Tíminn - 16.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.07.1996, Blaðsíða 5
Þri&judagur 16. júlí 1996 5 Hvorki fugl né fiskur Leikfélag íslands: STONE FREE eftir Jim Cartwright. Þý&ing og leikstjórn: Magn- ús Ceir Þór&arson. Tónlistarstjórn: jón Ólafsson. Leikmynd:'Axel Hallkell jó- hannesson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóöhönnun: Gunnar Árnason. Frum- sýnt á Stóra svi&i Borgarleikhússins 12. júlí. Forustumaður þessarar sýn- ingar, Magnús Geir Þórðarson, segir í leikskrá „heimsfrumsýn- ingar" á Stone Free — já, það hefur varla farið framhjá nein- um — að hann sé óhræddur við að hrósa Jim Cartwright. Það hef ég líka verib til þessa, eftir að hafa séð tvö leikrit eftir hann sem hittu með afbrigðum vel í mark hjá íslendingum, Taktu lagið Lóa og Bar par; það síðast- talda í tveim uppfærslum. Magnús Geir segir réttilega ab Cartwright sé leikhúsmaður af lífi og sál og hafi næma tilfinn- ingu fyrir því hvernig áhorfend- ur upplifa sýningar. Hann hefur sem sé kunnaö á áhorfendur, eins og fyrri leikrit hans sem hér hafa komið á svið bera glöggt vitni um. En annað hvort hefur velgengnin stigið höfundinum svo til höfuðs að hann heldur að flest megi bjóða áhorfendum, eða þá að geta og dómgreind bregst honum hrapallega. Svo mikið er víst að ég hafði tak- markaða ánægju af Stone Free í Borgarleikhúsinu. Þetta er há- Fréttir af bókum Líknardráp voru upphafið The Origin of Nazi Genocide, eftir Henry Friedlander. University of North Carolina Press, 421 bls., $ 38,45. Aðdragandi og tildrög þess, að þýskir nasistar hófu útrýmingu Gyðinga í síðari heimsstyrjöld- inni eru sagnfræðingum enn íhugunarefni. Höfundur bókar þessarar telur hana hafa sprottið upp úr líknardrápum. í ritdómi í Times Literary Supplement 10. maí 1996 sagði: „Friedlander hefur saman tek- ið gleggstu tímatalsbundnu frá- sögnina og greininguna á hin- um svonefndu „áformum um líknardauða" fram til þessa. ... Hugmyndafræðilegan uppruna „líknardrápa" rekur Friedlander til trúar nasista á ójöfnuð manna, sem margir framámenn í vísindum, menntastéttum og stjórnsýslu aðhylltust löngu áð- ur en nasistar hófust til valda. Á öndverðri 20. öld boðuðu marg- ir Þjóðverjar kynbætur og „hreinleika" kynstofnsins sem lausn á félagslegum vandamál- um." „Fljótlega eftir að nasistar komust til valda, settu þeir lög um þvingunarvönun „vangef- inna", sem þóttu gjalda erfða- galla. Til þeirra galla töldust ekki aðeins ýmiss konar geð- veiki og fötlun (svo sem blinda, heyrnarleysi og vanskapnaður), heldur líka, í víðum skilningi, arfgeng „vangæfni" og „ósamfé- lagsleg" hegðan, m.a. „drykk- felldni" og „glæpahneigð". ... Að mati Friedlanders voru um 375.000 Þjóðverjar — um 0,5% landsbúa — vanaöir um daga þriðja ríkisins." ■ vaðasamt, frumstætt og sundur- laust verk, eiginlega hvorki fugl né fiskur, popptónleikar með leiknum atriðum inn á milli. Verkið skortir alla dramatíska uppbyggingu og þráð. Helst er líklega unnt með góðum vilja að kalla það svipmyndir frá hippa- tímanum — og þannig er það reyndar kynnt í leikskránni. En þótt ekki séu nema svipmyndir, verða þær að hafa í sér einhverja dýpri skírskotun, eitthvert líf sem lýsi út fyrir sig, annars svífa þær fyrir sjónum áhorfandans eins og loftbólur sem springa og gleymast jafnharðan. Ef sú verður ekki raunin um öll atriði sýningarinnar á Stone Free að þau hverfi innan stundar í gleymskunnar djúp, er það ein- um manni að þakka. Ingvar E. Sigurðsson, í tveim ólíkum gerv- um í sýningunni, ber hana uppi og gefur henni það líf sem hún hefur til að bera. Það er orðið nokkuö klisjukennt að hrósa Ingvari, því aldrei gerir hann öðruvísi en vel á sviðinu, en maður undrast sífellt það vald sem þessi leikari hefur yfir sjálf- um sér, hreyfingum, limaburði, svipbrigðum og rödd. Leikur hans rís hátt yfir þá meðal- mennsku sem annars setur mestan svip á sýninguna. Gísli Rúnar Jónsson á reyndar líka góðan leik hér og verð ég að undanskilja hann ásamt Ingvari. Raunar verður að undirstrika að ég miða hér viö hinn leik- ræna þátt sýningarinnar, hlýt að taka þetta sem leikrit. Söngvarn- ir ,eru að vísu drjúgur hluti sýn- ingarinnar, en þeir eru vinsæl lög frá sjöunda áratugnum. Lög- in eru þó öll sungin á ensku og alveg laus við leiktextann, setja þannig kabarettbrag á sýning- una og undirstrika hve verkið er sundurlaust. Söngvararnir Daní- el Ágúst Haraldsson og Emilíana Torrini fóru vel með þetta, sér- staklega þó Emilíana sem syngur einkar fallega og hefur þokka- fulla sviðsframkomu. En það bjargar ekki Stone Free, ef við viljum halda okkur við að þetta sé leikrit. Umgjörðin er sveitaball í Norður-Englandi. Kynnirinn þar er Eggert Þorleifsson og er mjög hress í tali, eins og slíkur kynnir á að vera. Á svæðið koma svo fjölmörg ungmenni. Sum sitja LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON raunar uppi á sviði og hlusta á herlegheitin. Þarna eru tveir strákar (Jóhann G. Jóhannsson og Daníel Ágúst Haraldsson), slettast um sviðið, annar að því leyti heppnari en hinn að hann krækir í kvenmann meðan þessu fer fram og kynnirinn gefur þau svo saman í lokin með furðuleg- um formála. Þarna koma fleiri: Landeig- andi (Gísli Rúnar Jónsson) horf- ir yfir eign sína, bregður byssu á loft og geðjast auðvitað ekki að þessu skítuga tötraliði sem hér ráfar um grundir. Með honum er ánalegur förunautur sem er hraklega leikinn, en nær sér þó niðri um síðir (Kjartan Guðjóns- son). Tvær stúlkur koma á Volkswagen (Margrét Vilhjálms- dóttir og Guðlaug E. Ólafsdótt- ir), ennfremur jógamaður og jógakona sem þau Kjartan og Guðlaug leika líka. — Mest er þó lagt á Ingvar E. Sigurðsson, sem fyrr var nefndur, þar sem hann leikur bæði hroðalegan vítiseng- il og ferðalang. Vítisengillinn ber sig utan og lemur aðra líka, og talar með slíku mddaorð- bragði að annað eins hefur ekki heyrst í leikhúsi. Ferðalangur- inn er aftur á móti blíður hippi og nefnir ótal borgir sem hann hefur gist. En allar þessar per- sónur eru frá höfundarins hendi eins og pappírsfígúrur. Líklega eiga þær að vera „fulltrúar" fyrir einhverjar manngerðir hippa- tímans — en sú hugsun leysir ekki undan kröfum um að eitt- hvert hold fylgi beinum í þess- um manngervingum. Það verð- ur ekki við leikarana sakast, varla heldur leikstjórann, þótt vera megi aö reyndari leikstjóri en Magnús Geir hefði séð ein- hverja möguleika í þessu. Og svo lýkur hinu enska sveitaballi sem sagt einhvern veginn þegar dagur rennur. Bílnum er ýtt af sviðinu og söngur um ást og frið hljómar, hipparnir hverfa til síns heima og loks er eins og ekkert hafi gerst. Ekki má láta hjá líða að lofa búningana, þeir voru vel heppn- aðir, stílhreinir og vandaðir. Og það kom í ljós að stóra svið Borgarleikhússins hentar vel fyr- ir sýningu af þessu tagi, er líkast til eini staðurinn þar sem hægt er að flytja þetta svo að lag sé á. Hljóðkerfið er fullkomið og beitt af fagmennsku. Skylt er að geta þess að áhorf- endur á frumsýningu fögnuðu mjög, hlógu hátt, píptu og klöppuðu ákaflega. Að lokum stóðu allir upp og hylltu að- standendur. „Standandi lófa- klapp", sem á að tákna fögnuð og sérstaka viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu, er reynd- ar mjög ofnotað eins og margt annað í eftirhermum manna á útlendum siðum. Um það fer eins og annað að það missir áhrifamátt sinn ef tilefnið stendur ekki undir hyllingunni. Sjaldan hefur mér þó þótt tilefn- ið fjær því en í þetta sinn. Um uppruna Satans The Origin of Satan, eftir Elaine Pagels. Vintage Books (Random House), xxiii + 214 bls. „Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall og sýnir honum öll ríki heimsins og dýrð þeirra og sagði við hann: Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig. Þá segir Jesús við hann: Vík burt, Satan; því að ritað er: Drottin, guð þinn, átt þú að til- biðja og þjóna honum einum. Þá yfirgefur djöfullinn hann, og sjá, englar komu og þjónuðu honum." (Matt. 4, 8-11). A ________________ hebresku voru englar oft nefndir guðs" „synir (bene elohim), og vom álitnir í for- ystusveit mikils hers eða umsýslu- liöi konunglegrar hirðar." (Bls. 39). Af þessari málsgrein og ýmsum öðr- um í guðspjöllunum fjómm ályktar Elaine Pagels, að djöfull þessi sé af öðrum stofni, úr öðrum sauðarlegg, en djöfull, Satan, Gamla testament- isins. Elaine Pagels er prófessor við Princeton-háskóla og kunn af fjór- um bókum um gnostísk áhrif á fmmkristni, en þessari bók sinni haslar hún allþröngan völl: „Ég ætla mér hér ekki að taka upp það, sem aðrir fræðimenn hafa þegar fjallað vel um. Bókmenntafræðing- urinn Neil Forsyth hefur í nýlegri bók, The Old Enemy, kannað bók- menntalegt og menningarlegt bak- svið Satans; Walter Wink og sál- fræðingurinn Carl Gustav Jung og sumir áhangenda hans hafa kannað sálfræðilega merkingu Satans; Jef- frey Burton Russell og fleiri hafa rannsakað menningarlegar hlið- stæður á milli ímyndar Satans og ímyndar egypska guðsins Set og ill- vættarinnar Ahriman í kenningu Zaraþústra. Áhugi minn beinist fremur að sam- Fréttir af bókum félagslegri me!k' ________________________________ íngu ímyndar Satans Hvernig hann er fram seiddur til framsetn- ingar á átökum manna á milli og til að marka mannlega óvini að trúar- hefð okkar." (Bls. xviii). Hliðstæðu sér Elaine Pagels á milli Satans guðspjallanna, einkum Markúsar, og myrkrahöfðingja Ess- ena. „í helgum ritum sínum, svo sem ... Stríði sona Ijóssins gegn son- um myrkursins gátu samfélagsbræð- urnir lesið, hvernig guð hafði gefið þeim yfirnáttúrlegan bandamann í baráttunni gegn Satan og mannleg- um bandamönnum-hans." (Bls. 57- 58). Satan freistarjesú á fjallinu. Clermynd frá 13. öld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.