Tíminn - 11.07.1996, Side 5

Tíminn - 11.07.1996, Side 5
Fimmtudagur 11. júlí 1996 5 Framhjáhald á sveitahóteli Loftkastalinn: Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI. Höf- undur: Bernard Slade. Þýöandi: Stefán Baldursson. Lelkstjóri: Hallur Helgason. Stabfærsla: Leikhópurinn. Lýsing: Alfreb Sturla Bö&varsson. Leikmynd og búningar: Hlín Cunnarsdóttir. Reykjavíkurfrumsýn- ing í Loftkastalanum 4. júlí. Þetta leikrit mun hafa orðib afar vinsælt hér, þegar það var sýnt fyr- ir tæpum tveim áratugum á veg- um Þjóðleikhússins víba um land, með Bessa Bjarnason og Margréti Guðmundsdóttur í hlutverkun- um. Ekki sá ég þá sýningu, svo að ég kem að þessari án allra fyrir- fram hugmynda og samanburbar. En eftir að hafa séb sýninguna í Loftkastalanum er alþýðuhylli verksins fullskiljanleg. Þetta er vel skrifaö verk, létt og dæmigert „leikaraleikrit". Gengi þess veltur sem sé mjög á færni leikaranna og er óhætt ab segja ab þeir standi vel fyrir sínu í þessu tilviki. Útkoman veröur góð skemmtun á sumar- kvöldi. Leikur þessi er amerískur og ber þess raunar augljós merki. Allt fyr- ir það er hann í eöli sínu óstað- bundinn. Ég held því að alveg ástæðulaust hafi verib að stabfæra hann eins og hér er gert. Sums staðar er þetta óeölilegt, eins og í sambandi við dauða sonar Georgs, greinilega í Víetnamstríðinu; í öðru tilfelli beinlínis ósmekklegt, eins og þegar skírskotun til hins LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON svonefnda biskupsmáls er komið inn í leikinn; eins og ekki sé nóg komið af slíku. Efni leiksins er í stuttu máli það að karl og kona, bæbi gift, hittast og eiga ástafund á hótelherbergi „á ótilteknu sveitahóteli einhvers staðar á íslandi", eins og segir í leikskránni. Síðan verður það að föstum sið hjá þeim að stunda þetta framhjáhald árlega. Leikur- inn spannar þrjátíu ár og áhorf- andinn fylgist með lífi þessa fólks og fjölskylduhögum í sex atribum. Og vitanlega verða á þessum tíma miklar breytingar á samfélagi og hugsunarhætti. Sá þáttur leiksins, hinn samfélagslegi, er undirstrik- abur með myndum á tjaldi milli atriða, auglýsingar og þekktar per- sónur, innlendar og útlendar, á þeim tíma sem um er fjallað. Þetta er nokkuð skemmtilegt, en hins vegar er sá aldarspegill sem í verk- inu felst ósköp takmarkaður í raun réttri og yfirborðskenndur. Enda er leikritinu alls ekki ætlab ab rista djúpt. Hér er á ferb afþreying, ab heiman búin á fagmannlegan hátt af höfundarins hendi, og flutt af fagmennsku hinna tveggja leikara. Hinn ytri rammi leiksins er ósköp hefðbundinn og ég get ekki séð að leikstjórinn, Hallur Helga- son, hafi lagt mikið af mörkum til sýningarinnar, — nema það væru þá myndirnar á tjaldinu. En leikar- arnir fá að njóta sín og fara á kost- um sem vænta má af slíkum kunn- áttumönnum. Hlutverk Georgs leikur Sigurður Sigurjónsson. Hann hefur orðið þekktastur meb þjóðinni sem skopleikari gegnum Spaugstofuna, en sýndi það í vetur í hlutverki sínu í Glerbroti Millers að hann getur einnig slegið á aðra strengi. í hlutverki Georgs fer að sönnu meira fyrir skopinu, þótt öðru bregði fyrir, og fer Sigurður meb hlutverkið af miklu öryggi, í hreyfingum og limaburbi, en framsögnin hefur mér raunar löngum fundist hans veikasta hlið. Tinna Gunnlaugsdóttir leik- ur Dóru; hún er einnig vaxandi leikari, glæsileg á sviðinu, formar hlutverkið vel; textaflutningur hennar er með ágætum og á hún þá færni ekki langt að sækja. Það er ekki við leikarana að sak- ast þótt ævi og örlög þeirra Georgs og Dóru í leiknum gangi ekki sér- lega nærri áhorfandanum. Þab er einfaldlega ekki sú dýpt í persónu- sköpun frá höfundarins hendi að slíkt gerist. Að vísu er gert nokkuð úr sektarkennd Georgs vegna ótryggðar sinnar og ýmsum til- finningalegum vandkvæbum sem af uppátæki þessa „pars" hlýst, en allt er það fremur fyrirsjáanlegt. Hér er fýrst og fremst um létta af- þreyingu að ræða, fjöruga sýn- ingu, hæfilega djarfa og frjálslega. Ekki þannig að þurfi ab hneyksla neinn, og ástæðulaust held ég sé ab leggja dýpri siðferðilega merk- ingu í leikinn. Þab gæti reyndar ýmsum þótt viðsjárvert, ef menn tækju að lesa þann boðskap út úr leiknum að höfundurinn mæli með (hóflegu) framhjáhaldi! En ég held sem sagt að ekki þurfi að láta slíkt vefjast fyrir sér. Leikhússtjóri Flugfélagsins Lofts sem ab sýningunni stendur, Balt- asar Kormákur, segir í leikskrá að félagið byggi í megindráttum af- komu sína á aðsókn og sé því háð undirtektum almennings. Af því mótast verkefnavalið auðvitað. Eigi að síður sé það markmið fé- lagsins að setja upp metnaðarfull- ar og listrænar sýningar; það vilji „má út þá ímynduðu línu sem „el- ítan" hafi skapað milli hámenn- ingar og lágmenningar". Mér er rétt sama hvort sýning eins og Á sama tíma að ári telst standa hátt eða lágt á menningarkvarðanum. Þetta er gób sumarskemmtun, enda bar ekki á öðru á frumsýn- ingunni en áhorfendur kynnu vel að meta. ■ Sagnabærinn Kópavogur Út er komin bókin Þjóðsögur og sagn- ir úr Kópavogi í samantekt Önnu Hedvig Þorsteinsdóttur og Ingu Þóru Þórisdóttur. Bókin hefur að geyma fjölda þjóð- sagna og munnmæla af ýmsum toga úr Kópavogi, jafnt gamalla sem nýrra. í bókinni ■1111 ..... birtast fjölmargar Fréttir af bókum sögur af alfum, draugum og öðrum kynjaverum sem verið hafa á kreiki í Kópavogi. Sagt er frá merkilegum og dularfullum stöðum, undarlegum atburöum og ýmsum fyrirbærum sem torvelt hef- ur verið að skýra. Ýmsar þekktar per- sónur koma og vib sögu. Þótt Kópa- vogur sé ungt bæjarfélag, tengjast honum þó furðumargar þjóðsögur og sagnir. Þær hafa flestar lifað í munnmælum um lengri eða skemmri tíma og fáar komist á prent fyrr en nú. Saga lands og þjóðar væri fátækleg ef ekki hefðu tengst henni þjóðsögur af ýmsu tagi. Svo er og um Kópavog. Það má því vera öllum unnendum þjóðlegs fróðleiks fagnaðarefni að rábist var í söfnun þessa, ekki síst Kópavogsbúum. Hætt er við að ella hefði mikill hluti þess fróðleiks, sem bókin hefur að geyma, lent í glatkist- unni. Bókin ber vitni mikilli elju og metnaði skrásetj- aranna, þeirra Önnu Hedvig Þor- steinsdóttur og Ingu Þóru Þórisdótt- ur. Þær leituðu til fjölda manna og kvenna og skráðu frásagnir þeirra. Afraksturinn er mjög skemmtileg og fræðandi bók, prýdd fjölda mynda, dýrmætt innlegg í sögu Kópavogs og þar með þjóðarsöguna. Þjóðsögur og sagnir úr Kópavogi er rit sem unnendur þjóölegs fróðleiks ættu ekki að láta framhjá sér fara. Kópavogsbúar munu vafalaust sjá bæ sinn í nýju ljósi eftir lestur bókar- innar. Rótarýhreyfingin í Kópavogi gefur bókina út. ■ Þjóbsagnasafnararnir Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir. Hamborgararassar og harbfiskur Oft hefur heyrst hent gaman að vaxtarlagi Bandaríkjamanna. Talað er um að hormónar, sem notaðir eru til að auka hold naut- gripa, flytjist yfir í mannlega neytendur og hafi sömu áhrif á þá og stólpagripina. Það er líka alveg með ólíkind- um hvernig sumir þarlendir hlaða utan á sig og séð hef ég fólk sem dugir ekki að hafa einn stól undir sitjandanum. Þetta eru hinir frægu amerísku hamborgararassar. Hingað til hafa íslendingar get- að gert góðlátlegt grín að þessu ameríska vandamáli án þess að grínið sé eins og grjótkast úr gler- húsi. Snemma í sumar kom þýsku- mælandi íslandsvinur í eina heimsóknina enn og átti ég tal vib hann. Eins og íslendinga er vandi við aðstæður sem þessar, spurði ég hvað honum þætti mest breytt síðan hann var hér síðast fyrir 7 árum. „Gróðri hefur farib mikið fram, einkum trjágróðri í Reykjavík," svaraði hann eftir stutta umhugs- un. „Eins er allt umhverfið snyrti- legra en áður." Hann hefur sjálfsagt séð ánægju skína úr andliti mínu, því það var afsökunarblær á röddinni þegar hann hélt áfram: „En mér finnst fólkið hafa breyst. Það hef- ur fitnað." Um sama leyti og ég átti sam- talið við íslandsvininn ræddi ég við íslenskan athafnamann, mann sem hefur risib af eigin rammleik og þekkir umhverfi sitt vel. Fiskverkun, nánar tiltekið harðfiskverkun er sérsvib þessa Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE harðduglega manns. Ég spurði hvernig gengi og vænti þess að fá svar í þá veru að á sumrin væri besti tíminn, þá leggðu ferðamenn land undir fót og þyrftu nesti og nýja skó, en í nestinu væri ævinlega harðfiskur. „Ég get sagt þér það," sagði við- mælandi minn og varð alvárlegur á svip, „að íslendingar virðast vera að færa neysluvenjur sínar yfir á brasaða eða steikta skyndi- bita. Þegar börnunum er gefið eitthvað í svanginn virðast pizz- ur, hamborgarar eða franskar kartöflur frekar verða fyrir valinu en harðfiskur, eins og áður tíðk- aðist." Þessi ábyrgi maður var langt í frá að hugsa um eigin hagsmuni þegar hann upplýsti mig um þess- ar staðreyndir. Það var miklu frekar áhugi fyrir velferð landsmanna, heilbrigði þeirra og hamingju sem þar hafði áhrif. Ég hef mikið velt þessum tveimur samtölum fyrir mér og horft á fólk á förnum vegi. Minni mitt á sköpulag almennings er ekki það gott að ég geti með nokkurri nákvæmni boriö saman hvernig almennt holdafar hefur breyst, en þessi tvö samtöl hafa sannfært mig um ab nú ættu ís- lendingar að staldra við. Ég er reyndar nokkuð viss um að fleiri börn eru feit en áður. Hvernig er það með stórmark- aðina, sem sífellt eru með tilbob eða leiki sem tengjast gosdrykkj- um. Ættu þeir ekki að sjá sóma sinn í að benda neytendum á hollustuvörur eins og haröfisk? Hefur nokkur stórmarkaður til dæmis beöið um samvinnu við haröfisksala um söluátak tengt ferðalögum? Eða eigum við neytendur að trúa því að stórmarkabirnir góðu, þar sem aldrei virðist hugsað um annað en hag viðskiptavinarins, séu þegar öllu er á botninn hvolft að hugsa um eigin gróba og láti borga sér beint eða óbeint fyrir söluherferðirnar, án alls tillits til hvort verið sé að gera neytendum gott — eða jafnvel illt? ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.