Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 13. júlí 1996 „Mér finnast þetta vera ótrúleg viðbrögö, ótrúleg harka sem menn sýna í málinu, vegna þess ab það á í raun ekkert ab koma á óvart í þessu. Þó þetta mál, að flytja Landmælingarnar, hafi ekki verib í opinberri umræðu, þá er þama um ab ræða mál, sem var rætt fyrir þremur ámm síðan. Þab var í tíb fyrri ríkis- stjórnar og samkvæmt ákvæb- um í stjómarsáttmála þeirrar ríkisstjómar var, ef ég man rétt, eba a.m.k. í stefnu hennar að kanna leibir til aö flytja til op- inbera þjónustu. Viö höfum fjallab um þab líka í núverandi ríkisstjóm ab þab sé eblilegt ab skoba þá möguleika ab opinber þjónusta sé ekki öll á einum og sama stab. Þetta hefur verib í ályktunum stjóma og stjóm- málaflokka, þab hafa verib sett- ar á laggimar nefndir til þess ab skoba þetta og koma meb tillög- ur en þab hefur alltaf strandab á því ab menn treystu sér ekki til ab hrinda þessu í framkvæmd. Þá náttúrulega spyr ég: Hvab þýddi þetta allt saman? Var þetta bara einhver hugarfrib- þæging og eitthvert raus sem enginn meinti neitt meb?" Sjálfsagt ab hafa opinbera þjónustu annarsstaðar Guðmundur telur þvert á móti að það sé sjálfsögð framkvæmd að hægt sé að reka opinbera þjónustu annarsstaðar en í Reykjavík og nefnir tvö dæmi sem heyra undir hans ráðuneyti, embætti Veiði- stjóra sem flutt var á Akureyri og Skógrækt ríkisins sem flutt var til Egilsstaða. „Ég veit ekki betur en Guömundur Bjarnason umhverfis- og landbúnaöarráöherra svarar gagnrýni sem fram hefur komiö á flutning Landmœlinga íslands til Akraness: Furðulegt að það skuli allt í einu bregða svo við þegar eitthvað reynir á í þessu sambandi, sem er þó ekki eins og himin og jörð séu að farast, að þá skuli nánast liggja við að talsmaður Reykjávíkurborgar, Pétur Jónsson, sé með hótanir gagnvart sveitarfélögum annarsstaðar á landinu efþau œtla eitthvað að reyna að taka þátt í þessari þróun og styrkja sína stöðu eða verjast flóttanum. það gangi ágætlega og sé allt í lagi með rekstur þessara stofnana þó þær séu ekki á Reykjavíkursvæð- inu," segir Guðmundur. Hann segir enga breytingu orðna á þeirri ákvörðun sinni að flytja Landmælingar íslands til Akraness. „Ég hef að vísu meira hlustað á um- ræðuna heldur en hitt. Mér var auð- vitað alltaf ljóst að þab yrðu um þetta mjög skiptar skoðanir. En ég tel hins vegar að þab hafi ekkert komið fram í þessari umræbu í raun sem sannfærir mig um ab þetta geti ekki gengið." Flytur eftir tvö og hálft ár Flutningurinn hefur verib tímasett- ur og skal stofnunin flytja ekki síð- ar en um áramótin 1998-1999. „Ég tel að það sé gefinn alveg bærilega rúmur tími miðað við sumt annað sem hefur gerst þegar ménn hafa verið að ákvarða flutninga, sem ekki hefur þó verið mjög mikið um, þó eitthvað. Þá hefur það stundum torveldað málið og gert það erfiðara í framkvæmd að menn hafa ekki gefið sér nægan tíma til þess, bæði fyrir viðkomandi stofnanir og svo auðvitað ekki síður starfsfólkið. Ég hef þess vegna gert ráð fyrir því að gefa þessu nokkuð rúman tíma." Þýbir ekki umtals- verba breytingu -En verður einhver breyting á stofnun- inni sem slíkri, stendur til að einka- vœða hana einhverju leyti? „Ég hef ekki hugsað mér að þessi tilfærsla ætti að þýða umtalsverða breytingu á starfi stofnunarinnar. Ég hef gert ráð fyrir að vib værum ab flytja stofnunina úr einum stað í annan án mikilla breytinga á henni. En það er hins vegar ijóst að það eru vissir þættir í starfseminni sem ekki eiga erindi eða ekki verða reknir á Akranesi og þá tala ég t.d. um smásöluverslun á kortum. Það sjá auðvitaö allir að sú starfsemi þarf að vera meira tengd markaðin- um og ég hygg að það megi tengja það ennþá meira og betur markað- inum heldur en Landmælingamar sjálfar hafa gert í Reykjavík." Guð- mundur telur jafnframt að semja megi við eða fela öðmm aðilum hluta starfseminnar og segir að framkvæmdanefnd um flutning- ana, sem þegar hefur verið skipuð, muni líka fjalla um þá þætti, í sam- ráði við framkvæmdanefnd ríkis- stjórnarinnar um einkavæðingu sem verði til samstarfs, samráðs og ráðgjafar um hvað hægt sé að gera. Umtalsverður kostnaður við flutn- ing Landmælinga íslands hefur ver- ið ofalega í umræðunni og hafa ýmsir talið hann sterk mótrök við flutningunum. Guðmundur Bjamason segir það úr lausu lofti gripið. Mibab vib einhverjar gamlar tölur „Það er gert mikið úr einhverjum óheyrilegum kostnaði við þetta og þá miðað við einhverjar gamlar töl- ur sem ég veit nú ekki hvaðan em nákvæmlega fengnar. En þá er nátt- úrulega verið að gera ráð fýrir því að það yrði keypt hús fyrir starfsemina uppi á Akranesi og það gert að kostnaði við flutninginn. Auðvitað er það í tvennum skilningi algjör- lega óraunhæft vegna þess að menn em að tala um að leigja húsnæði, eins og gert er í dag. Svo er náttúru- lega ekki hægt að setja það undir kostnað við flutning þó ákveðið sé að kaupa húsnæði. Það gat vel verið að það yrði gert í Reykjavík líka, að við keyptum húsnæðið sem starf- semin er í við Laugaveg í dag. Væri Gubmundur Bjarnason. það þá kostnaður við hvað? Við flutning?" Akranes bobist til ab taka þátt í kostnabi Guðmundur segir samanburðinn algjörlega óraunhæfan og að hann leyfi sér að fullyrða að hann muni ekki nálgast þessar upphæðir. „Auðvitað verður einhver kostnað- ur við flutning á öllum búnaði frá einum stað til annars og væri það jafnvel þó það væri bara flutningur innanbæjar. í þeim kostnaði hefur Akranesbær boðist til þess að taka þátt vegna þess að hann leggur áherslu á að fá þessa atvinnustarf- semi og þar að auki ætlar hann að takast á við félagslega þáttinn sem þessu fylgir eftir því sem þaö er á valdi bæjarfélagsins. Ég held að í þessu sambandi séu málin þannig undirbúin að flutningurinn sé langt frá því að vera óyfirstíganleg- ur og undrast reyndar þessi hörðu viðbrögð." Undrast vibbrögb Reykjavíkurborgar „Ég undrast náttúmlega líka þau viðbrögð sem borgarráð eða borgar- stjómaryfirvöld hafa sýnt í þessu máli því á undanförnum ámm og áratugum hefur öll starfsemi meira og minna sogast til höfuðborgar- svæðisins. Það er auðvitað svo þekkt saga að það þarf varla að end- urtaka hana fyrir nokkurn mann og þess vegna furðulegt að það skuli allt í einu bregða svo við þegar eitt- hvað reynir á í þessu sambandi, sem er þó ekki eins og himin og jörð séu aö farast, að þá skuli nánast liggja við að talsmaður Reykjavíkur- borgar, Pétur Jónsson, sé með hót- anir gagnvart sveitarfélögum ann- arsstaðar á landinu ef þau ætla eitt- hvað að reyna að taka þátt í þessari þróun og styrkja sína stöðu eða verjast flóttanum." Ekkl fjárveitingar fyr- ir endurnýjun og framkvæmdum Það hefur einnig verið nefnt að ný- lega hafi verið ráðist í endurnýjun og framkvæmdir við húsnæði Landmælinga íslands við Laugaveg. Guðmundur segir ekki hafa verið heimild fyrir slíku á fjárlögum. „í fyrsta lagi vom ekki fjárveitingar á fjárlögum til þess þannig að stofn- unin hefur tekiö það þá út úr öðr- um rekstri án þess að það væri merkt til slíkra hluta. Á hinn bóg- inn er ég ekkert að gera lítið úr því að það hefur kannski þurft að lag- færa eitthvað húsnæði og aðstöðu. Enn á stofnunin eftir að vera þarna í tæp þrjú ár, eða tvö og hálft ár, þannig að auðvitað er ekkert óeðli- legt að eitthvað þurfi að gera fyrir húsnæðið þannig að ég held að þetta sé ekkert stórslys eða dauða- synd." -ohr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.