Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 12. júlí 1996 I Væri heppilegt að einkavæ&a Landmælingar íslands? Umburbarlyndi kirkjunnar manna „Sóknarprestur Langholtssóknar upplýsti nýlega á fundi Prestafélags íslands, ab hann væri ekki hommi, hórdómsmabur, þjófur eba fyllibytta og ætti því skilib stubning starfssystk- ina." Segir í leibara DV í fyrradag undir fyrir- sögninni „þreyttir á þjóbkirkjunni". Lengi lifir í gömlum glæbum „Er enn ab leita ab gömlu kærust- unni rúmum 50 árum eftir ab leibir skildu." Eins og fram kom í Tímanum í fyrradag þá var hér á landi staddur fyrrum bandarískur hermabur í leit ab stúlk- unni sem hann kynntist á árum seinni heimstyrjaldar. ísfólksmóbirin sækir í ís „Margrit Sandemo fer á jökla" Fyrirsögn úr Tímanum í fyrradag. Norska skáldkonan, sem frægust er fyr- ir ísfólksbækur sínar fór upp á Vatna- jökul um daginn. Undur veraldar „Mörgum kom á óvart ab hægt væri ab rækta hawairósir á íslandi" Myndatexti Moggans í gær vib grein um blómasýningu í Hveragerbi. Allir eru jafnir en sumir eru kannske jafnari en aftrir „Ég vek athygli á því ab þetta er á jafnabargrundvelli allt saman og engin er ab frekjast framúr öbrum. Einmitt eins og þetta á ab vera." Segir Mörbur Árnason í vibtali í Al- þýbublabinu í gær um sumarferb jafn- abarmanna. Hvort er verra ab vera hommi eba kommi? „Ég blæs á svona bull um ab komm- únisminn sé daubur..." Segir gamli maóistinn Ari Trausti Gub- mundsson í vibtali í Alþýbublabinu í gær um menningarbyltinguna í Kína. Barnalán „Fleiri börn hafa komib í heiminn en á síbasta ári" Fyrirsögn á baksíbufrétt Moggans í gær sem fjallabi um fjölgun fæbinga á árinu samanborib vib árib á undan. Úlfalda-diskó „Yfirvöld í ástralska smábænum Bro- ome hafa ákvebib ab raub „afturljós" skuli sett á úlfalda á kvöldin og nótt- unni, til þess ab minnka hættuna á því ab bílar og gangandi vegfarend- ur lendi í árekstri vib dýrin." Raub rafhlöbuknúin blikkljós skulu sett á úlfalda í Ástralíu á kvöldin og nótt- inni, til þess ab minnka slysahættuna. Mogginn í gær. Þa& er ekkert nýtt a& umræ&a sé um a& Landmælingar íslands flytji út á land. Stjórnmálamönn- um hefur reyndar veri& afar um- huga& um aö fyrirtækiö starfi ekki í Reykjavík. Cu&mundur Bjarnason hefur tekið af skarið, Landmælingarflytja á Akranes. Össur Skarphé&insson sagöi í upphafi ferils síns sem umhverfis- ráðherra a& Landmælingar færu á Selfoss, — e&a Akranes. Össur hætti vi& þegar hann sá kostnað- inn og óhagræöið. Fyrir 22 árum sat ungur ma&ur úr samtökum frjálslyndra og vinstrimanna í nefnd sem kannaði möguleika á flutningi stofnana út á land. Þetta var Ólafur Ragnar Gríms- son, rúmlega þrítugur a& aldri þá. Ólafur Ragnar lagði til að Landmælingar flyttu til Egils- sta&a. Flutningurinn hefur því forsetalegan stimpil ... • Það er mikið rætt um innsetning- arathöfn forseta íslands 1. ágúst næstkomandi. Einnig þingsetn- inguna í haust. Ve&mál voru komin í gang um athafnir Dav- í&s. Menn vildu sumir meina ab Daví& yr&i annab hvort veikur dagana þá, — e&a í útlöndum. Au&vitað hafa þessir efasemdar- menn rangt fyrir sér, Davfö flýr ekki af hólmi þegar mikib liggur vib ... Ágúst Gu&mundsson forstjóri Landmælinga ís- lands: Miðað við þann skilning sem hér er almennt uppi þegar rætt er um einkavæbingu þá er svar- ið nei. En miðað vib þab að breyta fyrirtækinu í A-hluta- stofnun þá gætum við verið með heppilegra rekstrarform. Öm Ingólfsson framkvæmdastjóri ísgrafs: Þab væri heppilegt að einka- væða framleibslustarfsemina en sem umsýslustofnun verða Landmælingar íslands alltaf að vera til. En ég held að þetta sé nú stefnan meb nýju lögunum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Mér er ekki alveg ljóst í hverju þjónusta Landmælinga íslands er fólgin, en fljótt á litið er þab ekki fyrst á skrá yfir fyrirtæki sem á að einkavæða. Ég tel að atvinnufyrirtæki í samkeppni við einkafyrirtæki eigi ab einka- væða fyrst. Síðan eigi að einka- væða atvinnufyrirtæki sem búa við einokunaraðstöðu og setja reglur því til tryggingar að þau misnoti ekki aðstöðu sína. í þribja lagi finnst mér koma til greina að flytja út verkefni til einkaabila sem ríkið vill að sinnt sé en þarf ekki að sinna sjálft, en ég held að Landmæl- ingar íslands kunni að vera í hópi þeirra verkefna sem þjóna almenningsheill svo ég sé ekki brýna þörf á að einkavæða þær þó mér finnist sjálfsagt að skoba það. Bjarni Brandsson sölustjóri: Umtalsverð aukning í áfengissölu milli ára Bjartur og frú Emilía senda frá sér sérrit um: Himnaríki skáldanna Tímaritið Bjartur og frú Emilía hefur sent frá sér sérrit um himnaríki. í formála frá ritnefnd kemur fram a& aldrei þessu vant sé í þessu hefti „vísir a& hugsun". Fengnir voru 12 lærisveinar til a& leggja út af heilögum oröum í Jó- hannesargu&spjalli. Skáldin fengu svo þaö verkefni a& útskýra tíu til tuttugu or& og þessar or&- skýringar liggja til grundvallar oröabókinni sem birtist í þessu 21. hefti Bjarts. Lærisveinar Bjarts og frú Emilíu ab þessu sinni eru: Ásta Ólafsdóttir, Bragi Ólafsson, Dagur Kári Péturs- son, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Haraldur Jónsson, Huldar Breið- fjörð, Illugi Jökulsson, Jón Hallur Stefánsson, Jón Kalman Stefánsson, Pétur Gunnarsson, Þórunn Valdi- marsdóttir og Kristín Arngrímsdótt- ir myndlistarmaður, sem teiknaði myndir úr himnaríki í heftið. ■ „Þa& er alveg bersýnilegt aö yfir heildina litið þýðir þetta umtals- vert aukna áfengissölu. Viö erum t.d. a& selja gífurlega mikið beint frá okkur af áfengistegundum, sem sala hefur samt ekkert minnkað á frá ÁTVR. Það þý&ir bara aukna sölu," sag&i Bjarni Brandsson sölustjóri hjá Karli K. Karlssyni, sem er me&al stærstu áfengisheildsalanna í landinu. En Tíminn spur&i hann hvort áfeng- issala hafi í heild aukist verulega milli ára e&a hvort veitingahúsin sniðgangi heildsalana og kaupi enn í ríkinu. Því söluskýrslur ÁTVR sýna a& sala borövína, kon- íaks og fleiri áfengistegunda var ekkert minni á fyrri helmingi þessa árs heldur en á sama tíma- bili í fyrra, þegar fjórðungur heildarsölunnar fór til veitinga- húsanna. Og sala ÁTVR á bjór hefur heldur ekki minnkað nema um liölega helming þess sem á&ur fór til veitingahúsanna. Bjarni segir að vísu mörg hótel- anna og veitingahúsanna úti á landi ennþá kaupa inn í verslunum ÁTVR. Sum húsin hér í borginni taki líka ennþá út hjá ÁTVR, vegna þess að menn vilji kannski heldur fara á einn stað heldur en fimm. Margir heildsalanna hafi heldur ekki verið komnir með mikið úrval léttvína inn í Tollvörugeymslu fyrstu mánuði ársins og líkt hafi kannski verið ástatt um marga um- boðsmannanna. Að sala borðvína hafi fremur auk- ist en hitt hjá ÁTVR, telur Bjarni meðal annars skýrast af því að mik- il sölusprenging hafi orðið hjá ÁTVR á vínum frá nýja heiminum, þ.e. vínum frá Ástralíu, Nýja-Sjá- landi, Suður- Afríku, Chile og fleiri löndum. Þetta séu m.a. víntegundir sem voru á reynslulista í fyrra, en nú komnar inn á aðallista og sprungið úr. Þannig að þetta þýði aðeins eitt: aukna sölu. Á tæplega 15% samdrætti í bjór- sölu hjá ÁTVR segir Bjarni aftur á móti þá greinargóðu skýringu, að íslensku framleiðendurnir sjá um að afgreiða bjórinn beint í veitinga- húsin. Þar eru veitingamenn nær ekkert að kaupa gegnum ÁTVR. En þegar litið er til þess að 23% alls bjórs fór til veitingahúsanna á fyrra misseri síðasta árs, virðast framangreindar tölur samt geta þýtt aukna bjórsölu á þessu ári. LBÖG6J ertert kaus í matarbu»«“ fcjjO^" 16 sösri I V-Laniey)1™- “ Y".54 |.«ssw=St SSgSs awrssn- - sá aö kjörstaö siöastllöinn R/JÆ' F/ZfcÆÆT. Tíminn spyr... Sagt var...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.