Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 1
4- Þaó tekur aöeins eitm einn ¦ | ¦virkan daa % aÖ korna póstinum ^^^J PÓSTUR þinum tilskila ^^^ OG SlMI STOFNAÐUR1917 80. árgangur Laugardagur 13. júlí 131. tölublað 1996 Marel fœr stórverkefni fyrir norska laxabœndur: Ætla að auka ennarðsemi af laxeldi „Meb þessu er að verba umbylting í laxveibinni þar sem farib er út í meiri vinnslu. Viö tökum af skar- ib meb vinnsluferlib, komum meb nýjar hugmyndir sem leiba til þess ab móta mjög þær vinnsl- ur sem endurbyggbar verba á næstu árum," sagbi Lárus Ásgeirs- son hjá Marel, en fyrirtækib hefur gert stóran samning vib Hy- drotech Gruppen í Noregi um laxaflæbilínukerfi ásamt flokkur- um og skurbarvél. Þetta fyrirtæki framleibir 9 þúsund tonn af laxa- og urribaafurbum á þessu ári. Marel er í raun falið að þróa nýja kynslóð af flæðilínum, sérstaklega hannaða fyrir lax með áherslu á vörumeðhöndlun. Er það að sjálf- sögðu mikið hrós fyrir Marels- menn og íslenska tæknimenn. Ing- ólfur Árnason hönnuður frá Akra- nesi er samstarfsaðili í verkefninu. Hugsun norskra laxeldismanna er að leggja sem mest af útflutning á heilum laxi, en vinna hann í sér- pakkningar, og fá þannig enn meiri arðsemi af laxeldinu en áður. Þessi fyrsta pöntun Norðmanna kostar um 90 milljónir króna. -JBP Hrottafengin árás manns á stjúpföbur sinn: Líöan mannsins eftir atvikum „Maburinn er í haldi og þab er unnib ab rannsókn málsins hér. Hann verbur væntanlega úr- skuröaður í gæsluvarbhald síbar í dag," sagbi Hörbur Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá RLR, í gær abspurbur um rannsókn á máli mannsins sem rébst hrottalega á aldraban stjúpföbur sinn í fyrra- kvöld. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, réðst á 82 ára gamlan stjúpföðúr sinn og stakk hann í bæði augun um hálfellefu í fyrrakvöld. Árásin var gerð á heimili stjúpföðurins og móður árásarmannsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Tímans liggur ekki ljóst fyrir hvort árásar- maðurinn er ósakhæfur vegna geð- fötlunar. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur er líðan gamla mannsins eftir atvikum. Hann fór í aögerð á augum í gær- morgun. -LÓA Tceknimenn Marels hafa ímörg horn ab líta. Igœr voru þeir ab útbúa mötunarbúnab íflæbilínu, sem seld er til Bandaríkjanna. Tímamynd Pjetur Hráefnisgœöi loönunnar hafa versnaö frá upphafi vertíöar. Kemur til greina ab lengja bibtím- ann í höfn. Forstjóri SR-Mjöls hf: Markaðsverö loðnuafurða hefur lækkað umtalsvert Jón Reynir Magnússon for- stjóri SR- Mjöls hf. seglr þaö vel koma til greina að skip- stjórar loðnuskipa gefi sér meiri tíma í veiöarnar til þess aö finna betri lobnu en þá sem skipin hafa verið ab koma meb. Hann segir aö á þeim stutta tíma sem libinn er frá því veibarnar byrjubu hafa hráefnisgæbi lobnunnar versnab. Mikil áta er í lobn- unni auk þess sem meira er af smærri lobnu í aflanum en var í byrjun vertíbar. Af þeim sök- um sé ekki útilokab ab þab verbi ab lengja bibtímann í höfn eftir löndun til ab kom- ast hjá því ab bræba ávallt gamaít hráefni. Þá hefur markaðsverb á lýsi lækkab um 15% og á mjöli um 6% á skömmum tíma vegna meira framboðs. Þrátt fyrir þess- ar sviptingar á markabnum greiða SR-verksmiðjur um fimm Ódýrast ab tala í síma á íslandi Þriggja mínútna símtal er ódýr- ara á íslandi en á hinum Norð- urlöndunum, Bretlandi eða Þýskalandi, hvort sem miðað er við símtal innanbæjar, á hæsta taxta ellegar í mismunandi far- símakerfum, sem sjá má á þessu línuriti. Þriggja mínútna símtal í GSM farsíma kostar þannig yf- ir 220 kr. í Þýskalandi. Nánar fjöllum við um ódýr- an síma á íslandi á bls. 12 ISK 250- 200 150 100^ 50 A { \ Staöartaxti | | Farsími NKT jj Hæsti taxti j~| Farsími GSM Island Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland BretlandÞýskaland þúsund kr. fyrir loðnutonnið uppúr sjó eins og í byrjun ver- tíðar. „Þetta er frjáls markaður og útgerðarmenn og sjómenn geta farið með loðnuna þangað sem þeir fá hæsta verðið. Það er eng- inn sem bannar þeim það," seg- ir Jón Reynir um þá gagnrýni sem fram hefur komið á verð- lagningu á loðnunni. Hann vís- ar því á bug að um einhverja samtryggingu sé að ræða um verð á milli verksmiðja. í því sambandi bendir hann m.a. á að einstaka verksmiðjur greiða sínum skiþum kannski eitthvað hærra verð en sem nemur mark- aðsverði. í þeim tilfellum sé um „innanbúðarverð" að ræða þar sem menn séu nánast að greiða sjálfum sér. Hann segist hinsvegar hafa skilning á því að staða loðnuút- gerða sé þröng þegar verksmiðj- urnar ráða ekki við þann mikla afla sem að landi berst og því hefur orðið að stýra sókninní með tilliti til þess sem verk- smiðjurnar geta afkastað. „Afköst verksmiðjanna eru háð ástandi loðnunnar og því lengur sem hún bíður í þróar- rými verksmiðjanna því meira fara afköstin niður. Því meira sem afköstin minnka því meiri verður pressan að koma meiru fyrir í verksmiðjuþrærnar. Þann- ig að þetta vindur uppá sig eins og snjóbolti og afköstin geta dottið niður úr öllu valdi ef ekki er hægt að hafa einhverja stjórnun á þessu," segir forstjóri SR-Mjöls hf. Hann segir að þetta sé helsta ástæðan fyrir þeirri ákvörðun verksmiðja að láta skipin bíða í nokkurn tíma í höfn eftir lönd- un áður en þau geta haldið til veiöa á ný. En töluverð óánægja hefur veriö meö þetta fyrir- komulag þar sem skipin hafa orðið að bíða í allt að 48 tíma, eða í tvo sólarhringa áður þau þau geta lagt aftur í hann eftir löndun. Jón Reynir segir að þetta fyrirkomulag sé ekki að- eins gert með hagsmuni verk- smiðja í huga heldur einnig flotans. „Það er minna gagn í þessum verksmiðjum ef afköst þeirra eru langt undir því sem þau ella gætu verið. Það verða menn að skilja," segir Jón Reynir Magn- ússon forstjóri SR-Mjöls hf. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.