Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 1
Þaö teknr aöeins eintt ■ i &a*» ■virkan daa aö koma póstinum |PÓSTUR þíttum til skila OG SlMI STOFNAÐUR 1917 80. árgangur Fimmtudagur 11. júlí 129. tölublaö 1996 BSRB: Varar vib mis- munun í heil- brigbisþjónustu Stjórn BSRB fagnar því ab heil- brigbisrá&herra skuli ætla a& taka á málefnum heilsugæslunnar og stu&la aö eflingu hennar. Stjórnin varar hinsvegar alvarlega vi& framkomnum áformum sem mi&a a& því a& koma upp tvenns konar heilbrig&isþjónustu í land- inu meö hugmyndum um svo- kailaö valfrjálst stýrikerfi í heilsu- gæslu. í ályktun stjórnar BSRB kemur m.a. fram að ef hugmyndir ráðherra ná fram að ganga um valfrjálst stýrikerfi mundi þab þýða allt að 10 þús. kr. útgjöld á ári hjá fimm manna fjölskyldu. Stjórnin minnir einnig á að þar sem slík kerfi hafa verið tekin upp hafa orðið til tvenns konar kerfi. Annarsvegar úr- valsþjónusta fyrir þá sem hafa ráð á að kaupa sér sjúkratryggingu og hinsvegar lakari þjónusta og sums staðar engin, fyrir þá sem ekki hafa efni á því ab kaupa sér tryggingu. Stjórnin mótmælir því harðlega að tekin verði upp kaskótrygging sjúklinga og minnir á þá stefnu BSRB að ekki skuli greitt fyrir komur á heilsugæslustöbvar né aðrar heil- brigðisstofanir. Ennfremur mót- mælir stjórn BSRB þeim áformum stjórnvalda um gerð þjónustusamn- inga við einkaaðila um rekstur heilsugæslustöðva og að ákveðin þjónusta innan heilbrigðiskerfisins verði boðin út. Minnt er á þá yfir- lýstu stefnu bandalagsins að kostn- að af rekstri heilsugæslunnar eigi að greiðast á fjárlögum en ekki með þjónustugjöldum eba kaskótrygg- ingu. -grh Flutningur Landmcelinga ís- lands til Akraness. Atvinnu- málanefnd Reykjavíkur: Fólki er heitt í hamsi Pétur Jónsson formaður atvinnu- málanefndar Reykjavíkurborgar telur að sú ákvörðun ríkisstjórnar að flytja Landmælingar íslands uppá Skaga geti haft þær afleið- ingar að íbúar höfuðborgarinnar muni krefjast þess að borgin taki þátt í þvi að fá fyrirtæki til að flytja starfsemi sína til borgarinn- ar. Sjálfur kallar hann þetta fyrir- brigði „rottukapphlaup" og telur hæpið a& borgin eigi að taka þátt í þeim leik, þótt hún geti það vel í krafti stærðar sinnar. Formaður atvinnumálanefndar segir að mönnum sé nokkuð heitt í hamsi vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnar að flytja starfsemi Landmælinga uppá Skaga og þá sér- staklega vegna hins mikla atvinnu- leysis sem er í borginni á sama tíma og verulega hefur dregið úr at- vinnuleysi á landsbyggðinni. Hann telur því að forsendur fyrir flutn- ingnum, sem verður greiddur af al- mannafé, sé ekki fyrir hendi með tilliti til atvinnuástandsins. Af þeim sökum m.a. óttast Pétur ekki að fleiri ríkisstofnanir verði fluttar frá höfuðborginni í bráð að minnsta kosti hvað sem síðar kann að verða í þeim efnum. -grh Börn yngri en 16 ára kunna oð fá ókeypis heilsugœslu. Cunnar Ingi Cunnarsson, talsmabur heilsugœslulœkna: Greiðslur lagöar á fleiri og kannski breiöari bök „Það er gert ráð fyrir því að ef sú leið verður valin að láta fólk greiða ákveðna upp- hæð, þá verði hún fyrir sex- tán ára og eldri," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, fulltrúi heilsugæslulækna, í samtali við Tímann í gær. Hann svaraði því játandi að ekki yrði greitt sérstaklega fyr- ir börn yngri en 16 ára heldur nytu þau þjónustu heilsugæsl- unnar í gegnum foreldra sína eða forráðamenn. „Ef skoðaðar eru tölurnar sem eru nú til umræðu (1- 2000 kr. á mann) þá eru þær miklu lægri heldur en sá kostnaður sem í dag þarf að liggja fyrir áður en fengið er afsláttarkort. Þannig að ég get ekki séð ánnað en að greiðsl- urnar verði lagðar á fleiri og kannski breiðari bök." Gunnar sagði að varðandi tillögur heilbrigðisráðherra Helvítis kvótinn er alltaf aö þvcelast fyrir okk- ur sagöi sjómaöurinn sem viö hittum fyrir viö höfnina í Reykjavík í gœr- morgun. Þeir voru aö landa á Freyjunni RE, nýkomnir úr Skerjadýpi, og sögöu aö þaö gengi ekki eins og þaö œtti aö gera þaö. Hér er aflinn ísaö- ur. Tímamynd: CVA væru tvö módel í gangi, ann- ars vegar þeirra sem ekkert heföu kannað tillögurnar, hins vegar þeirra sem hefðu vísvitandi mistúlkað eða mis- skilið þær. „Eins og þessi pakki Ingi- bjargar segir, þá á fjögurra manna nefnd að sjá um út- færsluna, skoða tölurnar nán- ar. En það sem hefur verið sagt er að verði þessi leið valin, þá gæti þetta verið niðurstaðan," sagði Gunnar Ingi. Hann segir að þessar reglur gætu mögu- lega aubveldað fátæku veiku fólki að sækja sér þjónustu heilsugæslunnar. -LÓA Gísli Svan Einarsson á Sauöárkróki um Smuguveibar sem 40-50 íslensk skip munu sœkja: Aðstæður aldrei jafn hagstæðar Gísli Svan Einarsson útgerðar- stjóri Fiskiöju Skagfirbings hf. á Sauðárkróki segir að skilyrbin í Smugunni hafi aldrei verib jafn hagstæb og um þessar mundir. Mebal annars sé fiskurinn sem hefur veibst fullur af rækju og loðna uppí sjó. Þab sé hinsvegar á ekki á vísan að róa með afla- brögbin þar frekar en annars- staöar. Þegar hafa tvö skip fyrirtækis- ins lagt af stað þangað norður, Klakkur og Hegranesið, en Skag- firðingur og frystitogarinn Málm- ey leggja trúlega í hann í næstu viku. Allur afli verður saltaður um borð í Klakki, Hegranesinu og Skagfirðingi sem gerir það að verkum að hægt verður að halda skipunum úti í 4-5 vikur í stað nokkurra daga. Gísli Svan segir marga útgerðar- menn vera í startholunum með skipin sín og þau muni verða send í Smuguna um leið og fyrstu aflafréttir berist þaðan. Miðað við reynslu undanfarinna ára megi búast við því að þorskurinn fari að gefa sig þar nyðra eftir miðjan þennan mánuð og á það veðja menn í ár eins og áður. Ef að lík- um lætur má búast við að 40-50 íslenskir togarar verði við veiðar í Smugunni. -grh „Netib bjarga&i lífi mínu," Segir Jón Guðbjartsson í Bol- ungarvík sem lenti í mögnuðu grjóthruni á veginum á sunnu- dagskvöldið - Sjá bls. 2 Þyrill úr landi Gæðingurinn Þyrill frá Vatns- leysu í Skagafirði hefur verið seldur úr landi. Hann fer til Þýskalands eins og kom fram á hestasíðum Tímans í gær. Ekki fást staðfestar tölur um söluverð Þyrils, en það er talið nema 2-3 milljónum króna í það minnsta. Á myndinni má sjá Þyril og knapa hans til þessa, Vigni Sig- geirsson. Tímamynd: EJ Sjá nánar um fjórbungsmótib í opnu blabsins í dag. 4-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.