Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. júlí 1996 9 Ögmundur Jónasson: Þörf á málefna- legri umræöu essa dagana er heilbrigðisráð- herra að kynna hugmyndir um hvernig efla megi heilsu- gæsluna í landinu. Hún hefur búið við fjárskort og er það að sjálf- sögðu fagnaðarefni ef ríkisstjórnin gerir ráðstafanir til þess að efla heilsugæsluna, sem er og á að vera, grunnur heilbrigðisþjónust- unnar. En fleira hangir á spýtunni. Til stendur að draga úr þjónustugjöld- um, bjóða upp á þann valkost að fólk greiði ekki komugjöld á heilsugæslustöðvar, en borgi þess í stað nefskatt, eins konar trygg- ingu, upp á 1500 til 2000 krónur. Að vissu leyti væri þetta spor fram á við, miðað við það fyrirkomulag sem við búum við núna. Kostnaði, sem nú fellur einvörðungu á þá sem verða að leita sér lækninga, yrði með þessu dreift á einstak- linga sem ekki þurfa á lækningu að halda. Horfiö frá samábyrgö Hins vegar er ærin ástæða til að gjalda varhug við þessum hug- myndum. í fyrsta lagi er um nef- skatt að ræða, jafnháa krónutölu fyrir tekjulága og tekjuháa, gagn- stætt því sem tíðkast í almenna tekjuskattskerfinu, sem er tekju- tengt. í öðru lagi eiga þeir sem eru heilsuhraustir kost á því að undan- skilja sig skattlagningunni. Þetta er grundvallaratriði, því með val- frelsi í skattlagningu er horfið frá samábyrgð og yfir í einstaklings- bundnar lausnir. Ekki er ráðgert að mismuna í þjónustu á þessu stigi, en hætt er við því að brautin liggi þangað. Hér er ekki um einhverja smávægilega tæknilega breytingu á skattlagningu að ræða, heldur er hér verið að taka upp kerfi sem er í grundvallaratriðum frábrugðið því sem við eigum að venjast. í þriðja lagi er ástæða til að ótt- ast að fólk, sem hefur mjög lítil fjárráð, muni ekki greiða nefskatt- inn, heldur taka áhættu af því að borga hann ekki, en fyrir bragðið standa frammi fyrir þjónustu- gjöldum ef heilsan bregst. Aubvit- að má til sanns vegar færa að þab fólk verði ekki verr sett en við nú- verandi abstæður. Hætt er hins vegar við því að kostnaðarhlutfall muni breytast í kjölfariö og trygg- Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum undanfama daga, mælist ákvörðun umhverfisráðherra um flutning Landmælinga íslands af- ar illa fyrir meðal starfsmanna stofnunarinnar. Leiðarahöfundar tveggja dagblaða hafa jafnframt gagnrýnt ákvöröunina mjög harð- lega, en aðrir hafa talið sjálfsagt að landsbyggðin fái til sín hluta op- inberrar starfsemi. En burtséb frá allri umræðu um það hvort flutningur slíkra stofnana sé æskilegur eða ekki, er mjög baga- legt hversu mikil óvissa virðist ríkja um margar hliðar málsins, einkum þær er snúa að réttindum starfs- manna. Á því sviði virðist vera fátt ingin vega þyngra til þess að örva fólk til að greiða hana. Og þyngra vegur hún eftir því sem komu- VETTVANCUR gjöldin yrbu hærri. í fjórða lagi má búast við því að áður en langt um líöur muni tryggingafélögin fara ab ásælast þessa sjúkratryggingu. Hvers „Auðvitað má til sanns vegar fœra að það fólk verði ekki verr sett en við núverandi aðstœður. Hœtt er hins vegar við því að kostnaðarhlutfall muni breytast í kjölfarið og trygg- ingin vega þyngra til þess að örva fólk til að greiða hana. Og þyngra vegur hún eftir því sem komugjöldin yrðu hœrri." vegna ætti ríkið að sjá um hana en ekki aðrar tryggingar einstaklings- ins? Öllu ægir saman í þeirri umræðu, sem nú fer fram um heilbrigðisþjónustuna, ægir öllu saman: þjónustugjöldum, nefskatti, tilvísanakerfi, útboðum og einkavæðingu. Eflaust er það rétt hjá leiðarahöfundi Tímans á fimmtudag, að „langvarandi deil- ur um heilbrigðisþjónustuna og innan hennar eru almenningi að mestu óskiljanlegar". Iðulega sé um að ræða hagsmunaárekstra innan kerfisins og ættu heilbrigð- isstéttir að sjá sóma sinn í því að leggja niður deilur sín á milli og leggja heilbrigðisyfirvöldum lið til góbra verka. Stjórnarandstaðan fær sömu einkunn í þessum sama leiðara, sem ber fyrirsögnina „Skablegar deilur". Frá stjórnarandstöðunni hafi heyrst hljóð úr horni. Ráðstaf- anir heilbrigbisrábherra komi til með að breikka bil milli ríkra og fá- tækra. Slíkt er fásinna, segir leið- arahöfundur Tímans, og „er slíkur málflutningur ekki nokkrum læs- um manni bjóbandi. Þeir sem kjósa heimilislækna og tilvísana- um reglur. Á Alþingi i vetur lagði Hjörleifur Guttormsson fram þings- ályktunartillögu að slíkri reglugerð. Þar kemur fram að þó ýmsar tillögur hafi síðustu ár verið settar fram um flutning stofnananna sjálfra, hafi lít- ið sem ekkert verið rætt um réttar- stöbu starfsmanna. Þaðan af síður sé í núgildandi lögum að finna neinar reglur eða ákvæði um slík mál. í til- lögunni segir ennfremur að mjög brýnt sé að setja reglur sem nái ekki einungis til þeirra, sem kjósa að halda áfram störfum, heldur einnig tilþeirra sem ákveða að flytja ekki. I því samhengi bendir Hjörleifur á sambærileg dæmi frá hinum Norð- urlöndunum, þar sem mun stærri kerfið, greiða aðeins 1500 til 2000 krónur einu sinni á ári, sama hve oft þeir leita læknis síns eða heilsu- gæslustöðvar. Greiðsla til sérfræð- inga lækkar til mikilla muna. Á þessu sést að lasburða og auralítið fólk mun verja miklu lægri fjár- hæbum fyrir læknisþjónustu en gerist og gengur í núverandi kerfi." Stígum skrefið til fulls Eins og hér hefur verib rakið, þá er þab rétt að þessi breyting kann ab verða til þess að draga úr út- gjöldum fólks sem þarf mjög á heilbrigðisþjónustu að halda. Það er hins vegar óskiljanlegt hvers vegna skrefið er ekki stigið til fulls og tilkostnaðurinn færður inn í al- menna tekjuskattskerfið, í stab þess að bjóba upp á valmöguleika sem gerir heilsuhraustu fólki kleift að undanskilja sig skattinum og það sem verra er, skapa þá hættu að tekjulágt fólk taki áhættu af því að greiða ekki skattinn. Við skul- „Á undanfómum árum hafa verið gerðar miklar breytingar á heilbrigðis- kerfinu, þar sem sjúkling- um hefur stórlega verið íþyngt. Efþað er ásetning- ur heilbrigðisráðherra að vinda ofan afþví kerfi og deila byrðunum, þá þarf að búa svo um hnútana að allir aflögufaerir þegnar landsins komi þar að máli." um ekki gleyma því að trygging fyrir fimm manna fjölskyldu gæti numið 10 þúsund krónum. Fram til þessa hefur velferðar- kerfiö á íslandi að uppistöðu til verib rekið á grundvelli samtrygg- ingar og samábyrgöar; fyrir sam- eiginlegt fé allra skattgreiðenda. Með þessu valfrjálsa fyrirkomulagi er verið að fara inn á braut sem er í grundvallaratriðum frábrugðin því sem tíbkast hefur. Þetta er því eng- in smávægileg tæknileg breyting á skattlagningu. Þetta er grundvall- arbreyting. skref hafi verið tekin í dreifingu stjórnsýslu ríkisins, en hér. T.d. séu í gildi í Noregi reglur um að samráð skuli haft við starfsmenn og þeir styrktir fjárhagslega við flutning og sölu og kaup á húsnæði. Um leið er reynt að útvega maka vinnu og börnum pláss á bamaheimili. Þeir, sem ákveða að flytja ekki með stofn- uninni, eiga m.a. forgang ab lausum störfum hjá stofnunum undir sama ráðuneyti. Allt eru þetta aöeins nokkur dæmi, en þau gefa ákveöna mynd af þeim tryggingum sem starfsmenn ríkisins á hinum Norbur- löndunum eiga rétt á. Ljóst er að reglum um þessi mál er mjög ábótavant hér á landi, og fyrir- staba gegn geðþóttaákvörðunum því frekar lítil. Ráðherravald er nú þegar talið of mikið innan íslenskrar stjórnsýslu, og því ætti að teljast mikilvægt að Alþingi setji reglur um mál sem þessi, svo koma megi í veg fyrir að duttlungar rábherra og við- komandi bæjarstjórnar ráði ferðinni. -sh Flutningar ríkisstofnana: Vantar reglur um réttindi starfsmanna Ogmundur jónasson. Það er mikilvægt að fram fari rækileg umræða um þessi mál í þjóöfélaginu og það er rangt hjá leiðarahöfundi Tímans að slík um- ræða sé til þess eins fallin „að rugla fólk í ríminu", þar sem „ávinning- urinn er enginn" eins og segir í umræddum leiðara. Á undanförn- um árum hafa verið gerðar miklar breytingar á heilbrigðiskerfinu, þar sem sjúklingum hefur stórlega verið íþyngt. Ef það er ásetningur heilbrigðisráðherra að vinda ofan af því kerfi og deila byrðunum, þá þarf ab búa svo um hnútana að all- ir aflögufærir þegnar landsins komi þar ab máli. Enn á heilbrigðisrábherra eftir að ganga frá hugmyndum sínum og mun ráðherrann vonandi taka tillit til uppbyggilegrar og já- kvæbrar gagnrýni, sem fram hefur komið frá stjórnarandstöðu og samtökum launafólks á borð við BSRB. Gagnrýni sem stuðlar að jöfnuði í landinu er í senn jákvæð og til þess fallin að skila þjóðfélag- inu ávinningi. Höfundur er alþingismaöur og formabur BSRB. Frá styrkveitingunni. F.v.: Petrína Þorsteinsdóttir, sem veitti styrknum viö- töku fyrir hönd Stellu Hermannsdóttur, Þjóöbjörg Cuöjónsdóttir, Ásgeir Þorsteinsson, formabur sjóbsstjórnar, og Stefán Hreibarsson, forstöbu- mabur Creiningar- og rábgjafarstöbvar ríkisins. Greiningar- og rábgjafarstöbvar ríkisins: / Uthlutar styrkjum í fyrsta sinn Á XI. vomámskeiöi Greining- ar- og ráðgjafarstöbvar ríkisins í Háskólabíói var í fyrsta sinn úthlutað úr styxktarsjóði stofnunarinnar. Áð þessu sinni hlaut Stella Hermanns- dóttir styrk til framhaldsnáms í talmeinafræbi í Svíþjób, og Þjóbbjörg Gubjónsdóttir hlaut styrk til framhaldsnáms í sjúkraþjálfun í Bandaríkjun- um. Ennfremur var veittur styrkur til að taka saman fræbsluefni um sjúkdóminn Tuberous sclerosis. Styrktarsjóðurinn var stofnað- ur fyrir réttu ári til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til símenntunar og fræði- lega þekkingu og faglega þjón- ustu við fötluð börn og fjöl- skyldur þeirra. Starfsfólk Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvarinnar hefur að jafnaði forgang á styrk- veitingu úr sjóðnum, sem mun fara fram árlega. Sjóðnum hefur boðist fjöldi framlaga frá félögum og einstak- lingum, en tekna er einnig aflað með sölu minningarkorta. Þeim sem vilja styrkja sjóðinn, með einum eða öðrum hætti, er bent á að snúa sér til Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar, Digra- nesvegi 5, Kópavogi, s. 564 1744, eða Breiðholtsapóteks, s. 557 3390. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.