Tíminn - 17.07.1996, Qupperneq 5

Tíminn - 17.07.1996, Qupperneq 5
Mi&vikudagur 17. júlí 1996 wMfftftl 5 Álver á Keilisnesi aftur á dagskrá „Aftur er nú verið að fara yfir rába- gerðir um álbræðslu á íslandi, sem kosta mundi $ 1 milljarð og nyti ódýrs rafmagns frá vatnsaflsvirkj- unum, en þær voru lagðar á hill- una snemma á tíunda áratugn- um." Svo sagbi Financial Times frá 30. maí 1996 og enn: „Að álverinu stæðu þrjú fyrirtæki í félagi — Al- umax í Bandaríkjunum, Granges í Svíþjób og Hoogovens í Hollandi — en á fyrsta ársfjórbungi 1997 af- ráða þau hvort þau ráðast í bygg- ingu versins, að stjórnarformaður Alumax, Allen Born, skýrði frá í gær." „í athugun er ab reisa álveriö í tveimur áföngum. Á hinum fyrri yrði reist ver, sem framleitt gæti 200.000 tonn af áli á ári og tæki til starfa 2000-2002. Á hinum síöari yrði annað upp sett, sem árlega ynni líka 200.000 tonn, ári eða svo síðar, eftir markabsstöbu. — Fram- kvæmdin krefðist þátttöku ís- lensku ríkisstjórnarinnar, því að auka þyrfti vinnslugetu fallvatns raforkuvera landsins." „Eftir að Born hafði skýrt fjár- festum og peningamarkaðsfræö- ingum í London frá stöbu mála, skýrði hann frá því, að kostur þessi væri fyrirtæki sínu ekki aðeins álit- legur vegna hins lága orkukostnað- ar á íslandi, heldur yrði álið líka unnið innan Evrópska efnahags- svæðisins. — Nú er 6% tollur á áli, innfluttu í Evrópubandalagið. Sem stæði kæmist Alumax hjá því að greiða þann toll. Það skipti á málmum vib evrópsk fyrirtæki, sem festa þyrftu kaup á áli í Banda- ríkjunum, en óvíst væri hve lengi því yrði fram haldið, því að við- skipti bandaríska Alumax- hópsins færu vaxandi í Evrópu." „Á döfinni er þannig nýtt álver á íslandi, aðeins sjö mánuðum eftir að Alusuisse-Lonza, svissneski fyr- irtækjahópurinn, tilkynnti aukn- ingu afkastagetu álbræðslu sinnar VIÐSKIPTI þar um 62.000 tonn á ári, eða upp í 162.000 tonn 1997. — Born tók hins vegar fram, ab bygging álvers á íslandi væri aðeins einn af mörg- um kostum, sem Alumax ætti og í athugun væru. Annar væri að tvö- falda afköst Lauralco-versins í Que- bec í Kanada, sem að öllu leyti væri í eigu Alumax' og framleiddi 215.000 tonn af áli á ári. Raforku- verið Quebec-Hydro, sem legði því til rafmagn, hefði umfram vinnslu- getu, þar eð horfið var frá fyrirhug- aðri stækkun Alouette- álversins í fyrra. Hoogovens er einn fimm eig- enda þess, og sakir þessa hefur það mikinn hug á framkvæmdum á ís- landi, að Born sagbi." „Boð hefðu Alumax líka borist frá talsmönnum fyrir álver á undir- búningsstigi í Austurlöndum nær og Suður-Ameríku, sem sæktust eftir verkþekkingu þess. Þau boð yrðu líka athuguð, en auðsætt væri að í þeim heimshluta væri pólitísk og peningaleg áhætta meiri en í Noröur- Ameríku." „Born tók fram, að í íslensku ál- veri, ef byggt yrði, mundi Alumax eiga 40% og verða rekstraraðili þess. Hoogovens og Gránges mundu hvort um sig eiga 30%. Neytt yrði væntanlega sömu tækni og beitt er í Mt. Holy-álveri Alum- ax í Bandaríkjunum, en inn i hana voru felldir tækniþættir frá Alcoa sem Alumax." „Alumax er fimmti helsti fram- leiðandi áls í heiminum. Það býst viö, að álframleiðsla sín í ár svari nær til árlegrar framleiðslugetu sinnar, 671.000 tonna. Born sagöi, að fyrirtækið kysi ab vera „aflögu- fært" um ál. Um 60-70% fram- leiðslu sinnar notar þab í eigin verksmiðjum, en selur viðskipta- vinum það, sem umfram er. — Eft- irspurn eftir áli vex um a.m.k. 2% á ári. Þannig er árlega þörf á nýrri meðalstórri álbræðslu, aö Born hafbi á orði. í ár héldust frambob og eftirspurn áls í hendur, en hann taldi horfur á, að eftirspurn eftir því yrði umfram framboð 1997 eba 1998." Siguröur Lárusson: A6 loknum forsetakosningum Nú nýlega hefur verið kjör- inn nýr forseti íslands til næstu fjögurra ára. Hann var kjörinn með svo afgerandi miklum meirihluta þjóbarinnar að aðeins er eitt dæmi í sögu lýð- veldisins um meiri atkvæðamun í kosningum til embættis forseta íslands, en það var þegar Kristján Eldjárn var kosinn forseti sumar- ið 1968. Ég vil nota tækifærið til að óska nýkjörnum forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni, hjartanlega til ham- ingju með þetta mikla og vanda- sama embætti sem þjóðin hefur falið honum. Sjálfur er ég ekki í neinum vafa um að hann muni rækja þetta embætti meb miklum sóma. Eins og í fyrri kosningum til forsetaembættisins skiptust menn í fylkingar um frambjóð- endur, eins og eðlilegt er. En þeg- ar þjóðin hefur fellt sinn dóm og úrslitin eru jafn ótvíræð og nú, hlýt ég að vona að landsmenn all- ir sem einn fylki sér að baki for- VETTVANGUR „Þessi heimboð, sem Vigdís minntist á, hljóta að verða kostuð afþeim sem standa fyrir heimboðunum, svo að hún þarf vœntanlega ekki að bera neinn kostnað afþeim. Enda vaeri slíkt afar óvenju- legt. Þessvegna er þetta frumhlaup forscetisráðherr- ans alveg furðulegt." seta sínum. Fyrstu dagana eftir úr- slitin virtust sumir eiga erfitt með að sætta sig við úrslitin. En von- andi eru allir nú búnir að sætta sig við orðinn hlut. Nýja forsetans bíða vissulega mörg vandasöm verkefni. Það er mjög vandasamt verkefni að taka við forsetaembættinu úr höndum Vigdísar Finnbogadóttur, sem hefur verið elskuð og dáð af nær öllum landsmönnum. En ég vona innilega að hann valdi því verk- efni og er sannfærður um það. Ég spái því að eftir fjögur ár verði hann búinn að vinna sér traust mikils meirihluta iandsmanna. Þab kom strax fram hjá Vigdísi eftir kosningarnar að hún þyrfti ekki að kvíða því ab hún hefði ekki nóg að gera næstu misserin. Henni stæðu til boða mörg verk- efni, til dæmis heimboö til út- landa til fyrirlestrahalds og einnig heimboð til erlendra þjóðhöfð- ingja, ef ég hef ekki misskilið fréttir í útvarpi og sjónvarpi. En svo kom ein furðuleg frétt frá forsætisráðuneytinu. Sagt var að ríkisstjórnin hafi samþykkt að veita Vigdísi einnar milljón króna styrk á ári næstu árin til utan- landsferða og landkynningar. Ég get ekki skilið þetta á annan veg en sem vantraustsyfirlýsingu á nýkjörinn forseta af hálfu for- sætisráöherrans. Fróblegt væri að vita hvort þessi ákvörðun hefur verið borin upp á fundi ríkis- stjórnarinnar og hve margir ráð- herrar stjórnarinnar hafi sam- þykkt þessa tillögu forsætisráb- herra. Það má ekki misskilja þessi orð mín þannig að ég sé að amast við því að Vigdís ferbist til útlanda og kynni landið fyrir öðrum þjóð- um, eins og hún hefur gert svo mikið af í sinni forsetatíð með ágætum árangri og sinni glæsi- legu framkomu. Hún hefur sjálf skýrt þjóðinni frá því að framhald verði á slíkum ferðum og er það auðvitað gób viðbót vib kynn- ingu forseta íslands, en forsetinn verður framvegis sem hingað til ab vera andlit þjóðarinnar út á viö; það hlýtur ab vera stór hiuti af starfi hans, eins og verið hefur. Þessi heimbob, sem Vigdís minntist á, hljóta ab verba kostuð af þeim sem standa fyrir heim- boðunum, svo að hún þarf vænt- anlega ekki að bera neinn kostn- að af þeim. Enda væri slíkt afar óvenjulegt. Þessvegna er þetta frumhlaup forsætisráðherrans al- veg furðulegt. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé gert til að gera lítið úr hæfileikum nýkjörins for- seta til að koma fram erlendis sem fulltrúi þjóbarinnar. Svona til- burðir eiga sér ekkert fordæmi í sögu lýðveldisins á íslandi. Höfundur cr fyrrum bóndi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.