Tíminn - 11.07.1996, Page 6

Tíminn - 11.07.1996, Page 6
6 Fimmtudagur 11. júlí 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Sundurskornir handleggir á unglingunum tveimur og blóöib fossar úr nýjum skurbum á stúlkunni. Va \a r r Nýjasta unglingatískan vekur óhug: Skera sig til blóbs Nýjasta tískan hjá ungling- um er aö skera sig til blóðs í handlegginn. Unglingarnir skera rákir á þveran handlegg- inn með vasahníf. Hjalti Krist- jánsson, heilsugæslulæknir, varar unglinga við að leika þetta vegna sýkingarhættu, ljót ör myndast og noti ung- lingar sama eggvopnið er smithætta mikil. Blaðamaður rakst á Valgerði Friðriksdóttur í sjoppu í vik- unni þar sem hún var með al- blóðugan handlegginn að biðja um eitthvað til að þurrka blóðið. Með henni var Einar Jóhann Jónsson, en þau eru bæði 15 ára. Einar var með 26 skurði á vinstri hendi eftir að hafa skorið sig til blóðs með vasahnífi. Valgerð- ur var með samtals 36 skurði á báöum höndum en vinstri handleggurinn löðraði í blóði eftir nýja skurði. Þau notuðu sama hnífinn. En hvers vegna eru þau að þessu? „Vegna þess að þetta er gaman," segir Einar. „Maður meiðir sig ekki og finnur ekki fyrir neinu. Og við erum nátt- úrulega að ögra fólki," segir Valgerður. Þau segjast ekki hafa fengið sýkingu í sárin enda reyni þau að fara var- lega. Valgerður er t.d. með sokk yfir handleggnum. Þau sáu þetta fyrst í útlendum blöðum en líklega komi þessi tíska frá Reykjavík. Einar segir að sumir skeri fyrst niður handlegginn og svo litla skurði þvert yfir. „Einnig er til leikur sem heitir „Chicken". Þetta er keppni á milli okkar þar sem skornar eru rákir í hendina þar til annar gefst upp en hinn stendur uppi sem sigurveg- ari." M ÍJ L I OLAFSFIRÐI Vinabæjamót í vikunni Vinabæjamót hófst í Ólafs- firði í dag og stendur það til 14. júlí. Að sögn Óskars Þórs Sigurbjörnssonar formanns vinabæjarnefndar hefur farið Loftmynd af Ólafsfirbi. feykilega mikil vinna í undir- búning og var unnið fram á síðustu stundu að dagskrá og skipulagi mótsins. Búist var við 260 manns í heimsókn til Ólafsfjarðar og koma gestirnir víðs vegar af Norðurlöndun- um en flestir frá Horten/Borre í Noregi og Loviisa í Finnlandi en einnig frá Hilleröd í Dan- mörku og Karlskrona í Sví- þjóð. Fyrstu gestir komu í dag en mótið verður formlega sett í fyrramálið með skrúðgöngu sem endar við Tjarnarborg þar sem ávörp verða flutt, fánar dregnir að húni og lúðrasveit leikur. Síðan verður þétt dag- skrá föstudag og laugardag og mótinu síðan slitið með guðs- þjónustu á sunnudagsmorgun sem haldin verbur úti ef verð- ur leyfir. Meðal efnis á dag- skrá mótsins er myndlistar- sýninng, skoðunarferð, úti- grill við Tjarnarborg á laugar- dag þar sem allir eru velkom- inir að fá sér að borða gegn vægu gjaldi, sundlaugarpartý fyrir unglingana á föstudags- kvöld, veiði, golf, leiksýning, hestaferöir og svo lokahóf á laugardagskvöld í íþróttahús- inu. Lýbháskóli í Eyja- firbi? Oddur Óskarsson, skóla- stjóri Lýðskólans í Reykjavík, var í Eyjafirði á dögunum að kanna möguleika á staðsetn- ingu lýðháskóla á Eyjafjarðar- svæðinu. Upphaf málsins seg- ir hann hafa verið það að á ráðstefnu, sem samtökin Barnaheill héldu á Akureyri fyrir nokkru síðan, var Oddur meb erindi þar sem hann kynnti starfsemi erlendra lýð- háskóla sem er í sama anda og skóli Odds í Reykjavík. Segist hann hafa fengið jákvæð við- brögð frá ýmsum aðilum á Akureyri og kom hann síðan norður til að skoða húsnæðið að Laugalandi í Eyjafjarðar- sveit. Oddur hefur verið ötull tals- maður Lýðháskólaformsins sem er vel þekkt víba um lönd en hefur einhverra hluta vegna ekki náð fótfestu hér á landi. Engu ab síður segir hann ljóst að stór hópur ung- linga sem er meira og minna utanveltu í því skólakerfi sem bobið er upp á og fyrir þetta fólk vantar einhvern valkost. „Það átti að verða breytingin með fjölbrautaskólanum en það mistókst. Fjölbrautaskól- arnir urðu fljótlega nánast eft- irmynd gömlu latínuskólanna þar sem bóknámið varð aðal- atriði en hitt sem kostaöi pen- inga varð útundan," sagði Oddur. „Við fengum mjög kurteis- legar móttökur á Laugalandi og okkur voru sýnd þessi hús og skoðuðum einnig húsin að Hrafnagili," sagði Oddur en lét einnig í ljós vissar efa- semdir um ab húsnæði á þess- um stöðum henti undir skól- ann. „Spurningin er hver upplifir sig ábyrgan fyrir þessum hópi íslendinga sem þarf á þessari þjónustu að halda. Einnig er spurning um hvort menn eru sammála um að þetta sé heppilegt form. Við höfum t.d. verið að reyna að fá fram afstöðu menntamálaráðuneyt- isins en ekki orðið ágengt enn. Framhaldið hvað varðar Norðurland er kannski hvort pólitíkusar fyrir norðan geti snúið upp á hendina á þeim sem ráða öllu í menntamál- um." Borgfírðingur BORGARNESI Náttúrustofa á Vesturlandi? Á þessu ári verður tekin ákvörðun um hvort stofnuð verði borgfirsk náttúrustofa. Hérabsnefndir Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu hafa álykt- ab um stofnun hennar og hafa beint erindinu til þing- manna og ráðuneyta. Einnig hefur bæjarstjórn Borgar- byggðar tekið undir stuðning hérabsnefnda við hugmynd- ina. Björn Þorsteinsson hjá Bændaskólanum á Hvanneyri sagði í samtali vib Borgfirðing að ekki væru Borgfirbingar einir um hituna því nokkuð er síöan Stykkishólmsbær lagði fram Stykkishólm sem valkost fyrir náttúrustofu. „Vib höfum lagt fram rök- semdafærslu fyrir staðsetn- ingu náttúrustofu hér í nokk- uð mörgum liðum. Það geng- ur fyrst og fremst út á það ab vib höfum góða abstöbu fyrir starfandi náttúrufræðingna hér á Hvanneyri. Við höldum því fram að náttúrufræðingur hjá náttúrustofu nýttist betur í okkar umhverfi. Hægt er að bjóða honum aðstöðu á rann- sóknarstofu og ýmsa þjónustu svo sem tölvukerfi, fræbibóka- safn og annað. Svo erum við að ýta af stað landnýtingar- sviði vib búvísindadeild og landnýtingarmálefni snerta verksvið náttúrustofu á ýmsan hátt." Marion McGreevy og Anna Fribriksdottir á nýju hársnyrtistofunni. Ný hársnyrtistofa vib Kleppsveg Þær Anna Fribriksdottir og Mari- on McGreevy hafa nú opnað hár- snyrtistofuna Medúsu að Klepps- vegi 150 í Reykjavík. Anna og Marion em báðar meist- arar í faginu, með margra ára starfsreynslu og hafa báðar unið til verðlauna. í næsta nágrenni stof- unnar er fjölmenn íbúðabyggð og reyndar einnig allmörg atvinnufyr- irtæki og því orðin full þörf á hár- snyrtistofu í þessu hverfi, enda segjast þær stöllur nánast hissa á því hve mikið hafi verið að gera, strax allra fyrstu dagana. Hársnyrti- stofan Medúsa verður framvegis opin til kl. 6 á virkum dögum en á laguardögum verður opið eftir samkomulagi. Símanúmerið er 588 8505. ■ Golfklúbbur Borgarness Úrslit í Meistaramóti 3.-6. júlí Meistaraflokkur karla Haraldur M. Stefánsson, 312. Ingvi Árnason, 327. Stefán Haraldsson, 328. 1. flokkur karla Guðjón K. Þórisson, 337. Þórður Sigurðsson, 347. Bragi Jónsson, 359. 2. flokkur karla Sigurgeir Erlendsson, 372. Jóhann B. Þorleifsson, 381. Jón G. Ragnarsson, 385. 3. flokkur karla Gunnar Kristjánsson, 394. Grétar Guðlaugsson, 402. Þór G. Daníelsson, 414. 1. flokkur kvenna Þuríður Jóhannsdóttir, 411. 2. flokkur kvenna Júlíana Jónsdóttir, 422. Ásdís Helgadóttir, 477. Auðbjörg Pétursdóttir, 502. U nglingaflokkur Guðmundur Daníelsson, 357. Sigurbjörn Guðmundsson, 357. Róbert Rúnarsson, 368. (Guðmundur er í 1. sæti eftir umspil). Drengjaflokkur Hlynur Þór Stefánsson, 391 högg. ■ Golfklúbburinn Setberg Meistaramót Golfklúbbsins Set- bergs var haldið dagana 3. til 6. júlí. Keppt var í fimm flokkum fullorðinna og unglingaflokki og leiknar 72 holur. Úrslit: 1. flokkur, forgjöf 5 til 10 1. Kristján Kristjánsson, 305 högg. 2. Olafur Jóhannesson, 309 högg. 3. Guölaugur Georgsson, 310 högg. 2. flokkur, forgjöf 11 til 16 1. Jón Kristbjörn Jónsson, 325 högg. 2. Ólafur Þór Magnússon, 351 högg. 3. Halldór Eiríksson, 353 högg. 3. flokkur, forgjöf 17 til 22 1. Halldór Jóhann Harðarson, 350 högg. 2. Hermann Gunnlaugsson, 370 högg. 3. Steindór Eiðsson, 378 högg. 4. flokkur, forgjöf 23 til 28 1. Snorri Valberg, 373 högg. 2. Lárus Magnússon, 374 högg. 3. Halldór Olafsson, 374 högg. 5. flokkur, forgjöf 29 til 36 1. Einar Sigurösson, 385 högg. 2. Ingimar Friðriksson, 393 högg. 3. Heimir Sverrisson, 411 högg. Unglingaflokkur 1. Jón Páll Júlíusson, 353 högg. 2. Gunnar Hendrik Jóhanns- son, 361 högg. 3. Sigurgeir M. Sigurgeirsson, 367 högg. ■ Golfklúbbur Sandgerbis Úrslit í meistaramóti 3.-7. júlí '96 Fjöldi keppenda: 40 Kvennaflokkur Klúbbmeistari Alma Jónsdóttir, 395 högg. 1. sæti með forgjöf. Margrét Vilhjálmsdóttir, 292 högg (428). 2. sæti með forgjöf. Sigríður Sigurjónsdóttir, 294 högg (410). 3. sæti meb forgjöf. Alda Elías- dóttir, 303 högg (411). Unglingaflokkur 1. Eiríkur Jónsson, 336 högg. 2. Jón Grétar Erlingsson, 380. 3. Svavar Grétarsson, 404. Meistaraflokkur 1. Hlynur Jóhannsson, 311. 2. Erlingur Jónsson, 325. 3. Gunnar Schram, 335. 1. flokkur 1. Bjarni Benediktsson, 328. 2. Gubmundur Einarsson, 345. 3. Auðunn Gestsson. 2. flokkur 1. Sveinn Gíslason, 381. 2. Björn Maronsson, 392. 3. Heiðar Reynisson, 398.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.