Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 1B. júlí 1996 Jónína H j artardóttir Jónína Hjartardóttir fœddist á Flateyri 3. febrúar 1930. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsi ísafjarðarbœjar þann 5. júlí 1996. Foreldrar hennar voru hjón- in Friðfinnur Hjörtur Hinriksson og Guðríður Þorsteinsdóttir, er bjuggu á Flateyri. Faðir Jónínu drukknaði er hún var aðeins tveggja ára gömul og ólst hún síðan upp, ásamt eldri systur sinni, Rögnu H. Hjartar, fœddri 3. júlí 1927, hjá móðursinni og fóðurafa og - ömmu, þeim Hinrik B. Þorlákssyni og Kristrímu Friðriksdóttur á Flateyri. Jónína stundaði nám við Héraðs- skólann að Laugarvatni og síðar við Húsmœðraskólann á Akureyri. Þann 29. júní 1955 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Kristjáni Hálfdans- syni skrifstofumanni, en þau höfðu þá búið saman um nokkurt skeið og bjuggu eftir það á Flateyri, að undan- skildum átta árum er þau störfuðu við Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði. Þau hjón eignuðust sjö böm, en stúlku- bam dó við fœðingu. Börn þeirra hjóna em: Guðmundur Helgi skipstjóri, f. 20.10. 1952. Maki: Bergþóra Kr. Ás- geirsdóttir. Hinrik framkvœmdastjóri, f. 18.03. 1954. Maki: Ingibjörg Kristjánsdóttir. Hálfdan sjómaður, f. 06.02. 1956. Maki: Hugborg Linda Gunnarsdóttir. Kristjana húsmóðir, f. 14.01. 1958. Maki: Birgir Laxdal. Ragnar Hjörtur fisktæknir, f. 15.09. 1959. Maki: Þónmn ísfeld Jónsdóttir. Guðríður Rúna húsmóðir, f. 21.10. 1965. Maki: Mattliías A. Matthíasson. Jónína eignaðist sautján bamaböm, sem öll eni við bestu heilsu, en sjálf hefur hún átt við langvarandi veikindi að stríða allt frá árinu 1978. Útför Jónínu verður gerð frá Flateyr- arkirkju í dag, laugardaginn 13. júlí, og hefsthún kl. 14.00. Elskuleg systir mín er látin. Vib vorum bara tvær og áttum því hvor abra enn frekar en al- mennt er. Líf okkar var alla tíb mjög samtvinnab, þótt fjöll, dalir og firb- ir skildu ab búsetu okkar síbustu 34 árin. Fabir okkar drukknabi á afmælis- daginn sinn, þegar hann varb 28 ára, og móbir okkar varb brábkvödd abeins 47 ára gömul. Föburforeldrar okkar ásamt mömmu gengu okkur í foreldra stab og áttum vib þeim allt aö þakka. Vib systurnar vorum þvi þakklátar ab geta haft afa og ömmu í nærveru okkar síöustu æviár þeirra. Allt þetta hnýtti okkur frá barnæsku órjúfandi traustum vin- áttuböndum. Viö vorum meira en systur, einnig vinir, trúnaöarvinir, t MINNING sem gott var ab eiga og leita til þeg- ar næöingar lífsins ógnuöu. Þau koma í huga minn núna sannleiks- oröin úr Oröskviöum Salómons: „Mörg eru áformin í mannshjart- anu, en ráösályktun Drottins stend- ur". Heimili Ninnu og Kristjáns eigin- manns hennar ber vitni um frábæra smekkvísi og hvarvetna blasa vib verkin hennar, listræn og vel unn- in, því hún var mikil hannyröa- kona. Stærsta gleöin hennar voru börnin þeirra sex og barnabörnin, öll myndarleg, mannvænleg og gób, enda bar hún mikla umhyggju fyrir þeim öllum. Ninna mín var búin ab ganga í gegnum mikil veikindi og erfiöleika á undanförnum árum, en alltaf sýndi hún sama kjarkinn, dugnaö- inn og lífsviljann. Ég er Guöi þakk- lát fyrir aö ég skyldi komast vestur til hennar og fá aö vera hjá henni síöustu stundirnar ásamt ástvinum hennar. Einn sona hennar sagbi vib mig, þegar hún var látin: „Þab eru þrjú orb, sem lýsa henni mömmu best, þau eru trú, von og kærleikur." Undir þetta get ég tekiö heilshugar. Trúin á Guös handleibslu var henni leiöarljós og bænina mátti aldrei bresta. Vonin var vinur hennar og verndarskjól og viljinn til aö sjá allt í bjartara og betra ljósi. Kærleikur- inn var samt mestur. Hún átti svo mikinn kærleika, sem hún miölaöi óspart til ástvina sinna og reyndar til allra, sem hún umgekkst, því ekkert aumt mátti hún sjá. Hún vildi alls staðar rétta hjálparhönd og sætta og gleöja. Mér finnst því þetta litla ljóö lýsa lífsviðhorfi hennar vel: Eins og stjaman lýsir í myrku himinhvolfinu lýsir trúin í myrkri angistar okkar. Eins og frœið liggur í moldinni og vaknar að vori lifir vonin í djúpi sálar okkar. Eins ogglóðin lifir í öskunni og kveikir bálið vermir kœrleikurinn hjörtu okkar. Missum ekki tríma vonina og kœrleikann leyfum þeim að lýsa upp lífokkar. (Kristjana E. Guömundsdóttir) Það síðasta, sem hún systir mín gaf mér og sonum mínum, voru hlý og falleg minningarorð, sem hún skrifaði, en vildi ekki láta birta, um nýlátinn eiginmann minn, Jón F. Hjartar, en þau voru góðir vinir. Það var góð gjöf, sem ég mun geyma og gæta vel. Guð blessi syst- ur mína. Ég biö góðan Guð að styrkja og styðja Kristján mág minn, börnin hans og fjölskyldur þeirra. Ragna H. Hjartar Guömundur Jóhannesson fyrrum bóndi Króki, Grafningi Guðmundur Jóhannesson, fynum bóndi íKróki í Grafningi, fceddist íEy- vík í Grímsnesi 12. október 1897. Hann lést á Landspítalanum 6. júní s.l. og fór útfór hans fram frá Lang- holtskirkju 13. júní s.l. Jarðsett var í Úlfljótsvatnskirkjugarði. Á hjartað sinn eigin áfellisrétt, er andinn bcer að rengja sig sjálfan? Nei! Lífið á vé þar skal leita að frétt. Ljósmynd vors hugar þarfskuggann hálfan. Með efa oggmn er stofnað vort stríð. í stundlegri tni er þess sigur og friður. Sjálfdcemi á engin œvi né tíð. í eilífð sín leikslok á maður og siður. Þetta erindi úr kvæöi Einars Benediktssonar kom mér í hug við andlát heiðursmannsins, bænda- höfðingjans og frænda míns, Guð- mundar Jóhannessonar. Þar sem ör- uggt er aö hann hefur frá unga aldri kunnað þetta risavaxna kvæði skáldsins, sem orðið hefur honum inngefið og áhrif þess sungið í sál hans. Áriö 1832 hófu búskap í Gelti í Grímsnesi hjónin Sigurður Einars- son frá Bryðjuholti í Ytri-Hrepp og kona hans, Ingunn Bjarnadóttir frá Seli í Grímsnesi. Börn þeirra urðu Mig langar með örfáum oröum að kveöja minn kæra vin, Magnús Snorrason, en hann lést 4. júlí síð- astliðinn, þá nýorðinn 98 ára. Magnúsi kynntist ég á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi þar sem hann var vistmaður og ég vann við sumarafleysingar í mörg sumur. Allt frá fyrsta degi sýndi hann mér einstaka hlýju og uröum við strax góðir vinir. Við höfðum alltaf um nóg að tala þegar við hittumst. Hann sagði mér frá lífinu í sveitinni forðum og samferðafólki sínu. Okk- ur var einnig ljúft að tala um söng- sjö sem upp komust, elst af þeim var Guðrún (eldri). Maöur hennar hét Einar Jónsson bóndi í Eyvík í Grímsnesi, en hún var amma Guð- mundar frá Króki, sem hér er um rætt. Sá fjórbi í röð þeirra systkina var Sigurður, afi undirritaðs, fyrrum bóndi í Grímsnesi, en síðar kennd- ur við Bræðraborg í Reykjavík. Guðrún Sigurðardóttir hóf bú- skap í Eyvík 1856, en missti mann sinn 1878. Eftir það bjó hún ekkja í Eyvík til 1890. Það ár fékk hún heiðursverðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. Var talið að hún hafi verið eina konan í landinu sem fengiö hefði slík verölaun. Jafn- framt frábærum dugnabi var hún einnig bókhneigð og ljóðelsk. Var bjargvættur sinnar sveitar. Fellisvorið mikla 1882 tók hún marga hesta í fóbur, hjálpaði auk þess um hey á 20 bæi í sveitinni. Eyru hennar ávallt opin fyrir kvein- stöfum þurfalinga sem að garði bar. Hún dó 4. ágúst 1901. Guðmundur mundi aðeins eftir svörtu kistunni hennar. Æviatriði þessa sérstæða merkis- manns hafa þegar af aðstandendum verið rakin hér áður með þeim ágætum að hér er litlu við að bæta. Þess vegna verður sú saga lítt rakin t MINNING inn, hann haföi unun af söng og hafði einnig ákveðnar skoðanir á hvab var góbur söngur og hvað ekki. Magnús sat ekki auðum hönd- um á Dvalarheimilinu. Hann tók virkan þátt í handavinnu og ber þá vefnaðinn hæst. Hann óf mottur sem uröu geysivinsælar og prýða þær mörg heimilin. Forspár var Magnús og gat oft sagt manni hvernig veðurfar yrði á sumrin og t MINNING hér, en þar sem hann tók sér fyrir hendur að heimsækja og kynnast þessum ókunna frænda sínum, sem orð þessi festir á blað, skal þeim samskiptum hér lýst ab nokkru, ef þau gætu varpað nýju ljósi eða víkk- að þá mynd hans sem fram hefur komið. Það mun hafa verið 1981 að kom- in var á stað umræða um ættarmót og ættarrit, sem síðar hlaut nafniö veturna. Þegar ég kom til hans til að segja honum að ég ætti von á barni, sagðist hann vita þab. „Þaö er stelpa," sagöi hann. „Mig dreymdi það." Hann hafði mikið yndi af börnum og alltaf ljómaði hann þeg- ar við komum með dóttur okkar til hans og naut hann þess að fá að halda á henni. Vib, ég og fjölskylda mín, viljum þakka Magnúsi fyrir allar góbu sam- verustundirnar og alla hans góð- vild, hlýju og vinskap í okkar garb. Blessuö sé minning hans. Theodóra Galtarætt. Vegna þess að upphafið var frá mér komið fékk ég heimsókn að Hvítárholti. Þar voru komin Guðmundur Jóhannesson, fyrrum bóndi í Króki í Grafningi, ásamt Sæ- unni dóttur sinni. Hann var þá að verða hálfníræður, vann þá í timbri og nærri áratug eftir þab. Við það að líta manninn kom mér í hug að mörg handtökin lægju eftir þennan stóra og stæðilega mann allt frá æsku til elliára. Hann vissi vel um ætt sína og uppruna og af hvaba dugandi fólki hann var kominn. Ferðasögu þá, sem rakin var áður af tengdasyni hans, sagði hann mér alla. Þeir bræður hann og Jóhann í Króki voru svo athafnasamir í fram- kvæmdum að fágætt var á þeim tímum. Guðmundur var ekki þeirrar gerðar ab láta erfiðleika beygja sig. En þegar Jóhann bróðir hans, harð- duglegur og gáfaður maður, veiktist og dó allt í einu, sagði hann að sér hafi þótt sem þrek sitt væri búið og ekkert nema uppgjöf framundan, Fæddur 9. desember 1934 Dáinn 2. júlí 1996 Genginn ertu guðs á vald, gullinn þar sem bíður fyrir handan huliðstjald heimur undrafríður. Drottinn góður gefi þér giftu þar að starfa eins og fyrr í heimi hér harla margt til þarfa. Það er margt, sem þakka ber þér að liðnum degi. Sárt nú þinnar saknað er samfylgdar á vegi. Sannur vinur varstu þar, vannst í félagsanda, glöggsýni og góðvildar, greiddir margan vanda. Er það víst, að aldrei dvín ylur góðra kynna, mun því lifa minning þín meðal vina þinna. Guðmundur Arnfinnsson þegar Jóhanna dóttir hans var skírð á kistunni vib útför Jóhanns. En þeir bræður voru meira en miklir vinnumenn. í tómstundum ræddu þeir um fornbókmenntir, Biblíuna og ýmisleg hinstu rök lífs og dauða. Við heimsóttum hvor annan nokkrum sinnum til ab treysta frændsemi og vináttubönd. Hann kom til mín og sonur hans stuttu áður en hann var allur. Hann kom þá, þessi nær tíræði öldungur, hár og teinréttur með lífsreynslu heillar aldar á herðum sér. Hann lék á als oddi og kveikti líf og fjör út frá sér. En eins og fyrr segir var hann ljóöavinur, kunni heila kvæða- bálka, hafði næman og skarpan skilning á bókmenntum í ræðu og riti, svo að mál hans hrundi í stuðla ef að svo bar undir. Og á síðustu kveðjustund rann upp fyrir mér, að þar færi einn af hinum síðustu full- trúum íslenskrar bændamenningar í gegnum alla sögu til þessa dags. Sigurður Sigurmundsson frá Hvítárholti t MINNING Magnús Snorrason Bragi Hallgrímsson Holti í Fellum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.