Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.07.1996, Blaðsíða 16
sifflWf Fimmtudagur 11. júlí 1996 Vébríb (Byggt á spá Veðurstofu kl. 16.30 í gær) • Suðurland til Breiðafjarbar: Vestan og subvestan gola eba kaldi og smáskúrir. Hiti 8 til 12 stig. • Vestfirbir: Vestan gola eba kaldi og skúrir, einkum norban til, Hiti 8til12stig. • Strandir og Norðurland vestra: Vestan gola eða kaldi og frekar bjart vebur en þó hætt vib skúrum. Hiti 8 til 14 stig. • Norðurland eystra: Vestlæg átt, gola eða kaldi og léttir til. Hiti 10 til 17 stig. • Austurland að Clettingi og Austfirðir: Vosl.ni gola eða kaldi og bjart veður. Hiti 12 til 18 stig að deginum. • Suðausturland: Suðvestan kaldi og bjart vebur ab mestu. Hiti 10 til 17 stig. • Miðhálendið: Vestan og suðvestan kaldi. Skúrir vestan til en víða léttskýjað austan til. Hiti 7 til 13 stig. Sighvatur Björgvinsson telur oð með tillögum heil- brigöisráöherra sé vegiö oð lágtekjufólki: Sjúkratrygging- ar á íslandi „Þab er verií) ab leggja þarna út á þá braut sem er óþekkt á íslandi ab fólk kaupi sér sjúkratrygging- ar, að vísu hjá ríkinu en ekki hjá einkaaðilum. Þab er hætta á því ab þegar þú setur upp svona val- kvætt kerfi ab þá verbi þab þeir sem minnstu peningana eiga sem lendi illa í því," sagbi Sighvatur Björgvinsson í samtali vib Tím- ann í gær en hann telur hættu á ab ákvebinn hópur fólks muni ekki kaupa sér tryggingu, þ.e. greiba stofngjaldib sem gert er ráb fyrir í tillögum heilbrigbisráb- herra um breytingar í heilbrigbis- kerfinu. Sighvatur lýsti yfir ánægju meö aö ráðherra skyldi vilja taka upp til- vísanakerfib en lagði mikla áherslu á að um væri að ræða tvö óskyld at- riði, valkvæða stýrikerfið annars vegar eins og hann kallaði það og á þar við stofngjaldið sem miðað er við að fólk greiði, og hins vegar til- vísunarkerfið. „í tilvísunarkerfi ferð þú með tilvísun frá heimilislækni til sérfræðings og færð ódýrari þjónustu hjá sérfræðingnum. I val- kvæðu stýrikerfi, þá ræður þú á skattskýrsíu þinni hvort þú tekur viðbótartryggingu eða ekki og færð þá ókeypis aðstoð hjá heimilislækni þínum. Mér skilst að heilbrigðisráð- herra ætli að tengja þetta tvennt saman en það er hægt aö hafa stofngjald án þess að hafa tilvísun- arkerfi og öfugt." Sighvatur sagði abspurður enga ástæðu til þess að vera sáttur við þessa blöndun tveggja kerfa. „Mér líst ekki á þetta stofngjald einfaldlega vegna þess að það er svo mikil hætta á að þetta verði umtalsverðir fjármunir fyrir sjúklinginn." -Það geta vart talist umtalsverð fjárútlát þegar talað er um 1-2000 kr. á mann? „Ef það á að afnema komugjöldin sem eru upp á 250 milljónir og inn- heimta hjá 16 ára og eldri þá verbur að innheimta að minnsta kosti 2000 krónur af hverjum 16 ára borgara. Ef þú ert með fjögurra manna fjölskyldu þá ertu komin upp í 8000 kr. Þú verður að taka ákvörðun um þetta þegar þú gerir skattskýrsluna. Þá eru kannski allir fjölskyldumeðlimir við þokkalega heilsu og þetta er kannski lágtekju- fólk sem munar um hverja krón- una." -Breytir varla miklu fyrir efnahag fólks ef stofngjaldið verður svipuð því sem fólk eyðir hvort eð er í komugjöld í núverandi kerfi? „Jú, vegna þess að sumar fjöl- skyldur eyða engu og aðrar fjöl- skyldur eyða meiru en þetta. Þannig að hættan er sú að þegar kaupa á svona tryggingu fyrirfram, og þig munar um hverja krónuna, þá ger- irðu það ekki og tekur sénsinn. Þá nýturðu ekki ókeypis læknisþjón- ustu." -LÓA Fríhöfnin: Frjáls, en tollskyldur innflutningur á áfengi, sýnd veibi en ekki gefin: Umframbirgöir 20-30% dýrari en hjá ÁTVR Samkvæmt nýrri reglugerð byggðri á EES-samningnum mega menn nú kaupa eins mik- ið áfengi og þeir vilja í frihöfn- inni í Leifstöb, og flytja inn í landið. Fyrir vínáhugamenn er hins- vegar sá galli á gjöf Njaröar ab borga þarf toll af áfenginu. Toll- frjálsi skammturinri stendur hins- vegar eftir óbreyttur. Sem fyrr má taka eina flösku af sterku víni og eina léttvínsflösku, eða bjór í staðinn fyrir léttvínið. Guðmund- ur Karl Jónsson fríhafnarstjóri í Leifstöö segist ekki eiga von á því að neinn nýti sér þennan nýja möguleika: „Þetta mun ekki hafa neinar breytingar í för með sér fyrir okkur, því fólk kaupir ekki umframmagn af áfengi. Ekki þeg- ar verðið er svona 20-30% hærra en í Áfengisverslun Ríkisins." -sh Nýbyggöur þjónustukjarni í Hafnarfirbi lítiö og illa nýttur: Samt ekki mistök „Nei. Þaö voru náttúrulega mjög deildar meiningar um byggingu þessara húsa á sín- um tíma. Menn voru aö mót- mæla þessum byggingum og þóttu turnarnir of háir. Þab var fundin einhver mála- miblun á því og ekki byggt eins hátt og efni stóbu til," svaraöi Ármann Eiríksson atvinnumálafulltrúi Hafnar- fjarðar abspuröur hvort komib væri í ljós ab bygging nýlegs þjóuustukjarna í mib- bæ Hafnarfjarbar hefbi verib mistök. í fréttabréfi atvinnu- málanefndar, sem Ármann ritstýrir, kemur m.a. fram ab „glæsileg salarkynni og ab- staba innandyra, víbfebm bifreibastæbi og rúmur bíl- kjallari hafa blasab vib illa nýtt, dag eftir dag árib um kring." Ármann talar um aö átök hafi verið í bæjarstjórn um þessar byggingarframkvæmdir þar sem bærinn hafi þurft að koma talsvert ihn í uppbygg- inguna, en hann segist ekki kunna svo mjög að segja frá því. „En það hefur verið erfitt líka að fá kaupendur og leigj- endur í húsið. Það hefur verið staðið mjög myndarlega að öllum frágangi fyrir utan hús- ið. Hér eru gríðarlega mikil bílastæði, gott að leggja og bíl- kjallari sem líka hefur verið tekist á um. Hann er illa nýtt- ur líka vegna þess að það vant- ar eitthvað til að draga fólk að. En það er nú verið að reyna að gera eitthvað í því. Það er búið að ráða framkvæmdastjóra að þessu húsi, hann er einhvers konar samnefnari fyrir versl- unareigendur sem eru í hús- inu. Það er svona verið að finna ýnisar uppákomur til þess að laða að og vekja at- hygli á þessum verslunum sem eru í húsinu, sem margar hverjar hafa átt mjög erfitt uppdráttar vegna þess að það hefur ekki verið nógu mikil traffík," segir Ármann. Hann segir að það sé þess vegna sem atvmnumálanefnd sé að leggja verslun og þjón- ustu í bænum lið. Mikið hafi verið horft til nýsköpunar en því hafi verið mikið beint til Aflvaka. Atvinnumálanefnd sé því að þróa sig yfir í annan far- veg meira með það í huga að leggja atvinnustarfsemi lið sem fyrir er í bænum og efla hana og styrkja. „Meðal ann- ars var farið út í mjög víðfemt námskeiðahald í vetur í sam- vinnu við Iðntæknistofnun. Og það er svona með þetta þema sem nefndin er að vinna núna," segir Ármann. -ohr Breytingar á leiöakerfi SVR Srætóferðum fjölgab og feröatíminn styttur „Áherslubreytingar verba á leibakerfinu," segir Þórhallur Gubmundsson, forstöbumab- ur markabs- og þróunarsvibs Strætisvagna Reykjavíkur. „Þab hefur margsýnt sig ab fólk leggur mesta áherslu á tvennt, þ.e. tíbni ferba og ferbatímann," Þann 15. ágúst munu breyt- ingar á leiðakerfi SVR taka gildi. Helstu breytingarnar eru þær að ferðir verða fleiri á álagstímum, brottfarartímum frá skiptistöðv- um dreift og leiðirnar styttar, þ.e. gerðar beinni og einfaldari. Ný leið verður tekin í gagnið sem tengir Grafarvog, Árbæ og Breiðholt, strætisvagnaferðir verða vestur Hverfisgötuna og íbúum Grafarvogs og Árbæjar verður gefin kosrur á kvöld- og helgarferðum á Lækjartorg. Þá verða verulegar breytingar gerð- ar á skiptistöðinni á Lækjartorgi og ný skiptistöð reist við Ár- túnshöfða. Rekstrarkostnaður SVR mun, að sögn Þórhalls, aukast um 20 milljónir á ári vegna breyting- anna, kostnaðaraukningin verð- ur því einungs 3%. „Með því ab beita virðisaukandi abferðum gerum við meira úr því sem er til. T.d. með því að breyta skipu- lagi aksturs á kvöldin og um helgar, látum vagna mætast á skiptistöðum og færum farþega milli vagna." -gos Hjólabretta- garður á þaki Faxaskála Brettafélag Reykjavíkur opnar á laugardag sérhannaðan hjóla- brettagarð meb ýmiskonar pöll- um og þruatum. Opnunin er kl. 14 á laugardag, hjólabretti, grill, drykkir og fjöldi hljómsveita. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.