Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. júlí 1996 Á „lýsisofdrykkja" íslendinga hlut í 2-3 falt meiri notkun magalyfja hér en á Norburlöndum? Eykur mikil lýsisneysla hættu á magasárum? Jazz á Sólon íslandus Væntanlegur er til landsins bandaríski jazztrompetleikar- inn Wadada Leo Smith, og mun hann halda tónleika á Sólon Is- landus, sunnudagskvöldib 14. júlí kl. 21.00. Leo Smith er íslenskum jazz- geggjurum að góðu kunnur, enda þrívegis áður haldið tónleika hér landi. Leo hefur í gegnum tíðina átt gott samstarf við íslenska flytj- endur og honum til halds og traust á tónleikunum, verða þeir Pétur Grétarsson og Matthías Hemstock á trommur og slagverk og Hilmar Jensson á gítar. Enn- fremur mun eiginkona Leo, Har- umi Makino Smith og Einar Már Guðmundsson rithöfundur koma fram og flytja ljóð við undirleik hljómsveitarinnar. Leo Smith telst til einna helstu brautryðjenda nútíma jazztónlist- ar, en hún á upptök sín að rekja til ungra tónlistarmanna í Chic- ago á sjöunda áratugnum. Ferill Leos spannar nú rúmlega þrjá ára- tugi, og hefur hann á þeim tíma gefið út yfir 20 hljómplötur, og hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar fyrir. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Erni Þórissyni í símum 561-7474/897-0353. ¦ Verki lýsisneysla svipað á maga í stressuöum mönnum og stressubum róttum væri stressubum kannski hollara ab súpa hóflega á lýsisflösk- unni framvegis. Vib rann- sóknir á áhrifum taugastreitu á myndun magasára í rottum kom nefnilega í ljós ab þau dýr sem alin voru á Iýsi fengu meira en tvöfalt fleiri maga- sár heldur en dýr sem alin voru á kornolíu eba venjulegu fóbri. Rannsóknir á maga- slímhúb og magaveggjum sýndu ab rotturnar sem fengu lýsib höfbu mun minna af efni sem er mjög mikilvægt fyrir eblilegar varnir og vib- brögb magans vib margskon- ar örvun og áreiti og þykir lík- legt ab mikil lýsisneysla hafi veikt varnarkerfi magaslím- húbarinnar. Frá athyglisverðum rann- sóknaniðurstöðum á áhrifum þorskalýsis og streitu á hjarta og maga, sem gerðar hafa verið á Raunvísindastofnun Háskól- ans, segir Sigmundur Guð- bjarnason prófessor í nýjum kynningarbæklingi stofnunar- innar. Þar sem alþekkt er að kvíði og streita geta valdið magaverkj- um og meltingartruflunum sagði Sigmundur hafa verið ákveðið að kanna áhrif tauga- streitu á myndun magasára hjá rottum. í fóður þeirra var blandað lýsi eða kornolíu, en til viðmiðunar voru dýr alin á venjulegu fóðri. Til að stressa rotturnar voru þau höfð í þröngu búri yfir nótt. Niður- Össur og Friðrik eru sætastir „Fribrik Sophusson er algjör sjar- mör", „Össur er mesta dúllan", „Mér hefur alltaf fundist eitthvab svo seibandi vib Össur Skarphéb- insson", „Davíb út af krullun- um". Þetta eru dæmi um svör sem nokkrir menntaskólanemar hér í borg gáru er Stefnir, málgagn Sambands ungra sjálfstæbis- manna, ynnti þá eftir því hver væri sætasti stjórnmálamabur- inn. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í nýjasta hefti Stefnis, og þar kemur fram að af 11 manna úrtaki, nemenda á aldrinum 17-21 árs, fengu Friðrik Sophusson og Össur Skarphéðinsson flest atkvæði, eða 3 hvor. Fast á hæla þeirra fylgdi svo Davíð Oddsson með tvö atkvæði. Jón Baldvin Hannibalsson og Ingi- björg Pálmadóttir ráku lestina af þeim sem atkvæði fengu, með eitt atkvæði hvert. Einn í úrtakinu var óákveðinn. Ljóst er af þessari niðurstöðu að ef fegurð stjómmálamanna væri pólitískt hitamál, þá myndi Alþýðu- flokkurinn líklega bæta stöðu sína til muna í næstu kosningum. Var- lega getur hinsvegar reynst að treysta þessari skoðanakönnun, enda má búast við að skekkjumörk hafi verið nokkuð há. -sh stöðurnar sýndu ab öll dýrin höfðu fengib mörg en smá magasár eftir 16 tíma dvöl í þröngu búrinu. En þau dýr sem alin voru á lýsi höfðu þó fengið meira en tvöfalt fleiri magasár en hin, sem fyrr segir. „Samanburður við menn er að vísu ekki mögulegur en vert er að geta þess að hér á Iandi er neysla á magalyfjum tvöfalt til þrefalt meiri heldur en tíðkast á Norðurlönunum. Þótt þorska- lýsi sé hollt og heppilegt fyrir hjartað og æðakerfið þá er hóf- semi best í þessu efni sem og öðrum og ætti ein matskeið af þorskalýsi á dag að duga vel", segir prófessor Sigmundur. Rannsóknirnar sýndu á hinn bóginn að lýsið dregur úr hættu á hjartaáföllum hjá stressuðum rottum. Rottur undir streitu- álagi, sem fengu þorskalýsi í fóðri höfbu mun minni til- hneigingu til að deyja skyndi- lega af banvænum hjartatitr- ingi heldur en dýr sem alin voru á fóbri íblönduðu jafn miklu af kornolíu eða smjöri. Erlendar rannsóknir á mönnum og dýrum eru sagðar gefa svip- aða niðurstöbu. ¦ !^t*Tf rrr y jiammmwii-t* Snorri Sturluson kominn heim úr átta mánaöa klössun á Spáni: Allt nýtt nema skrokkurinn ,Já, ég er ánægbur meb þab," svarabi Kristinn Gestsson skip- stjóri þegar Tíminn hafbi sam- band vib hann fyrripartinn í gær og spurbi hvort honum líkabi skipib vel en Snorri Sturiuson skuttogari sem er í eigu Granda í Reykjavík kom til heimahafnar í gær eftir gagngerar breytingar í Freira S.A. skipasmíbastöbinni í Vigo á Spáni. Hann var smíbabur á Spáni árib 1972. Snorra Sturlu- syni var breytt í frystitogara 1988 og var hann fyrsti frystitogarinn sem Grandi hf. eignabist. Skipt var um öll spil í skipinu og það lengt um sex metra. Aðal- vélin er ný, 3400 ha. frá Warsila. Gerðar voru miklar endurbætur á vinnsludekki, auk þess að gerðar voru breytingar á millidekki, inn- réttingar í brú endurnýjaðar og gerðar lagfæringar á íbúðum. Heildarkostnaður við endurbæt- urnar nam um 340 milljónum króna. Kristinn segir mikinn mun á skipinu og sagði Snorra Sturluson orðinn mun betra skip og vinnu- aðstöðu allt aðra en verið hefði. „Og svo er allt orðið nýtt sem máli skiptir hérna í togara, eigin- lega allt nýtt nema skrokkurinn." Snorri Sturluson fer fljótlega til veiða. „Við förum eftir um það bil viku. Það er ýmislegt eftir, það á eftir að taka veiðarfæri og laga svona smotterí sem kom í ljós á heimleiðinni. Við förum náttúru- lega í prufutúr fyrst en svo reikna ég með að við förum bara í Smug- una," segir Kristinn skipstjóri og gerir jafnvel ráð fyrir allt að 60 daga útilegu. -ohr Lagfœringar veröa gerbar á vegi í Hvalfjarbarbotni: Brýrnar ónýtar Lokib er frumathugun Skipu- lags ríkisins á mati á umhverf- isáhrifum fyrirhugabrar lagn- ingar Vesturlandsvegar, Hringvegar í Hvalfirbi um Botnsvog. Breytingin er fólgin í því ab vegurinn færist frá nú- verandi vegarstæbi sem liggur fyrir botni Botnsvogar vestur fyrir Hlabhamar, yfir mala- reyrar Botnsár og upp hjalla vestan vib Brunná. Ný brú verbur byggb á Botnsá og Brunná sett í stálrör í núver- andi farvegi. Ný tenging verb- ur gerb vib Botnsveg, þ.e. vib Botnsskála og Botnsdal en Vesturlandsvegur styttist um 1,1 km vib þessa breytingu. „Brýrnar eru ónýtar," svaraði Auðunn Hálfdánarson tækni- fræðingur Vegagerðarinnar í Borgarnesi aðspurður hvers vegna farið sé í þessa aðgerð nú þegar ljóst sé að Hvalfjarðar- göng verði komin í notkun innan fárra ára. „Það er reiknað með að það fari 25% af umferð- inni um þennan veg þrátt fyrir að göngin komi og það er nú dágóð umferð eftir sem áður." Auðunn segir að beðið hafi verið eftir ákvörðun um göng- in þar sem jafnvel hefði staðið til að fara með veginn ennþá utar og jafnvel yfir Þyrilsnes. Kostnaðaráætlun segir hann hlaupa á 50 til 60 milljónum króna. „Kærufrestur til ráðherra er fjórar vikur og það er áætlað að þetta fari í útboð í september- byrjun ef ekkert tefur málið frekar. Það verður reynt að hafa veginn tilbúinn fyrir umferð næsta ár. Það má ekki vinna við brúargerðina á veiðitíma, þannig að við verðum að gera það í haust og svo aftur í vor fyrir veiðitímabilið. Þannig að verulegar tafir geta frestað þessu mjög mikið," segir Auð- unn Hálfdánarson. -ohr 27.532 gestir á Listahátíð Fjárhagsleg útkoma Listahátíðar verður ekki komin á hreint fyrr en í ágúst, en alls sóttu 27.532 gestir þau atriði sem sett voru undir hatt Listahátíðar. Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri, segir gestafjöldann ágætan. Sætanýtingin var mjög misjöfn en að sögn Signýjar var fyrir- fram ekki búið að áætla hve marga gesti þyrfti til að hátíðin bæri sig. -LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.