Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 1
Paó tekur aöeins C'inn u eitm ¦ I —*_¦ ¦virkan daa aö konm póstinum t^Mm^LW PÓSTUR þfnum Ht skila ^^^ OG S(MI STOFNAÐUR1917 80. árgangur Fimmtudagur 11. júlí 129. tölublað 1996 BSRB: Varar við mis- munun í heil- brigðisþjónustu Stjórn BSRB fagnar því að heil- brigbisrábherra skuli ætla ab taka á málefnum heilsugæslunnar og stubla aö eflingu hennar. Stjórnin varar hinsvegar alvarlega við framkomnum áformum sem miða að því að koma upp tvenns konar heilbrigöisþjónustu í land- inu með hugmyndum um svo- kallað valfrjálst stýrikerfi í heilsu- gæslu. í ályktun stjórnar BSRB kemur m.a. fram að ef hugmyndir ráðherra ná fram að ganga um valfrjálst stýrikerfi mundi það þýða allt að 10 þús. kr. útgjöld á ári hjá fimm manna fjölskyldu. Stjórnin minnir einnig á að þar sem slík kerfi hafa verið tekin upp hafa orðið til tvenns konar kerfi. Annarsvegar úr- valsþjónusta fyrir þá sem hafa ráð á að kaupa sér sjúkratryggingu og hinsvegar lakari þjónusta og sums staðar engin, fyrir þá sem ekki hafa efni á því að kaupa sér tryggingu. Stjórnin mótmælir því harðlega að tekin verði upp kaskótrygging sjúklinga og minnir á þá stefnu BSRB að ekki skuli greitt fyrir komur á heilsugæslustöðvar né aðrar heil- brigðisstofanir. Ennfremur mót- mælir stjórn BSRB þeim áformum stjórnvalda um gerð þjónustusamn- inga við einkaaðila um rekstur heilsugæsiustöðva og að ákveöin þjónusta innan heilbrigðiskerfisins verði boðin út. Minnt er á þá yfir- lýstu stefnu bandalagsins að kostn- að af rekstri heilsugæslunnar eigi að greiðast á fjárlögum en ekki með þjónustugjöldum eða kaskótrygg- ingu. -grh Flutningur Landmaelinga ís- lands tilAkraness. Atvinnu- málanefnd Reykjavíkur: Fólki er heitt í hamsi Pétur Jónsson formabur atvinnu- málanefndar Reykjavíkurborgar telur ab sú ákvörbun ríkisstjórnar ab flytja Landmælingar íslands uppá Skaga geti haft þær afleib- ingar ab ibúar höfubborgarinnar muni krefjast pess ab borgih taki þátt í því ab fá fyrirtæki til að flytja starfsemi sína til borgarinn- ar. Sjálfur kallar hann þetta fyrir- brigbi „rottukapphlaup" og telur hæpib ab borgin eigi ab taka þátt í þeim leik, þótt hún geti þab vel í krafti stærbar sinnar. Formaður atvinnumálanefndar segir að mönnum sé nokkuð heitt í hamsi vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnar að flytja starfsemi Landmælinga uppá Skaga og þá sér- staklega vegna hins mikla atvinnu- leysis sem er í borginni á sama tíma og verulega hefur dregið úr at- vinnuleysi á landsbyggðinni. Hann telur því að forsendur fyrir flutn- ingnum, sem verður greiddur af al- mannafé, sé ekki fyrir hendi með tilliti til atvinnuástandsins. Af þeim sökum m.a. óttast Pétur ekki að fleiri ríkisstofnanir verði fluttar frá hófuðborginni í bráð að minnsta kosti hvað sem síðar kann að verða í þeim efnum. -grh Börn yngri en 16 ára kunna ab fá ókeypis heilsugœslu. Cunnar Ingi Cunnarsson, talsmaöur heilsugœslulœkna: Greiöslur lagöar á fleiri og kannski breiöari bök „Þaö er gert ráö fyrir því ab ef sú leib verbur valin aö láta fólk greiba ákvebna upp- hæb, þá verbi hún fyrir sex- tán ára og eldri," sagbi Gunnar Ingi Gunnarsson, fulltrúi heilsugæslulækna, í samtali vib Tímann í gær. Hann svaraði því játandi að ekki yrði greitt sérstaklega fyr- ir börn yngri en 16 ára heldur nytu þau þjónustu heilsugæsl- unnar í gegnum foreldra sína eða forráðamenn. „Ef skoðaðar eru tölurnar sem eru nú til umræðu (1- 2000 kr. á mann) þá eru þær miklu lægri heldur en sá kostnaður sem í dag þarf að liggja fyrir áður en fengið er afsláttarkort. Þannig að ég get ekki séð'ánnað en að greiðsl- urnar verði lagðar á fleiri og kannski breiðari bök." Gunnar sagði að varðandi tillögur heilbrigðisráðherra Helvítis kvótinn er alltaf ab þvœlast fyrir okk- ur sagbi sjómaburinn sem w'ð hittum fyrir vib höfnina í Reykjavík ígœr- morgun. Þeir voru ab landa á Freyjunni RE, nýkomnir úr Skerjadýpi, og sögbu ab þab gengi ekki eins og þab ætti ab gera þab. Hér er aflinn ísab- ur. Tímamynd: GVA væru tvö módel í gangi, ann- ars vegar þeirra sem ekkert hefðu kannað tillögurnar, hins vegar þeirra sem hefðu vísvitandi mistúlkaö eða mis- skilið þær. „Eins og þessi pakki Ingi- bjargar segir, þá á fjögurra manna nefnd að sjá um út- færsluna, skoða tölurnar nán- ar. En það sem hefur verið sagt er að verði þessi leið valin, þá gæti þetta verið niðurstaðan," sagði Gunnar Ingi. Hann segir að þessar reglur gætu mögu- lega auðveldað fátæku veiku fólkl að sækja sér þjónustu heilsugæslunnar. -LÓA Císli Svan Einarsson á Sauöárkróki um Smuguveibar sem 40-50 íslensk skip munu sœkja: Aðstæður aldrei jafn hagstæðar Gísli Svan Einarsson útgerbar- stjóri Fiskiðju Skagfirbings hf. á Saubárkróki segir ab skilyrðin í Smugunni hafi aldrei verib jai'n hagstæb og uin þessar mundir. Meðal annars sé fiskurinn sem hefur veibst fullur af rækju og lobna uppí sjó. Þab sé hinsvegar á ekki á visan ab róa meb afla- brögbin þar frekar en annars- stabar. Þegar hafa tvö skip fyrirtækis- ins lagt af stað þangað norður, Klakkur og Hegranesib, en Skag- firöingur og frystitogarinn Málm- ey Ieggja trúlega í hann í næstu viku. Allur afli verður saltaður um borð í Klakki, Hegranesinu og Skagfirbingi sem gerir það að verkum að hægt verður ab halda skipunum úti í 4-5 vikur í stað nokkurra daga. Gísli Svan segir marga útgerðar- menn vera í startholunum með skipin sín og þau muni verða send í Smuguna um leið og fyrstu aflafréttir berist þaðan. Miðab við reynslu undanfarinna ára megi búast vib því að þorskurinn fari ab gefa sig þar nyðra eftir mibjan þennan mánuð og á þab vebja menn í ár eins og áður. Ef ab lík- um lætur má búast við að 40-50 íslenskir togarar verbi við veiðar í Smugunni. -grh ;,^Í_Vjiil_- ¦_-'. ¦ ^^& M t ¦iSum« jf^^i Sí l ll H ,',:.'::-jH $úr C "^ ,! h- ***4iiá—w.. H ' f f. *: ÉÉJ > ,#fe- \x'WmÉm |.-.*:», jr >-i ' ¦ t'!l ! ¦¦' • • „Netið bjargaði lífi mínu," Segir Jón Guðbjartsson í Bol- ungarvík sem lenti í mögnuðu grjóthruni á veginum á sunnu- dagskvöldið - Sjá bls. 2 Þyrill úr landi Gæðingurinn Þyrill frá Vatns- leysu í Skagafirði hefur verið seldur úr landi. Hann fer til Þýskalands eins og kom fram á hestasíðum Tímans í gær. Ekki fást staðfestar tölur um söluverð Þyrils, en það er talið nema 2-3 milljónum króna í það minnsta. Á myndinni má sjá Þyril og knapa hans til þessa, Vigni Sig- geirsson. Tímamynd: EJ Sjá nánar um fjórbungsmótib í opnu blabsins í dag. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.