Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.07.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. júlí 1996 5 Sumarsýning Norrœna hússins: „Lifandi leir" Eddu og Koggu Norræna húsið breytir nokkuh út af venjunni með sumarsýningu ab þessu sinni, því nú gefur að líta óvenjulega leirlistarsýningu í sýningarsalnum í kjallara þess. Þar leiða þær Edda Jónsdóttir grafíklistamaður og Kolbrún Björgólfsdóttir, Kogga, leirlista- maöur lifandi blæ grafíkverksins og þunga hins jarðbundna leirs saman á einkar næman og til- finningaríkan máta. Óvenjulegt er að listamenn svo ólíkra vinnu- aðferba og tjáningarforma sam- eini sköpun sína og krafta, en það hefur þeim vinkonunum tek- ist svo tæpast sér merki þess að leikiö hafi verið fjórhent. Leirinn er undirstaba verkanna. Hann myndar form þeirra og burði, en hin grafíska yfirferð gefur þeim öflugt líf sem nær sterkum tök- um á áhorfandanum. Frá upphafi hefur leirlistin eink- um byggst á sérstæðum hlutum án samhengis eða sambands við ann- ab. Þannig hefur efnið tekiö á sig margvíslegar myndir í höndum hagleiks- og listamanna í gegnum ár og aldir og oftar en hitt hefur notagildið verið sett öðru ofar. Hitt er nýtt að móta marga leirmuni sem eina myndræna heild og láta þá segja sögur um leið og notagild- inu er varpað fyrir róða. Þær Edda og Kogga hafa þannig kosið að hverfa frá hinni sögulegu mótun leirsins og áherslum á einstakling- inn yfir í viðamikil hópatriði eða leiksýningar þar sem mörgum verkum er teflt saman í eina sam- eiginlega mynd. En þrátt fyrir hið mikla líf, sem felst í sýningunni, felur hún einnig í sér djúpa þögn. Svo vítt er svið hennar og myndmál að áhofand- inn getur hvort sem hann kýs skynjað hana sem eilífa kyrrb eða tjáningu fulla af margskonar sög- um og boðum. Þegar horft er um stund á hvert verk, samsett úr mis- munandi fjölda leirverka, er engu líkara en að þau taki sífellt á sig nýjar myndir þar til hugur áhorf- andans hefst á flug. Þannig hrífa li- stakonurnar áhorfendur með sér líkt og ljóðskál, rithöfundur eba höfundur kvikmynda, þegar þeim tekst best upp, og er "þá tilgangi listamannsins náð. Að vekja til um- hugsunar. Að vera spegill mannlífs- R-listinn og valdið lyfta ekki glasi til þess eins að skála. Þvert á móti henda þau tappanum og sporðrenna úr flöskunni. Hver sá sem skilgreinir sjálfan sig sem valdsmann, sem sé yfir það hafinn að hlusta á annað fólk, er í raun valdalaus. Hann er einfaldlega þræll valdsins. Borg- arfulltrúar R- listans skilja þetta ekki. En kjósendur gera það. Því er svo komið, ef marka má skoð- anakannanir, að fylgi R-listans er hrunið. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun fengi hann að- eins sex borgarfulltrúa í stað níu, ef kosið yrði nú. Og þetta gerist þrátt fyrir það að borgarstjórnar- lið sjálfstæðismanna sé svo lit- laust, að fæstir viti hverjir þar sitji á bekk. Sé R-listanum ætlað að vísa veginn til flokkslegrar samein- ingar vinstrimanna, þá veitir víst ekki af að biðja þess, að guð hjálpi íslenskri alþýðu. Og von- andi er sá guð máttugri skyndi- bitaguðinum hans Ólafs Ragn- ars. Eitt þeirra mála, sem R-listinn setti á oddinn í kosningabarátt- unni fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 1994, var aukið lýðræði í borginni. í því sambandi var rætt um að færa ákvarðanatöku frá pólitískum fulltrúum yfir til þeirra borgarbúa, sem viðkom- andi ákvarðanir snerta. Þetta átti að gerast með s.k. hverfalýðræði. Vitanlega hefðu þessar breyt- ingar orðið að vera innan þeirra marka, sem sveitarstjórnarlög setja. Hverfalýðræðið hefði því tæpast orðið meira en ráðgefandi afl. Eigi að síður hefðu borgar- fulltrúar orðið að taka aukið tillit til skoðana almennings. Sem kunnugt er náði R-listinn meirihluta í borgarstjórn. Bjart- sýnismenn gerðu sér vonir um að einhverjar efndir yrðu á stóru orðunum. En það fór á annan veg. Atburðir síðustu daga á Laugarnesinu bera þess glöggan vott. Þar hefur borgarstjórn ákveðið breytingar á skipulagi, með þeim hætti, að í stað þess að reisa iðnaðarhverfi við sjóinn, rétt við SÍS-húsið, á nú að byggja þar mun hærri íbúðarhús. í sjálfu sér er eðlilegra að fögur strönd sé nýtt undir íbúðarhús heldur en ab þar sé hrúgað niður iðnaðarbyggingum. En það breytir ekki því að gamla skipu- lagib er eins og þab er. Þab breyt- ir heldur ekki hinu að til ab breyta skipulaginu þarf lögum samkvæmt að gefa íbúum nær- liggjandi byggbar ákveðinn frest til að gera athugasemdir við skipulagsbreytingarnar. Þetta var ekki gert, heldur hófust bygg- ingaframkvæmdir áður en lög- boðinn frestur almennings til at- hugasemda rann út. Lýðnum leyfist m.ö.o. að nöldra, en höfð- ingjarnir áskilja sér rétt til að leiða nöldrið hjá sér. Þessu gerræbi hafa íbúarnir á Laugarnesi mótmælt. Benda þeir á, að þeim sé það ab vísu ekkert kappsmál ab þarna rísi iðnaðar- hverfi, en að hæð fyrirhugaðra fjölbýlishúsa muni byrgja fyrir útsýni til sjávar. Óánægja þeirra er því auðskilin. En hver er sú gryfja sem R-list- inn hefur þarna fallið í? Hún SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson kallast vald. R-listinn náði meiri- hluta í Reykjavík í síbustu kosn- ingum. Meirihluti í lýbræbislegu stjórnkerfi leggur þeim, sem hans nýtur, þjónustuskyldur á herbar. Borgarfulltrúar eru þjón- ar almennings, ekki herrar hans! Þetta á sérstaklega við um þá stjórnmálamenn, sem fyrir kosn- ingar gala fagurlega um að færa völdin til fólksins. Raunar eru ofanrituð sannindi mjög einföld. Samt eru þau of flókin fyrir borgarfulltrúa R-list- ans. Ástæba þess er sú, að þetta fólk hélt að það væri kosið til valda. Gott og vel, það nábi völd- um. En nú hafa völdin gleypt þab. Og völd eru gráðug. Þau ins, hvaba tilfinningar sem verkin kunna að vekja af dvala. Edda og Kogga kafa skipt sýning- unni á milli tveggja heima. Hins heita og hins kalda. Til þess beita þær mismunandi grafískri útfærslu og ólíkum brennsluaðferbum. Þungir jarðbundnir litir einkenna hinn heita hluta, en freðinn er yfir- þyrmandi í hinum kalda. Þannig skapa þær ákveðnar andstæður, sem þó þurfa ekki að vera andstæð- ur í raun þegar tekið er tillit til forms og uppsetningar hlutanna. En vegna þessara heitu og köldu blæbrigba verða andstæðurnar ekki aðeins marktækar, heldur ákaflega sterkar. í verkinu Landris er mismunandi leirmyndum teflt saman og engu líkara en þar fari fólk, en í sömu andrá má einnig sjá rísandi lands- lag sem enn er í sköpun. Svo lifandi em verkin og í samstillingu hlut- anna leggja höfundamir þunga áherslu á tjáninguna. Sama má segja um verkið Landbrot. Þótt þögnin ríki fremur í því en hávær umbrot, þá er hin þögla tjáning engu síbur áhrifarík. í hinum köldu verkum birtast einnig margbreytileg myndbrot, sem kalla á ólíkustu hugrenningar. í verkinu ísland teygja jökultindar sig í átt til himins, en einnig má sjá hvíta og kalda leirmunina sem einskonar gjörning er minnir á helgiathöfn. Áhorfandinn finnur sig þá í hópi þeirra, sem fylgjast óvirkir með, og af því vaknar sú spurning hvort unnt sé að fjaíla með meiri næmleik eða á tákn- rænni hátt um fjarlægö hinnar klassísku helgiathafnar frá hinni venjulegu manneskju. Hluti leirverkanna eru í raun gerð sem blásturshljóðfæri og hefur tónlistarmaburinn Guðni Franzson samiö tónverk fyrir þessi hljóðfæri. Verkið er komið út á geisladiski í flutningi höfundar þar sem hann leikur á magnaðan hátt undir við þessa sýningu. í töfrum tónanna birtist þungur kraftur jarðarinnar, kraftur leirsins, einfaldur en marg- slunginn í senn í samspili við létt- ari tóna hiins mannlega þáttar. í verkinu birtist í raun ísland elds og ísa, líkt og hlustandinn skynjar þyt í skógi og öldu vib vatnsbakka yfir þungum undirtónum í Finlandíu Síbelíusar. Ef til vill er Lament eða sorgarljóð Guðna Franzsonar eitt- hvert þjóðlegasta tónverk sem sam- ið hefur verið fyrir hljóðfæri á ís- landi. En þótt þessi leirverk séu í raun blásturshljóðfæri, þá fela þau einnig í sér breytilegar myndir eins og önnur verk á sýningunni. Ef vel er að þeim hugað, þá gætu þau allt eins falib í sér mynd selsins þar sem hann sefur á útskerjum og hefur mannsaugu. Með þessari sýningu hafa þær Edda og Kogga brotið blað. í hönd- um þeirra verður leirinn ekki að- eins safn haganlega gerðra hluta, heldur mótar leirlist þeirra eina heild, sem segir margbreytilegar sögur eftir því hvernig lesið er á milli lína. Eðli góðs skáldskapar er að í honum birtast margvíslegar myndir og brot, spurningar og stundum svör. Edda og Kogga hafa verið skáldskapargybjunni trúar vib hinn fjórhenta leik sinn að leirnum, og útkoman verður „lif- andi leir". Sjón er sögu ríkari. -ÞI FÖSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES AÐ MÆLA STÖÐU Fyrir svona fjörutíu árum tók borgar- stjórnin í Reykjavík stö&umæla í sína þjónustu til að grei&a fyrir umferö um mi&borgina. Þá kostaði eina krónu í stöðumælinn fyrir hverja klukkustund. í dag kostar klukkutíma dvöl við stöðumæli fimmtíukall og því hefur verðlagið fimmtíufaldast fyrir utan að tvö núll voru klipin aftan af krónutetr- inu fyrir nokkrum árum. Samtals hef- ur því staðan við mæli í miðborgar- kvosinni fimmþúsundfaldast á fjórum áratugum, eða hundraðtuttuguog- fimmfaldast á hverju ári. En með því er ekki öll sagan sögð: Lengi vel lifðu ökumenn og stöðu- mælar saman í makalausri sambúð í borginni og hallaði á hvorugan uns dró til tíðinda við Reykjavíkurtjörn. Borgarstjórinn vildi þá byggja sér ráð- hús a& hætti Loðvíks fjórtánda og reyndi að fela raunverulegan kostnað við byggingu ráðhúsbraggans með því að skrifa hluta hans á stöðumæla- sjóð vegna bílastæða í kjallara. Fyrir bragðið tæmdist sjóðurinn og gal- tæmdist og safnaði brátt skuldum. Þá var gripið til þess ráðs að herða tökin á ökumönnum og mannýgar sveitir stöðuvarða kembdu miðborg- ina og eirðu engu kviku. Ráðist var á bíla úr launsátri á meðan ökumenn gengu í banka að skipta seðlum í hæfilega mynt og brynvarbir kranabíl- ar drógu bílana sem eftir lifðu í sér- stakar bílafangabúðir undir lögreglu- vernd. Á sama tíma var byggð stórverslun í Kringlumýrinni með ókeypis bíla- stæði undir þaki, og borgarstjórnin gróf í sundur sjálfa Miklubrautina til ab greiða götu manna að þessum ókeypis bílastæðum utan við mið- borgarkvosina. Atlaga íhaldsins að miðborginni náði hámarki og kvosin man sín fífil fegurri. En sér grefur gröf þótt grafi og Reykvíkingar köstuðu rekunum á borgarstjórn íhaldsins í síðustu kosn- ingum. Úrslitin komu engum manni í opna skjöldu. Reykjavíkurlistinn tók við stöðumælum borgarinnar og vinir kvosarinnar vonuðu að borgarfulltrú- ar R-listans hefðu dýpri hjartarætur í miðbænum en gamli borgarstjórinn úti ÍTjörninni. En allt kom fyrir ekki. Okkur kjósendum R-listans til skelfing- ar hélt nýr meirihluti áfram hernaðin- um gegn miðborginni. Að vísu hefur heldur slotað verstu atlögum stöðu- varða og hörðustu ökumenn ná að kasta mæðinni á milli sektarmiða. Það ber vissulega að lofa, en betur má ef duga skal. Þegar minnst varði settu borgaryfir- völd stöðumæla í gang á'laugardög- um upp úr þurru og kom sú ákvörð- un eins og þjófur á nóttu yfir borgar- búa og gesti þeirra. Laugardagsgjald- ið hefur ekki verið kynnt nægilega fyrirfólki og á laugardagsmorgnum sjást enn sótrauðir ökumenn steyta hnefann með sektarmiða að ráðhús- inu Ijóta og blóta upphátt í morgun- sólinni. En það er hægt að mæla fleira en stöðu bíla á fögrum sumardegi og staða borgarstjórnar var mæld í skoð- anakönnun um daginn samfara for- setakjöri. Þrátt fyrir að múgur og margmenni flykktist um Ólaf Ragnar Grímsson, sögðust sömu kjósendur ekki mundu styðja Reykjavíkurlistann áfram til valda. Méirihlutinn kolfellur því í næstu kosningum, nema hann bæti ráb sitt. Borgarfulltrúar R-listans geta dundað við að draga sektarmið- ana í kvosinni frá væntanlegum kjör- seðlum og slá þannig nokkuð raun- hæfu máli á kjörfylgið sitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.