Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 24

Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 24
Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: A og NA stinningskaldi og skýjab meb köfl- um. • Breibafjöröur: NA stinningskaldi og léttir til. Allhvasst síbdegis. • Vestfirbir: A kaldi, en NA stinningskaldi þegar kemur fram á dag- inn. • Strandir og Norburland vestra og Nl. eystra: A stinningskaldi og þykknar upp síodegis. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: A stinningskaldi og fer ab rigna nálægt miöjum degi. • Subausturland: Allhvasst og rigning fyrri partinn, en hægari SA og skúrir þegar kemurfram á daginn. • Hiti á landinu verbur á bilinu 4 til 11 stig. Cimli í Manitoba: Kjarvals- sýning í gamla skólanum Nýtilkomiö aö suörœnir áttfœtlumaurar valdi tjóni aö sumrinu á norölœgum breiddargráöum: Suðrænn túnmítill á íslenskum túnum Sýning á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarval, sem opn- uö var 1. júlí sl. í Gimli, hefur fariö mjög vel af staö og vakiö mikla athygli meöal Vestur- íslendinga. Upphafið að sýningunni má rekja til frumkvæöis og áhuga nýstofnaðrar Menningar- og menntamálanefndar í Gimli, og er sýningin unnin í sam- vinnu við Kjarvalsstaði, sem skipulögðu sýninguna og lán- uðu verk. Á sýningunni eru 6 olíumálverk, en auk þess vatns- litamyndir og andlitsteikning- ar, öll úr eigu Kjarvalsstaða. Opnun sýningarinnar var hluti af hátíðardagskrá vegna þjóðhátíðar Kanada og fór fram við Gamla skólann í Gimli, að viðstöddu fjölmenni. Sýningin, sem haldin er í gamla skólanum í Gimli, mun standa til loka ágústmánaðar. -sh Enn einn óæskilegur innflytj- andi er tekinn að angra ís- lenska bændur: áttfætlumaur er nefnist Túnamítill, sem er alþekkt meindýr á suðlægari slóðum þar sem hann leggst á vetrarkorn, en lifir sem egg yf- ir sumarið. „Það er hins vegar nýtt að hann valdi tjóni að sumrinu og þá á norðlægari breiddargráöum. Þá er hann sem egg að vetrinum en virkur að sumrinu. Er talið að farald- urinn hafi komið upp á seinni árum vegna þess að einhver ytri skilyrði í veðurfari eða landnytjum hafi breyst mítl- inum til hagsbóta", segir Bjarni E. Guöleifsson á Möðru- völlum í grein í riti RALA. En þar hafa skemmdir af svo- nefndum „roðamaur" verið rannsakaðar á undanförnum árum. Þessi ófögnuður kom fyrst Starfsfólk Landmœlinga íslands: Ottast ekki vinnuleysi Þó færa megi rök fyrir því aö starf Landmælinga íslands sé afar sérhæft, þá óttast starfs- menn ekki atvinnuleysi, ákveði þeir að segja upp störf- um við stofnunina. Að sögn Hans H. Hansen deildarstjóra hjá Landmælingum starfa þar aðallega landfræðingar, verk- fræðingar, jarðfræðingar, og aðrir sem hafa unnið áratug- um saman við stofnunina. Varðandi það hvort störf þessi séu ekki það sérhæfð að erfitt geti reynst fyrir menn að finna aðra vinnu við hæfi, sagði Hans fullt af öðmm aöilum í korta- gerð, þ.á m. Skipulag ríkisins, Orkustofnun, Háskólinn, RALA, Náttúrufræbistofnun, Norræna eldfjallanefndin, svo og margar verkfræðistofur. Því væru ágætar horfur í atvinnumálum fyrir þá sem ákveba að flytja ekki upp á Skaga. Ekki náðist í forstjóra Land- mælinga á föstudag, enda flestir karlkyns starfsmennirnir farnir í veibiferð. -sh Hafnarverkamenn í Dagsbrún: Helgarvinnubann fram á haustið upp á Grænlandi, þá íslandi, í Norður- Noregi og Norður-Jap- an. Bjarni segir túnmítilinn forðast sólarljósið en sé þeim mun starfssamari á nóttunni. Hann valdi helst tjóni á þurr- lendum túnum, með því að skafa upp yfirborð grasblað- anna, þannig að þau verða slap- andi og fá gráleitan blæ. Skemmdirnar eru mestar á breiöblaða grastegundum svo sem vallarfoxgrasi og háliða- grasi. Að sögn Bjarna klekjast egg túnmítilsins út á vorin strax og efsta jarðvegsyfirborðið hitnar. Hann sé oft kominn á stjá um miðjan maí en hafi lokið ferlin- um í byrjun júní. Mítillinn rýri uppskeruna og minnki meltan- leikann í seinni slætti og kal- íuminnihald, sennilega vegna þess að hann sjúgi kalíumríkan frumusafann úr plöntunum. Úðun með veikri Permasec- blöndu hafi gefið góða raun, en nauðsynlegt sé að úða snemma vors til að mítlarnir verpi sem fæstum eggjum. ■ Cathal O'Brian og Bjarni Ómar Gubmundsson meb stjórnarfána jörundar Hundadagakonungs í Hafnarstrœtinu ígcer. Vmamynd-. Pjetur Hundadagar runnir upp: Flaggað í tilefni stjórnartíöar Jörundar hundadagakonungs í dag er fyrsti dagur hundadaga. Þeir standa yfir hlýjasta tímabil sumars, þ.e. frá 13. júlí til 23. ág- úst. Uppruni nafnsins er rakinn til Fom-Grikkja, þeir tengdu sum- arhita hundastjömunni, þ.e. Sír- íusi, sem um þetta leyti fer að sjást á morgunhimninum. Vertinn á írsku kránni, Dublin- ers, hefur dregið bláan fána með þremur hvítum þorskum á hún. Til- efnið er stjórnartíð Jömndar hundadagakonungs á hundadög- um ársins 1809. Á hundadögum ár- ið 1809 tók danskur ævintýramað- ur, Jörgen Jörgensen sér æðstu völd, lýsti sig „alls íslands verndara og hæstráðanda til sjós og lands". Hálfum mánuði áður hafði hann birt yfirlýsingu sem hljóðaði svo: „allur danskur myndugleiki er upp hafinn á íslandi" og iét taka upp sérstakan þjóðfána, bláan með þremur hvítum þorskum. Hann hét íslendingum sjálfstæði að ári, þegar búið yrði að kjósá almennum kosn- ingum til fulltrúaþings sem hefði löggjafar- og dómsvald. Á þessi heit reyndi hins vegar aldrei því honum var vikið frá völdum og fyrri skipan endurreist, deginum áður en hundadagar ársins 1809 voru liðnir. -gos Heilbrigöiseftirlitiö: Kannar afstööu til hundahalds Hafnarverkamenn í Verka- mannafélaginu Dagsbrún sam- þykktu nýverib helgarvinnu- bann á félagssvæbi sínu frá og meb 5. júlí sl. til og meb 1. sept- ember nk., eba yfir mestu sum- arleyfismánuðina. Að öllu jöfnu er ekki búist vib ab þetta hafi mikil áhrif á starfsemi skipafélaganna vegna þess að þau gera ekki ráb fyrir hafnar- vinnu um helgar nema í und- antekningartilfellum. Engu að síður varð Eimskip fyrir tjóni strax í upphafi banns- ins þegar eitt skipa þess í Amer- íkusiglingum tafðist í tvo sólar- hringa.Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ segir að helgarvinnubannið sé afar óheppilegt og raunar minnis- varði frá gamalli tíð. Hann telur jafnframt að ef og þegar Dags- brún beitir sér fyrir því að banna félagsmönnum að vinna og það veldur tjóni, þá sé það ólögleg aðgerð. Þar fyrir utan sé það dá- lítið sérstakt að eitt fyrirtæki, þ.e. Eimskip af öllum þeim sem eru innan vébanda VSÍ, skuli vera boðaö bann við hverskyns starf- semi um helgar. -grh „Þab hafa verið ákveðnar óskir í gangi, en við vitum ekki hvernig við eigum ab taka þeim, svo við höfum óskab eftir því ab fram fari marktæk skobanakönnun á því hver sé afstaba hestamanna til hundahalds á svæbunum", sagbi Oddur Rúnar Hjartarson fram- kvæmdastjóri Heilbrigbiseftirlits- ins, en stofnunin hefur lagt fram bréf þessa efnis fyrir Borgarráb Reykjavíkur. Hundahald á svæbi Víðidalsfé- lagsins og Hestamannafélagsins Fáks í Elliðarárdal er sem kunnugt er bannað, enda hafa verið brögð að því að hundar sem komist hafa inn á svæðin hafi bitið og fælt hesta þannig að menn hafa dottið af baki og meitt sig. Oddur sagbi ab ef almennur vilji væri fyrir hendi þá kæmi til greina að leyfa hundahald á hestahúsa- svæöunum í einhverri mynd. Könnunin verður líklega gerð með haustinu, og síðan er það Borgar- ráðs að taka endanlega ákvöröun um það hvort breyta eigi núverandi reglum. -sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.