Tíminn - 11.07.1996, Qupperneq 9

Tíminn - 11.07.1996, Qupperneq 9
Fimmtudagur 11. júlí 1996 9 Hjörvar frá Ketilsstööum sigraöi í A-flokki. Knapi: Atli Cuömundsson. Gott æskulýösstarf skilar árangri Daníel Ingi Smárason geröi sér lítiö fyrir og sigraöi í unglingaflokki á Seiöi frá Sigmundarstööum. Úrslitin í A-flokknum urbu þau ab Hjörvar frá Ketilsstöbum sigrabi eftir harba keppni vib Seim frá Víbivöllum. Knapi á Hjörvari var Atli Gubmunds- son, en knapi á Seimi Þórbur Þorgeirsson. Bábir þessir hestar eru stóbhestar austan af Hérabi. í B-flokknum lék aldrei neinn vafi á því hver myndi sigra. Þar var Þyrill frá Vatnsleysu meb ör- ugga forystu allan tímann, knapi Vignir Siggeirsson. Tölthryssan Næla frá Bakkakoti varb í öbru sæti, knapi Haflibi Halldórsson. í ungmennaflokki hélt Ragnar E. Ágústsson forystunni, en í unglingaflokknum skaust Daníel Ingi Smárason upp í fyrsta sætib. Sylvía Sigurbjörnsdóttir hélt hins vegar sínu sæti í barnaflokki. I töltinu fóru Haflibi og Næla meb sigur af hólmi og Oddur og Sigurbjörn fylgdu í kjölfarib. Þessi pör hafa lengi eldab grátt silfur í töltinu. ■ Fékk Vordísi í hestakaupum Einar Ellertsson frá Mebalfelli í Kjós hefur á undanfömum ámm náb mjög góbum árangri í hrossarækt. Hann ræktar hross út af hryssunni Vordísi, sem kennd er vib Sandhólaferju, en þar er hryssan fædd, þó hún eigi ekki ættir ab rekja þangab. Á Fjórbungsmótinu átti hann hryssuna Eydísi frá Mebalfelli, sem kom inn á mótib meb hæstu abaleinkunnina 8,42. Hún varb svo í öbm sæti í sínum flokki á mótinu. — Upphafið að pinni hrossarcekt? „Ég eignaöist Vordísi í hesta- kaupum af Leifa hestabílstjóra, sem þá var starfsmaöur hjá Úlrik Mart og hrossin hans voru í Sandhóla- ferju. Þessi hestakaup tóku mig reyndar tvö ár. Ég tel mig nú ekki vera neinn ræktunarmann. Ég var bara hepp- inn meö hryssu. Ég þekki vel til Brekku í Þingi þaöan sem Grána móðir Vordísar er. Systir mín býr þar. Ég hef kynnst þar ágætum hrossum og veit að þar hefur verið stunduð hrossarækt um langan aldur. Magnús Jósefsson, tengda- faðir systur minnar, var mikill ræktunarmaður og synir hans allir, sem em bændur í Húnaþingi, hafa mikinn áhuga fyrir hrossum og em með góða ræktun. Þess má til gam- ans geta að þegar Pétur Hafstein forsetaframbjóðandi var á kynn- ingarfundi á Blönduósi, þá sagðist hann ekki þekkja mikið til Húna- vatnssýslu nema hrossin frá Brekku, en faðir hans Jóhann Haf- stein var alltaf með hesta þaðan. Einar Ellertsson. Viötal viö Einar Ell- ertsson frá Meöalfelli Ég vissi því aö þarna byggði ég á góðum gmnni. Faðir Vordísar er Hylur frá Kirkjubæ, sem um tíma var notað- ur í Sandhólaferju. Ég hef auðvitað séð um að Vor- dís færi undir góöa hesta. Þaö væri nú annað hvort. Hún eignaðist fyrst folald 6 vetra og hefur síðan aðeins verið geld tvisvar, en hún er orðin 25 vetra. Það hafa komið undan henni þrír 1. verðlauna stóðhestar. Adam er þeirra þekktastur og er alltaf í stöðugri notkun. Hinir er Dropi Angason, sem því miður fórst af slysförum, og svo Heiðar, sem er undan Ófeigi frá Flugumýri. Hann var meiddur í vor og því ekki hægt ab endursýna hann eins og til stóð. Það eru þrjár hryssur komnar í 1. verðlaun, fjórar hryssur hef ég látið frá mér og það er búið aö sýna þrjár. Svo em aö vaxa upp tryppi, sem maður gerir sér góðar vonir um. Eydís, sem hér er í sýningu, hef- ur reyndar átt eitt folald. Það er undan Svarti frá Unalæk og er í eigu Svanhvítar og Einars Öder, en þau hjón hafa hjálpað mér mikið með hrossin. Svo fer Eydís undir hest núna eftir mótið og það verð- ur reynt að vanda það val. Aldís kom í vor meb hest undan Loga frá Skarði, sem nú er orðinn hálfbróðir hennar eftir að hann eignaðist nýj- an föður, en hann var Ljórason þegar henni var haldið." — En hvar ertu með aðstöðu fyrir hrossin? „Ég er nú ekki með mörg hross. Fyrir utan Vordísi er ég með Aldísi í ræktun og svo kemur Eydís inn núna. Aldís kastabi í vor hestfolaldi undan Loga frá Skarði og sjálfsagt verður það skoðað nánar þegar tímar líba. Ég er með hrossin í Meðalfelli og þó ég starfi í Reykjavík, er ég Kjós- armaður. Þar er gott mannlíf og Kjósverjar hafa verið duglegir í hestamennskunni. En hrossastofn minn er ekki stór, enda held ég aö það sé farsælla að takmarka fjöld- ann og leggja frekar áherslu á gæö- in." Pétur Jökull Hákonarson landsliöseinvaldur: Út í hött aö prófa svona nýjungar á stórmótum „Hér er keppt á þremur völlum og keppnin gengur nokkub hratt fyrir sig, fyrir utan ab þetta nýja fyrirkomulag meb ab hafa fjóra keppendur inná í einu fór allt úr böndunum. Per- sónulega finnst mér út í hött ab vera ab prófa svona nýjung- ar á stórmótum. Allar tímasetn- ingar fóru úr skorbum út af þessu," sagbi Pétur Jökull Há- konarson, landslibseinvaldur íslenska libsins á tveimur síb- ustu heimsmeistaramóti. Knapar og hross komu glæsi- lega fram á vellinum, aö mati Péturs Jökuls, og mótiö í heild enn ein rósin í hnappagat ís- lenskrar hestamennsku. En það sem kom honum á óvart var hversu vel keppendur í yngri HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON Pétur jökull Hákonarson. flokkunum stóðu sig. „Börn, unglingar og ungmenni hafa verið alveg sérstaklega vel ríðandi," sagði Pétur Jökull. „Topparnir í A- og B-flokki gæö- inga eru þess utan í sérflokki. Um styrk þeirra á þessu fjóröungs- móti var vitað fyrirfram, en unga fólkið kemur eins og oft áður skemmtilega á óvart. Þau eru dugleg og metnaðarfull." ■ Efsta hesti vísað úr keppni í úrslitakeppni í A-flokki gerbist sá einstæbi atburbur ab Óbi frá Akureyri, sem var í efsta sæti eft- ir undanúrslit, var vísab úr keppni vegna kergju. I reglum um gæðingakeppni er skýrt tekið fram að sýni hestur kergju þegar hann er fyrir dómi, skuli hann ekki fá einkunn. Það lá greinilega illa á Óði. Hann er grað- hestur og sagt að hann hafi verið tekinn beint úr merum í þessa keppni. Hann sýndi þegar kergju í undanúrslitum, þegar hann tregð- aðist við að fara inn á skeiðbraut- ina. Það em því mistök hjá dómur- unum að Óbur skyldi þá fá ein- kunn. Þetta er í annað sinn sem Hinrik Bragason lendir í því á Gaddstaða- flötum á stórmóti að vera kominn með hest í fyrsta sæti fyrir úrslitin, en missa síðan af vinningi. Hestamenn — Ferbamenn Góð aðstaða fyrir hesta og fólk á vægu gjaldi, einnig gób tjalda&staba. Ný sundlaug og heitir pottar. Gób abstaba fyrir ferbahross. Starfsfólk Hótel Geysis. Sími: 486- 8915. Land og hestar! Húsatóftum 2A, Skei&ahreppi Höfum feröir fyrir hópa af öllum stœrðum, styttri og lengri. • Tökum sérstaklega á móti starfsmannahópum frá og meb september til og meb nóvember. • Þjóðlegar íslenskar veitingar. Nánari upplýsingar í síma 486-5560.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.