Tíminn - 16.07.1996, Qupperneq 1

Tíminn - 16.07.1996, Qupperneq 1
80. árgangur STOFNAÐUR 1917 Þriöjudagur 16. júlí 132. tölublað 1996 Purity Herbs snyrtivörur blandaöar íslenskum jurt- um, þörungum og lýsi: Um 30 ís- lenskar olíur, krem og sáp- ur á markað Yfir 30 tegundir eru þegar komnar á markabinn af snyrtivörum; kremum, olíum og sápum, sem framleiddar eru af PH-snyrtivörum m.a. úr íslenskum jurtum, há- karlalýsi, þörungum og efni sem unnið er úr háfalýsi. PH (Purity Herbs) snyrtivörur eru nú komnar á 30-40 sölustaöi víöa um land, þar sem þeim hefur veriö afar vel tekiö, samkvæmt ársskýrslu Byggðastofnunar, sem veitti styrk til markaðssetningar á framleiöslunni. Til þessa hafa PH snyrtivörurnar einungis veriö seldar á íslandi, en fyr- irtækib hefur nýlega samið vib belgískan umboðsaðila um sölu og dreifingu á vörun- um í nokkrum löndum Evr- ópu. Fimm manns hafa nú fulla vinnu viö framleibsl- una. Samkvæmt ársskýrslu Byggðastofnunar var heils árs þróunarstarf að baki áður en PH snyrtivörurnar voru fyrst settar á almennan markað fyrir um ári síðan. Grunnkremin eru sérstaklega þróuð og framleidd til snyrtivöruiðnaðar og ís- lenskum jurtum, þörungum og lýsi síðan blandað í þau sem áð- ur segir. Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar hefur frá upphafi fylgst með uppbyggingu fyrirtækisins og verið ráðgefandi fyrir eig- endur þess. Fimm manns em nú í fullu starfi við framleiðsl- una auk fólks í hlutastörfum við kynningar á höfuðborgar- svæðinu. Og þess er vænst að umsvifin eigi eftir að aukast. Beinafundur í Þingvalla- vatni Kafari sem kafabi í Silfra, gjá í Þingvallavatni, á 30-35 metra dýpi fann bein, sem talin em af manni, á sunnudag. Lög- reglan á Selfossi var kölluð á staðinn og hefur málib til rannsóknar, en þaðan berst þab til ID-nefndar sem annast um endanlegar rannsóknir af þessu tagi. Virtist þarna um að ræba bein sem gætu veriö hluti úr efri kjálka og kinnbeini. Tennur voru í kjálkanum. Talið er að beinin hafi legið lengi í vatn- inu. -JBP Þaö ber vel í veiöihjá þeim íhús- dýragaröinum eins og sjá má á myndinni. Veriö var aö sýsla meö silungana og flytja þá á milli tjarna þegar Ijósmyndarann bar aö garöi. Tímamynd: CVA Þjóövakamenn rœddu viö Jón Baldvin á leynifundi og vilja koma til liös viö hann: Farið á bak viö Jóhönnu Leynilegar viðræbur um sam- einingu Alþýðuflokksins og Þjóbvaka áttu sér stab fyrir nokkm síðan í Reykjavík. Jó- hanna Sigurbardóttir formað- ur Þjóðvaka var hvergi nærri og ekki höfb meb í ráðum. Heimildir segja ab hún hafi til þessa ekki vitaö af þessum fundi. Jón Baldvin Hannibals- son mætti einn til fundar af hálfu Alþýðuflokksins, en Ág- úst Einarsson og Svanfríður Jónasdóttir af hálfu Þjóbvaka. Jón Baldvin er nú staddur á Spáni ásamt eiginkonu sinni, fór þangað um síðustu mánaða- mót, nánast í kjölfar fundarins með Þjóövakafólkinu. Jóhanna Sigurðardóttir var ekki með í ráðum þegar þessar viðræður fóru fram, eins og fyrr sagði. Jóhanna sagði í gær að hún óskabi ekki eftir ab tjá sig um þessar viðræður né aðrar slíkar. Heimildir blaðsins segja ab viöræöur þessar hafi farið fram að ósk Þjóðvakafólksins. Þá hef- ur blaöið fregnað að Jón Bald- vin hafi vibrab málið innan flokksins meb allnokkurri ánægju, enda sjaldgæft fyrir flokk að fá nokkra þingmenn, nánast eins og fé á fæti, án kosninga. Flokksþing Alþýðuflokksins verður haldið í haust og telja margir að þá muni Jón Baldvin sýna mátt sinn og megin með því að kynna allavega þrjá nýja þingmenn flokksins, Ástu Ragn- heibi Jóhannesdóttur, Ágúst Einarsson og Svanfríði Jónas- dóttur. Ekki er eins víst að for- maður Þjóbvaka kyngi því að ganga aftur inn í Álþýðuhúsið við Hverfisgötu, höfuðstöðvar Alþýðuflokksins, og raunar er þab útilokab mál. -JBP Þab ber vel í veibi jóhanna Siguröardóttir og jón Baldvin eigast enn viö, nú viröist jón ætla aö krækja í stærri partinn í þingflokki Þjóövaka. ísal hefur yfirburöastööu á sumum sviöum en öörum ekki: Vinnutími hér með því stysta sem þekkist „Á sumum mikilvægum svibum sem rába úrslitum um sam- keppnishæfni fyrirtækis, hefur ISAL yfirburba stöðu miðaö við keppinautana (orkuverð), á öör- um sviðum er þetta ekki svo. Ef við lítum til dæmis á línurit um vinnutíma án yfirvinnu, þá höf- um við líklega vinninginn fram yfir alla aðra hvaö varöar stutt- an vinnutíma", segir Dr. Christian Roth forstjóri í nýjum ISAL-tíðindum. Samkvæmt nefndu línuriti voru unnar stundir án yfirvinnu hjá ISAL aðeins 1.589 árið 1995 (rúmlega 30 stundir á viku), sem er 80 til 370 stundum minna en í 20 iön- ríkjum. Sigurður Briem, verkfræðingur hjá ISAL var spurbur nánari skýr- inga á þessum fáu vinnustundum hjá fyrirtækinu. „Þarna er búið að draga frá fjarvistir vegna orlofs, veikinda, slysa og annarra ástæbna. Þannig að þetta eiga að vera raunverulega unnar stundir að meðaltali á starfsmann yfir ár- ið". Sigurður kvaðst ekki geta ábyrgst hvernig tölurnar fyrir löndin séu unnar. En í viðkom- andi skýrslu sé rætt um „unnar stundir" þannig að séu orðin rétt notuð þá er þetta líka réttur sam- anburöur. í sambandi viö ísal beri einnig að taka fram, að þar sé mjög mikið um vaktavinnu. Og almennt sé gert ráð fyrir að unnar stundir í vaktavinnu séu færri en í almennri dagvinnu. Yfirvinnu segir Sigurðar mjög litla hjá ísal, aðeins rúmlega 2%, þannig að vinnutíminn í heild er lítið um- fram 1.600 stundir yfir árið. í grein sinni nefndi forstjóri ÍSAL m.a. hin þrjú „F" sem séu fyrirtækinu mikilvæg: Fólk, fram- leiðni og framleiðslu. Varðandi 2. og 3. atriðið sé ISAL á braut fram- fara með hinni nýju stækkun. En hvað fyrsta atriðið snerti „þá sé ég möguleika til úrbóta þegar fólk hættir að hugsa sem svo: „ég á ekki ab gera þetta", en segir og hugsar í staöinn: „Þetta get ég gert og það kemur mér viö"." ■ Lengd vinnuársins 1995 HelmikJk: Um Iðnd Die Welt. Qlobus. ■■■■■11602 Auturrfkl Holland Noregur Belgía 729 Bretland Lúxemborg Gnkkland . Bandaríkin Japan (1604) Unnar atundlr An ytlrvlnnu Hinn margumrædda „miklu iengri vinnutíma hér en íöörum löndum" er a.m.k. ekki aö finna í ísal, þarsem raunverulega unninn tími er einn sá stysti sem þekkist og yfirvinna nœr engin. Bandaríkjamenn og japanir þurfa aö vinna um og yfir 20% lengur fyrír dagvinnulaunum sínum, sem m.a. mun stafa afmiklu styttra sum- arfríi. Skýrast margar yfirvinnustundir á íslandi kannski m.a. af óvenjulega fáum unnum dagvinnustundum? 4

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.