Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 6
6 Þri&judagur 9. júlí 1996 ESSO lánar úttektir til viöskiptavina út á einkakort sem fyrirtœkiö gefur út. Einar S. Einarsson hjá VISA óttast ekki samkeppni olíufélaganna sem hafa greitt lág þjónustugjöld: Engin eftirsjá að þessum viðskiptum „Þa& má ekki taka þetta þann- ig aö viö séum aö fara í ein- hverja grjótharöa samkeppni vib kortafyrirtækin, þaö er ekki hugsunin hjá okkur. Viö ætlum ab gefa fólki val," sagbi Jóhann P. Jónsson í kortadeild Olíufélagsins, er hann var spuröur ab því hvort hib nýja Einkakort ESSO væri tilraun til ab skáka Visa og Eurocard á greibslukortamarkabnum. „Vib erum náttúrulega ab bjóba okkar vibskiptavinum aö versla beint vib okkur," sagöi hann. Olíufélagið hf (ESSO) hefur sett á markað svonefnt Einka- kort, sem hægt er aö nota viö úttektir á bensín-, smur-, og þvottastöðvum félagsins, og í söluskálum þess. Að sögn Jó- hanns er Einkakortið fyrsta kortið í einkageiranum sem fólk getur tengt beint við banka- reikning sinn. Það getur valið Einar 5. Einarsson saknar ekki w'ð- skiptanna vib Olíufélagiö, Visa hafi allt ab því borgab meb þeim vibskiptum. að skuldfæra úttektir vikulega eða mánaðarlega. Engar trygg- jóhann P. Jónssonrengin grjót- hörb samkeppni vib kortafyrirtœk- in. ingar þarf, aðeins samþykki banka. Jóhann segir að með þessum vibskiptaháttum sparist þau þjónustugjöld er fyrirtækib greiðir kortafyrirtækjunum. Þar sé um vemlega upphæb að ræða. Óttast ekki sam- keppni „Við lítum nú á samkeppni af hinu góða, hinsvegar teljum við að þetta sé engin veruleg sam- keppni við okkur og sjáum ekki hag okkar korthafa í þessari nýju þjónustu," sagði Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri Visa ísland. Hér væri mun frek- ar um samkeppni Esso við önn- ur olíufélög ab ræba. Aðspuröur sagðist hann ekki óttast það ef önnur fyrirtæki fylgdu fordæmi Esso. „Þetta er í takt vib það sem er að gerast allt í kring, að fyrirtæki em með fyr- irtækjakort, það er hluti af þeirra lána- og þjónustustarf- semi og ekkert nema gott um það að segja." sagði Einar. Einar segir þjónustugjöldin með því lægsta sem þekkist, sér- staklega ef tillit sé tekið til þeirr- ar áhættu sem fylgi kreditkorta- viðskiptum og því utanhaldi og kerfum sem þarf vib reksturinn. „Við merkjum ekki neina breyt- ingu hjá okkur, eins og komið er. Þeir njóta lágmarks þjónustu- gjalda og ef eitthvað er þá höf- um vib borgað með þessum við- skiptum, og því er engin eftirsjá af þeim útaf fyrir sig", sagði Ein- ar að lokum. -SH Ásatrúarmenn blóta, Ástþór nær í steininn Fyrir nokkm héldu Ásatrúar- menn á íslandi þingsetningu og blót á Þingvöllum. Þingsetning- in fór fram í Almannagjá að fomum hætti. Tónskáld og textahöfundar. Ekki bara Ólafur Ragnar: íslands er þaö lag er rammíslenskt Félag tónskálda og textahöfunda hefur sent frá sér leibréttingu á yfir- Iýsingu sem félagib sendi til fjöl- mibla fyrr í mánubinum vegna hollustu Ólafs Ragnars vib íslenska tónlist í auglýsingum sínum. Þab reyndist rangt ab hann einn hefði notað íslenska tónlist. „íslands er það lag" er sannarlega íslenskt lag, eftir Björgvin Guðmundsson. Þetta lag notaði Guðrún Pétursdóttir í kosningabaráttu sinni. ■ Við athöfnina voru nýir félagar vígðir, en félögum hefur farib fremur fjölgandi að undanförnu í kjölfar óeiningar í þjóðkirkjunni, blessað var barn, og tveir nýir goðar sóm embættiseiða sína. Blótveisla ásamt viðeigandi mjaðardrykkju fór fram í útkanti þjóbgarðsins og stób fram eftir kveldi. Einn forsetaframbjóðandi mætti til þingsetningar Ásatrúar- manna, Ástþór Magnússon. Hjá honum kviknaði sú hugmynd á staðnum að verba sér úti um stein þann sem hann afhenti Boga fréttastjóra í beinni sjón- varpsútsendingu. Að vísu er ekki heimilt að taka með sér slíka minjagripi í þjóðgarbinum. En gott og vel, markmiðib var gott, og í skúffuna sem smíðuð var undir steininn söfnuðust pening- ar sem koma í góðar þarfir í þágu heimsfriðar. ■ Gluggar í útihús - án viðhalds ! Gístenskítam' úr PVCu Kjarnagluggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogur • Sími 564 4714 \eiðs\a Þingsetning Ásatrúarmanna. frá vinstri: Jón Ingvar Jónsson, lögsögumabur, Vilhjálmur Benediktsson, stabgengill, Eyvindur P. Eiríksson, Vestfirbingagobi, Jörmundur Ingi allsherjargobi, Jónína K. Berg hinn nýi Þórsnesingagobi, María Arinbjarnar, mebstjórnandi og Jóhanna Pálsdóttir ritari. Ástþór fékk hugmynd, lagbi á brattann frakkaklceddur og kom til baka meb heppilegan hnullung úr hamraveggnum. Ástþór Magnússon, þá frambjóbandi til embœttis forseta íslands, yfirgef- ur þingsetninguna meb steininn góba. Tímamyndir: sþ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.