Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. júlí 1996 TOiwimi 7 1 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. J Evrópusambandib: Sameinast um ab þagga niður kúariðuna Svo viröist sem Bretar beri ekki einir ábyrgö á því hvern- ig fór í kúariðumálinu. Fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins í Briissel hefur árum saman reynt ao þagga niöur þær hættur sem stafa af kúar- iðu, aö því er fram kemur í nýju hefti þýska tímaritsins Der Spiegel. Strax árið 1990 kraföist dýrasjúkdómanefnd sambandsins, sem mál af þessu tagi heyra undir, þess af Bretum að niburstöður úr rannsóknum á kúariðu yrðu „ekki framar gerðar opinber- ar". Og í fundargerð nefndarinnar frá 9. og 10 október 1990, sem flokkuð var sem trúnaðarskjal, gerði hún grein fyrir áætlunum sínum til þess að koma í veg fyr- ir „óhagstæð viðbrögð markað- arins". Þar kemur fram að nefndarmenn voru sammála um að halda málinu í skefjum með því að „halda eftir upplýs- ingum" og „ræða ekki meira um kúariðu". Best væri að svara gagnrýnum spurningum með því að segja fjölmiðlana hafa „tilhneigingu til að gera of mik- ið úr málunum". Framkvæmdastjórn ESB stað- festi það í síðustu viku að um- rædd fundargerð hafi verið gerð á sínum tíma og innihald henn- ar sé ófalsað. Hins vegar hafi ekki verið farið eftir því sem þar var mælt með. -gb/Der Spiegel Rábamenn og íbúar í Sarajevó farnir ab búa sig undir ab ferbamenn komi aftur til borgarinnar: Gera út á hryllinginn Fáir hafa sennilega reiknað með því að hin stríðshrjáða borg Sarajevó yrði eftirsóttur áfangastaður ferðamanna á nýjan leik, a.m.k. ekki alveg í bráðina. En hagsýnir menn þar í borg eru þegar farair ab undirbúa jarbveginn fyrir ferðamannastrauminn sem þeir telja væntanlegan innan tíðar, enda er verið að opna flugvöllinn að nýju nú í þess- ari viku. Og leggja þá aðal- áhersluna á að höfoa til þeirra sem vilja spóka sig á slóðum stríðshörmunganna sem gengu yfir þessa borg meöan umsátrið um hana stóð yfir. Vart er þetta þó beinlínis að- laðandi ferðamannastaður. Þús- undir jarðsprengna eru enn á gömlu víglínunum. Og þegar farið er á milli hverfa í borginni þarf að fara í gegnum eftirlit þar sem hópar vopnaðra ribbalda taka á móti fólki af takmörkuð- um áhuga. Auk þess er ennþá útgöngubann yfir nóttina. Þetta breytir því þó ekki að ráðamenn í borginni vonast til þess að borgin komist á ný í tísku hjá vissum hópum ferðamanna. Þannig ætla þeir að bjóða fólki upp á að þefa örlítið af ótt- anum sem fylgdi því að ganga um „leyniskyttusundið", þar sem fólk gekk raunar ekki held- ur hljóp eins og fætur toguðu og átti bókstaflega fótum sínum fjör að launa. Eða að kynnast ör- Simpansi íhöndum vísindamanna sem eru ab gera á honum tilraunir meb HlV-veiruna. Bandarískar rannsóknarstofnanir í vandrœbum meb tilraunadýr: Elliheimili íyrir simpansa? Fyrir áratug eba svo settu banda- rísk heilbrigðisyfirvöld af stab all- vibamikla ræktunaráætlun á sim- pönsum sem nota átti einkum sem tilraunadýr vib alnæmis- raunsóknir. Fljótlega kom þó í ljós ab þessi dýrategund kom ab takmörkubu gagni vib þær rann- sóknir. Nú er hins vegar svo kom- ib ab rannsóknarstofhanir í Bandaríkjunum eru meb u.þ.b. 1500 simpansa í sinni vörslu og hafa ekki græna glóru hvab þær eiga ab gera vib þá, en simpansar geta orbib allt ab 55 ára gamlir. Nú hefur þó a.m.k. verið ákveðiö aö rannsóknarráö Bandaríkjanna (National Research Council) geri ít- arlega rannsókn á þessu vandamáli, með tillögum um lausnir. Sérfræb- ingar telja að ekki komi til greina að flytja dýrin t.d. til Afríku og sleppa þeim þar lausum. Simpansarnir eru sumir hverjir smitaöir af HIV veir- unni eða öbmm veirum, svo sem hepatítis-veirunni, og myndu hvort eb er vart lifa lengi úti í náttúrunni á mebal kynbræðra sinna. Dýraverndarsamtök í Bandaríkj- unum hafa þó komið með tillögu um að stofhuð verði sérstök vernd- arsvæði fyrir simpansana sem yrðu fjármögnuö að hluta til með opin- bem fé og að hluta til með frjálsum fjárframlögum. -gb/Der Spiegei Frá Sarajevó þar sem leyniskytturnar sátu fyrír fólki og urbu fjölda manns ab fjörtjóni. Nú á ab fara ab leiba ferbamenn um þessar sióbir. lítið kjörum stríðsfréttamanna með því að búa á hótelherbergj- unum sem þeir héldu til á forð- um. „Umheimurinn veit ekki mik- ið um þetta stríð þrátt fyrir um- fjöllun sjónvarpsins," sagði Sef- ket Pobric, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu ríkisins þar í landi. „Það er töluvert af ungu fólki sem hefur áhuga á að vita hvað gerðist hérna." Pobric hefur skipulagt reglu- legar ferðir um borgina þar sem meðal annars er ekið í gegnum „leyniskyttusundið", auk þess sem komið er á markaðstorgið þar sem fjöldamorðin illræmdu áttu sér stað, og sömuleiðis landsbókasafnið sem nú er brunarústir einar. „Reyndar var það ekki mein- ingin að búa til einhverja hryll- ingsferð," segirPobric, „enþetta er það sem fólk vildi sjá." Öll ferðin tekur tæpa fjóra tíma og kostar rúmar 400 krónur. Hing- að til hafa það einkum verið stjórnarerindrekar og starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í borginni sem hefur nýtt sér þetta tilboð. Starfsmenn breska sendiráðs- ins í borginni segja að hringt sé á hverjum degi í sendiráðið að utan til að spyrjast fyrir um ferðamöguleika í borginni. Þeir mæla hins vegar ekki með því að fólk ferðist þangað, og nefna þá til jarðsprengjur, lélega vegi og önnur „öryggisvandamál". En það breytir því ekki að Sarajevóbúar eru farnir að und- irbúa sig undir ferðamanna- strauminn. í Bascarsíja, sem er gamla tyrkneska hverfið í borg- inni, eru handlagnir listamenn þegar farnir að bjóða vörur til kaups sem gætu höfðað til ferðamanna. Þeir hafa safnað saman sprengjubrotum og brot- um úr skotflaugum sem rigndi yfir borgina í stríðinu og gert úr þeim vasa og kertastjaka sem vonast er til að renni út eins og heitar lummur. -gb/The Sunday Times. EIVGUR HROSSARÆKTENDUR OG ANNAÐ ÁHUGAFÓLK! Fylgist með framgangi hrossarœktarinnar og gerist áskrifendur að tímaritinu Hrossarœktin og aðförritinu Einka- Feng. Áskrift að Hrossaræktinni kostar kr. 3.000 m/vsk. (3 hefti á ári). Lausasöluverð hvers heftis er kr. 1.500 m/vsk. Einka-Fengur kostar kr. 19.500 m/vsk. Arleg gagnauppfærsla á Einka-Feng kostar kr. 5.000 m/vsk., Bændasamtök íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg, pósthólf 7080,127 Reykjavík. Sími 563 0300, fax 562 3058.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.