Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 1
Þaö tekur aöeins eirm ¦ einn ¦ I ¦virkan dag nö komti póstinum ^^^K PÓSTUR þtnumtUshUa ^^^ OG SlMI STOFNAÐUR 1917 80. árgangur Föstudagur 12. júlí 130. tölublað 1996 Mjólkurbú Flóamanna tekur viö rekstri mjólkur- samlags KA5K í haust: 30 milljón króna sparnaöur Að ölluni líkindum flytur starfsemi mjólkursamlags KASK á Höfn í Hornafiröi til Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi þann 1. sept. nk. en þá tekur gildi samningur frá því í vor milli félaganna tveggja um yfirtöku MBF á mjólkursamlagi KASK. „Þaö er nú ekki svo einfalt ab Mjólkurbú Flóamanna hafi tekiö þessa ákvörðun. Það hef- ur verið krafa fjölmargra aðila, stjórnvalda sem annarra, að hagræða í mjólkuriðnaði og þetta er í reynd framhald af þeim aðgerðum þegar Mjólk- urbúið í Borgamesi var lagt niður. Það má reikna með um 30 milljón króna spamaði á ári með þessum samningi," sagði Garðar Eiríksson, skrif- stofustjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna, í samtali við Tím- ann. Sparnaður verður í flutn- ings- og rekstrarkostnaði að sögn Garðars. Hann segir að flutningabílar Kaupfélags Hér- aðsbúa séu hvort eð er á ferð- inni á þessu svæði og með samningum við þá losna menn við tvöfalda flutninga. „Við náum að spara u.þ.b. 40.000 km. akstur á stórum og þungum bílum á ári." Starf- semi mjólkursamlagsins á Homafirði leggst alveg niður. Tæki til framleiðslu Mozarella osts verða flutt til Egilsstaða en innlögð mjólk verður öll flutt á Selfoss. Um er að ræða 2 milljónir lítra á ári að meðal- tali sem bætast við þá tæplega 37 milljón lítra af innlagðri mjólk í MBF á ári. Ekki þarf því að leggja út í neinn kostnað hjá MBF til að taka á móti nýju mjólkinni enda mun yfirtakan skila lítilli veltuaukningu þó af henni hljótist sparnaður. -LÓA Geisladiskatœknin og bókmenntaarfur íslend- inga tengjast: Vigdís fékk fyrsta CD- ROM diskinn Vigdís Finnbogadóttir tók í gær við CD-ROM geisladiski fyrir tölvur sem Mál og menn- ing gaf út í gær. Diskurinn geymir orbstöðulykil og texta allra íslendingasagna. Er hér um að ræða efni sem aubveldar mjög rannsóknir á þjóðararfi íslendinga. Má segja að hér tengist saman nútíma tölvutækni og hin forna sagna- hefð. ¦ I llxlíl I C/Í.C/ - Hreinrœktaöur íslenskur hundur varmeb íútreiöartúrnum hjá ömmu Úlfhildi og henni RagnhildiíMosfellsbœnum í gœrdag. Blíbvibrib er farib ab hellast yfir subvesturkjálkann ab nýju eftir ab rigndi hóflega ítvo daga eba svo. Tímamynd cva Ýmsar blikur á lofti í atvinnumálum fískvinnslufólks. Form. fiskvinnsludeildar VM5Í: Margir hafa ekki efni á sumarfríi Ýmsar blikur eru á lofti í at- vinnumálum fiskvinnslu- fólks vítt og breitt um alla strönd þegar obbinn af tog- araflotanum heldur í Smug- una þar sem aflinn er ýmist frystur eba saltabur um borb. Þá stefnir allt í þab ab sumar- lokanir hjá einstökum fisk- vinnslustöbvum muni vara lengur en venjulega. En síb- ast en ekki síst eru einstaka forystumenn fiskvinnslu- húsa farhir ab ræba þab op- inberlega ab þab kunni ab vera hagstæbast meb tilliti til lítils þorskkvóta og lélegs marksabsverbs á bolfiskaf- urbum ab stofna fiskvinnslu- fyrirtæki t.d. í Póllandi þar sem launakostnabur er minni en hérlendis eba í ríkjum ESB þar sem fiskverb er niburgreitt. Abalsteinn Á. Baldursson formaöur fiskvinnsludeildar Verkamannasambands ís- lands, sem jafnframt er for- maður Verkalýðsfélags Húsa- víkur, segir að þessi þróun í fiskvinnslunni sé mjög alvar- legt mál, enda muni réttar- staða fiskvinnslufólks verða eitt af þeim málum sem verður uppá borðum þegar gengið verður til samninga um kaup og kjör í vetur. Hann segir að í þessu ljósi sé það kannski ekk- ert undarlegt þótt erfitt sé oft á tíðum að fá fólk til að vinna við þessa undirstöðuatvinnu- grein landsmanna þegar at- vinnuöryggið er ekki meira en raun ber vitni um. Þá sé það staðreynd að margt fisk- vinnslufólk hefur hreinlega ekki efni á því að taka sér frí yfir sumarið vegna lágra launa. Hinsvegar sé erfitt að henda reiður á því hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir atvinnu fiskvinnslufólks sú ákvörðun' margra útgerða að salta um borð afla ísfisktogara í Smug- unni. En oft á tíðum er tölu- ¦X verða vinnu að hafa viö salt- fiskinn eftir að búið er að skipa honum í land. Engu að síður er viðbúið að sumarlokanir og minna frambob af fiski til vinnslu í landi muni leiba til aukins atvinnuleysis mebal fiskvinnslufólks í sumar. Hann segir ab ótti fisk- vinnslufólks um atvinnuör- yggi sitt og framtíb hefbi kom- ib berlega í ljós á þeim fund- um sem forusta VMSÍ gekkst fyrir um land allt. Abalsteinn bendir einnig á ab á sama tíma og fólk er óttaslegib um af- komu sína virbast stærstu sjáv- arútvegsfyrirtækin hafa burbi til þess að fjárfesta erlendis og skapa þarlendu fólki atvinnu. Svo sé ekki sé minnst á þá stabreynd að íslensk fisk- vinnslufyrirtæki virðast vera vel samkeppnishæf um hrá- efni erlendis frá vegna þess hvað launakostnaður þeirra er lítill miðað við erlenda sam- keppnisaðila. -grh Císli Halldórsson golfari, 82 ára keppnismabur. Teikning R.Lár. GOLF-síöa Ragnars Lár. er á bls. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.