Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.07.1996, Blaðsíða 7
Miövikudagur 17. júlí 1996 Aö sögn fréttamanna eru megináhugamál rússneskra hermanna í Tjetjeníu annars veg- ar aö sleppa úr hern- um og hins vegar vodka Þegar þetta er ritab virbist ekkert lát ennþá á stríbinu í Tjetjeníu, hvab sem líbur rússneskum kosningaloforbum um ab þvi skuli lokib. Ekki er heldur ab sjá ab neitt lát sé á vörn Tjetjena gegn rússneska ofureflinu. Lýsingar, sem birtast í fjölmiðl- um um framferöi rússneska hers- ins þar, minna margar á hegðun sama hers í heimsstyrjöldinni síö- ari, er hann var enn kallaöur Rauði herinn. Drykkju- og rán- skapur er það, sem virðist ganga fyrir flestu öðru hjá rússneska hernum í Tjetjeníu. Blandað með ediki Munurinn frá síðari heimsstyrj- öld er einkum sá, að Rauði herinn hafði þá til þess að gera öfluga stjórn, skipulag sem dugði og bar- áttukjark. En hjá rússneska hern- um í Tjetjeníu virðist hins vegar allt vera á ringulreið og barártu- viljinn í lágmarki. Og eftir því er árangurinn. Á frásögnum sumra frétta- manna er svo að heyra, að hern- aður Rússa þar suður frá hafi nú mestanpart snúist upp í það að leita sér að brennivíni, eða vodka nánar tiltekið. Af Rússum hefur lengi farið það orð að þeim hætti til að umgangast áfenga drykki eitthvað svipað og algengt hefur verið talið með þjóðum þeim er búa næst norðurpólnum. Og af sumum frásagnanna af Tjetjeníu- stríðinu í fjölmiðlum mætti ætla, að daglegt líf arftaka Rauða hers- ins þar syðra sé fyrst og fremst gegndarlaus drykkjuskapur. Tjetjenar eru múslímar og sagð- ir virða áfengisbann þess siðar, en eigi að síður draga þeir að sér vodka hver sem betur getur. Því að aldrei er að vita hvenær flokk- ur rússneskra hermanna ryðst inn í eitthvert húsið og hótar að skjóta heimilisfólkib, láti það ekki vodka í té. Tjetjenarnir kváðu hafa fundið upp. á því að blanda vodkað með ediki, til að auka Rússum þorsta. Því að þeim mun drukknari sem hermennirnir verða, þeim mun minni líkur eru á að þeir hitti það sem þeir skjóta á. Að sögn er aldrei hægt að vita hvað þeir taki til bragðs, þangað til þeir velta um koll dauða- drukknir. Og þá nota Tjetjenarnir tækifærið til að taka vopn þeirra traustataki. Libsforingjum „skemmt" Á þessa leið lýsir rússneska hernum í Tjetjeníu Thomas Goltz, fréttamaður hjá tímaritinu Soldier of Fortune. Lesendur þess eru atvinnuhermenn, óbreyttir borgarar sem eru hrifnir af stríð- um og vopnum, málaliðar og menn sem gjarnan vilja verða þab. Blabamönnum tímaritsins og lesendum er flestum hjartan- lega sama um stjórnarfar stríbs- landa og málstabi stríbsabila. Tímaritið einbeitir sér ab því, sem snertir öryggi og hagsmuni her- manna í stríbum, stjórnun og skipulagi hernabar, heraga, hvernig hin og þessi vopn og hin- ar og þessar hernaðaraðferðir dugi. Með hliðsjón af þessu fær rússneski herinn í Tjetjeníu lægsru einkunn hjá Goltz. Hann hefur kynnt sér her þennan og Tjetjeníustríð hans vel, verið með rússneskum her- mönnum þar langdvölum, ekið Rússneskir hermenn i Tjetjeniu. Fjölmargir þeirra strjúka. Her á fylliríi BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON um með þeim í skriðdrekunum þeirra og drukkið með þeim. Rússarnir, segir hann,. ráfa og keyra um í tætingslegum hópum og einingum, sauðdrukknir, skjóta á hús og önnur mannvirki af handahófi og hver á annan, eyðileggja eigin hergögn og öku- tæki annaðhvort af slysni og/eða í drykkjuæbi. Goltz nefnir sem dæmi skrib- dreka af geröinni 1-72, sem ók á flutningabíl með hermönnum, vegna þess að ökumaður skrið- drekans var of drukkinn til ab hafa hugmynd um hvert hann væri ab fara og hvað væri í vegi hans. Síðan hélt skriðdrekinn áfram inn í þorp, ók þar yfir gamla konu sem við það dó sam- stundis, og síðan á hús sem við það hrundi saman. Að sögn Goltz eru í rússneska hernum þarna annars vegar ungir menn. sem kvaddir hafa verib í herinn og hins vegar málalibar, er gengib hafa í hann gegn stab- greiöslu og fá síðan allháan mála á rússneskan mælikvarða. Þeir fyrrnefndu hugsa flestir fyrst og fremst um það að sleppa frá þessu öllu og þeir strjúka hópum sam- an. Mæður þeirra koma gjarnan til Tjetjeníu til að reyna að fá þá lausa úr hernum. Samþykki þær að „skemmta" hlutaðeigandi liðs- foringjum og liðsforingjarnir verði ánægðir með „skemmtun- ina", má vel vera. að þeir skrifi vottorð þess efnis að hlutaðeig- andi piltur sé ekki nógu heilsu- góður til að gegna herþjónustu og skuli því fá lausn úr henni. Gulltennur Margir málaliðanna eru hins vegar glæpamenn, sem í stríðinu fá ærin tækifæri til að „njóta sín", og fyrrverandi lögreglumenn úr dreifbýli. Um abferbir njósnaþjónustu rússneska hersins nefnir Goltz eftirfarandi dæmi: Hann hitti ab máli mann, tannlausan meb öllu og blæddi úr gómum hans. Njósnaþjónustan hafbi tekib hann í yfirheyrslu daginn áður og þá hafði hann verið með gull- tennur. Þær höfðu verið dregnar úr honum með töng og þóttist hann hafa sloppib vel, því að hann var a.m.k. lifandi enn. Goltz tekur undir það, sem fleiri fréttamenn hafa sagt um fram- ferði rússneskra hermanna í Tjetj- eníu, að þeir steli og ræni öllu steini léttara. Goltz, sem hugsar eins og at- vinnuhermabur og málalibi, skrifar ab rússnesku hermennirnir séu oft vingjarnlegir, afslappaðir og því sé nokkuð auðvelt að kom- ast í góðan kunningsskap við þá. „Drekki maður með þeim og syngi með þeim einhvern söng þrunginn öfgafullri þjóðernis- Maburgerir vib vegg ítjetjenskum bœ, en ófriburinn ásamt mebfylgjandi eybileggingu heldur áfram. hyggju, fær maður viðstöðulaust aðgang að öllu hjá þeim, allt frá fjölskylduleyndarmálum til skot- færabúra." En því félagslífi fylgi viss áhætta. Vestrænir frétta- menn séu yfirleitt ekki vel séðir í rússneska hernum og drukknir séu hermennimir duttlungafullir og óútreiknanlegir. „Alltaf getur einhver þeirra ... fyrst orðið sauð- drukkinn, síðan ofsóknarbrjálað- ur og loks svo óður ab hann skjóti mann — og gráti svo út af því á eftir." Ekki er Íaust vib að þetta minni á það sem Runeberg kvað um kós- akka einn, sem Finnar höfðu kynni af í rússnesk-sænska stríð- inu 1808-1809: „... lagði, stakk og hjó í hel / með hjartans besta þel." (Hér tilfært eftir minni).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.