Tíminn - 16.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.07.1996, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 16. júlí 1996 Reiknistofa fiskmarkaöa: Selur hugbúnaö til Bandaríkjanna Framkvæmdir við lýsingu Reykjanesbraut- ar ab hefjast „Þab var ákvebib af þing- mönnum Reykjaness vib gerb vegaáætlunar í vetur, ab þetta yrbi gert. Núna nær lýsing subur ab Álveri, og síban byrj- ar lýsing aftur subur ab Fitj- um, rétt vib Njarbvíkunum. Þab eru að vísu upplýst tvenn gatnamót á leiðinni," sagði Jón Rögnvaldsson aðstoðarvega- málastjóri í samtali við Tímann, en hefja á framkvæmdir við lýs- ingu Reykjanesbrautar nú í sumar. „Þaö er búið að bjóða út einstaka verkþætti í þessu, bæði í ljósabúnað og staura, og gröft á rafstreng," sagði Jón. Fyrir- hugab er að framkvæmdum ljúki með haustinu, og er heild- arkostnaður áætlaöur á annað hundrað milljónir. -sh Reiknistofa fiskmarkaba í Reykja- nesbæ hefur undirritað samning við bandaríska fyrirtækið BASE í New Bedford um sölu afnotarétt- ar á uppbobskerfi sínu, og hyggst BASE selja fiskkaupendum í Massachusetts abgang ab kerfinu. Jafnframt mun BASE sjá um markabssetningu og sölu á kerf- inu í USA og Kanada. í enskri útgáfu mun kerfið nefn- ast CÁSS, sem er skammstöfun á Computerized Auction and Sales System. Uppboðskerfið er hugbún- aðarkerfi sem upphaflega var hannað af Verk- og kerfisfræðistof- unni á ámnum 1990-'91, fyrir Fisk- markab Suburnesja. RSF, sem nú á og rekur kerfið, hefur síðan haft umsjón með þróun kerfisins og að- lögun þess ab abstæðum í Banda- ríkjunum. Eigendur RSF em Fisk- markaöur Suðurnesja, Fiskmarkað- ur Snæfellsnes og Fiskmarkabur Hornafjarðar. Sérstaða kerfisins felst einkum í því að það gerir mönnum kleift ab bjóða í fisk á mörgum fiskmörkuð- um samtímis, og ku kerfið vera hið fyrsta í heiminum sem býður slíka þjónustu. Ennfremur veitir kerfið miklar upplýsingar um uppbobin og eðli söluvaranna. BASE, ætlar sér með kerfinu að gera mönnum kleift að bjóða beint í fiskinn frá fyrirtækjum sínum, án þess að þurfa að gera sér ferðir á uppboðs- markaði. „Ljómandi samningur/y Að sögn Loga Þormóðssonar stjórnarformanns Reiknistofunnar kemur þessi samningur mjög vel út fjárhagslega. Þeir hafi fengib mjög gott verð fyrir uppsetningu kerfis- ins, og muni síðan fá ákveðið hlut- fall af sölu kerfisins til annarra fisk- markaba. Logi segir BASE í góðu sambandi við fyrirtæki á vestur- strönd Bandaríkjanna, einkum í Seattle, þannig aö möguleikar á aukinni dreifingu og sölu kerfisins séu mjög góðir. í því sambandi sé ekki einungis verið að hugsa um fiskseljendur, heldur geti kerfið nýst til uppboða á öbrum vörum. Ennfremur á RSF í viðræðum við tvo aðila í Evrópu um hugsanleg kaup á uppboðskerfinu. Logi vildi ekki nefna neinar tölur varðandi söluna, aðeins að þetta væri „ljóm- andi samningur". -sh Um 1200 fyrirtœki, stofnanir og lögabilar í nýútkominni Þjónustubók útgeröar og fiskvinnslu: Handbók til daglegra nota Út er komin þriðja útgáfa af Þjónustubók útgerbar og fiskvinnslu og er hún mikið breytt frá fyrstu útgáfu, bæbi hvað varðar útlit og efnistök auk þess sem bókin er tvöfalt stærri en fyrsta útgáfan. í tilkynningu frá útgefanda kemur fram að bókin er hugs- uð sem handbók allra þeirra sem tengjast útgerð og fisk- vinnslu; heimild sem hægt er að nýta sér daglega til að nálg- ast upplýsingar um stjórnun, reglugerðir og markaðsmál í sjávarútvegi og til að finna þjónustufyrirtæki. Þjónustubókin skiptist í tvo aðalþætti, annarsvegar upp- lýsingakafla og hinsvegar þjónustuskrá þar sem skráð eru meira en 1200 fyrirtæki, stofnanir og lögaðiíar sem tengjast á einhvern hátt út- gerð og fiskvinnslu. í upplýs- ingakafla bókarinnar er gæða- stjórnun aðalviðfangsefnið þar sem m.a. er að finna upp- lýsingar um HACCP eftirlits- kerfið og ISO 9000 gæða- stjórnunarkerfið. Birtar eru greinar frá ýmsum stofnunum sjávarútvegs um það nýjasta sem er að gerast á þeirra vett- vangi, auk ýmissa gagnlegra upplýsinga um útflutning og bankaþjónustu ásamt skrám yfir hin ýmsu eyðublöö sem fiskútflytjendur þurfa að nota. í viðauka eru svo listi yfir stjórnir, nefndir og ráð sjávar- útvegsins, listi yfir nöfn sjáv- ardýra á nokkrum tungumál- um, myndræn útfærsla á afla- tölum helstu nytjategunda og umreikningstafla yfir ýmsar mælieiningar. Einnig er í bók- inni ítarleg atriðisoröaskrá með tilvísunum í þjónushi- skrá og upplýsingakafla. Út- gefandi bókarinnar er Guð- mundur Lýðsson, GL-útgáfan að Klapparstíg 25-27. -grh Jaröboranir hf. alfarib úr eigu ríkissjóbs eftir hlutafjárútbob. Bent Einarsson: Gengiö framar björtustu vonum „Að mínu mati hefur hin mikla dreifing hlutabréf- anna gengið framar björt- ustu vonum og öll markmið sem sett voru í upphafi söl- unnar hafa gengib upp, það er að segja gríöarleg dreifing en hluthafafjöldinn verbur yfir 1.200. Síban þessi mikla eftirspurn í lokin sem vænt- anlega endurspeglar m.a. mikla umræðu um virkjun jarbhita til raforkufram- leiðslu tengda aukinni raf- orkuþörf til stóriðju á síð- Vlnningir Fjöldl vfnnlngahafa 7Uppha»öá hvsrn 1.»- 1 6.428.450 2.4-J y 3 167.940 3. *-« 88 9.820 4. SBfi r 2.944 680 Sarrtals 3.036 6.606.890 Upplýsingar um vinningstölur lést einnig I tlmsvara 6GB-1511 oöa Grwrxj númeri B00-6611 og Itaxtavarpi ustu vikum," sagði Bent Ein- arsson framkvæmdastjóri Jarðborana hf. í samtali við Tímann. í liðinni viku lauk útboði á hlutabréfum í Jarðborunum hf. Það voru ríkissjóður og Hita- veita Reykjavíkur sem voru að selja, ríkissjóður hefur selt alla hlutafjáreign sína í fyrirtæk- inu en Hitaveita Reykjavíkur Vöruskiptajöfnuburinn var óhagstæöur um nærri 400 milljónir í maí. Vöraútflutn- ingur (10,5 milljarbar) var nærri 10% minni en í sama mánubi árið áður. Á sama tíma jókst innflutningur um 18% milli ára, í 10,9 milljarða, sem er með því mesta sem þekkist á einum mánubi. Á sl. ári var verbmæti vörainn- flutnings jafnaöarlega um 8,6 milljarbar á mánuði. Verðmæti vöruútflutnings frá áramótum til maíloka var 52,6 milljarðar, tæplega 6% meiri en árið ábur. Verðmæti vöruinn- flutningsins jókst um rúmlega seldi 10% og heldur eftir 20% hlut og er stærsti einstaki hlut- hafinn. Lífeyrissjóðir eiga nú 17,7% hlut og stofnanafjár- festar eiga 9,5% hlut. Söfnun- arsjóbur lífeyrisréttinda á 4% hlut og er næst stærsti einstaki hluthafinn. Aðrir hluthafar eiga minna, en fyrirtækib er nú orðið sjötta fjölmennasta hlutafélag landsins. -ohr 20% á sama tíma, í 47,4 millj- arba, sem er 8 milljarða aukning milli ára. Afgangur á vöruskipta- jöfnuði er af þessum sökum um helmingi minni en í fyrra, eða 5,2 milljarðar í stað 10,3 millj- arba í maílok 1995. Um 28% aukning á innflutn- ingi til stóribju og fjórföldun á skipa- og flugvélakaupum (úr 390 í 1.570 milj.kr.) á töluverð- an hlut að máli í auknum inn- flutningi. En almennur inn- flutningur hefur aukist um nærri 17% milli ára. Fólksbíla- kaup eru nú 40% meiri en fyrir ári. Útflutningur nœrri 10% minni í maí heldur en í fyrra, en: Innflutningur skipa og flugvéla fjórfaldast latínu vib að betla Sverrir Hermannsson bankastjóri og veibimabur. Talar af virbingu um konung fiskanna. Mynd Sportveibiblabib. Bankastjórinn og laxveibimaburinn Sverrir Her- mannson í vibtali vib Sportveibibiabib: Þarf ekki að kunna „Ég veit ab það er ekki drápfýsn. Þab er nú öbru nær. Þab er bara eblilegur og sjálfsagbur hlutur ab veiba enda er þab lífsframfæri manna," segir veibimaburinn og bankastjórinn Sverrir Hermanns- son í skemmtilegu vibtali vib Sig- urdór Sigurdórsson í Sportveibi- blabinu sem var ab koma út. Sverrir segir bræbur sína fimm alla hafa gegnt skipsstjórn, veiði- menn séu í ættinni alveg aftur úr. „Þab kom hins vegar ekki til að ég yrbi sjómaður vegna þess eins að ég er svo sjóveikur. Þess vegna ætlaði ég að verða bóndi. En svo datt ein- hverjum í hug að senda mig í skóla. Faðir minn féllst á það enda þótt hann teldi afkomumöguleikana mesta í sjósókninni. Hann sagði ef til vill pmfandi að senda mig í skóla, enda þótt hann væri þeirrar skoðunar að menn myndu nú skilja hann Sverri sinn þótt hann talaði ekki latínu þegar hann færi ab betla," segir Landsbankastjórinn í viðtalinu. Sverrir er þekktur fyrir sína þrumuraust og beiska penna, en í viðtalinu talar hann af mikilli hógværb og virðingu um laxveið- arnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.