Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 11. júlí 1996 Iþróabri löndum heims a.m.k. hafa Bandaríkin orb á sér sem til þess ab gera hættulegt land, vegna þess hve mikio sé um glæpi þar. En því fer víös fjarri ab Bandaríkin séu heimsmeistar- ar í þeirri grein og mibab vib ástandib í þeim efnum í mörgum löndum öbrum er bandaríski mebaljóninn nokkub svo öruggur um líf, limi og eignir fyrir glæpalýb. Árið 1993 voru framin í Bandaríkjunum 9,9 morö á hverja 100.000 íbúa. Það er að vísu mikið miðað við það sem gerist í Vestur- Evrópu, Japan og Eyjaálfu, t.d. liðlega þrefalt á við það sem er í Finnlandi, rúmlega fimmfalt meira en í Þýskalandi og meira en tífalt meira en í Bretlandi og Japan. Lækkun moröatíöni um 37% En í Kasakstan voru árið 1993 framin rúmlega 19 morð á hverja 100.000 íbúa og árið áð- ur næstum 23 í Mexíkó. í Rúss- landi var morðafjöldinn 1993 rúmlega þrefalt hærri en í Bandaríkjunum, að tiltölu við fólksfjölda. Tölur þessar eru teknar frá Al- þjóðlegu heilbrigðismálastofn- uninni (WHO), en rétt er að geta þess að aðeins 54 ríki senda henni tæmandi skýrslur um morð hjá sér að staðaldri. Á list- anum yfir ríki þessi er Suður- Afríka nú langhæst, með 44,6 morð á hverja 100.000 íbúa árið 1994. Síðustu tvö árin hefur sést í blöðum að þarlendis séu nú framin sexfalt eða nífalt fleiri morð árlega en í Bandaríkjun- um, að tiltölu við fólksfjölda. Samt er Suður-Afríka meðal þeirra landa þar sem sagt er að friður ríki. Miðað við þetta mega Banda- ríkjamenn prísa sig sæla. Meira að segja herma fregnir að morðatíðnin hjá þeim hafi und- anfarið lækkað svo nokkru muni. Stjórn- og yfirvöld, sem alltaf eru að lýsa yfir herferðum gegn glæpum, þakka sér það efalítið að einhverju leyti. Önn- ur tilnefnd ástæða er að í sum- um stórborgum hafi glæpa- gengin komist að samkomulagi um skiptingu á athafnasvæðum og gert meb sér einskonar vopnahlés- og friðarsamninga, rétt eins og gengur og gerist í öðrum stríðum. New York er meðal þeirra borga þar sem morðatíðni og glæpatíðni yfirleitt hafa verið á hraðri niðurleið upp á síðkastið. Síðustu rúm tvö árin hefur morðatíðnin þar lækkað um 37% og glæpum, sem á opin- beru máli eru skilgreindir sem grófir, hefur fækkað um fjórð- ung. Nú er svo komið að New York, sem fyrir fáeinum árum var talin ein af hættulegustu borgum Bandaríkjanna, er sögð vera ein hættuminnsta stór- borgin þarlendis. Færri glæpir — fleiri handtökur Margir, ekki síst New Yorkbú- ar sjálfir, hneigjast ab því að þakka þetta núverandi borgar- stjóra þar, sem Rudolph Giuli- ani heitir, repúblíkani og ítalskrar ættar. Hann samsvarar að líkindum ekki þeim hug- myndum sem algengt er að fólk geri sér um ítali, sem léttlynda menn, gefna fyrir söng og kvennafar, eða þá sem skugga- lega mafíósa. Giuliani er sagður minna öllu fremur á jesúíta eða jafnvel Forn-Rómverja af strangara taginu. Undir hans Eitursali íBrooklyn: hann og hans líkar eiga ekki lengur náöuga daga. Singapúr Ameríku? Undir stjórn borgar- stjóra, sem þykir minna á jesúíta eba Forn-Rómverja, hefur New York, sem fyrir fáeinum árum hafbi orö á sér sem ein versta glœpaborg heims, orbib mebal þeirra stórborga Bandaríkjanna þar sem öryggi almenn- ings er mest BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON kerfa sem áttu að vera til hjálpar fátækum, boðaði bræðralag með öllum þjóðernum risaborg- arinnar, sem að sögn eru 178 talsins, var sjálfur enginn sér- stakur atörkumaður og reiddi sig á starfslið borgarinnar, en því fjölgaði gríðarlega á borgar- stjóratíð hans. En í stað bróbur- kærleiksins meb þjóðemum sem Dinkins bobabi, magnaðist undir handleiðslu hans fjand- skapurinn milli þeirra, svo að kynþáttaóeirðir gusu upp ann- að veifið. Og þeim stórfjölgaði sem lifðu á félagshjálp frá borg- inni. Fyrir borgarstjóratíb Giulian- is, sem er rúmlega fimmtugur að aldri, var New York-lögregl- an talin með spilltustu stofnun- um Bandaríkjanna. Sagt var sem svo að á milli hennar og glæpalýðsins væri í gildi eins- konar griðasáttmáli. Nú kvað sú lögregla vinna samkvæmt tveimur meginkröfum ofan frá: að glæpum fækki og handtök- um fjölgi. „Við erum loksins aft- ur farnir að gera það, sem eigum að gera, annað er það ekki," hef- ur þýskur blabamabur eftir lög- regluforingja einum þar í borg. „Stríð gegn fátæk- lingum" í vandræðahverfum borgar- innar skjálfa eitursalar, sem áð- ur stunduðu viðskipti sín án þess að sjá mikla ástæðu til að leyna því, á beinunum og barma sér sáran út af „ítalan- um", repúblíkönum og lögregl- unni, sem þeir kalla „fasista" er séu að gera borgina að lögreglu- ríki og í „stríði við þá fátæku". Millistétt borgarinnar, hvít mestanpart og ab einhverju leyti orðin gul, er þeim mun ánægðari með Giuliani. Fréttaskýrandi einn segir að meginregla hjá New York-lög- reglunni undir stjórn Giulianis, sem ekki er síður strangur á svip en í orðum og gerðum, sé alger vöntun á umburöarlyndi. Lög- regla hans ræbst nú t.d. af hörku á „smákrimma" eins og svokallaba „Squeegees", sem óumbeðið þvo framrúður á bíl- um er þeir stansa á rauðu ljósi og krefjast fyrir það gjalds af meiri eða minni aðgangshörku. „Betlarar", sem í raun eru frekar ræningjar og hafa lengi verið umbornir, eiga lögregluna nú hvarvetna yfir höfði sér. Árang- ur: New Yorkbúar njóta meira öryggis en áður í almennings- görðum og á götum og í fang- elsin er svo troðið að einn blaðamaðurinn segir að þau séu komin að því að springa utan af fangamergðinni. Giuliani hefur einnig komið í kring stórfelldum sparnaði í rekstri borgarinnar, m.a. meb því að fækka um 100.000 manns þeim, sem lifa á framlög- um frá velferðarkerfinu. í ljós kom að fólk þetta hafði útvegað sér framlögin með svindli. Gi- uliani hefur einnig hafið her- ferð gegn miður kurteislegu framferði og sóðaskap, t.d. eiga menn nú á hættu að verða dregnir fyrir lög og dóm ef þeir drekka áfengi og kasta af sér vatni á almannafæri eða krota á veggi. Nú heyrist jafnvel sagt að New York sé farin að taka Sin- gapúr sér til fyrirmyndar. ¦ Ciuliani: strangur og lítur út fyrir aö vera þab. stjórn og samkvæmt beinum fyrirmælum hans hefir lögregla risaborgarinnar gerst miklu strangari og harbsnúnari gagn- vart glæpalýbnum en lengi hafbi verib vaní í þeim stóra stab. Fyrirrennari Giulianis sem borgarstjóri var blökkumabur- inn og demókratinn David Dinkins. Hann var ljúfmennsk- an sjálf í framkomu, stofnabi til hinna og þessara áætlana og Lögreglumenn bera saman ráb sín: „ Vib erum aftur farnir ab gera þab sem vib eigum ab gera.'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.