Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 11. júlí 1996 Tíminn spyr • # # Hvernig líst þér á fyrirkomulag nýja tilvísunarkerfisins? Sighvatur Björgvinsson, fyrrver- andi heilbrig&isráoherra: Ég er mjög hlynntur tilvísunarkerf- inu og ánægður með að ráðherra skuli hafa skipt um skoðun og ætli að taka það upp. En það var henn- ar fyrsta verk þegar hún kom í ráðuneytið að afnema tilvísunar- kerfið. Eg er ekki eins hrifinn af því að bjóða fólki upp á að kaupa við- bótartryggingu í heilbrigðiskerfinu með föstum greiðslum. Lára Margrét Ragnarsdóttir, þingmaður: Ég er ekki viss um að tilvísunarkerfi muni leiða til sparnaðar í heil- brigðiskerfinu því ríkið ber álíka mikinn kostnað af komu sjúklings til heimilislæknis og sérfræðings. Þegar maður þarf svo að tvítaka ferðir þá er kostnaður manns tvö- faldaður án þess að þess sé ætíð þörf. Auðvitað fer fólk til heimilis- læknis við ákveðnum kvillum og þegar það veit ekki hvert það á að fara. En í mörgum tilfellum veit fólk hvert þaö á að fara. Þá finnst mér ekki rétt að refsa fólki fyrir að fara milliliðalaust til sérfræðings. Gunnar Ingi Gunnarsson, fulltrúi heilsugæslulækna: Það er ekki búið að ákveða með hvaða hætti hið nýja kerfi verður sett í framkvæmd. Ef til vill verður valin sú leið að fólk greiði lága upphæð fyrirfram og mér líst vel á það eins og því er lýst í stefnu ráðu- neytisins. Með þeirri leið myndi hvort tveggja nást — að gera það auðveldara fyrir þá sem veikastir eru og fæstar eiga krónurnar að fá þjónustu og tryggja um leið betra skipulag frá faglegu sjónarmiði. Þegar þetta tvennt fer saman þá hlýtur það að vera góð leið. Ég hef ekki heyrt haldbær rök sem hníga að því að þetta kerfi verði dýrara í rekstri. Jón Guöbjartsson bifvélavirki í Bolungarvík lenti í miklu grjóthruni á Óshlíö á sunnudagskvöld. Steinarnir komu á miklum hraöa niöur hlíöina og stefndu beint á Jón þar sem hann sat í bílnum sínum: „Netiö bjargaði lífi mínu" „Þetta var ævintýri. Eg hef oft lent í lífsreynslu og líklega fimm sinnum verið alveg við það a& drepast. Fari& útbyr&is á línubát, veriö mikiö í köfunarvinnu og lent í því að festast og farið me& snjófló&i niöur í fjöru. Á einu augnabliki held ég a& ég hafi aldrei oröi& eins hræddur og þarna. En öryggisnetið hreinlega bjarg- aði því að bíllinn færi ekki í tætlur því þessir steinar voru á slíku róli. Ég er einnig alveg klár á því að þrír til fjórir steinar sem kraftajötnar okkar lyfta ekki, komu með stefn- una beint á andlitið á mér. En netið greip þá eins og hafnabolta í leður- lófa," segir Jón Guðbjartsson bif- vélavirki og fyrrverandi bæjarfull- trúi í Bolungarvík sem lenti í miklu grjóthruni alveg yst við Sporhamar á Óshlíð um kl. 22 á sunnudags- kvöld. Hann segir að Vegagerðin eigi miklar þakkir skildar fyrir upp- setningu netanna á Óshlíð, en þeirri vinnu er ekki lokið, auk rann- sókna á gildi þeirra. Lukka í bílnum „Þeir sögðu mér einu sinni að það kostaði 10 þúsund krónur lengdar- metrinn í grjótkassa sem búið er setja upp við efri brún vegarins. Það kostar hinsvegar 100 þúsund krón- ur hver metri í svona neti, en metri í veggsvölum kostar um eina millj- ón. Mér finnst sjálfum að mitt líf sé svo mikils virði að allur netapakk- inn á Óshlíðinni hafi sannað gildi sitt," segirjón. Hann telur einsýnt að gjóthrunið sé afleiðing þeirra miklu þurrka sem höfðu verið á norðanverðum Vest- fjörðum. En um sjö bílar voru á þessum slóðum á Óshlíðinni þegar þetta gerðist og var Jón á leið til síns heima frá bílasýningu á Patreksfirði þar sem hann hafði verið að sýna bíla frá Bifreiðum og landbúnaðar- vélum og var sjálfur á lánsbíl Reno 19 þar sem búið var að selja alla bíla á sýningunni, en Jón er umboðs- maður BL þar vestra. Þrátt fyrir hamaganginn á hlíðinni sást ekkert á bílnum og meira að segja vildi einn kaupa bílinn strax daginn eftir vegna þess að það væri lukka í hon- um. „Ég ætla að eiga heima hérna og fór þyí strax daginn eftir inní Hnífs- dal. Ég meira að segja sneri bílnum á staðnum þar sem þetta gerðist og fann ekki fyrir því að þetta hefði gert mér neitt. Þannig að ég held að Netíb á Óshlíbarvegi, sem Císli Ekíksson for- stöbumabur Vegagerbarinnar á Ísafirbi hóf ab leggja, 1989, er nú orbib ab 650 metra girbingu en mikib vantar enn. ég sé alveg heill og óskemmdur," segir Jón. Hann telur^einnig að hann hafi oft á tíðum verið jafn hætt kominn í umferðinni í Reykja- vík og keyra eftir Óshlíðinni. Hann segir að obbinn af stærstu steinunum hefði komið niður fyrir utan netið, flogið yfir veginn og langt niður í fjöru og útí sjó. Nokkr- ir hefðu lent á veginum og spunnið sig þaðan upp og út fyrir veg og nið- ur í sjó. Aðrir hefðu hinsvegar lent á veginum og bremsað þar og búið til 15-20 sentimetra djúpar holur um einn fermetra að stærð á hvern kant. Hnullungarnir stefndu beint á mig „Ég þekki veginn mjög vel og var að reyna stilla útvarpið. Þegar ég lít upp frá útvarpinu þá sé ég að ég er kominn inní skriðu. Ég negli bílinn niður og fer eitthvað að fálma í gír- stöngina til að reyna að bakka út úr þessu. Þá sé ég hvar steinar eru í loftinu og ákveð með sjálfum mér að leggjast ekki niður í bílinn. Ég slepp við þennan og þessi fer rétt yf- ir bílinn, ef hann kemur í hann þá er það á framhornið. Þá dettur mér í hug að bakka og auðvitað er ég að fumast þarna þennan tíma. Ég lít uppí hlíðina og aftur niður á gír- stöngina og hendi frá mér lokinu af útvarp- inu. Þegar ég finn að bíllinn er kominn í bakkgír og ætla að rífa bílinn aftur á bak, þá sé ég hvar þessir hnullungar koma í netið og ég stari svolít- ið á þá vegna þess að ég var hræddur um að netið gæfi sig. Þegar sá fyrsti kemur með stefnuna á miðjan bíl- inn og fer ekki í gegn um netið, læt ég vaða afturábak. Þarna var ég hættur að geta fylgst með því hvort einhverjir fleiri steinar væru að koma í loft- inu fyrir aftan mig. Steinninn sem þá var lenda rétt fyrir aftan mig fer hinsvegar áfram niður í sjó. í fyrstu hélt ég að hann hefði komið í bílinn því hann hristist svo mikið. Þá var það bara hola sem hann bjó til fyrir aftan afturstuðarann. Þegar ég fór út úr bílnum, þá stóð ég ekki í lappirnar. Ég greip því bara um höf- uðið og lét rassinn í bílinn og þakk- aði mínum sæla fyrir að vera enn lífs," segir Jón. „í þessu augnabliki, einn, tveir og þrír, þá var en'gu að síður mikið sem maður sá. Ég hefði t.d. aldrei tekið eftir því hvað steinarnir spinnast al- veg svakalega upp, eins og þyril- vængja eða eins og hreyfill á flug- vél. Þegar steinn kemur ofan úr fjalli og lendir 50-100 metrum fyrir ofan mig í hlíðinni og flýgur síðan aftur á stað, þá svífur hann ekki heldur spinnst eins og fótbolti með góðum snúning. Ég man hvað ég glápti á þetta og það situr í hausn- um því ég tók mér einhverjar sek- úndur til festa þessa sjón í hugan- um," segir Jón. Hann segir að hann hefði sofnað eðlilega um kvöldið, enda langþreyttur eftir ferðalag um helgina með bílasýningu um fjórð- unginn. Þegar hann fór síðan aö rifja upp atburði kvöldsins á Ós- hlíðinni við vinnufélaga sinn morg- uninn eftir, hefðu þeir komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði bara átt ab leggjast niður í bílinn þar sem hann stöðvaðist í upphafi vegna þess að trúlega hefði enginn steinn lent á þeim bletti. -grh )avío tekur indirkröto launafólks HMÐEK KIUKKAN BOGGI ? rtnnutímans Sagt var... Nú er þab blóbugt „Sumirvilja sjá blóö." Er haft eftir nýjum formannl ífélagi garbyrkjumanna í Alþýbblabinu í gær um stórfelldan fjárdrátt sém fyrrum formabur félagsins varb uppvís ab. Varab vlb kynsklptum „Ég vil með þessum línum vara ykkur vio, sem bíöib eftir kynskiptingu. Þao er enn tími til aö bæta ráð sitt." Segir Moggalesandi í bréfi til blabsins sem var birt í gær um kynskiptingar og samkynhneigb. Dýraverndunarsinnum haldib góbum „Ég óttast að ég myndi meo þessu athæfi kalla yfir mig reiði félaga í dýraverndunarsamtökum." Meb þessum or&um afþakkabi hinn stóri og digri kanslari Þýskalands, Helmut Kohl, reibtúrinn sem honum stób til boba þegar hann var gerbur ab heibursfélaga í þýskum skotklúbbi. Bonn. Reuter. Þab svínvirkar „Notar svín til hreinsunar" Segir í fyrirsögn Tímans í gær. Þar var verib ab vísa til nýs hreinsibúnabar sem Hitaveita Su&urnesja notabl til ab hreínsa abalæb vatnsveitunnar. Haitu kjaftl og vertu saet „Ég bendi þér jafnframt á ífullri eín- lægni, aö ég tel aö þú hafir sáralítinn stubning sem formaour nýs stjórn- málaflokks, og látir þú til skarar skrföa veldur árangurinn sennilega ekki ööru en vonbrigöum." SegírÁrni Gunnarsson, a&sto&arma&ur félagsmálará&herra og forma&ur Sam- bands ungra framsóknarmanna íopnu bréfi til Gubrúnar Agnarsdóttur um vibbrögb hennar vi& niöurstö&um for- setakosninganna í Tímanum í gær. POTH Páll Pétursson fór niður á við í vin- sældakönnun sem gerð var nýlega á ráðherrum Framsóknarflokksins. Menn telja að sá galvaski ráöherra hafi goldið fyrir lög um stéttarfélög síbastliðið vor meb nokkrum prósentum af vinsæld- um. En í þessu sambandi er eitt athygl- isvert. Páll Pétursson flaug upp í áliti hjá Alþýðuflokksfólki, af öllu fólki! í pottinum spurði einhver hvort krötum væri umhugað um að láta berja á verkafólkinu... • Einn í pottinum sagbist sjá samhengi í því ab fjármálaráðuneyti, fjárhags- og viðskiptanefnd og Alþingi sáu ekkert athugavert vib þab ab ríkissjó&ur end- urgreiði 100% VASK til þeirra sem eru að gera vib hús sín þetta sumarib, í stab 65%. Þarna varb eitt klúbrib í kerf- inu, en enginn tók eftir neinu. Þessi pottverji sagbi ab einn þeirra sem stað- ið hefðu í miklum húsaviðgerðum í sumar væri einmitt formaður fjárhags- og viðskiptanefndar, Vilhjálmur Egils- son. Hann spurði hvort þarna væri eitthvert samband á milli. Svarib er: . Hvernig dettur fólki svona nokkub í hug? • Ekki er búist vib því svona fyrirfram ab Davíb Oddsson muni fá ákúrur frá full- trúum á landsfundi Sjálfstæbisflokksins í haust vegna niburstöbu forsetakosn- inganna. En eins og kunnugt er þá er lítil ánægja innan flokksins meb þab hvernig forsætisrábherra lék hvern af- leikinn á fætur öbrum íforsetamálinu, enda telja kúnnugir ab hann eigi tölu- verban þátt í sigri Ólafs Ragnars. Þeg- ar þetta mál kom til umræbu í pottin- um á dögunum fullyrti einn sjálfstæbis- mabur ab vissulega mundu einhverjar muldra óánægju sína ofan í hálsmálin sín, en þab mundi fara svo lágt ab jafn- vel þeir næmustu mebal fjölmiðla- manna mundi aldrei heyraþab. Enda upplýsti sá sami ab Sovét- ísland væri fyrir löngu orbinn stabreynd hér á landi og væri til húsa í Valhöll...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.