Tíminn - 16.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.07.1996, Blaðsíða 7
Þri&judagur 16. júlí 1996 7 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Troöfullt skip meb flóttamönnum frá Líberíu. Allir á leiö til Danmerkur? Aöildarríki ESB í stökustu vandrœöum meö sameiginlega stefnumótun í málefnum flótta- manna: Danmörk aö einangrast í Evrópusamstarfinu? Eitt þeirra mála sem taka þarf á á ríkjaráðstefnu Evrópusambands- ins er hvort taka eigi upp sam- eiginlega stefnumótun abildar- ríkjanna í málefnum flótta- manna og hvernig standa skuli ab því. ÖIl virbast ríkin vera meira eba minna hrædd viö ab taka á þessu máli, enda eru regl- ur um viötöku flóttamanna víba í ólestri. Ekkert ríkjanna þorir ab setja nýjar og samræmdar reglur sem duga eiga til frambúbar af ótta vib ab þá streymi fleiri flóttamenn þangab en til hinna landanna. Á hinn bóginn er einnig mikil tregba vib ab láta valdastofnunum ESB í Brussel eftir ab móta stefnuna og taka ákvarbanir um örlög þeirra flóttamanna sem leita hælis í Evrópu. Staban virbist þó sérstaklega vera erfið í Danmörku, en eins og kunnugt er var Maastricht sáttmál- inn samþykktur í Danmörku meb ákveðnum fyrirvörum sem gætu gert það að verkum ab Danir ein- angrist frá hinum aðildarríkjunum í þessu máli. Ábyrg&inni vísab fram og tii baka „Nú liggur flóttamannastraum- urinn til þeirra landa sem eru með frjálslyndustu stefnuna, og þá myndast þrýstingur á þau um að herða reglurnar. Þar með neyðast flóttamennirnir til þess að fara til annars lands, og löndin varpa þannig ábyrgðinni fram og til baka. Hættan er sú að vib fáum mjög stranga og lokaöa stefnu í málefnum flóttamannanna," segir Sven-Olof Petersen, sem er yfir- maður ESB- skrifstofunnar í sænska utanríkisráöuneytinu og um leið varasamningamabur Sví- þjóðar hjá ESB. Flest ríkjanna hafa þess vegna áttað sig á því að hentugast væri e.t.v. að ákvörðunarvald um sam- eiginlega stefnumótun ESB verði hjá stofnununum í Brussel. Sænska ríkisstjórnin leggur þannig mikla áherslu á ab reglur um sam- eiginlega flóttamannastefnu ESB verði samþykktar á ríkjaráðstefn- unni. „Það er auðveldara að deila byrðunum á réttlátan hátt á milli ESB- landanna ef flóttamanna- stefnan yrði hluti af hinu eiginlega ESB- samstarfi. Þá væri það fram- kvæmdastjórnin í Brússel sem tæki frumkvæðiö og kemur meb tillög- urnar," segir Petersen. „Fram- kvæmdastjórnin lítur á flótta- mannamálin meira í evrópsku samhengi en ríkisstjórnir land- anna meira út frá hverri þjóð fyrir sig." Sitja Danir einir eftir? Á ríkjarábstefnu ESB hafa 12 ríki af 15 lýst yfir vilja sínum um að sameiginleg stefnumótun í mál- efnum flóttamanna verði í hönd- um hinna eiginlegu stofnana ESB, en ekki í samstarfi aðildarríkjanna eins og verið hefur. Einungis Bret- land og Danmörk hafa lýst yfir eindreginni andstöðu vib þetta, en óljóst er enn hver afstaða Frakka verður. Margt bendir þó til þess að end- anleg útkoma verbi sú ab Danir einangrist í málinu. Bæði er ljóst ab Frakkar eru reiðubúnir til að ganga töluvert lengra en Danir, og auk þess er ólíklegt að Bretar muni beita neitunarvaldi í þessu máli. Á ríkjaráðstefnunni hafa Bretar, Frakkar og Þjóðverjar lagt mikla áherslu á að ná fram auknum „sveigjanleika" í Evrópusamstarf- inu, en það þýðir að þau aðildar- ríkjanna sem þess óska geti tekið upp nánara samstarf sín á milli án þess að hin aðildarríkin þurfi að gera slíkt hið sama. „Sveigjanleik- ann þarf þó að greiða því verði að Bretar komi ekki í veg fyrir nánara samstarf í málefnum flóttamanna, og stjórnin í London mun viður- kenna það," segir stjórnarerindreki sem þekkir vel gangs mála í samn- ingaviðræðunum. Allir eru sammála um að það geti valdið Dönum töluverðum erfiðleikum ef þeir standa utan við niðurstöðu ríkjaráðstefnunnar. „Ef Danmörk stendur eftir sem frjáls- lyndara land en hin er líklegt að Þýskaland muni taka upp strang- ara landamæraeftirlit af ótta við að flóttamenn laumi sér á ólöglegan hátt inn í Þýskaland. Danmörk myndi virka eins og segull á flótta- menn í samanburði við hin ESB- ríkin," segir stjórnarerindreki í Brussel. Glundroði „Núverandi samstarf gengur þannig ab ríkin sjálf taka ákvarb- anirnar, og starfinu mibar ótrúlega hægt. Á sama tíma er gífurlegur mismunur á móttöku og meb- höndlun þeirra sem sækja um flóttamannahæli í Evrópu," segir Jacob Gammelgaard, yfirmaður hjá Flóttamannahjálp Danmerkur. „Ef framkvæmdastjórnin kemur inn í myndina hef ég trú á að breytingar verði þar á. Hún hugsar meira út frá héildinni og hefur þegar komið með ýmsar tillögur um samræmda flóttamannastefnu sem nær út fyrir þrönga hagsmuni einstakra aðildarríkja," segir hann. „Það er athyglivert að í núgild- andi sáttmála er flóttamannasam- starfib haft í sama kafla og hryðju- verkamenn og aðrir glæpamenn. Með því er gefið til kynna að flóttamenn séu nokkuð sem menn vilja vernda sig gegn," segir Kim U. Kjær, sem starfar á dönsku mann- réttindaskrifstofunni, en hann sér bæði kosti og galla á því að taka upp yfirþjóðlegt samstarf ESB í málefnum flóttamanna. „Ef Evrópuþingið og Evrópu- dómstóllinn fá áhrif á flótta- mannastefnuna, eins og gerast myndi í yfirþjóðlegu samstarfi, þá fylgdi því opnara og lýðræðislegra eftirlit." En á hinn bóginn „verður mjög erfitt að samræma þau marg- víslegu ákvæði ríkjanna sem gilda á þessu sviði. Ég óttast að ekki verbi hægt að ná samkomulagi nema um lægsta samnefnarann, þannig að stefnan í málefnum flóttamanna verbi hert." Hann telur þó ab innri markað- ur ESB styrki þróun í þá átt að tek- in verði upp sameiginleg stefna hvað varðar flóttamenn, innflytj- endur og vegabréfsáritanir. „Þab er afleiðing af því markmibi sam- bandsins ab opna innri landamæri að greina hefur mátt tilhneigingu til þess ab byggja upp múr í kring- um sambandið," segir hann. Fyrirvarar um fullveldis- framsal Það sem stendur í veginum fyrir því að Danir geti gengið skilyrbis- laust að yfirþjóðlegu samstarfi ESB- ríkjanna er sú staðreynd að samþykkt Maastricht-sáttmálans fékkst í gegn með því skilyrði að fjórir fyrirvarar yrðu gerðir á gildis- töku hans í Danmörku. Þab var Sósíalíski þjóðarflokkurinn (SF) sem gerði þessa fyrirvara að skil- yrði fyrir því að fallist yrði á Ma- astricht- sáttmálann, og flokkur- inn heldur fast við þessa fyrirvara nú þegar endurskoðun sáttmálans stendur yfir á ríkjaráðstefnunni. Málefni flóttamanna eru á sviði réttarsamstarfs, og þar eru sjálf fullveldismálin í húfi. „Það er kjarninn í hverju ríki að lagaleg og innri málefni séu í höndum þjóð- arinnar. Það er engin tilviljun ab við gerðum þá kröfu að úrslitaat- riði í málamiðluninni árin 1992- 93," segir Anne Baastrup, talsmað- ur SF í málefnum ESB og flótta- manna. „Ef sinna á flóttamönnun- um af einhverju viti verður hvert ríki að taka ákvörbun um það á sínu þjóðþingi hversu mörgum það vill taka á móti. Danska þjób- in yrbi all undrandi ef þeir 17.000 bosnísku flóttamenn sem Dan- mörk tók vib væru komnir hingað vegna tilskipunar frá ESB í stað þess að það hefði verið samþykkt á þjóðþinginu. Þá hefði almenning- ur ekki tekið vel á móti þeim." Ef niðurstaðan á ríkjarábstefn- unni veröur hins vegar sú að hin ESB- ríkin nái samkomulagi um strangari stefnu í málefnum flótta- manna heldur en Danmörk er með, þá er engu ab síöur ástæðu- laust fyrir Danmörku ab fylgja því fordæmi. „í þeirri stöbu er mikil- vægt að ganga á undan með góðu fordæmi — bæði af pólitískum rökum og mannúðarástæöum," segir hún, en viðurkennir þó að erfitt geti reynst að halda uppi frjálslyndari reglum í Danmörku en í hinum ESB-ríkjunum. -gb/Politiken Gluggar í útihús - án viðhalds ! □ Kjarnagluggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogur • Sími 564 4714

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.