Tíminn - 16.07.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.07.1996, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Faxaflói: Sunnan kaldi e&a stinningskaldi og súld eöa rigning. Hiti 9 til 13 stig. • Breiöafjöröur: Sunnan stinningskaldi og súld. Hiti 9 til 13 stig. • Vestfiröir: Sunnan kaldi eöa stinningskaldi og súld eöa rigning. Hiti 10 til 13 stig. • Strandir og Noröurland vestra: Suövestan og vestan kaldi og skýjaö. Hiti 10 til 17 stig. • Noröurland eystra: Sunnan kaldi og skýjaö meö köflum. Hiti 10 til 20 stig. • Austurland aö Glettingi og Austfiröir: Vestan kaldi og víba bjart- viöri. Hiti 12 til 23 stig. • Suöausturland: Suövestan og vestan kaldi. Skýjab meb köflum. Hiti 10 til 18 stig. Afrýjunarnefnd samkeppn- ismála ógilti ákvöröun Samkeppnisrábs: Grindavíkur- bær má bjóba fólki frítt tjaldstæði „Já, þetta þýbir einfaldlega ab Grindavíkurbær má bjóba ferbamönnum upp á frí tjald- svæbi," sagbi Jón Hólmgeirs- son, bæjarritari í Grindavík, sjiurbur um þýbingu þess ab Afrýjunarnefnd samkeppnis- mála hefur nú fellt úr gildi þá ákvörbun Samkeppnisrábs ab rekstur tjaldstæbis á vegum Grindavíkurbæjar skyldi vera fjárhagslega abskilinn frá öbr- um rekstri sveitarfélagsins. í fréttabréfi Samkeppnisstofn- unar segir ab þessi ákvörbun Sam- keppnisrábs hafi grundvallast á þeirri grein samkeppnislaga sem heimili rábinu ab mæla fyrir um fjárhagslegan abskilnab þess rekstrar sem nýtur verndar og þess hluta sem er í samkeppni vib abra abila, og var tjaldstæbib talib til þess síðarnefnda. Grindavíkurbær kæröi ákvörö- unina til Áfrýjunarnefndar, sem hefur nú, sem fyrr segir, fellt ákvörðun Samkeppnisráös úr gildi á þeim forsendum aö rekstur tjaldstæöisins fari ekki yfir þau mörk sem eðlileg umsvif sveitar- félagsins útheimta. ■ Eurokortin frusu hjá feröalöngum: Tæki og tól vib- gerbarmanns týndust í flugi Margir korthafar á ferbalögum erlendis, sem flöggubu Euro- card krítarkortum um helgina, lentu í óþægindum þegar upp kom bilun í samskiptabúnabi sem tengir Eurocard á íslandi vib útlönd. Erlendir ferbamenn staddir hér á landi urbu fyrir sömu vandræbum. Bilun í sérstakri samskipta- tölvu veröur aðeins gert við með erlendri sérfræðiaðstoð og á að rætast úr innan sólar- hrings. í þessu tilviki varð belg- íski viögerðamaðurinn fyrir því að farangur hans, varahlutir og tæki týndust á leiðinni. Bilunin stóð því lengur og komust sam- skipti ekki á fyrr en um mið- nætti á sunnudag. -JBP 0 , Asgeir Sigurbsson bendir á ófrágengib svæbib norbur af þjónustuíbúbum aldrabra vib Vitatorg. Hávaöa- og rykmengun í miöborginni: Ekkert abhafst í heilt ár „Hvab meina rábamenn borgar- innar meb því ab láta þetta vera svona heilt ár í sárum sínum og gera ekki neitt? Vib kaupum héma íbúbir upp á fleiri miljón- ir og svo er farib svona meb okkur, ekkert hlustab á mót- mæli okkar," segir Ásgeir Sig- urbsson, íbúi í þjónustuíbúb aldrabra vib Vitatorg. Fyrir tveimur árum var gerbur grasi vaxinn garður eða hljóð- mön milli Skúlagötu og Sæbraut- ar á lóðinni gegnt þjónustuíbúð- unum, til þess að draga úr um- ferðargnýnum frá Sæbraut. Hljóð- mönin fékk ekki að gegna hlut- verki sínu lengi, því að ári síðar var stórum hluta hennar mokað burtu og byggingarframkvæmdir hafnar. Þær lognuðust aftur á móti fljótt út af, þ.e. strax eftir að gmnnur hafði verið steyptur, og liggja niðri enn. Þannig að nú dynur hávaðinn frá Sæbrautinni varnarlaust á íbúunum og mold- viðrið þyrlast upp í norðanátt og sest á glugga hússins og bíla, líka þá sem geymdir eru í bílhýsinu, þar sem anddyri þess snýr beint að hinu ófrágengna svæði. -gos Fyrsta tölvufyrirtækiö skráb á Verðbréfaþingi íslands Tæknival er fyrsta tölvufyrir- tækib hér á landi sem fær hluta- bréf sín skráb á Verbbréfaþingi íslands. Lokaskrefib ab því tak- marki var tekib nú nýverib, er haldib var hlutafjárútbob á veg- um Verbbréfavibskipta Búnab- arbankans. Þar var hluthöfum fjölgað og hlutafé fyrir nafnvirði um 20 milljón króna selt á aðeins þremur dögum. Forsvarsmenn Tæknivals líta á skráninguna á Verðbréfaþing- inu sem mikinn ávinning fyrir fyrirtækið og telja að það muni gefa því möguleika á að styrkja stöðu sína enn frekar og ná betri kjörum á fjármagnsmarkaöi. Skráningin er jafnframt liður í aukinni þjónustu Tæknivals við hluthafa og fjárfesta, með hlið- sjón af bættum upplýsingum. Tæknival er stærsta tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki á íslandi með 1,5 milljarða króna veltu á síðasta ári og 50% vöxt. Starfs- menn eru 140 og hlutafé um 120 milljónir króna að nafn- virði. -sh Neysla geðdeyföarlyfja eykst Neysla þunglyndislyfja hefur aukist til muna á síbustu árum frá því ab nýtt lyf kom á mark- abinn, prozac. Þetta nýja lyf, sem sumir kalla glebipilluna, er eftir því sem best er vitaö laust við aukaverkanir og ekki ávanabindandi. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna daga, neyta íslendingar þung- lyndislyfja í miklu meiri mæli en hinar Norðurlandaþjóðirnar, allt upp í þrisvar sinnum meira. „Hvaða skýringar liggja þar ab baki er óljóst, en landlæknisemb- ættið ætlar að láta kanna það í haust hvernig læknar ávísa geð- deyfðarlyfjum, þ.e. hvaða ein- kenni þeir sjúklingar hafi sem meðhöndlaðir em með slíkri lyfja- gjöf," segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Hann telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þessari miklu neyslu íslendinga á geðdeyfðar- lyfjum, líklegra en ekki eigi hún sér eðlilegar skýringar. íslenskir læknar séu, rétt eins og þjóðin yf- irleitt, fljótir að tileinka sér nýj- ungar; t.d. hafi hjarta- og kviðsjár- aðgerðir orðið algengar hér miklu fyrr en í mörgum af helstu saman- burðarlöndunum. Ennfremur er talið að þunglyndi sé meðal þeirra sjúkdóma sem eru undirmeð- höndlaðir, þ.e. að fleiri þurfi með- höndlun heldur en fái. Þá leiðir það af eðli sjúkdómsins að þetta fólk leitar sér ekki alltaf læknis og aukaverkanir þunglyndislyfja voru til skamms tíma mjög mikl- ar. ,'■ \ '“Vtr, „Eftir stendur engu að síður spurningin um hvort takmarka eigi notkun geðdeyfðarlyfja við meiriháttar þunglyndi eða hvort minniháttar þunglyndi eigi líka fá lyfjameðferð," segir Matthías. -gos Nýjasta framleiösluvaran úr Búöardalsleirnámunum: Leirhitabakstrar úr Búöardalsleir í apótek Leirhitabakstrar frá Búbardal eru nú fáanlegir í apótekum víba um land, auk þess sem þeir hafa verib seldir til sjúkraþjálf- unarstöbva og sjúkrahúsa. Leirhitabakstrar em nýjasta hugmyndin um framleiðsluvömr úr Búbardalsleir sem Búðdælingar hafa hrint í framkvæmd. Fram- leiðslunni er þannig háttab ab leirinn er hrærður og bætt í hann efnum til að gera hann þjálli. Leir- blandan er síðan sett í sérstaka poka, sem hannaðir vom af sjúkraþjálfara. Leirhitabaksmrinn heldur vel í sér hita og er þungur, sem veldur því að hitinn leitar dýpra inn í vöðvana en meö létt- ari bökstmm. Búöardalsbakstur- inn hefur líka þann kost að vera margnota, en hann er hitaður upp meb heitu vatni fyrir hverja notkun. Leirhitabakstrarnir eru fram- leiddir af Megin ehf. í Búðardal, sem er trésmiðja í eigu fjögurra abila, samkvæmt árskýrslu Byggðastofnunar sem styrkti vöruþróun leirhitabakstranna. Megin ehf. hefur að undanförnu kynnt bakstrana erlendis. ■ i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.