóðgerð- armála, en hins vegar ekki um happdrætti eins og í ofannefndum dæmum, sem eingöngu séu til þess ab örva sölu á vöru eða þjónustu. ¦ kosningunum 1991. Þá voru öll helstu hagsmunasamtök í landinu búin að lýsa yfir stuðningi við samninginn, þannig að mér fannst hún taka rétta afstöðu," segir Krist- ín. Hún telur aftur á móti ákaflega erfitt að dæma um það hvort kosn- ingarnar sem hefðu fylgt í fram- haldi af neitun forseta, hefðu fyrst og fremst snúist um afstöðu kjós- enda til forseta eða ríkisstjórnar en minna um sjálfan samninginn eins og Vigdís hélt fram í áðurnefndu viðtali. Kristín telur það jafnframt vera misskilning hjá Vigdísi þegar hún talaði um það í sjónvarpsþætt- inum að unga fólkið hefði verið útí- lokaö frá flestum evrópskum há- skólum ef EES- samningurinn hefði ekki verið samþykktur. Það helgast m.a. af því að samningurinn fjallaði hvorki um skóla- og menntamál né neitt þvíumlíkt. „En auðvitað hang- ir allt þetta samstarf saman," segir Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalista sem krafðist þess á sín- um tíma ásamt fleirum að EES- samningurinn yrði borinn undir þjóðaratkvæðagreiðslu. ¦grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.