Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.07.1996, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Vestfjarba: Subaustan kaldi og rigning. Hiti 8 til 17 stig. • Strandir og Norburland vestra: Þykknar upp meb subaustan kalda. Rigning síbdegis. Hiti 10 til 14 stig. • Norburland eystra til Austurlands ab Glettingi: Þykknar upp meb subaustan golu eba kalda. Rigning á stöku stab þegarlíbur á dag- inn. Hiti 10 til 14 stig. • Austfirbir: Sunnan gola, skýjab ab mestu og þokubakkar á annesj- um. Hiti 9 til 13 stig. • Subausturland: Austan gola eba kaldi og skúrir. Sunnan og sub- vestan gola eba kaldi og rigning síbdegis. Hiti 10 til 16 stig. • Mibhálendib: Sunnan og subaustan kaldi meb dálítilli rigningu, einkum vestan til. Hiti 4 til 12 stig. Kvikmyndasafn íslands á förum til Hafnarfjaröar: G j örby lting á starfseminni „Þetta er alveg gjörbylting á húsnæðismálum og starfsemi Kvikmyndasafns íslands," sagði Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður Kvikmynda- safns íslands, í samtali við Tímann. Um árabil hefur ver- ið leitað að hentugu húsnæbi fyrir safnið, enda óhentugt geymslurými stabib safninu fyrir þrifum. Húsnæbib er fundib og flytur safnið því í haust í Bæjarútgerö Hafnjar- fjarðar og fær um leib fullan umrábarétt yfir Bæjarbíói. „Þetta er alveg gjörbylting á Útboö á hlutabréfum í Jaröborunum hf. / gangi: Eiginfjárhlut- fallib meb því hæsta sem sést „Eiginfjárhlutfall Jarbborana hf. er meb því hæsta sem sést," sagði Ragnar Hannes Guðmundsson, verðbréfamiblari hjá Landsbréf- um, í samtali við Tímann í gær. Nú stendur yfir útboð á þeim hlutabréfum í fyrirtækinu, sem eftir eru í eigu rikisins, og er um að ræba 4,41% af heildarvirbi fyrirtækisins. Tilboð skulu ber- ast fyrir kl. 16 þann 9. júlí nk. Nafnverð bréfanna er 10,4 millj- ónir króna, en lágmarksgengið er 2,25. Hlutabréf, sem ríkið hefur þegar selt í fyrirtækinu, eru farin að ganga kaupum og sölum á al- mennum markaði. Er gengi þeirra oröið 2,85 og segir Ragnar það hækka dag frá degi. „Það er í ljósi frétta af virkjanaframkvæmdum. Markaðurinn bregst við svona fréttum. Þetta eru ekki samningar sem fyrirtækið er með í hendi, en eru líkleg verkefni fyrir það og menn verðleggja eftirspurn sína eftir hlutabréfum og gengi í sam- ræmi við það." Hátt eiginf járhlutfall Jarðborana hf., sem er 88%, gerir fyrirtækið vel í stakk búið til að mæta sveifl- um í rekstri, að sögn Ragnars. „Það má líta á það þannig að fyrirtækið hafi næga möguleika til að taka lánsfjármagn til að bæta við sig, þegar fjárfestingar koma á annað borð inn á borðið. Fyrirtækið hef- ur verið eins og klettur í hafinu hvað varöar arðgreiðslur, hefur greitt 8% arð á ári undanfarin ár og hefur sem yfirlýsta stefnu að greiða það." Ragnar segir að veður skipist skjótt í lofti á hlutabréfamarkaðn- um og allar nýjar upplýsingar, sem hafa áhrif á rekstrargrundvöll fyr- irtækjanna, endurspeglist strax í breyttu gengi. Hann nefnir það sem dæmi að þar sem loðnuvertíð- in hefjist eins vel og raun ber vitni, þá hafi það áhrif til hækkunar gengis hlutabréfa í fyrirtækjum sem byggja afkomu sína að miklu leyti á henni, eins og t.d. Borgey. Hlutabréf í Marel hf. hafa hækk- aö mest á markaðnum og segist Ragnar ekki sjá fyrir endann á þeirri hækkun. „Það vom viðskipti á genginu 13 í dag, þú gast keypt hlutabréf í Marel fyrir einu ári á genginu 2,95, þannig að virði hlutabréfanna hefur margfaldast um 4,4 á einu ári. Nú em aðilar til- búnir að selja ódýrast hlutabréf í Marel á genginu á 13,2 og einhver er tilbúinn að kaupa hæst á geng- inu 12,1. Næstu viðskipti verða því líklega annað hvort á öbru hvoru þessu gengi eða einhverstaðar þarna á milli." -ohr Enn ein stofnunin flytur frá Reykjavík. Hér flytur Kvikmyndasafniö og fer til Hafnarfjaröar. húsnæöismálum og starfsemi Kvikmyndasafns íslands." „Þab skal nú sagt að Bæjarbíó- ið í Hafnarfirði togaði í okkur, því einn þáttur í starfsemi Kvik- myndasafns er að sýna kvik- myndir," sagöi Böðvar, en ekki hefur tekist að halda uppi mjög öflugu sýningarhaldi á vegum safnsins. „Kvikmyndasöfn verða yfirleitt að hafa sýningar- sal á eigin vegum til að geta sýnt út frá þeim reglum og skilmál- um sem kvikmyndasöfn hafa. Við höfum nokkuð víðari rétt en aðrir aðilar til að sýna ýmsar gamlar perlur, en við getum ekki nýtt okkur þann rétt nema vera með eigin sýningarsal." Hafnarfjörbur miöpunktur alheims? í stefnuyfirlýsingu um ís- lenska kvikmyndagerð, sem Bandalag íslenskra listamanna sendi frá sér fyrir skömmu, er m.a. minnst á möguleika þess að reka sýningarhús, styrkt af Reykjavíkurborg, sem hefði það hlutverk að auka fjölbreytni kvikmynda og sýna myndir ís- lenskra höfunda. Aðspurður um hvort rætt hefði verið um að koma þessari hugmynd fyrir í Bæjarbíói og samnýta þar meö húsnæðið meö Kvikmyndasafn- inu, sagði Böðvar það ekki nema rétt lauslega. „Enda er þessi hugmynd úr skýrslunni al- veg á byrjunarreit og fyrst og fremst sett fram til að stuðla að stuðningi við íslenskar kvik- myndir. Þó að ég sé maður sem telur að Hafnarfjörður og Bæjar- bíó geti orðið miðpunktur al- heimsins, þá er ég á því að kvik- myndagerðarmenn muni seint teíja að svo verði. Ég held því að Bæjarbíó veröi seint frumsýn- ingarbíó íslenskra kvikmynda." Geymslur fyrir kvikmyndir eru mjög sérhæfðar, því halda þarf sérstöku raka- og hitastigi eftir því hvaða tegund af film- um er verið aö varðveita. Því er nú verið að teikna og hanna breytingar á húsnæði Bæjarút- gerðarinnar og er heildarkostn- aður við flutninginn og fram- kvæmdirnar áætlaður um 20 milljónir króna. Verkið veröur unnið í nokkrum áföngum og reiknað er með að um 10 millj- ónum verði veitt í framkvæmd- irnar á þessu ári, þar af 3 millj. frá Hafnarfjarðarbæ, um 4 millj. úr Kvikmyndasjóði og 3 millj- ónir eru teknar úr rekstri Kvik- myndasafnsins, en reksturinn var dreginn saman í tilefni flutninganna. „Það er reiknaö með að þetta verði fullklárað á þremur, í versta falli fimm, ár- um." Kvikmyndasafnið deilir nú húsnæði með Kvikmyndasjóði á Laugaveginum og sagði Böðvar einhverjar þreifingar um að Kvikmyndasjóður flytji í annað húsnæði í kjölfarið og húsnæð- ið á Laugaveginum verði selt. -LÓA Fimm orrustuþotur flugu yfir Reykjavík í gœr: Norömenn á vesturleiö Höfuðborgarbúar fengu há- loftaheimsóknir í gærmorgun. Concordeþota hnitaði hringi yfir borginni í svolítinn tíma og sveit F-16 orrustuþotna þaut yf- ir miðbæinn í oddaflugi. Einhverjar vöflur vom á mönn- um hjá Flugmálastjórn að heim- ila Concordeþotunni að fljúga yf- ir borgina („þetta eru svo rosaleg- ir hávaðabelgir"), en leyfið fékkst. „Þetta er sveit norskra F-16 véla sem voru á leiðinni frá Noregi til Keflavíkur og báöu um að fá að fljúga hérna yfir," sagði Karl Al- varsson, varðstjóri í flugturnin- um á Reykjavíkurflugvelli, en sagðist ekki vita annað um ferðir vélanna. „Ég veit ekki hvern þeir voru að heiðra helst," sagði hann að- spurður hvort þetta hefði verið einhverskonar heiðursflug hjá vélunum. „Nei, ég veit ekkert. Þær bara koma hérna í gegn og eru á leið- inni eitthvaö vestur," sagbi Jón í flugturninum á Keflavíkurflug- velli. „Við megum ekki gefa neinar upplýsingar um þessar hervélar," svaraði hann þegar gengið var frekar á hann um vélarnar. -ohr Queen Elizabeth II komin til landsins Elísabet drottning önnur skart- aði sínu fegursta í blíðviðrinu á sundunum fyrir utan Reykja- víkurhöfn í gær. Með henni komu tæplega 1600 farþegar, aðallega breskir, og fóru um 1100 þeirra í skoðunarferðir um Reykjavík og nágrenni, þ.ám. að Gullfossi og Geysi. Elísabet II, sem reyndar er eitt þekktasta og stærsta skemmtiferðaskip heims, er 70.327 tonn að þyngd, 293,5 metra langt og 32 metr- ar að breidd. Um borð er að finna öll helstu nútímaþæg- indi; banka, sjúkrahús, 9 bari, spilavíti og 5 veitingastaði, svo fátt eitt sé nefnt. í áhöfn skips- ins eru um 1000 manns og far- þegarými er fyrir 1760 manns. Skipið hafði skamma viðdvöl í Reykjavíkurhöfn. Það kom í gærmorgun frá Skotlandi og hélt úr höfn síðdegis í gær, áleiðis til Noröur- Noregs. -SH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.