Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 11. júlí 1996 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guomundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1700 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk. Kratar á slóðum Framsóknar Skaðlegar deilur Heilbrigðisráðuneytið kynnti nýlega valfrjálst kerfi, sem verið er að semja um við heilsugæslu- lækna og binda með því enda á langvarandi deilur milli þeirra og sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda. Almenningur fær að velja um hvort þeir kjósa nú- verandi ástand og leiti beint til sérfræðinga ef veikindi ber að höndum, eða það tilvísunarkerfi sem nú á að taka upp. En ekki er samt neitt allsherjarsamkomulag í höfn, því samtök sérfræðinga hafa ekki verið með í ráðum og er að heyra á talsmönnum þeirra að þeir eigi erfitt með að sætta sig við nýja kerfið og samkomulagið við heimilislækna. En ekki er ástæða til að ætla annað en að hægt verði að sætt- ast um málin þegar að samningum kemur. Aðeins hefur heyrst hljóð úr horni stjórnarand- stöðunnar um ráðstafanirnar og þeim fundið það helst til foráttu að þær muni breikka bilið milli ríkra og fátækra í landinu. Slíkt er fásinna og er slíkur málflutningur ekki nokkrum læsum manni bjóðandi. Þeir sem kjósa heimilislækna- og tilvís- anakerfið, greiða aðeins 1500 til 2000 kr. einu sinni á ári, sama hve oft þeir leita læknis síns eða heilsugæslustöðvar. Greiðsla til sérfræðinga lækk- ar til mikilla muna. Á þessu sést að lasburða og auralítið fólk mun verja miklu lægri fjárhæðum fyrir læknisþjónustu en gerist og gengur í núver- andi kerfi. En deilur um læknisþjónustu hafa ekki og standa ekki á milli almennings og heilbrigðisráðu- neytis, eins og oft er látið í veðri vaka og ekki nema að takmörkuðu leyti milli heilbrigðisstétta og stjórnvalda. Ágreiningurinn er ekki síst á milli læknasamtaka og verkaskiptingu á milli heilsu- gæslulækna og sérfræðinga, hvert sé hlutverk sjúkrahúsa og hverju einkareknar læknastofnanir eigi að sinna. Og svo náttúrlega hver á að borga hverjum hvað. . í allri þeirri umfangsmiklu umfjöllun, sem verið hefur um heilþrigðismál og hlutdeild Trygginga- stofnunar að peim, hefur það síast inn hjá öllum þeim mörgu sam þurfa á læknisþjónustu að halda, að varla séu aðrh færir um að fást við sjúkdóma og lækna þá en áérfræðingar á tilteknu sviði. Það skapast vantrú § heimilislæknum, rétt eins og þeir séu eitthvað veirr að sér í fræðunum en þeir sem hafa sérhæft sig á þröngu sviði læknavísindanna. Þetta er mikill misskilningur, því íslensk lækna- stétt er vel menntuð og heimilislæknar og þeir sem starfa á heilsugæslustöðvum eru ekki síður færir um að grejna sjúkdóma og fást við marga þeirra en sérfræhingar. Og ekki má gleymast að margir læknar Iru einmitt sérhæfðir í heimilis- lækningum. Læknastéttin ætti að sjá sóma sinn í að leggja niður deilur sínsá milli og leggja heilbrigðisyfir- völdum lið í að koma á viðunandi skipan í þeim málaflokkum sem undir þau heyra. Langvarandi deilur um heilbrigðisþjónustuna og innan hennar eru almenningi að mestu óskiljanlegar. Þær þjóna ekki öðrum tilgangi en að rugla fólk í ríminu og gera það tortryggið gagnvart heilbrigðisstéttum og stjórnvöldum og ávinningurinn er enginn. Borgarfjörburinn hefur oft verib vettvangur stórvirkja á ýmsum sviðum. Þar var Snorri Sturluson þegar hann skrifaöi ódaubleg listaverk um fornar hetjur, Egill Skallagrímsson framdi sitt fyrsta dráp nánast í fjöru- borbi Borgarfjarbar og á Borgarfirbi var fyrsta íslenska stórbrúin í sjó byggb. Þab var því ekki ab ófyrir- synju ab Kratar völdu Borg- arfjörbinn sem vettvang enn einnar sameiningartil- raunarinnar. Ab þessu sinni var stabarvalib sérstaklega vandab því ekki dugbi minna en Paradísarlaut, sem er sannköllub náttúru- perla, svolítill dalur eba laut uppgróin og kjarri vax- in, rétt vib Norburá, um- kringd Grábrókarhrauni. Ofarlega í lautinni er tær lindartjörn. í lindina fellur lítill lækur sem brotib hefur sér leib í gegn um hraunborgina ofan vib tjörnina en úr henni sitrar lækur í Norburá. Kratar skírast til Framsóknar En Paradísarlaut á sér sögu, líkt og svo margt ann- ab í Borgarfirbinum. Samvinnuskólinn ábur og nú Samvinnuháskólinn stendur þar skammt frá. Á meb- an skólinn var ennþá menntaskóli tíbkuðust busa- víxlur eins og í öbrum menntaskólum, eða tradi- sjónir eins og samvinnuskólanemar kölluðu athöfn- ina. Paradísarlaut lék stórt hlutverk í tradisjónum samvinnuskólanema. Þangað var farið með nema á fyrsta ári og þeir látnir dreypa á vatni úr tjörninni. Segja má ab það hafi verið táknræn inntaka í Sam- vinnuskólann en flestir ráðherrar Framsóknarflokks- ins gengu einmitt í Samvinnuskólann og sama má segja um marga af óbreyttum þingmönnum flokks- ins. Garri veltir því fyrir sér hvort Kratar hyggist skírast til Framsóknar í Paradísarlaut. Enda gerast Kratar sporgöngumenn þessara framsóknarþingmanna og ráðherra og halda hátíð í Paradísarlaut. Ekki nóg með þab, heldur fá þeir framsóknarmanninn og fyrrverandi ritstjóra Tímans, Jón Sigurðsson, til ab gerast krati í einn dag og fylgja þeim um slóðir fram- sóknarráðherranna í Borgarfirði. Garri verbur ab segja fyrir sig ab þær rista ekki djúpt yfirlýsingar um framsóknarflór og fleira í þeim dúr hjá þeim krötum mibab vib þessa uppákomu og verbur vart annaö skilið af þessum síðustu atburðum en hugur krata standi býsna heitt í átt til Framsóknar. Ef til vill hefur niöurstaba úr forsetakjöri leitt krata til þeirrar niburstöðu ab heppilegra gæti verið ab gefa framsóknarmaddö- munni undir fótinn en reyna að eiga vib Alþýðu- bandalagið, enda nú orb- in borin von að þar hljómi nokkrar raddir sem vilja líta við alþjóð- legu samstarfi, enda telja allaballar sigur vinstri afl- anna hafa verið afgerandi í forsetakosningunum. GARRI Símaávarp Hins vegar var athyglisvert ab fylgjast með fréttum af þessari ágætu kratasamkomu. Þar var því lýst yfir að Ingi- björg Sólrún mundi ávarpa samkomuna — í síma! Garri spurði sjálfan sig að því af hverju kratar hefðu ekki bara haft þetta símaheimsókn í Borgarfjörðinn. Nú býbur Póstur og sími upp á þessa líka fínu þjón- ustu, það er hægt að hittast á símafundum hvar og hvenær sem er, sem er bæði þægilegt og tekur mun styttri tíma og þar ab auki mikið ódýrara. Annars eru kratar óttalega einhæfir í vali á ávörpurum, því Ingi- björg Sólrún ávarpabi líka afmælishóf þeirra sl. vet- ur. Annars getur svosem vel verib ab Ingibjörg Sól- rún sé eina manneskjan sem sé fáanleg til þess ab ávarpa kratasamkomu yfirleitt. Garri er reyndar svolítib undrandi á því að kratar skuli ekki hafa horft meira til Guðrúnar Agnarsdótt- ur sem er augsýnilega á adrenalínflippi eftir kosn- ingarnar, mibab vib hugmyndir hennar um eigin stjórnmálaflokk. Nú, eba þá til Gubrúnar Pé sem er sannarlega efnafræbilegt fyrirbæri og þekkt nafn í þjóðlífinu og hefur lýst því yfir opinberlega ab hún sé ekkert sérstakur sjálfstæbismabur umfram annab. Garra finnst eiginlega ab með því að kratar séu að nudda sér svona utaní framsóknarmenn séu þeir að gera lítib úr formanni sínum sem hvab harbast hef- ur gengib fram í ab úthúba Framsóknarflokknum og geri hann meb þessu nánast ómerkan orba sinna. Garri Efnileg þrætumál Ekki getur þjóblegri íþróttar en landamerkjadeilna. Sportib hefur verib ibkab frá upphafi íslandsbyggbar og ýmsum brögbum beitt til ab sanna eignarrétt fyrir landi og afsanna eignarrétt annarra. Barist hefur verib á hval- fjörum og styrkleiki látinn rába hver á rekafjöru eba beitarrétt. Fornar lögbækur eru látnar skera úr um hvar landamerki liggja eftir ab snjallir málafylgjumenn eru búnir ab túlka textann ab sínum hætti. Afréttir og veibiréttur, eignarhald á vatni sem hit- ab er upp í nebra eru mikil deiluefni sem og hverjir mega skjóta fugl sem flýgur yfir landareignir, eba tyllir sér þar nibur. Ab eiga rennandi vatn er lúxus sem fáum jarbarbúum hlotnast nema útvöldum íslendingum, enda urina eng- ir fósturjöqbinni heitar en þeir. ísland er stórt enlíbúam- ir fáir og tyemur því mikib til skiptanna, en noVkub er landinu samt misskipt og mun til ab mynda leitun ab svo aumum hreppi ab hann eigi ekki meira landssvæbi en Reykjavík, sem þó hefur keypt jarbir og eyjarldýrum dómum til ab fá ab kúldrast einhvers stabar \ Fróni landeigendanna. j Deiliskipulag hreppa Nú eru einhverjir stabfestulausir náungar fyrir sunn- an farnir ab kvarta yfir þeim úrskurbi að Langjökull og Hofsjökull og svæðið á milli þeirra heyri til deiliskipu- lagi hrepps í Húnaþingi. Þar meb ræbur hreppstjórinn í þeim hreppi Svínavatnshreppi allri mannvirkjagerb á svæbinu. Eru uppi áform um ab koma upp ferbamanna- mibstöb milli jökla til ab glæba atvinnulífib í hreppn- um. En forkólfar Ferbafélags íslands halda ab þeir eigi um- rábaréttinn og séu gæddir þeirri skipulagsgáfu ab geta einir hrófab upp skúrum þar uppi á hálendinu. Hér er upp komin hin efnilegasta þræta sem vel getur enst í kynslóbir ef vel er á málum haldib. Hver á hálend- ib? er brennandi spurning dagsins og sýnist sitt hverj- um. Dómstóll úrskurbar þetta og umhverfisrábuneytib hitt og skipulag ríkisins veit ekki sitt rjúkandi ráb. A víoavanaf Einskis manns land Landlausu sveitarfélögin á Innnesjum eru komin í fýlu og segjast ekkert skipta sér af eigum annarra og nýju sveitarfélögin á Vest- fjörbum eiga nóg meb sína fjallgarba og illfærar heibar. Færa má rök fyrir því ab þab sé saubkindin sem á ís- land því hún á beitarrétt á afréttum og á honum bygg- ist eignarhaldib á sjálfu há- lendinu. Þab eru því eig- endur fullvirbisréttarins og búmarksins og/eba búvöru- samningsins sem hafa umrábaréttinn og hlýtur rábuneytib ab byggja úr- skurb sinn um skipulag Hveravalla á þeirri einföldu stabreynd. En dálítib er þab undarlegt ab verib sé ab deila um hverjir eiga byggingaréttinn á Hveravöllum í ljósi þess ab á hálendinu eru svo sem 400 skúrar af öllum stærb- um og gerbum, sem ekkert byggingaleyfi hefur verib gefib fyrir og litlar sem engar athugasemdir hafa verib gerbar vib. Þab sýnir ab liti6 hefur verib á hina „blautu og köldu eybimörk", eins og glöggur útlendingur kallabi mestan part íslands, sem nokkurs konar einskis manns land. Ökufantar á fjöllum hafa einnig litib á allar óbyggbir sem sinn prívat leikvang, eins og dæmin sýna og sanna. Gjarnan er talab um hálendib sem mikla aublind sem mala á íbúum mannabyggba gull í formi ferbamanna- þjónustu, eins og þab er kallab nútildags. Þá kemur ab því vandamáli hver og hvernig á ab græba á óbyggbun- um. Góbskáldib sagbi í frægu kvæði að landslag væri lít- ils virði ef það héti ekki neitt. Svipab má segja um sjálft landib; þab væri lítils virbi ef enginn ætti þab. Vandamálib er abeins hver á landib og þá sér í lagi hálendib. Um þab má þjarka, úrskurba og dæma svo lengi sem ekki þrýtur örendib. Þab er abeins eitt sem verbur ab gæta í þessu sam- bandi, sem er ab landib verbi aldrei eign þjóbarinnar eins og fiskimibin, eins og svo skilmerkilega er tekib fram í lögum um fiskivernd. Og aldrei skal þab viburkennt ab landib eigi sig sjálft, enda er þab hvergi fært í vebmálabækur. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.