Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 11. júní 1996 Úrslit í einstök um greinum A-flokkur 1. Hjörvar (Andvari), 8,72. Eig.: Kristján J. Agnarsson og Bergur Jónsson. Knapi: Atli Gubmunds- son. 2. Seimur (Geysir), 8,57. Eig.: Inga J. Kristinsdóttir og Þorvald- ur Jósepsson. Knapi: Þóröur Þor- geirsson. 3. Prins (Fákur), 8,62. Eig./kn.: Viðar Halldórsson. 4. Gordon (Fákur), 8,64. Eig./kn.: Sigurbjörn Bárðarson. 5. Geysir (Fákur), 8,56. Eig.: Arn- grímur Ingimundarson. Kn.: Ragnar Hinriksson. 6. Hátíð (Fákur), 8,56. Eig.: Sigur- björn Bárðarson. Kn.: Sigurbjörn Bárðarson/Sigurður Marínusson. 7. Prins, 8,55. Eig.: Þorkell Traustason. Kn.: Sigurður Sigurð- arson. 8. Spá (Hörður), 8,55. Eig.: Krist- ján Magnússon. Kn.: Erling Sig- urðsson. Óður (Fákur) var einnig í úrslit- um með 8,82 í einkunn, en var vísað úr keppni vegna kergju. Eig.: Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir. Knapi: Hinrik Bragason. B-flokkur 1. Þyrill (Geysir), 8,83. Eig.: Vign- ir Siggeirsson og Jón Friðriksson. Knapi: Vignir Siggeirsson. 2. Næla (Geysir), 8,68. Eig.: Ár- sæll Jónsson. Knapi: Hafliði Hall- dórsson. 3. Feldur (Fákur), 8,60. Eig.: Er- ling Sigurðsson og Snúlla Einars- dóttir. Knapi: Erling Sigurðsson. 4. Snillingur (Fákur), 8,63. Eig./kn.: Gunnar Arnarson. 5. Glaumur (Hörður), 8,60. Eig.: Guðmundur Jóhannsson. Kn.: Atli Guðmundsson. 6. Boði (Ljúfur), 8,58. Eig.: Björg Ólafsdóttir. Kn.: Örn Karlsson. 7. Kraki (Fákur), 8,58. Eig.: Björn Ástmarsson. Kn.: Olil Amble. Einnig var í úrslitum Farsæll (Fákur) með 8,63 í einkunn, en var vísað úr keppni vegna helti. Eig./kn.: Ásgeir S. Herbertsson. Ungmennaflokkur 1. Ragnar E. Ágústsson, 8,86, á Hrafni (Sörli). 2. Sigríður Pjetursdóttir, 8,61, á Rómi (Sörli). 3. Sölvi Sigurðsson, 8,57, á Gandi (Hörður). 4. Kristín H. Sveinbjarnardóttir, 8,55, á Valiant (Fákur). 5. Helgi Gíslason, 8,51, á Glófaxa (Ljúfur). 6. Alma Olsen, 8,45, á Erró (Fák- ur). 7. Jóhannes M. Ármannsson, 8,45, á Glóa (Sörli). 8. Jón Gíslason, 8,41, á Líf (Geysi). Unglingaflokkur 1. Daníel I. Smárason, 8,62, á Seið (Sörli). 2. Davíð Matthíasson, 8,58, á Prata (Fákur). 3. Hinrik Þ. Sigurðsson, 8,64, á Hug (Sörli). 4. Ingunn B. Ingólfsdóttir, 8,54, á Kröflu (Andvari). 5. Nanna Jónsdóttir, 8,54, á Þristi (Geysir). 6. Asta K. Victorsdóttir, 8,54, á Nökkva (Gustur). 7. Gunnhildur L. Ambjörnsdótt- ir, 8,50, á Stjarna (Máni). 8. Berglind H. Birgisdóttir, 8,49, á Iöunni (Hörður). Barnaflokkur 1. Silvía Sigurbjörnsdóttir, 8,53, á Hauki (Fákur). 2. Unnur B. Vilhjálmsdóttir, 8,50, á Svertu (Fákur). 3. Svandís D. Einarsdóttir, 8,46, á Ögra (Gustur). 4. Heiðar Þormarsson, 8,46, á Degi (Geysir). 5. Þórdís E. Gunnarsdóttir, 8,53, á Venna (Fákur). 6. Rakel Róbertsdóttir, 8,42, á Neríu (Geysir). 7. Bylgja Gauksdóttir, 8,39, á Goba (Andvari). 8. Þórunn Kristjánsdóttir, 8,37, á Rökkva (Fákur). 150 metra skeið 1. Snarfari, 14,35 sek. Eig./kn.: Sigurbjörn Bárðarson. 2. Lúta, 14,42 sek. Eig.: Hugi Kristinsson. Knapi: Þórður Þor- geirsson. 3. Hólmi, 14,98 sek. Eig.: Svanur Gubmundsson og Vilberg Skúla- son. Knapi: Svanur Gubmunds- son. 4. Prinsessa, 15,08 sek. Eig./kn.: Logi Laxdal. 5. Askur, 15,19 sek. Eig.: Björn Ólafsson. Knapi: Orri Snorrason. 250 metra skeið 1. Sprengihvellur, 22,20 sek. Eig./kn.: Logi Laxdal. 2. Ósk, 22,21 sek. Eig.: Sigurbjörn Bárðarson. 3. Funi, 22,54 sek. Eig.: Margeir Þorgeirsson. Knapi: Erling Sig- urðsson. 4. Svala, 22,81 sek. Eig./kn.: Hörður Hákonarson. 5. Diljá, 23,20 sek. Eig.: Páll Egg- ertsson. Knapi: Sigurður Marín- usson. 300 metra brokk 1. Nari, 35,76 sek. Eig.: Margrét Hafliðadóttir. Knapi: Þorkell Bjarnason. Aðrir lágu ekki. Tölt 1. Hafliði Halldórsson á Nælu (Fákur). 2. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi (Fákur). 3. Vignir Siggeirsson á Þyrli (Geysir). 4. Höskuldur Jónsson á Þyt (Létti). 5. Adolf Snæbjörnsson á Mekki (Sörli). 6. Guömundur Guðmundsson á Blesa (Geysir). r i Ferðamenn — Hestamenn í Flóanum er ab finna blómleg sveitabýli, mikiö dýralíf og unaðslegar náttúruperlur. Sífellt fleiri ferbamenn leggja leib sína um Flóann akandi eba ríbandi. Félagsheimilib Þjórsárver er ákjósanlegur áningar- stabur fyrir þá sem eiga leib um Flóann. Þar geta hópar keypt morgunverb, hádegismat, síbdegiskaffi, allt eftir því hvab klukkunni líöur. Þar er líka hægt ab fá svefn- pokapláss. Panta þarf meb fyrirvara. Gób abstaba fyrir menn og málleysingja. Upplýsingar gefur Eydís Eiríksdóttir í síma 486-3324, Friöfinnur Hilmarsson, Anna Valdimarsdóttir og Britta Bauer. Fribfinnur Hilmarsson, alþjóölegur dómari í hestaíþróttum: Megum ekki selja of mikið af ræktun- arhrossum úr landi „Það er vel að þessu móti stabið og hrossin eru mjög góð, það eru sterkir hestar hér bæði í B-flokki og fimmgangi, gób kynbótahross og þá sérstaklega í flokki 4ra vetra hryssna," sagði Friöfinnur Hilmarsson, er tíbindamenn Tímans hittu hann að máli í brekkunni. Friðfinnur var dóm- ari fyrir íslands hönd á heims- meistaramótunum í Hollandi og Sviss, en hann hefur verib búsett- ur í Þýskalandi undanfarin tvö ár. „Við stöndum okkur mjög í hrossaræktinni í samanburði við Þjóðverja," sagði Friðfinnur. „Það eina, sem við þurfum aö passa okk- ur á, er að halda eftir meiru af ræktunarhrossum hér heima. Við þurfum sérstaklega að passa upp á að láta ekki fara svona mikið út af hryssum." — Eftirspurnin er mikil eftir 1. verðlauna hryssum í Þýskalandi? „Mjög mikil og ekki bara 1. verð- launa hryssum, heldur einnig rækt- , unarhrossum almennt. Það er mik- il eftirspurn eftir góðum hryssum og þær þurfa ekki endilega að vera með 1. verðlaun. Alstaðar þar sem þú kemur og ert að leita eftir hross- um til kaups er mikið framboð af geldingum, en lítið framboð af hryssum, því þær fara yfirleitt strax ef eitthvað er varið í þær." — Hvemig hefur verðið þróast? „Ef eitthvað er, hefur það frekar lækkað en hækkaö. Framboðið hef- ur aukist, það eru margir komnir í þetta og samkeppnin er virkilega hörð. Þýsku hrossaræktendurnir reka mjög markvissan áróður gegn innfluttum hrossum frá íslandi og vara hinn almenna kaupanda við litlu sjúkdómsþoli þeirra og hárri tíðni sumarexems. Sömu menn eru síðan stærstu kaupendurnir að hrossum frá íslandi, sem þeir end- urselja síðan á þýska markaðinn." Sigurbjörn Bárbarson tamningamabur: Fleiri góðir reiðmenn skila harðari keppni „Eg get tekib undir það, þetta mót hefur landsmótsstyrk- leika," sagði Sigurbjörn Bárðar- son tamningamaður, þegar Tím- inn hitti hann að máli að lok- inni keppni. „Þetta eru orðin mjög gób hross hérna í fjórb- ungnum og til viðbótar eru komin hér inn sterkir hestar úr öbrum landsfjórðungum, sem hafa skipt um eigendur fyrir mótib." Eins og fleiri segist Sigurbjörn hafa horft upp á mjög jákvæða þróun í kynbótum undanfarin ár, en hópur góðhestanna á toppn- um er að stækka og bilið á milli þeirra minnkar. En það sama á einnig við um knapana. „Við eigum orðið marga mjög góða reiðmenn, sem hafa aukið breiddina á styrkleika hestana víðsvegar um landið," segir hann. „Þetta er ekki lengur á hendi ör- fárra manna, heldur er orðinn fjöldi góðra reiðmanna á toppn- um, sem gera það að verkum að keppnin eykst og styrkleikinn líka." Það er ekkert mjög langt síðan hestaíþróttir hlutu viðurkenningu sem alvöru íþróttagrein, en þó er sennilega enn styttra síðan menn byrjuðu að líta á hestamennskuna sem alvöru atvinnugrein. „Ég held að menn geri sér bara almennt ekki grein fyrir því hvað þetta skapar mörg störf og mikið af gjaldeyristekjum í þjóðfélag- inu," segir Sigurbjörn Bárðarson. „Ferðaskrifstofur og flugfélög selja hingað ferðir í þúsundatali út á ís- lenska hestinn, ræktendur selja um 3 þúsund lífhross út á ári, markaðurinn fyrir tómstunda- hesta og þjónustu í kringum þá hérlendis er stór. Það er með ólík- indum inn á hve mörg svið hesta- mennskan kemur. Ég held að ef farið væri að kafa ofan í þetta, þá kæmi glögglega í ljós hvað hesta- mennskan er sterk atvinnugrein og skiptir í raun miklu máli bæbi innanlands og útávið." — Nú keyptir þú Oddhól á Rang- árvöllum fyrir nokkrum árum og ert kominn með annan fótinn austur í sveitir. Hver verður framtíðarmúsík- in í þessu hjá þér? Verður þú kannski þekktari sem rœktandi en sem reiðmaður, þegar fram líða stundir? „Maður veit aldrei hvað framtíð- in ber í skauti sér," segir Sigur- björn. „Ég hef í mörg ár fengist bæði við sportið og ræktun, en ein- Sigurbjörn Bárbarson. hverntíma kemur að því að maður fer að hægja örlítið á sér í íþrótta- keppninni og helga sig enn meira ræktunarmálunum. Þau eru nú þegar farin að skila sér og ganga mjög vel og skipulega. Ég býst við að það verði notalegt að geta fylgst með ræktuninni þegar aldurinn fer að færast yfir, en ég er langt því frá hættur í íþróttunum," sagði Sigur- björn að lokum." ¦ é

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.