Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 4
HEWWtlftt Mibvikudagur 17. júní 1996 MPíÍlrlftft fftlKIMRMr STOFNADUR 1 7. MARS 191 7 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Ólafsson Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf5210, Brautarholti 1, 105 Reykjavík 563 1600 55 16270 125 Reykjavík Setning og umbrot: Mynda-, plötugerð/prentun: Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Þjóðarvakning og þunglyndislyf Óbærileg og óþörf mengun Hljóðmengun er allt í einu komin á dagskrá í Reykjavík og er fyrirhuguöum íbúðarblokkum við Sæbraut fyrir að þakka. Bent hefur verið á að óbærilegt verði að búa í hús- unum vegna umferðarhávaða og því sé full ástæða til að afturkalla byggingarleyfi og búa fólki heldur skjól á kyrr- látari stöðum. Allt í einu er hljóðmengun á allra vörum og borgarverk- fræðingur rýkur til að biðja um aukafjárveitingar til að forða borgarbúum frá hávaða. En nú er talið að 1700 íbúð- ir í borginni séu þannig settar að við húsvegg sé óleyfileg- ur hávaði og hefur ástandið viðgengist lengi án þess að nokkur sála æmti né skræmti, enda er það staðföst þjóðtrú að bílar eigi allan forgang. Umferðin verður að ganga greitt fyrir sig, sama hvað það kostar. Á nokkrum stöðum í borginni er hámarkshraði 30 km. Það er í hverfum sem reist voru löngu áður en bílaholskefl- an dundi yfir. Það er undantekning að ökumenn virði þessi hraðamörk. Margrét Sæmundsdóttir, formaður um- ferðarnefndar borgarinnar, skýrir frá því í grein í Morgun- blaðinu að 30 km hverfum verði fjölgað. En það kemur fyrir lítið, ef bílstjórar hvorki vita né vilja vita á hvaða hraða þeir aka. í greininni tekur formaðurinn fram að reynsla frá Þýskalandi sýni að með 30 km hámarkshraða í íbúðahverf- um hefur slysum og óhöppum fækkað um 10-60%, loft- mengun minnkað um 10-20% og hávaðinn frá umferð minnkað um helming. Umferðarhraðinn og skeytingarleysi ökumanna veldur mengun, slysum og ómældu fjárhagstjóni, og þótt um- ferðarnefnd og borgaryfirvöld vilji gera eitthvað í málun- um, er það vita gagnslaust ef umferðarlögum og reglugerð- um er ekki fylgt eftir. Miklar umferðaræðar eru lagðar beint í gegnum þéttbýl hverfi og hús byggð ofan í óbærilegan umferðarþunga. Tómlæti ráðamanna um þessi mál hefur verið nær algjört til þessa, en borgaryfirvöld eru að byrja að rumska af dval- anum. Mörg þessara vandamála má leysa á tiltölulega einfald- an hátt, ef vit og vilji eru fyrir hendi. Umferðarlögreglan sinnir helst ekki öðrum verkefnum en að eltast við öku- menn á 130 km hraða og þar yfir og að gera skýrslur um umferðarslys. Umferðarstjórn er nær óþekkt frá því á dög- um Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns, sem ekki lifir nema í minni rígfullorðinna manna. Ökuhraðinn og hávaðamerigunin helst í hendur við slysatíðnina og er ekkert gert í málunum. Fjárframlög til löggæslu eru spöruð, en ökumönnum er leyft að halda uppi löglausum akstri, æra borgarana og slasa sjálfa sig og aðra fyrir milljarða á milljarða ofan. Ef það er ekki í verkahring eða í færum lögreglu að koma í veg fyrir stórfelld og viðvarandi umferðarlagabrot, verður að stofna til sérstakra löggæslusveita og kosta þær til að sinna almennri umferðarstjórn og koma ökumönn- um í skilning um að umferðarlög eru í gildi og að það er skylda þeirra að hlíta þeim eins og öðrum lögum. Hávaðamengun er ekki aðeins hvimleið, heldur er hún einnig heilsuspillandi, og þeir sem neyðast til að búa við hana eru sviptir þeim mannréttindum að fá að vera í friði fyrir hugsunarlausum dólgum. Er mál til komið að farið sé að ræða málin, og kannski verður farið að gera eitthvað í þeim þegar kemur fram á nýja öld. Mikið er ægivald Jóhönnu Sigurðardóttur. Slíkt er ægivald hennar að samflokksmenn og þing- flokksmenn hennar í Þjóðvaka þora ekki að segja henni frá því ef þeim dettur í hug að spjalla eitthvað við Jón Baldvin. Jóhanna hefur löngum borið það með sér að hún hafi stjórn á hlutun- um í kring um sig og vilji ráða. Þegar hún fékk engu ráöið um Alþýðuflokkinn þá hoppaði hún af lestinni og bjó til sitt eigið þjóðvakaspor. Þangað fylgdi henni gegnt og grandvart fólk sem sumt hvert situr nú á Al- þingi í nafni Þjóðvaka, vakningar- flokksinshennarjóhönnusemátti | að vekja þjóðina. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni að þjóðar- vakningarflokkurinn sé tæpast til lengur og sá hluti þjóðarinnar sem á annað borð rumskaði séu löngu sofnabur aftur þá eru þingmenn þjóðarvakningarflokksins boru- brattir og segja lítið að marka þess- ar skoðanakannanir. Grandvarinn og gegnin aö gisna Samt virðist grandvarinn og gegnin eitthvað vera farin að gisna því þingflokksliðib í þjóbar- vakningarflokknum er greinilega farib að óttast um framtíb sína meb Jóhönnu og lítur svo á að framtíðin gæti verið tryggari án Jóhönnu. Þjóð- arvakningin varð nefnilega hálf endaslepp þegar til kom. Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um markleysi skoðanakannana virðast hinir óbreyttu þingmenn þjóðarvakningarflokksins eitthvað farnir að ókyrrast og er aukning ókyrr- leikans greinilega í réttu hlutfalli við fylgishrun- ib. En ótti þjóðarvakningarþingmanna er ekki einvörbungu bundinn vib fylgistap og hættuna á því ab hverfa af yfirborbi jarðar. Þar er augsýni- lega fyrir hendi ótti við formanninn og sá ótti er í ríkum mæli, því fund sem þjóðarvakningar- þingmenn áttu meb formanni Alþýbuflokksins var farib meb eins og mannsmorb og leib a.m.k. hálfur mánubur ábur en upplýsingar um fund- inn lak út. Þá hafbi Jóhanna þjóbarvakning enn- þá ekkert frétt af umræddum fundi, enda Gústi og Svana gætt þess vel ab laumupúkast meb fundinn eins og þau framast gátu. Annars hefur Garri áhyggjur af því hvaba afleibingar svona ástand eins og er í þjóbarvakn- ingarflokknum hafi á þjóbina sem virbist frekar vera sofin en vakin yfir vegferð þjóðarvakn- ingarinnar. Eba hvaba áhrif þetta ástand hafi á þingmenn- ina í þjóbarvakningarflokknum, ab ekki sé nú talab um formann- inn sjálfan sem allir eru ab flýja frá en enginn vill segja frá. í Tímanum í gær er greint frá því ab íslendingar eti meira áf gebdeyfbarlyfjum eba þung- lyndislyfjum en abrar Norbur- landaþjóbir, jafnvel allt upp í þrisvar sinnum meira. Garri verbur ab viburkenna ab hann hef- ur þungar og jafnvel þunglyndislegar áhyggjur af þessum málum öllum saman og kemst ekki hjá því ab velta fyrir sér hvaba samhengi sé á milli stórkostlegrar þunglyndislyfjaneyslu land- ans og ástandsins í þjóbarvakningarflokknum. Þab er greinilegt ab þarna er um samhengi ab ræba, því samfara auknu þunglyndi þjóbarvakn- ingarinnar eykst neysla þjóbarinnar á þunglynd- islyfjum. Annars gæti náttúrulega verib að sam- hengib hjá Garra væri öfugt. Þab væri ekki þung- lyndi þjóbarvakningarinnar sem yki neyslu lyfj- anna, heldur væri þab neysla lyfjanna sem minnkabi tilvist þjóbarvakningarinnar. Þá hlýtur þab ab verba næsta krafa þjóbar- vakningarinnar að kjósendur verði settir í lyfja- próf ábur en þeim er hleypt inn í kjörklefann í næstu alþingiskosningum. Garri GARRE Sálfræðingar á uppboði Vandamálasúpurnar Rétt einn ganginn er komib babb í bátinn hjá menntakerfinu. Vegna lélegra launa kennara fórst fyrir ab kenna verbandi sveitarstjómum og gjaldker- um þeirra ab reikna. Nú þegar sveitarfélögin eru ab taka vib skólamálunum, hver í sínu hérabi, segjast kennarar ekki geta tekið við nýju störfunum, sem eru auðvitað þau gömlu, vegna þess að bæjarstarfs- fólk geti ekki reiknaö út laun þeirra. Kennarar skyldunámsins eru ab verða bæjarstarfsmenn og eiga ekki lengur undir launadeild fjármálarábuneyt- isins ab sækja og eru rosalega sorrí yfir því. Enda von þar sem þeir eiga að fá kaupið sitt úr bæjarsjóbum um næstu mánaðamót en í bæjarskrif- stofum og hreppskontórum kunna engir ab reikna út laun segja kennarar og telja sig illa svikna. En hægt er að hugga stétt- ina meb því ab þeir hjá sveit- arfélögunum eru reglulega flínkir ' ^^ # vib launaútreikninga. Athugið g\ VIOðVðllQI bara hve þeim tekst vel ab reikna _____________________ út kaup bæjarstjóranna og sveitar stjóranna, sem fæstum er bobib upp á mikib lakari kjör en rábherrum, enda sækja tugir um hvert bæjar- stjóraembætti sem losnar. Skólaskrifstofur eru eitt af þeim mörgu vandamál- um sem búin eru til í kringum þab fjölflókna athæfi ab kenna krökkum ab lesa og skrifa og einhverja ögn í samfélagsfræbum hinu megin á hnettinum. Meb flutningi skólanna frá ríki til heimabæja sinna fylgja skólaskrifstofurnar með. Þær þarf að manna að nýju eins og kennarastofurnar og end- urráða fólk eftir að það hefur lifab á biblaunum vegna þess ab því er sagt upp hjá ríkinu og endurrábib af sveitarfélög- um, sem ekki kunna launaút- reikninga. Þar bregbur svo vib ab eng- in ieið er að fá sérhæft fólk eins og sálfræðinga til starfa nema í fínasta þéttbýli. Nú eru skólasálfræöingar komnir á uppboð og sá sem best býður hreppir þá sem eru á lausu. Vel er hægt að reka skóla án sálfræðings en óhugsandi að starfrækja skólaskrifstofu án slíkra starfkrafta. Flutningur skóla frá ríki til sveitarfélaga skapar Kaupio í vaskinn Áður en kennarar lýstu yfir frati á reikningsgetu starfsfólks á bæjarkontórum höfðu sveitarstjórnar- menn miklar áhyggjur af því hvernig þeir ættu að taka við menntakerfum heimabyggða sinna. Þeir töldu sig ekki hafa efni á að reka skóla og hlustuðu lítið eftir þegar verið var að lofa þeim tekjustofnurri til ab standa undir menntun barna sinna. í ár mun ríkib veita sveitarfélögunum um sjö millj- arða til að standa straum af skólarekstri. Nú stendur upp á stærðfræðikennara að kenna hreppskontórun- um hvernig þeir eiga að reikana út kennarakaupið úr fúlgunni. Ef það ekki tekst hljóta launin að fara í vaskinn og menntakerfið fer í enn eitt uppnámið vegna kjaramála. þannig mörg vandamál sem ekki verður auðvelt að leysa fyrir mánaðamót. En ef til vill getur einkaframtakið lagfært málin því grunur leikur á að nóg sé til af sálfræðingum og að þeir sjái sér leik á borði ab taka ab sér sálgæslu skólaskrifstofanna sem verktakar og losna þannig úr vibjum launakerfis opinberra starfsmanna. Þegar þetta er skrifab hefur ekkert frést frá bæjar- skrifstofum eba sveitarstjómum um þann áburð for- ystusveitar kennara að á þeim bæjum kunni engir að reikna út laun og því sé fráleitt að þeir taki að sér skólareksturinn. Ef það er rétt að sveitarfélög hafi ekki bolmagn til að taka við skólunum og að ekki sé hægt að borga kennurum kaup og að skólaskrifstofur fái ekki sál- fræðinga til eigin nota, er líklega réttast að flytja skólana suður og setja þá niður í tún fjármálaráðu- neytisins og menntamálaráðuneytisins. Þar vilja kennararnir vera og þar vilja sveitarfélögin hafa þá og til jafnvægis má gauka nokkrum ríkisstofnunum út og suður um landsbyggðina. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.