Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 2
2 Þriöjudagur 9. júlí 1996 Tíminn spyr... Hver á a& eiga hálendi Islands, þjóðin öll e&a einstök sveitarfélög? Kristín Halldórsdóttir alþingisma&ur: Hálendi íslands á a& vera sameign allrar íslensku þjó&arinnar. Einstök sveitarfélög geta hinsvegar átt hefö- bundinn rétt til ákveöinna nytja, s.s. beitar, en um þaö þarf reglur og sam- komulag. Þessi mál em í miklum ólestri og brýnt aö taka á þeim áöur en ein- stökum svæöum veröur spillt meira en oröiö er. Þaö þarf aö skilgreina hugtakiö „ósnortið víðemi" og kortleggja síðan þau svæði sem falla undir það. Þangað til ætti hvorki aö ákveöa né hefja fram- kvæmdir af neinu tagi á hálendinu. Ósnortin víöerni lands okkar em ómet- anleg auölind, sem þarf aö varðveita af framsýni og tillitsemi við komandi kynslóðir. Hjörleifur Guttormsson alþingismaöur: Eignarréttur og umsýsluréttur fara ekki endilega saman á hálendinu. Eng- inn hefur sannaö eignarrétt sinn á stór- um hlutum miö-hálendisins, eins og meöal annars er staöfest með hæstarétt- ardómi frá 1981. Þetta getur bæöi átt viö um svonefnda almenninga og af- réttir sem ekki eru hluti heimalanda. Aö dómi Hæstaréttar getur Alþingi skorið úr um eignarhald á slíkum svæð- um með lögum og lýst þau þjóðareign. Umráðaréttur sveitarfélaga, að því er varðar skipulag og leyfi til mannvirkja- gerðar er annar handleggur. Sumt af miðhálendinu hefur aldrei falliö undir sveitarfélög, en nú er rætt um að skipta landinu öllu upp milli sveitarfélaga sem stjórnsýslueiningar. Siðferðilega á þjóðin öll tilkall til miðhálendisins og tvímælalausan umgengnisrétt þar, eins og annars staðar utan byggðar, enda sé farið aö settum reglum. Haukur Jóhannesson varaforseti Feröafélags íslands: Ég tel að eignarétturinn eigi að liggja hjá þjóbinni. Rökin eru þau að sam- kvæmt fornum hefðum þá eignuðust bændur eða sveitarfélög ekki nema af- notarétt, svokallaban beiti- og veiðirétt, af hálendinu, en hitt var í raun al- menningar sem öllum var heimiiaður aðgangur um. í ljósi þeirra dóma sem fallið hafa í Hæstarétti þá er þab ljóst að dómsvaldiö telur ekki að sveitarfélögin hafi getað sannab eignarhald sitt á há- lendinu. Því er eblilegt að þaö faili til þjóðarinnar, og þjóbin er ríkiö. Keppnisíþróttir fatlaöra áttu undir högg aö sœkja. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir hjá íþróttasambandi fatlaöra: Vorkunnsemin er á undanhaldi „Þa& er svo margt búi& a& gerast undanfari& sem hef- ur ýtt í burtu því sem við köllum vorkunnsemi og viljum ekki hafa í okkar rööum," sag&i Anna Karól- ína Vilhjálmsdóttir hjá íþróttasambandi fatla&ra í samtali vi& Tímann. Anna telur a& hugarfarsbreyt- ing hafi orðib hér á landi til afreksmanna í röðum fatlaöra og þroskahefta bæ&i eftir gó&an árangur ís- lensku sveitarinnar á Ólympíumótinu í Madrid áriö 1992 og vegna þess a& þá sendi Ríkissjónvarpiö full- trúa sinn á vettvang svo íslendingar gátu meö eigin augum séö hvernig þessi mót fara fram. Hún telur allar líkur á aö sjónvarpið sendi aftur fulltrúa sinn á Ólympíumótiö sem haldiö ver&ur í Atlanta í Banda- ríkjunum 16.-26. ágúst nk. Anna Karólína nefndi sérstaklega þátt Sigrúnar Huld- ar, sundkonu, í að skapa jákvæða ímynd í garð þroska- heftra en keppnisíþróttir hreyfihamlaðra veki einnig já- kvæð viðbrögð. „Þau eru að sýna að það er ekki allt bú- ið þó að þau séu fötluð." Gagnrýnisraddir heyrðust fyrir nokkrum árum um að ekki væri rétt að nota orðið Ólympíuleikar yfir mót fatl- aðra. Að sögn Önnu var ákveðið í samráði við Ólympíu- nefnd íslands árið 1992 að nota orðið Ólympíumót enda sé það síður en svo vilji ÍF að vinna gegn Ólymp- íunefnd íslands. Anna segir félaga ÍF ekki finna beinlínis fyrir fordóm- um, hins vegar hafi besta afreksfólk fatlaðra stundum fundið þegar á reynir að ekki fylgi full alvara „hinum fögru orðum." Það hafi breyst eftir Ólympíumótið árið 1992 og fjölmiðlar talað við þau sem íþróttafólk en ekki bara setningum á borð við: „Gott hjá þér vinur". Hún Sagt var... Þrá bo& og bönn „Hátt í 75 af hundraði töldu ab ein- staklingar hefbu of mikiö val í sib- ferðisefnum." Samkvæmt skobabankönnun The Daily Telegraph um sibferbi Breta. Mogginn um helgina. Forgangsröbun „í fátækrahverfum indverskra stór- borga á borð vib Nýju-Delhi og Kalk- útta hefur sjónvarp náb gífurlegum vinsældum. Félagsfræbingar hafa komist aö því ab mörgum íbúanna þykir sjónvarp vera mikilvægara en menntun, matur og hreint vatn." Þab yrbi lítib eftir af þessum fátækling- um ef þeir kæmust til valda í heimin- um. Helgarmogginn. Mibstýrt peningaaustur „Kristján segir ab þótt mikib hafi áunnist í ab greiba niður skuldir vegna sundlaugarinnar þá sé fram- kvæmdum á vegum bæjarfélagsins engan veginn lokib. „Næsta stóra verkefni verbur að leysa húsnæbis- vanda grunnskólans. Hugmyndir eru um að reisa nýbyggingu... Þaryrbi væntanlega komiö upp mötuneyti fyrir skólann... en spurning er hvort þörf sé á slíku í byggöum þar sem um jafn stuttar vegalengdir sé að ræða og á Dalvík." Þab er Kristján Ólafsson, forseti bæjar- stjórnar Dalvíkur, sem talar í aukablabi Tímans um helgina. Hann er ab vonum tregur til ab reisa óskynsamlegar og einskis nýtar byggingar. En hin íslenska skólastefna skal blíva því ekki geta ís- lendingar verib þekktir fyrir ab sitja aft- arlega á hinni norrænu menntameri. Nú er því í sjónmáli umbylting á gæb- um kennslu og menntunar íslenskra barna þegar sá langþreybi draumur rætist ab éta nestisbitann sinn í skólan- um en ekki hinum megin vib götuna í eldhúsinu heima. íslensk lýsisséní „Breyttar matarvenjur Asíubúa, þ.e. minnkandi neysla á fiskmeti, hefur leitt til þess að þeir eru farnir að blanda lýsisþykkni út í matvæli... Þeir telja að heilsu japanskra ungmenna hafi hrakab og námsárangur versnab í kjölfar hins breytta mataræbis." Segir í frétt um aukna sölu á lýsi í Aust- urlöndum fjær. Tíminn um helgina. Á golfvellinum úti á Seltjarnarnesi heyrbum við þá sögu að kylfingur einn hafi mætt Gísla Halldórssyni arkitekt og fyrrum forseta íþróttasambandins og spurt hann í hvaba flokki hann léki. Jú, Gísli sagbist leika í 3. flokki. En Leif- ur sonur þinn spurbi maburinn. „jú, hann leikur í öldungaflokki," var svariö. Svona er nú golfið, óútreiknanlegt, 83 ára maður í góbu formi leikur í 3. flokki, en sonurinn á besta aldri, 57 ára, er í öldungaflokki... • í pottinum sagði náungi einn frá veru sinni í Brekkuskógi um helgina. Hann kom á ball hjá Birni í Úthlíð á jaugar- dagskvöldið. Þar var mættur Ástþór Magnússon og stubningsmenn ab fagna uppskeru forsetakjörsins. Ástþór söng þarna um „pís on örþ", og henti sér aö því búnu í laugina í öllum föt- um. Vakti þetta þó nokkra lukku hjá vibstöddum, — nema einna síst Þor- gils Óttari Mathiesen handboltakappi úr Hafnarfirbi... • Ríkisútvarpiö var meb það sem eina helstu frétt sína í hádegisútvarpinu í gær ab hafnsögumönnum hefbi tekist vel til ab koma Queen Elisabeth annarri ab bryggju. Þab var og! Frá ritstjórn Tímans var ekki annab að sjá en ab skipiö lægi vib festar úti á ytri höfn- inni... • Annab úr útvarpinu sem kvartab var yf- ir. Einhver heyrbi Sigurb Tómasson hvetja fólk til að koma meb notuð hús- gögn handa Bosníufólkinu — í Sunda- höfn. Nú eru tvær hafnir á landinu meb þessu nafni, önnur í Reykjavík en hin á ísafirði. Án efa hefur Sigur&ur platab ótal fólk meb ýmsan heimilis- búnab í Sundahöfnina í Reykjavík, en það var ekki tilgangurinn ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.