Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 17. júlí 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Rífandi uppgangur er hjá sjávarútvegsfyrirtœkinu Borgey á Höfn í Eystra-1 hornl I! f»1 jyil'i r«i n: m j I Hlutabréf í Borg- ey hf. þrefaldast Ekkert sjávarútvegsfyrirtæki hefur aö undanförnu aukiö verömæti hlutabréfa sinna jafnmikiö og Borgey hf. Hlutabréfin voru um áramót skráö á genginu 1,2, en eru nú á genginu 3,0. Þetta þýöir að markaðsverð hlutafjár í Borg- ey, sem var um 450 milljónir um áramót, er nú metið á 1,3 milljarða. Sá, sem hefur keypt hlutabréf í fyrirtækinu um áramót á 120 þúsund kr., get- ur nú selt hann á 300 þúsund kr. Rætt hefur verið um þaö innan bæjarstjórnar Hafnar að selja hlutabréf bæjarsjóðs í Borgey, en ef selt væri nú gæti bæjarsjóður fengið 150 millj- ónir fyrir bréfin. Meirihlutinn er þó þeirrar skoðunar aö rétt sé að bíða með söluna. Egill Jón Kristjánsson, full- trúi sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn, var annar tveggja bæj- arstjórnarmanna sem vildu selja hlutabréf bæjarins í Borgey. Hann telur þaö ekki hlutverk bæjarins að standa í hlutabréfaviðskiptum. Það eigi að vera í höndum einstak- linga, t.d. íbúanna á Horna- firði. Jafnframt hefur hann gagnrýnt Landsbankann fyrir að selja íslenskum sjávaraf- urðum hlut sinn í Borgey, í stað þess að selja hann íbúum Hornafjarðar. Ef íbúunum hefði verið veittur forkaups- réttur, þá væri það að skila sér núna í mikilli ávöxtun. Ferskt kjöt til Evrópu Sláturtíð mun hefjast mun fyrr en vanalega hjá sláturhúsi K.Þ. á Akureyri. Ástæðan er sú aö opnast hefur markaður fyr- ir útflutning á fersku kjöti til Evrópu, mögulega til Dan- merkur og Belgíu. Kjötið verður flutt flugleiðis ferskt, beint á Evrópumarkaö, og fæst þannig betra verð fyrir það en ella. Þetta var reynt í smáum stíl í fyrra og eftir- spurn fer vaxandi, svo þess vegna var farið út í þetta núna. Óljóst er þó enn hversu mikið kjöt verður flutt út, en áhersla verður lögð á að það standist þær gæðakröfur sem markaðurinn gerir. Þokkaleg lunda- veibi Fleiri lundaveiðimenn hafa veriö í startholunum nú en undanfarin ár, en veiðin hófst um síðustu mánaðamót, mun fyrr en í fyrra. Veiði hefur ver- ið misjöfn, afbragðsgóð sums staðar en lakari hjá öðrum. Sem fyrr hafa þeir Ysta- klettsmenn haft yfirburði í veiði og voru í síðustu viku komnir með um 30 kippur. Þá hefur fregnast af góðri veiði í Álsey, en þar hafa verið fjórir til sex veiðimenn til þessa. Sæmileg veiði hefur einnig verið í Stórhöfða, en þar stunda nú sex aðilar veiði. Árni Hilmarsson, sem stundar veiði í Heimakletti, Miðkletti og Klifi, kvartar ekki yfir byrjuninni. Hann og kona hans fullvinna aflann, reyta allan fuglinn og anna vart eft- irspurn. Ekki fréttist af veiði í öörum eyjum, en að sögn fróðra manna hefur verið heldur dauft yfir henni og vilja menn þá helst kenna leiðinlegu veðri um. M U L X OLAFSFIRÐI Matthías Ingimarsson var kampakátur meb silfurverblaunin sín þrjú á „Special Olympics". Vann þrenn silf- urverblaun á „Special Olymp- ics'" Matthías Ingimarsson vann á dögunum þrenn silfurverð- laun á „Special Olympics", íþróttamóti fyrir fatlaða í frjálsum íþróttum, sem haldið var á Akureyri. Matthías hlaut verblaun sín í 100 m hlaupi, boltakasti og langstökki. Auk þess að æfa frjálsar stundar Matti einnig boccia og er mikill áhugamaður um fótbolta. Þar styður hann að sjálfsögðu dyggilega við bakið á „sínum mönnum", Leiftri frá Ólafsfirði. „Ég vinn í Mjólkursamlag- inu á Akureyri fyrir hádegi, er í ostadeild og vinn við að pakka ostum. Eftir hádegi vinn ég á vinnustað fatlaðra. Það er nóg að gera. Svo reyni ég að komast á alla leiki með Leiftri," sagði Matti, hress að venju. FnETTnnLfifiin SELFOSSI Arabískt kónga- fólk gisti Flug- hótelib í Keflavík Sjeik frá Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum gisti á Flughótelinu í síðustu viku. í fylgdarliði hins konunglega araba voru 30 manns, konur og börn. Sjeikinn lét mjög vel af dvölinni á hótelinu, hann gerði miklar kröfur sem starfsfólkið stóðst fyllilega. Skv. heimildum Sunn- lenska býr sjeikinn afar vel í kvennamálum, og fengu eng- ir karlmenn að koma í matsal hótelsins á meðan kvenfólk úr hópi sjeiksins var þar. All- ar konurnar voru með blæjur fyrir andlitum, en blæjur ar- abakvenna eru fullkomnari í dag en ábur, því þær eru með frönskum rennilás. Nokkrir starfsmenn á Kefla- víkurflugvelli fengu að fara upp í vél sjeiksins á meðan dvöl hans stóð. „Flugvélin var það mikið skreytt ab inn- an ab engu líkara var en maður væri að ganga inn í ævintýrið um Aladdín," sagði ein starfsstúlka í Leifsstöð. Konungleg hásæti voru í vél- inni og allt meira eða minna gullslegið, hátt og lágt. Flughótelib í Keflavík þar sem arabíski sjeikinn og fylgdarlib hans lögbu undir sig heila hœb. Verblaunahafar Bröstes frá upphafi:. 16. Bröstes-verblaunin afhent á mibvikudaginn í Kaupmannahöfn: Haukur Tómasson tón- skáld hlýtur verðlaunin Tónskáldið Haukur Tómasson fær bjartsýnisverðlaun fyrirtækis- ins Bröste í Danmörku, 16. ís- lenski listamaöurinn sem verð- launin hlýtur. Verðlaunin eru 50 þúsund danskar krónur og verða veitt honum við athöfn í Galleri Asbæk í Kaupmannahöfn eftir viku. Haukur er 36 ára og hóf tónlist- arnám við Tónlistarskólann í Reykjavík 16 ára gamall. Hélt síðan til Kölnar í framhaldsnám, en nam síðar í Hollandi og Bandaríkjunum. Haukur hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 1995 og senn verður fmmflutt verk eftir hann á útitónleikum í menningarborginni Kaupmannahöfn. ■ Haukur Tómasson Sýningar Egons Schiele og Arnulfs Rainer í Listasafninu: Framlengdar Mikil absókn hefur verið að sýningu Listasafns íslands á verkum austurrísku lista- mannanna Egons Schiele og Arnulfs Rainer. Verður hún því framlengd til 21. júlí. Sýningin er opin daglega frá 12 til 18. Þá er í safninu sýningin Líf- ið er saltfiskur, byggð á vegg- myndum Kjarvals í Lands- banka íslands, og sýning á vatnslitamyndum og skissum eftir Nínu Tryggvadóttur og verk frumherjanna í íslenskri málaralist. ■ Málverk eftir Nínu Tryggvadóttur. A EFTIR BOLTA KEMUR BARN... "BORGIN OKKAR OG BÖRNIN f UMFERDINNI- JC VÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.