Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 8
8 Þri&judagur 9. júlí 1996 Vetrarfóbrubu saubfé fœkkab um rúmlega 7 6% frá 1990 og þar af langmest á síbasta ári: Sauðfé fækkabi um 41.000 á sl. ári Sauðfé á fóðrum var nærri 41.000 færra síðasta vetur heldur en þann næsta á und- an. Fækkunin varð mest um 11% á Norðurlandi. Alls hef- ur sauðfé landsmanna þá fækkað um rösklega 90.000 á fyrri hluta þessa áratugar, eða um rösklega 16%. Mest hefur fækkunin orðib hlutfallslega á Reykjanesi (30%) og á Suð- urlandi um nærri fjórðung (24%). Fækkun fjár er hins vegar hlutfallslega minnst á Austurlandi, um 14%. Um 458 þúsund fjár voru á fóðr- um síðasta vetur, eða um 1/6 færra en 1990, sem fyrr segir. Tölur um fjölda búfjár koma fram í aprílhefti Hagstofunnar, sem byggir þær á forðagæslu- skýrslum. Sauðfé er samt ennþá flest á Suðurlandi, um 95 þúsund fjár. Á Nl. vestra eru rúmlega 85 þús. kindur, 82 þús. á Vestur- landi, 74 þúsund á Austurlandi og 70 þúsund á Norðurlandi austanverðu. Á Vestfjörðum er sauðfé nú innan við 47 þúsund og rúmlega 5 þúsund skjátur em enn á fóðmm á Reykjanesi. Fjöldi mjólkurkúa er nánast óbreyttur þriðja árið í röð, rúmlega 30 þúsund kýr. Öðr- um nautpeningi hefur hins vegar heldur fjölgað þótt heild- arfjöldi nautgripa, 73.200, sé ennþá mun lægri en á árunum 1990 til 1993. Tímamynd: Sigrún Lovísa Hveragerbi minnist fimmtugsafmœlis: Blómasýning á heimsmælikvaröa Blómabærinn Hveragerbi minntist 50 ára afmælis síns tilhlýbilega um helgina, — meö feiknarlega fallegri blómasýningu sem blóma- bændur settu upp í íþrótta- húsi þorpsins. Fjölmargt var til afþreyingar þennan fagra sumardag. Vig- dís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, varði lunganum úr deg- inum meðal Hvergeröinga. Á myndinni er hún að vaska þvott eins og konur gerðu fyrr á öldinni, fyrir tíma sjálfvirkra þvottavéla. Konur úr leikfélag- inu önnuðust um þennan þátt í hátíðahaldinu. ■ EMMESS fær viðurkenningu Heilbrigbiseftirlit Reykjavíkur hefur veitt Emmessís hf. viður- kenningu fyrir ab hafa komib á gæbastjómunarkerfinu Gámes. Því kerfi er ætlab ab tryggja ör- yggi og hreinlæti vib framleibslu matvæla. Emmessís er í hópi fyrstu fyrirtækja á landinu ab hljóta slíka viburkenningu. Nánar um Gámes. Þaö er skamm- stöfun unnin upp úr eftirfarandi: greiningu áhættuþátta og mikil- vægra eftirlitsstaða. Með þessu kerfi er sett upp virkt eftirlit á öllum stig- um framleiðslu og dreifingar þar sem hætta er á að smit eða óhrein- indi komist í vömna. Settar em skýrar reglur um fyrirbyggjandi að- gerðir og viðbrögb við hverskyns frávikum frá öryggiskröfum. Umsjón með uppsetningu kerfis- ins hafbi Guðjón Reynir fyrir Em- messís en honum til ráðgjafar var Ágúst Þorbjörnsson á vegum Hag- vangs. ■ Ágúst Thorsteinsson heilbrigöisfulltrúi afhendir Erlu Þorleifsdóttur starfs- manni Emmessíss viöurkenningarskjal fyrir Gámes eftirlitskerfiö. Ljósmynd jóhannes Long Ari Edwald aöstoöarmaöur Þorsteins Pálssonar er hér aö svamla ásamt ungum sundlaugargesti í blíöviörinu í gœrdag. Tímamynd cva Skoðum b j örgunar- vestin Almenningi er boöiö ab koma meb björgunarvesti sín til skoöunar í 12 sund- laugum, víðsvegar um land- ib, miðvikudaginn lO.júlí næstkomandi frá kl. 16:00 - 21. Þar mun slysavamarfólk vera til staðar og gefa gób ráb og leibbeiningar um notkun björgunarvesta. Um er aö ræða samstarfs- verkefni í slysavörnum sem kallast „Skoðum björgunar- vestin". Tilgangur þess er að vekja athygli almennings á mikilvægi björgunarvesta, réttri notkun þeirra og minna á að reglulega þarf að athuga hvort flot vestanna virkar eins og til er ætlast. Ab verkefninu standa Yfirstjórn leitar og björgunar á hafinu umhverfis ísland, Landhelgisgæslan, Póstur og sími og Slysavarnar- félag íslands. „Uppgefinn líftími björgun- arvesta er jafnan 5 ár. Hann getur þó verið lengri ef menn fara vel með þau," segir Ás- grímur Ásgrímsson, starfsmað- ur björgunardeildar Slysavarn- arfélags íslands. T.d. á að þrífa björgunarvestin ef þau lenda í sjó og/eða olíu og þau á ekki að geyma óvarinn fyrir sól- skininu en selta, olía og sól- skin draga úr floteiginleikum vestanna. Það er von þeirra sem að verkefninu standa að lands- menn nýti sér þessa þjónustu og að í framtíðinni verði þetta að árvissu slysavarnarátaki. Björgunarvestaskoðunin verður á eftirtöldum sund- stöðum: Laugardalslaug í Reykjavík, Grindavík, Sand- gerði, Grundarfirði, Patreks- firbi, ísafirði, Sauðarkróki, Sundlaug Akureyrar, Húsavík, Neskaupstað, Höfn og íþrótta- miðstöðinni í Vestmannaeyj- um. -gos Orkustofnun ekki breytt í hlutafélag ab svo stöddu: Ovissu eytt „Ég hef verið ab kynna fyrir orkufyrirtækjunum aðra leið, þá leib að skilja annars vegar vibskiptalegan þátt Orkustofn- unar og hins vegar stjómsýslu- lega þáttinn," segir Finnur Ing- ólfsson iönaöar- og viðskipta- rábherra um nýjar áherslur hvab varbar Orkustofnun. Með þeim hugmyndum segir hann að Orkustofnun haldi sínu stjórnsýslulega hlutverki og fari með fjármuni ríkisins til kaupa á rannsóknum af annarri stofhun sem héti Orkurannsóknir og væri hluti af Orkustofnun. Finnur hefur verið að kynna þessa leiö fyrir starfsmönnum Orkustofnunar og orkufyrirtækj- unum og segir viðbrögðin mjög jákvæð og starfsmenn hafi fagnab því að óvissuástandinu væri af- létt. Þetta væri hins vegar ekki gert fyrir þrýsting frá einum eða neinum. „Þetta er svona millileið," segir hann, „því ef einhverntíma í framtíðinni orkufyrirtækin vilja gera orkurannsóknir að hlutafé- lagi, þá er ekkert því til fyrirstöbu að breyta stofnuninni. Það verbur hins vegar ekki gert á þessari stundu. -ohr RAUTT UÓS RAUTT UÓS! ÚUMFEROAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.