Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. júlí 1996 7 Hcekkun leikskólagjalda meginástœba 0,1% hœkkunar neysluverbsvísitölu Hagstofunnar: Leikskólagjöld hækkað um 18% á árunum 1995/96 Frá Stefáni Bö&varssyni, fréttaritara Tímans í uppsveitum Árnessýslu: ,Já," segir alþingismaöurinn Össur Skarphéöinsson. Skyldi hann eiga við kjósend- ur sína? Eöa þaö, aö ekki er maðurinn ýkja hávaxinn? Nei — hann á viö atkvæöi sín í kjördæmi líffræðingsins Össurar Skarphéðinssonar, nefnilega stórurriöana í Þing- vallavatni: „Þeir verða seint kynþroska, ekki fyrr en 8 til 9 ára gamlir og veröa þess vegna svona stórir." Þetta koma m.a. fram á fræðslu- fundi á náttúrufræðasetrinu aö Alviöru undir Ingólfsfjalli fyrir skömmu, þar sem Össur flutti erindi um aðaltóm- stundamál sitt, stórurriöann í Þingvallavatni. „Og þaö sem meira er og jafnvel merki- legra en þaö, aö hann hrygn- ir einungis annaö hvert ár uþp frá því." í máli Össurar kom fram að urriðinn hefði numið land hér fyrir um 9 þúsund ámm, á hnignunarskeiði ísaldar, heföi þá sem sjóbirtingur lokast inni í Þingvallavatni, eftir a.m.k. eitt þúsund ára aðgengi frá sjó, og styöst þar m.a. við rann- sóknir konu sinnar, Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur jarð- fræðings, á sæskeljum við Sogsfossa, en eins og flestum mun kunnugt rennur Sogið úr Þingvallavatni og heitir Ölfusá eftir að hafa sameinast Hvítá einmitt við Alviðru. „Stórurriðinn í Þingvalla- vatni og íslenskir rauðhausar geta rakið uppruna sinn úr sömu átt, þ.e. frá ströndum keltneskra víkinga," sagði Öss- ur og klóraði sér í hausnum, „en hann hefur það fram yfir okkur sem tegund, að hafa meiri fjölbreytni erfðafræði- lega en nokkuð annað þekkt hryggdýr. Þessi fjölbreytni ruglaði flesta þekktusm vís- indamenn fyrri tíma í ríminu því þeir vildu gjarnan flokka hvert afbrigði sem tegund, en Jónas Hallgrímsson komst ná- lægt því sem kennt er í dag, að um eina tegund sé að ræða." Stómrriðinn hefur í gegnum aldirnar verið toppurinn í F.h. hjónin Valgeir Þorvaldsson og Cubrún Þorvaldsdóttir, þá sýslumannshjónin, og Örn Þórarinsson oddviti Fljótamanna. Vesturfarasetriö á Hofsósi opnað Frá Guttormi Óskarssyni fréttaritara Tímans á Hofsósi: Vesturfarasetriö á Hofsósi, sem Valgeir Þorvaldsson hef- ur haft forgöngu um aö stofna og byggt upp í gamla kaupfélagshúsinu viö höfn- ina, var opnaö sl. sunnudag, 7. júlí. Mikill fjöldi manns sótti samkomuna, og meöal gesta var forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Einn- ig voru þama mættir Vestur- íslendingar sem eiga ættir aö rekja til Islands. Það var mál manna að stofn- un Vesturfarseturs mundi styrkja tengsl Vestur-íslend- inga við gamla landið og einn- ig styrkja okkur Frónbúa að rækta sambandið við frændur okkar fyrir vestan. Meðal gest- anna að vestan var formaður Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, Loris Johansen, sem flutti ávarp og mælti á ís- lensku. „Ég finn sterkt að ég er íslendingur og sérstaklega þeg- ar ég er komin hingað norð- ur", sagði Loris Johansen m.a. í ræðu sinni. ■ Um 18% meöaltalshækkun á leikskólagjöldum á stærstan þátt í 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs milli júní og júlí. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar koma raunvem- lega tvær hækkanir inn í vísi- töluútreikninginn að þessu sinni: Annars vegar 10-12% hækkun núna um mánaðapiót- in og hins vegar áhrif þess að leikskólarnir opnuðu heilsdags- pláss handa börnum hjónafólks í byrjun síðasta árs, gegn 19.600 kr. mánaðargjaldi. En áður vom einungis börn úr forgangshóp- um á leikskólum allan daginn. Þar sem ekki var þá vitaö um hlutfall þessa hóps af heildinni var ekki unnt að reikna gjaldiö inn sem hækkun meðalkostnað- ar. Nú hafa upplýsingar þar um fengist og vægi þessa verið reiknað, sem kemur út sem u.þ.b. 6% meðalhækkun á leik- skólagjöldum. Barnaheimilisútgjöld og hús- hjálp reiknast 1,1% heimilisút- gj alda „vísitölufjölskyldunnar". Þetta er jafn stór útgjaldaliður í vísitölugmndvellinum og kaup á gosdrykkjum og léttöli, en ör- litlu lægri en rafmagnsreikning- urinn Aðrar verðlagsbreytingar virð- ast hafa verið fremur fáar og smáar milli júní og júlí, ef und- an er skilin nær 13% verðlækk- un á liðnum „annað grænmeti" og 1% verðlækkun á bensíni. Þessir liðir leiddu til álíka lækk- unar á vísitölunni eins og hún hækkabi vegna leikskólagjald- anna. Vísitala neysluverðs reiknast 176,9 stig núna í júlí, eba 2,4% hærri heldur en fyrir 12 mánub- um. ■ Össur Skarphébinsson ab fá 'ann í veibitúr fyrir 10 árum. — Hans helsta tómstundamál er stórurribinn. Verða þeir stóru seinna kynþroska en hinir? fæðukeðju Þingvallavatns, en einn megiþátturinn í rann- sóknum Össurar er hnignun hans í kjölfar virkjunar Efra- Sogs fyrir rúmum 35 ámm, þar sem lífsviðurværinu var raskað á harkalegan hátt og ekki síður síðar með hækkun og lækkun vatnsyfirborðsins með hrika- legum afleiðingum fyrir lífríki alls vatnsins, þessa mesta stór- urriðavatns á jörðinni, að áliti Össurar. Hér er aðeins minnst á örfá atriði sem fram komu í erindi Össurar, en stærð fiska, myndir af veiðimönnum og feng, veiðisögur, veiðiskýrslur og samanburður við urriðavötn erlendis bar líka á góma, og það sem kannski var eftir- minnilegast hversu vísindalega fyrirlesarinn flokkaði heimildir sínar, lífs og liðnar, en meðal hinna fyrrnefndu vom við- staddir þeir Kaldárhöfðabræð- ur, Óskar og Kjartan Ögmunds- synir, en um stómrriðann í Þingvallavatni og fylgifiska hans má nánar fræðast í bók sem væntanlega verður gefin út innan skamms. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.