Tíminn - 17.07.1996, Qupperneq 2

Tíminn - 17.07.1996, Qupperneq 2
2 Mibvikudagur 17. júlí 1996 Tíminn spyr... Eru samherjar jóhönnu Sigurb- ardóttur í Þjóbvaka ab flýja frá henni samfara fallandi fylgi? ísólfur Gylfi Pálmason, alþingismabur: Mér sýnist samherjar hennar í raun og veru vera ab flýja yfirlýst mark- mib og stefnu Þjóbvaka. Hér á Sub- urlandi var þab alls kyns fólk sem kaus Þjóbvaka og fæst af því kratar. Menn trúbu því aö þarna væri komin hreyfing fólksins, einhver mikill aflvaki. Ég orbabi þab nú þannig ab þetta hefbi verib hreyf- ing fólksins sem ekki mætti á kjör- stab. Síöan sá fólk hvernig þau eru og ætla sér ab starfa. Ég tala nú ekki um núna þegar þau virbast ætla að hoppa beint upp í fangið á einmitt þeim sem þau voru að flýja á sín- um tíma. Gísli S. Einarsson, alþingismabur: Ég skal ekki segja um hvað gerist. En það er mjög breiður hópur fólks sem vill fá sameinaba jafnaðar- menn. Þetta nær ekki bara yfir Þjóðvakamenn og Alþýðuflokks- menn. Ég segi ekki að það sé að bresta á einhver breiðfylking í inn- göngu í Alþýðuflokkinn sérstak- lega. Við Jóhanna vomm og emm góðir mátar, en þetta fór illa hjá henni, þó ekkert ver en spáð var. Þetta varð bara bóla eins og margir héldu en það sem við þurfum er breiðan hóp fólks sem þarf að kanna ágreiningsefni flokkanna og leysa þau. Staðreyndin er nefnilega sú að samstaða er milli allra flokka um 85% af þjóðmálunum. Margrét Frímannsdóttir, alþingismabur: Ég hef ekki trú á því. Mér hefur sýnst þessi þingflokkur Þjóðvaka vera samheldinn og ég hef enga trú á því að það sé að gerast. Ingimar Pétursson, framkvœmdastjóri Suöurflugs: Byggir flugskýli á Keflavíkurflugvelli Suburflug í Keflavík stendur í byggingu flugskýlis á Keflavík- urflugvelli, sem væntanlega verbur tekib í notkun í október. Starfsemi fyrirtækisins hefur falist í leiguflugi, útsýnisflugi og kennsluflugi hingab til, en nú verbur breyting á og verbur mest áhersla lögb á þjónustu vib minni flugvélar á Keflavíkur- flugvelli. „Óneitanlega er þab ætlunin ab þaö veröi stærsti þáttur Suöur- flugs. í dag eru 1.587 flughreyf- ingar flugvéla sem ekki komast upp aö Flugstöö Leifs Eiríkssonar. Þeim er bara vísaö útá mibjan ramp og eiga í fá eöa engin hús ab venda þarna. Vib viljum þjóna þessum flugvélum betur, þetta eru bæbi fyrirtækjaflug, ferjuflug og millilandaflug smærri flug- véla. Þaö hefur ekki verib góð þjónusta við þessa aðila og úr því stendur til að bæta," segir Ingi- mar Pétursson, framkvæmda- stjóri Suðurflugs. Flugskýlib, sem um ræbir, er 1.250 fermetrar að grunnfleti, auk 350 fermetra á annarri hæð, þannig að húsið er yfir 1.500 fer- metrar samanlagt. „Þarna opnast skýli til þess að taka inn smærri flugvélar. Það hefur verið svolítið örðugt, fólk hefur þurft að fara með þær norður og út um ailt til að fá inni fyrir þær, þannig að sú aðstaða lagast talsvert. í fyrsta skipti verður boðið upp á svokall- að afgas, eða eldsneyti fyrir þessar flugvélar á Keflavíkurflugvelli, það hefur ekki verið. Þær hafa ekki getað fengið eldsneyti á Keflavíkurflugvelli nema olíubíll hafi komið úr Hafnarfirði með eldsneyti. Það hefur verið liður í þessu líka að sumar af þessum ferjuflugvélum hafa ekki lent á Keflavíkurflugvelli, það er ein- faldlega aðstöðuleysið og þjón- ustuleysið sem Suðurflug hyggst bæta úr," segir Ingimar. Ingimar skrifaði skýrslu þar sem hann lagði áherslu á ab ferju- og millilandaflug smærri flugvéla mundi færast til Keflavíkur frá Reykjavík og kom hún út í mars sL Hann sagðist þó ekki hafa haft neinna hagsmuna að gæta þá. „Eftir þab og núna bara fyrir skömmum tíma tók ég ab mér framkvæmdastjórn Suburflugs og þá voru hagsmunirnir orönir að- eins beinni og horfir öðruvísi við, þar sem þeir fóru út í byggingu á þessu skýli. Þab var mér alveg óviökomandi á sínum tíma þegar ég skrifaði þessa skýrslu." Ástæbur þess að flytja ætti flug- ið til Keflavíkur segir Ingimar þær m.a., að komið hafl fram sjónar- mib sem lýsi því yfir að þetta sé áhættumeira flug. „Svo hefur að- staða á Reykjavíkurflugvelli, s.s. öryggisatriði, ekkert verið sú besta og stendur nú til að laga. En þetta er flug talsvert yfir byggð og ör- yggissvæði flugvallarins hafa kannski ekki veriö eins og reglur hafa mælt fyrir. Mér skilst þó að það standi allt til bóta eftir að ráð- herra tók ákvörbun um að endur- byggja flugvöllinn." -ohr Svartbakurinn verpir í talsverbum mæli í Akrafjalli og sveitunum í kringum þab. Veibibjallan eríflestra augum hinn mesti vargur, þó eggja- tínsla sé talsverb á svœbinu á vorin og fram á sumar. Vegna þess hve mikib er tínt af eggjum framan af sumri, þarf veibibjallan ab verpa aftur og er þá stundum ab koma upp ungum langt fram eftir sumri og eru ungar ab skríba úr eggjum langt fram eftir júlímánubi. Á myndinni hefur lítil blómarós fundib brœbur tvo sem voru nýskribnir úr eggi. ; -,W*,r ruro*C* -----Kfól Æ7Z/ Þ/)£> ST Mck/ ÞÆF/TT /)£> /T/T/i AT> F/FMA/OM Sagt var... Torfæruamma „34 ára amma sem ætlar a& keppa í torfæru" Undirfyrirsögn úr Mogganum í gær. Múrabir menn „... stálu myntfötum me& rúmum 600 þús. krónum." Mogginn í gær. Megin og máttur samkeppninnar „La Repubblica hvatti til þess a& Coca Cola og Gatorade svaladrykkj- um yrði fleygt í ár og McDonald's hamborgurum og Mars súkkula&i í sjóinn." Segir í frétt Moggans af pastastrí&i ítala og Bandaríkjamanna. Þa& er alltaf hægt a& skilja „Anna&hvort ver&ur þetta hjóna- band e&a ekki" Fyrirsögn á forsíbufrétt Alþýbublabsins í gær af hugsanlegri sameiningu þing- flokka Þjóbvaka og Alþýbuflokks í haust. Hin brei&u bök „Farið á bak vi& jóhönnu" Fyrirsögn á forsíbufrétt Tímans í gær af leynífundi þjóbvakamanna vib Jón Baldvin. Landrá&amenn og li&hlaupar „Þjóðvakamenn ræddu við Jón Bald- vin á leynifundi og vilja koma til li&s vi& hann:" Sama frétt Tímans af sameiningarmál- um vinstrimanna. Ekki ég, sag&i grísinn „... ég sé möguleika til úrbóta þegar fólk hættir a& hugsa sem svo: ég á ekki a& gera þetta, en segir og hugs- ar í staðinn: þetta get ég gert og það kemur mér við." Er haft eftir forstjóra ÍSAL í frétt Tímans í gær um vinnutímann í álverinu og eff- in þrjú sem eru fyrirtækinu mikilvæg: fólk, framleibni og framleibsla. Hagsýnar húsmæ&ur selja ekki hannyr&ir, þa& borgar sig ekki „Listaverkin þar á veggjunum vöktu athygli einnar konu, sem kvartaði yfir því að hafa hvergi sé& íslenskar hannyrðir eöa listmuni til sölu — bara lopa á lopa ofan." Úr ferbalagafréttum Moggans í gær af 70 ferbavönum Svisslendingum. í pottinum í gær var mikib rætt um forsíbufrétt Tímans þann dag. Jóhanna ein úti í kuldan- um, sögbu menn. Greinilegt er á tali fólks ab jóhanna uppsker samúb fólks þegar flótti brestur í lib hennar... • Talsverbar hreinsanir standa fyrir dyrum í Húsnæbisstjórn á næst- unni segja heimildir blaðsins. Brotlegir starfsmenn munu þurfa ab hirða pokann sinn er sagt... • Og í Hafnarfirbi er nú beðiö dóms Hérabsdóms Reykjaness í máli gegn bæjarfulltrúanum Jó- hanni Bergþórssyni. Fullyrt var vib blabið í gær ab kratar muni í framhaldi dómsins, verbi hann Jóhanni óhagstæbur, slíta meiri- hlutasamstarfi vib hann ...

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.